Fréttablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 18
HVER ER TILGANGUR LÍFSINS
Gleymt og grafið
Ég hafði einhvern tímann svarið við þessari
spurningu, en er búin að gleyma því í
augnablikinu.
Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri
Halldór Ásgrímsson
Áhrif
alþjóða-
samstarfs
á fullveldi
erinpi Halldór
Ásgrímsson, ut-
anríkisráðherra
heldur erindi á
vegum stjórn-
málafræðiskor-
ar Háskóla ís-
lands í hádeginu
í dag frá kl.
12.15-13 í há-
tíðasal, aðal-
byggingu. Er-
indið fjallar um áhrif alþjóðasam-
starfs á fullveldi. Eftir fundin
verða leyfðar fyrirspurnir og eru
allir velkomnir á fyrirlesturinn. ■
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
18
FRÉTTABLAÐIÐ
15. janúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Salurinn:
Ný og forn kínversk þjóðlagatónlist
tónlist Hinn þjóðlegi tónlistar-
hópur kínversku kvikmynda-
hljómsveitarinnar í Peking held-
ur tónleika í Salnum í kvöld
klukkan átta. Hópurinn er skip-
aður sex hljóðfæraleikurum og á
efnisskránni er ný og forn kín-
versk þjóðlagatónlist á gömul
hljóðfæri.
Hljómsveitin var stofnað árið
1949 og er ein elsta hljómsveit
sinnar tegundar í Kína sem star-
far á vegum ríkisins. Hún nýtur
mikillar frægðar heima fyrir
enda eru hljóðfæraleikarar
hennar þekktir fyrir fágaða túlk-
un. Með henni hafa leikið lands-
þekktir hljóðfæraleikarar og á
hennar vegum starfa mjög þekkt
tónskáld.
Frá því að hljómsveitin var
stofnuð hefur hún hljóðritað tón-
list við rúmar tvö þúsund kvik-
myndir auk fréttamynda og ótal-
margra sjónvarpsþátta. Þá hafa
verið gefnir út fjölmargar hljóm-
plötur, snældur og geislaplötur
með leik hennar.
Á vegum hljómsveitarinnar
hafa hópar hljóðfæraleikara sótt
heim fjölmargar þjóðir og kynnt
hina ríku tónlistarhefð sem er
hluti hinnar ævafornu menning-
ar Kínverja. Þar á meðal er sex-
tett sá sem nú heimsækir íslend-
inga í boði Kínversk-íslenska
menningarfélagsins, Íslensk-kín-
verska viðskiptaráðsins og utan-
ríkisráðuneytisins. Hljóðfæra-
leikararnir heita: Li Chunyong,
He Yuan, Yin Yan, Yang Fan,
Chen Yu og Sun Xin. ■
KÍNVERSK TÓNLIST
Kínversku tónlistarmennirnir
leika allir á gömul hljóðfæri.
Þeirra á meðal er hljóðfærið
pipa sem er kínversk lúta
með fjórum strengjum.
Verkiderekki fullkomn-
að fyrr en það er flutt
Myrkir músíkdagar hófust síðastliðinn sunnudag og standa til 21. febrúar.
A efnisskránni er mikið um frumflutning íslenskra tónskálda.
tónlist „íslensk tónskáld eru
alltaf að semja en það verður
aldrei fullkomnað fyrr en verkið
er flutt,“ segir Kjartan Ólafsson,
formaður Tónskáldafélags ís-
lands og talsmaður Myrka mús-
íkdaga, sem hófust síðastliðinn
sunnudag og standa til 21. febrú-
ar. Myrkir músíkdagar fagna nú
tuttugu og tveggja ára afmæli
sínu á þessu ári og frá upphafi
hefur íslensk tónlist verið í for-
grunni á dagskrá hátíðarinnar.
Stella Sigurbjörsdóttir
Nagla og föráunarfræáingur
Hef hafið störf á nýjum stað,
snyrtimiðstöðinni Lancóme
Kririglunni 7, sími: 588 1990.
Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir
LANCOME
S N Y R T
MIÐSTÖÐ
Andlegi Skólinn
Eftirfarandi námskeið hefjast:
16. janúar: Sálarhugleiðsla - Miðlun
17. janúar: Uppstigningar ( Kristvitundar) vinnunámskeið
Hugsað fyrir þá sem vilja þróast eins mikið og þeir
geta á þessu æviskeiði.
Upplýsingar á heimasíðu: www.vitund.is/andlegiskolinn
Skráning og upplýsingar í síma: 553 6537
Geymið auglýsinguna.
Engin undantekning er á þessari
hefð í ár. Kjartan segir óvenju-
mikið um frumflutninga og ein-
nig séu flutt stærri verk en oft
áður. Vísaði hann til tónleika
Kammersveitar Reykjavíkur
sem voru haldnir síðastliðinn
sunnudag svo og tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar íslands sem
haldnir verða 21. febrúar næst-
komandi. Meðal annarra dag-
skrárliða má nefna kórtónleika
með Hljómeyki þar sem flutt
verða verk eftir Jón Nordal,
strengjakvartetttónleika, raftón-
leika og flaututónleika. Að auki
verður í fyrsta sinn Tónþing í
samvinnu við Menningarmið-
stöðina Gerðuberg með Atla
Heimi Sveinssyni í forgrunni.
Sú breyting er komin á að
Myrkir músíkdagar eru nú hald-
ir árlega en voru áður annað
hvert ár. Kjartan segir þetta eðli-
lega þróun í framhaldi af menn-
ingarborgarárinu. Sú gróska sem
þar hafi myndast sé nú að skila
sér. íslenskir tónlistarmenn hafi
nú sem fyrr verið áhugasamir að
flytja og frumflytja íslenska tón-
list. „Mér finnst meiri skilningur
í þjóðfélaginu um mikilvægi
þess að íslensk tónlist sé flutt af
íslenskum flytjendum. Opinberir
ÍSLENSK TÓNSKÁLD
Á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar hefur flutningur íslenskrar tónlistar verið i forgrunni
og er engin undantekning í ár frá fyrri venjum.
aðilar eru farnir að gera sér
grein fyrir auknum atvinnutæki-
færum ýmissa aðila sem frum-
flutningur íslenskra verka hefur
DAGSKRA MYRKRA MÚSIKDAGA
16. janúar: Ýmir. Klarínettutónleikar.
21. janúar: Hjallakirkja. Hljómeyki.
28. janúar: Salurinn. Strengjakvartettstónleikar.
2. febrúar: Salurinn. Raftónleikar.
11. febrúar: Listasafn Sigurjóns. Tónlistardeild Listaháskóla (slands.
16. febrúar: Gerðuberg: Tónþing.
18. febrúar: Ýmir. Flaututónleikar.
21. febrúar: Háskólabíó. Sinfóníuhljómsveit Islands.
í för með sér. Við hvert nýtt verk
þarf að búa til nótur, hljóðfæra-
leikarar fá vinnu, salir eru tekn-
ir á leigu og svo framvegis."
Kjartan segir undirbúning
Myrkra músíkdaga á næsta ári
þegar hafinn. „Við íhlutun opin-
berra aðila verður öll skipulagn-
ing auðveldari. í framtíðinni
verður því auðveldara að bóka
og fá erlenda gesti hingað til
lands og um leið erlend áhrif
sem er ekki síður mikilvægt fyr-
ir íslenskt menningarlíf."
kolbrun@frettabiadid.is
Þrífum bíla utan sem innan
Alþrif
Mössun
• Djúphreinsun • Vönduð vinna
• Vélarþvottur
• Tökum í umboössölu hljómflutningstæki í bíla
• Aöstoöum viö ísetningu hljómflutningstækja í bíla,
einnig viö minniháttar bílaviögeröir
GERUM TILBDÐ TIL FYRIRTÆKJA OG STOFNANA
LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN
BÓIMSTÖÐIN BÓIM OG ÞRIF
Smiöjuvegi 44e, gul gata
Sími 564 0330
ÞRIÐJUDAGURINN
15. JANUAR
MYNDLIST
FUNDUR
12.15 Halldór Ásgrímsson flytur erindið
Áhrif alþjóðasamstarfs á full-
veldi á vegum stjórnmála-
fræðiskorar Háskóla (slands I
dag. Erindið verður flutt í hátíða-
sal aðalbyggingar.
