Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.01.2002, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN Lesendur visis.is virðast skiptast nokkurn veg- inn í tvær fylkingar varðandi það hvort Þórarinn V. eigi að skila Landcruiser-jeppanum til Landssímans. Aðeins fleiri telja hann þó hafa unnið fyrir honum. Á Þórarinn V. Þórarinsson að halda jeppanum? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Á Björn Bjarnason að gefa kost á sér i borgarstjórnarkosningunum? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Síldarvinnslan í Neskaupstað: Frystu frá fyrsta degi loðnuveiðar Síldarvinnslan í Neskaupstað byrjaði að frysta loðnu um leið og Birtingur kom með fyrsta aflann í land þann 5. janúar s.l. Að sögn Freysteins Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra út- gerðarinnar, er búið að landa 8 þúsund tonnum af loðnu það sem af er vertíð. Meirihluti loðnunn- ar fer í bræðslu en Síldarvinnsl- an hefur fryst loðnu síðan að óveðrinu linnti í byrjun vikunn- ar. Ekki er búið að selja loðnuna en hún fer á Rússlandsmarkað. „Þetta er nú ekki stórkostleg- ur munur í verðmætum en vissu- lega fáum við meira fyrir frystu loðnuna ef við náum að selja hana til Rússlands, sem allt bendir til.“ Loðnubátarnir fá 9.500 krón- ur fyrir landað tonn sem fer í bræðslu en 11.500 krónur fyrir það frysta. „Þetta eykur líka afköst stað- arins um 250 tonn á sólarhring ef við erum að frysta. Bræðslan bræðir svona 1000 tonn á sólar- hring svo í stað þess að notast bara við hana náum við 1250 tonnum í staðinn." ■ 1 NORÐURLÖND | Tveir norskir nýnasistar voru í gær dæmdir fyrir morð á unglingnum Benjamin Herman- sen. Benjamin, sem var stung- inn til bana í janúar á síðasta ári, var blökkumaður. Morðið á honum vakti gífurlega reiði í Noregi. Þetta er fyrsta morð þar í landi sem sprettur af kynþáttahatri. Annar morðingj- anna, hinn tvítugi Joe Erling Jahr, var dæmdur í 16 ára fang- elsi, Ole Nicolai Kvisler, 22 ára, var dæmdur í 15 ára fangelsi. Veronica Andreassen, 18 ára, var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að morðinu. f dómnum segir meðal annars einn tilgangur þess hafi verið að vekja ótta á meðal útlend- inga í Noregi. 2 18. janúar 2002 FÖSTUDAGUH Yfirlæknir Fluglæknaseturs áttar sig ekki á samgönguráðuneytinu: Vinnum áfram eftir sömu reglunum stjórnsýsla „Það sem ég hef séð af bréfinu skil ég ekki alveg og átta mig ekki á hverju það breytir. Við munum hins vegar vinna áfram samkvæmt þeim reglum sem gilt hafa,“ segir Þórður Sverrisson, yf- irlæknir á Fluglækningastofnun, um bréf sem samgönguráðuneytið hefur sent fluglækni, sem meta á heilsu Árna G. Sigurðssonar flug- manns. í bréfi ráðuneytisins segir að óheimilt sé að byggja mat á heilsu- farslegri starfshæfni flugmanna á svokallaðri 1% verklagsreglu, stangist hún á við birta reglugerð. 