Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.01.2002, Qupperneq 4
SVONA ERUM VIÐ UM 2000 SKIPTU UM TRÚFÉLAG Árið 2001 voru í þjóðskrá gerðar 1.950 breytingar á trúfélags-skráningu, sem svar- ar til þess að 0,7% landsmanna hafi skipt um trúfélag. Árið 2000 voru breytingarnar 1.987 að tölu (0,7%) en 1.819 (0,7%) árið 1999. Breyting á trúfélagsskráningu var 1 51% tilvika vegna úrsagna úr þjóðkirkj- unni, alls 990 (0,4%_þeirra sem voru í þjóðkirkjunni 1. desember 2001). Af þeim kusu 229 að vera utan trúfélaga og 224 létu skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Fjöldi þeirra sem breyttu um trúfélag 2000 2000________2001 Heimild: Hagstofa íslands GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Afar óskynsamlegt á sínum tíma. Guðmundur Hallvarðsson: „Oskynsam- legur samn- ingur“ landssíminn „Það er ljóst að afar óskynsamlegt var að gera samn- ingin ná sínum tíma,“ sagði Guð- mundur Hall- varðsson, for- maður sam- göngunefndar Alþingis, þegar hann var spurður um álit á starfs- samningi sem samgönguráðu- neytið hafði for- göngu um að gera við Þórar- inn V. Þórarins- son árið 1999. „Ég tel að þeir sem undirrituðu samninginn verði að ábyrgjast gjörðir sínar. Orð skulu standa þrátt fyrir að um óskynsamlegan samning sé að ræða.“ Fram kom í blaðinu í gær að viðræður stjórnar Símans og Þór- arins um starfs- lokagreiðslur eru í járnum. Telja má að skuldbingarnar nemi yfir 30 milljónum króna það sem eftir lif- ir af samnings- tímanum. Friðrik Páls- son, stjórnarfor- maður Símans, sagði samning- inn hafa þótt eðlilegan á sínum tíma. Rétt hafi þótt að tryggja Landssímanum starfskrafta Þórarins um ákveð- inn tíma þar sem ekki var ljóst hversu lengi hann héldi starfinu vegna einkavæðingaráformanna. „Einnig var eðlilegt að tryggja Þórarni ákveðinn starfstíma vegna óvissunnar." Friðrik tók við sem stjórnarformaður Símans af Þórarni árið 1999. R FRIÐRIK PÁLSSON Eðlilegur samningur. FRÉTTABLAÐIÐ 18. janúar 2002 FÖSTUDAGUR Kynlíf utan veggja heimilis: Norðmenn iðnastir rannsókn Meira en annar hver Svíi hefur stundað kynlíf utan veggja heimilis. Þetta kemur fram í grein í sænska dagblaðinu Aftonbladet. í greininni segir frá könnun bókaforlagsins Harlequin. í henni voru einstaklingar í nokkrum löndum spurðir um hvort og hvar þeir hefðu stundað kynlíf utan heimilis. í ljós kom að Norðmenn voru duglegastir við þá iðju, sjö af hverjum tíu höfðu stundað kynlíf annars staðar en inni á heimilum. Það finnst sæns- ka kynlífsfræðingurinn Maj Briht Bergström-Walan ekki skrýtið, þeir búi svo dreift um landið þan- nig að nóg sé plássið. Frakkar halda sig hins vegar helst heima við þegar kynlíf er annars vegar, einungis 13% þeirra hafa stundað kynlíf utan veggja heimilis. Maj Britht mælir með því að sem flestir prófi að stunda kynlíf ann- ars staðar en á heimilinu. „Það er spennandi að reyna að láta sér detta í hug nýja staði og um- hverfi." Hún segir einnig að á sjö- unda og áttunda áratugnum hafi þessi iðja verið vinsælli en í dag. Fólk sé feimnara í dag en fyrr við að prófa nýja staði. ■ BÍLAR VINSÆLIR í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu eru bílar vinsælasti staðurinn, fyrir utan heimil- ið, til þess að stunda kynlíf. í Svíþjóð er það skógurinn. Úrskurðir mannanafna- nefndar: Skíra má eftir grískum guði stjórnsýSLA Nú er heimilt að skíra drengi í höfuðið á Ares, stríðsguði Grikkja til foma. Ares var meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd fjallaði um á síðasta fundi sínum. Meðal Rómverja var Ares nefndur Mars og var faðir Rómusar og Remúlusar sem sögnum samkvæmt stofnuðu Róm. Önnur nöfn sem tek- in voru til umfjöllunar voru stúlkna- nafnið Christine, sem þykir hafa unnið sér hefð í íslensku og var samþykkt, millinafnið Byron, sem var hafnað, stúlknanafnið Rebecca, sem var hafnað og drengjanafnið Ralph, sem einnig var hafnað. ■ Sambærilegar reglur á íslandi og í Bandaríkjunum: Hlutleysi endurskoð- enda er frumatriði gjaldþrot enrons Stefán Svavars- son, dósent og löggiltur endurskoð- andi við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, segir með ólíkind- um að endurskoð- andi hjá hinu virta endurskoðunarfyr- irtæki Arthur And- erson hafi látið eyða bókhalds- gögnum orkusölu- Enron, sem varð gjaldþrota fyrir nokkrum vikum. „Það er alveg ljóst að reglur um endurskoðendur eru þannig að menn eiga að vera hlutlausir í starfi sínu,“ segir Stefán. „Tilveru- réttur stéttarinnar byggir á því að þeir sinni starfi sínu af samvisku- ..