14.15 Halldór Björnsson heldur fyrir-
lestur á vegum Félags íslenskra
veðurfræðinga um hringrás í
suðurhöfum og veðurfar á norð-
urslóðum. Fyrirlesturinn fer fram á
Veðurstofunni.
SÝNINGAR____________________________
Fellingar heitir sýning um sögu Eyglóar
Harðardóttur sem stendur yfir í Þjóðar-
bókhlöðunni. Það er Kvennasögusafnið
sem setur sýninguna upp.
Handritasýning í Stofnun Árna Magn-
ússonar, Arnagarði við Suðurgötu.
Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðju-
daga til föstudaga.
Sýningin Landafundir og ragnarök
stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu.
Sýningin er samstarfsverkefni við Landa-
fundanefnd og fjallar um landafundi og
siglingar islendinga á miðöldum með
áherslu á fund Grænlands og Vínlands.
í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi
sýnir þýski listamaðurinn Bernd Koberl-
ing oiíu- og vatnslitamyndir sem hann
hefur unnið fráárinu 1988, m.a. hér á
landi. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga
10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin
stendur 3. mars.
Þrjár sýningar eru nú í tengslum við
Gallerí Fold. í Rauðu stofunni er sölu-
sýning á 18 pastelverkum eftir Hring Jó-
hannesson. Verkin eru myndaröð sem
hann vann árið 1990 á sólarströnd. í
Ljósafold stendur yfir kynning á Ijós-
myndum Magnúsar Óskars Magnús-
sonar en á síðasta ári kom út bókin
Face to Face eftir Magnús. I Baksalnum
sýnir Inger Helene Bóasson Ijósmyndir
en sýninguna nefnir listakonan Litið um
öxl. Safnið er opið daglega frá kl. 10-18,
laugardaga ki. 10-17 og sunnudaga kl.
14-17.
f Listasafni Kópavogs - Gerðasafni
sýnir Ritlistarhópur Kópavogs Ijós og
myndverk í tilefni af útgáfu Ijóðarbókar-
innar Sköpun. Bókin er samvinnuverk-
efni við myndlistarmenn úr Kópavogi.
Félagar í Leirlistafélaginu hafa einnig
opnað sýningu sem ber heitið Tvískipt.
Þar sýna ellefu listamenn ýmist nytjalist
eða frjáls form. Safnið er opið alla daga
nema mánudaga kl. 11-17. Sýningarnar
standa til 3. febrúar.
[ galleri@hlemmur hefur samvinnu-
verkefnið Markmið 6 verið tekið til
sýningar. Verkið er unnð af Helga
Eyjólfssyni og Péturs Arnari
Friðrikssyni. Það er sett úr margþættum
verkefnum sem unnin eru til sýningar.
Safnið er opið frá fimmtudegi til sun-
nudags kl. 14-18. Sýningin stendur til 3.
febrúar.
í Gerðubergi er sýning á þýskum
tískuljósmyndum frá árunum 1945-
1995 þar sem má sjá verk framsækinna
Ijósmyndara sem voru áhrifavaldar í stíl
og framsetningu tískuljósmyndarinnar.
Sýningin er samvinnuverkefni
Gerðubergs og Goethe Zentrum og
styrkt af IFA. Sýningin stendur til 17.
febrúar.
í Gallerí Skugga sýnir Orri Jónsson Ijós-
myndir sinar og ber sýningin
yfirskriftinaEyðibýli. Verkin vann Orri á
árunum 1999-2000 og er um að ræða
litmyndir teknar inni f eyðibýlum á
ólikum stöðum á landinu. í Klefanum
sýnir Ragna Hermannsdóttir, myndlis-
tarmaður bókverkin Vofur, Gular rósir
og Lífsháski. Þar gefur að líta þrjár
bækur með tölvunnum myndum og
textum. Sýningin er opin frá kl. 13-17
alla daga nema mánudaga. Sýninganrar
standa til 3. febrúar.
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is