1% reglan er hluti af reglum Flug- FLUCLÆKNINGASTOFNUN Við munum vinna áfram samkvæmt þeim reglum sem gilt hafa, segir Þórður Sverrisson, yfirlæknir á Fluglækningastofnun. öryggissamtaka Evrópu sem ís- því að unnið sé eftir reglunni. land er aðili að. Löng hefð er fyrir Franz Ploder, formaður Félags F ærri flóttamenn til Danmerkur Danska ríkisstjórnin kynnti í gær hertar reglur um innflytjendur. Til- lögurnar ganga lengra en gert hafði verið ráð fyrir. Of langt segja tals- menn vinstriflokka. Of skammt segir Pia Kjærsgaard. ANDERS FOCH RASMUSSEN, FORSÆTISRÁÐHERRA DANMERKUR Málefni innflytjenda voru mjög áberandi í kosningabaráttunni fyrir tveimur mánuðum. Talið er að hægriflokkurinn Vinstri, flokkur forsætisráðherrans, hafi átt sigur sinn í kosning- unum fyrir tveimur mánuðum meðal annars því að þakka að flokkurinn lofaði því að herða reglur um innflytjendur. DANMörk Danska ríkisstjórnin kynnti í gær nýja stefnu í málefn- um innflytjenda. Tillögur stjórn- arinnar miða að hertri löggjöf um innflytjendur. Þær voru harðlega gagnrýndar af stjórnarandstöð- unni. Nýju tillögurnar eru jafnvel enn harðari en talið var að ríkis- stjórnin myndi leggja fram. For- maður danska þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, er ekki alls kost- ar ánægð með tillögurnar og sagði þær ekki ganga nægilega langt. Ráðherra málefna innflytj- enda, Bertel Haarder, sagði er til- lögurnar voru kynntar. að flótta- mönnum í Danmörku myndi að öllu óbreyttu, fækka um mörg þúsund. Frumvarp að lagabreyt- ingum verður lagt fram í byrjun mars, en talið er að breyttar regl- ur taki gildi í haust. Meðal þess sem tillögurnar fela í sér er að flóttamönnum verður einungis veitt landvist ef að þeir eiga kröfu á vernd sam- kvæmt alþjóðlegum skilgreining- um. Flóttamenn fá fyrst varanlegt hæli eftir sjö ár, í stað þriggja nú. Það þýðir að hægt er að senda flóttamenn aftur til síns heima á því tímabili, eigi þeir elcki ofsókn- ir í heimalandi sínu á hættu. Krafa einstaklings um að fá maka sinn til landsins verður einnig felld niður. Til að eiga rétt á að sameinast þurfa báðir aðilar eiga að vera eldri en 24 ára gamlir og geta lagt fram tryggingu að upp- hæð 50.000 dkr., andvirði um hálfrar milljónar ísl. kr. Makar eiga ekki rétt á því að sameinast ef þeir hafa gengið í hjónaband eftir að þeir fóru til Danmerkur. Ef kemur til skilnaðar innan sjö ára má senda þá til baka. Hert verður á kröfunni um að innflytj- endur taki námskeið til að aðlag- ast dönsku þjóðfélagi. Ríkis- stjórnin hyggst hins vegar taka upp „grænt kort“ sem veitt verð- ur útlendingum sem búa yfir menntun sem talin er geta nýst dönsku þjóðfélagi. Fjárhagslegur stuðningur við innflytjendur verður einnig skorinn niður. Poul Nyrup Rasmusson, for- maður Jafnaðarmannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, gagnrýndi ýmislegt í tillögunum. Hann sagði Jafnaðarmannaflokk- inn myndu leggja fram eigin til- lögur um málefni útlendinga inn- an tíðar. Flokkssystir hans Britta Christensen, borgarstjóri í Hvidovre, sagði vissa hluta af til- lögunum vera beinlínis ómann- eskjulegar. Þar á meðal ákvæðið um að maki verði sendur heim komi til hjónaskilnaðar innan sjö ára. Talsmenn Róttæka vinstri- flokksins, sögðu tillögurnar brjó- ta á stjórnarskrárákvæðum um jafnræði fyrir lögum. Innflytjendur eru nú um 6% dönsku þjóðarinnar. 60000 manns fengu landvistarleyfi á síðasta ári, 11.000 fengu landvistarleyfi vegna ættartengsla við flótta- menn. ■ íslenskra atvinnuflugmanna, segir félagið vera sammála túlkun sam- gönguráðuneytisins. „Þetta er það sem við höfum alltaf haldið fram,“ segir hann. „Flugleiðir leggja höfuðáherslu á öryggi og allir okkar flugmenn þurfa að hafa fullgilt læknisvott- orð. Það er hins vegar ekki okkar að kveða upp læknisúrskurðina. Við treystum niðurstöðu þeirra op- inberu aðila sem lögum sam- kvæmt eiga að fara með málið. Það hljóta allir farþegar og flugrek- endur að gera,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða. ■ Afkomuviðvörun Opinna kerfa: Neikvæð áhrif dótt- urfélaga tölvufyrirtæki í afkomuviðvörun Opinna kerfa segir að samanlagður taprekstur dóttur- og hlutdeildarfé- laga árið 2001 hafi verið meiri en gert var ráð fyrir. Af þessum sök- um muni uppgjör samstæðunnar fyrir árið sýna tap á bilinu 100 til 200 milljónir króna. Hinsvegar hafi rekstur móð- urfélagsins verið nokkuð umfram væntingar. Dóttur- félögin eru Skýrr (51% eignarhlut- deild) og Tölvu- dreifing (67%). Á meðal hlutdeildar- félaga eru Aco- Tæknival, Grunn- ur gagnalausnir og Teymi. „Við gáfum það út eftir níu mán- aða uppgjörið að reksturinn yrði við núllpunktinn," sagði Frosti G. Bergsson, stjórnarformaður félags- ins, en vildi ekki tjá sig um hvaða félag ylli mestu um að það markmið hefði ekki náðst. Ætla má af misjöfnum spám bankanna um afkomu Opinna kerfa á síðasta ári að erfitt sé að átta sig á rekstri félagsins og dótturfélaga þess. íslandsbanki spáir 173 millj- óna tapi, Búnaðarbankinn 120 og Landsbankinn 20. Gengi bréfa Op- inna kerfa var 17 í fyrradag en lækkaði lítillega í gær. ■ FROSTI Niðurfærsla hluta- bréfa Skýrr og tap Aco-Tæknivals vó þungt í rekstri samstæðunnar á KOSNINCAR Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti á miðviku- dag ályktun þar sem Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, er hvattur til að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Hann er í ályktun- inni hvattur til að taka ákvörðun um framboð sem fyrst því það yrði til þess að lífga enn frekar upp á umræðuna um málefni borgarinnar. Verðbréfaþing íslands: Félög í útflutningi hækka mest hlutabréf Úrvalsvísitala VÞÍ fór yfir 1.230 stig í við- skiptum gærdagsins og hefur ekki verið hærri síð- an í byrjun maí á síðast ári. Á meðal fyrirtækjanna sem hafa leitt hækkun markaðarins eru Marel, Bakkavör, Össur og Delta. Gengi Marels var t.a.m. 23,50 krónur sl. þriðjudag en var við lok viðskipta í gær komið í 27,50 sem er um 15% hækkun. Á sama tímabili hækkaði Delta um 9%, Bakkavör um rúm 5% og Össur um 4%. ALMAR GUÐMUNDS- SON Ekki tilviljun að félög sem hafa mikinn hluta tekna erlendis hækka mest. öllu spár hafi haft nokkuð að segja í þessari viku, en markaðurinn hefur raunar verið á uppleið frá því í októbermánuði þegar skatt- breytingarnar komu fram,“ segir Almar Guðmundsson hjá Greiningu íslands- banka. í ljósi neikvæðrar umræðu um verðbólgu und- anfarna daga segir Almar það ekki koma sér á óvart að hækkunin sé mest hjá út- flutningsfyrirtækjum. „Innlend verðlagsþróun skiptir þessi fyrirtæki ekki máli, hagnaðarmyndunin fer „Ætla má að jákvæðar afkomu- að mestu leyti fram erlendis.“ Al- MAREL f kjölfar jákvæðra afkomuspáa bankanna hefur gengi margra fyrirtækja á þinginu hækkað umtalsvert I vikunni. mar tekur þó fram að hækkanirnar hafi í sumum tilfellum verið mjög skarpar. „Menn verða líka að hafa í huga að svigrúminu upp á við eru einhver takmörk sett.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.