♦.... Það er alveg Ijóst að reglur um endur- skoðendur eru þannig að menn eiga að vera hlutlausir í starfi sínu. —♦--- fyrirækisins ENDURSKOÐANDINN David Duncan, aðalendurskoðandi bandariska orkusölufyrirtækisins Enron, var yfirheyrður á miðvikudaginn. semi og í samræmi við góðar end- urskoðunarvenjur." Hann bendir þó á, að gera verði skýran greinarmun á reglum um reikningsskil fyrirtækja og regl- um um endurskoðun. „Reikningsskilaráð Bandaríkj- anna setur reglur um hvernig á að semja reikningsskil, en það hefur ekkert með endurskoðun að gera. Reglurnar á því sviði setur fag- stéttin sjálf. Hér á landi er það fé- lag löggiltra endurskoðenda, sem setu'r staðla um endurskoðun.“ Hann segir sambærilegar regl- ur gilda um það hér á landi og í Bandaríkjunum. „Þeir hafa sett miklu ítarlegri reglur en við, en við erum samt skuldbundnir af þeim reglum sem alþjóðleg sam- tök endurskoðenda hafa sett.“ Varðandi málið, sem upp er komið í Bandaríkjunum hljóti menn að spyrja sig „hvernig á því standi að endurskoðendur skrifi upp á reikninga um að allt sé í lagi en svo nokkrum mánuðum síðar er fyrirtækið gjaldþrota. Vann endur- skoðandinn þá verk sitt í samræmi við góðar endurskoðunarvenjur eða ekki?“ ■ Endurskoðandinn sem eyddi bókhaldsgögnum Enrons: Segist hafa hlítt ráðum lögfræðinga Andersons washington. ap Gjaldþrotamál bandaríska orkusölufyrirtækisins Enrons hefur síðustu dagana snú- ist mjög um hlutverk endurskoð- anda fyrirtækisins, sem lét eyða hluta bókhaldsgagna Enrons í október síðastliðnum. Þykir mörgum þetta framferði endur- skoðandans grunsamlegt og benda til þess að hann hafi gerst brotlegur við fagskyldur sínar, ef ekki við löe. GOLFFERÐ TIL THAILANDS Brottför 9. mars, 16 dagar eða 22 dagar Fararstjóri: Kjartan L. Pálsson Verð frá kr. 142,975 m. sköttum í 3* hóteli og frá 172,275 m. sköttum í 4* hóteli í Pattaya. Einnig kjörinn staður fyrir þá sem spila ekki golf. Golfdeild U-U, Hlíðasmára 15, s: 585 4140, peter@uu.is, www. urvalutsyn. is URVAL UTSYN Endurskoðandinn, David Duncan, var samstundis rekinn frá endurskoðunarfyrirtæki sínu, Arthur Andersen, eftir að uppvíst varð um eyðingu gagnanna. Hann heldur því nú fram að lögfræðing- ar fyrirtækisins hafi ráðlagt sér að eyða hluta af bókhaldsgögnum orkusölufyrirtækisins Enron. Hann sagði við yfirheyrslur á miðvikudaginn að strax í septem- ber hafi farið af stað almennar umræður innan endurskoðunar- fyrirtækisins um það, hvaða gögnum skuli eyða. Ljóst þykir að endurskoðunarfyrirtækið hafi strax í ágúst fengið vitneskju um að ýmisleg væri vafasamt í rek- stri Enrons, sem lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti í byrjun des- ember. Arthur Anderson birti í gær heilsíðuauglýsingu í bandarískum BLÓMIN SELD STARFSMÖNNUM Þessi starfsmaður hjá Enron keypti sér nokkur blóm, sem áður skreyttu bygging- una. Fyrirtækið, sem varð gjaldþrota í des- ember, leyfði starfsmönnum sínum að kaupa blómin, þar sem ekki verði lengur greitt fyrir að vökva þau. fjölmiðlum til þess að reyna að sannfæra almenning um að fyrir- tækið muni gera allt sem það get- ur til að upplýsa málið. ■ Varnarliðsmaður lést: Rannsókn í höndum lögreglu rannsókn Þegar bíll tveggja varnaliðsmanna af Keflavíkur- flugvelli fór út af á Grindarvíkur- vegi kom herlögreglan á staðinn til að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hjá lög- reglunni í Keflavík þá á slysið sér stað í þeirra umdæmi og hún með rannsókn málsins. Lögreglan ræður yfir vettvanginum á ís- lenskri grund. Herlögreglan rannsakaði mál- ið samhliða lögreglunni. Málið snerti hagsmuni Bandaríkjanna og því eðlilegt að þeir komi að málinu. Lögreglan í Keflavík sendir svo skýrslur til Banda- ríkjahers. Krufning mannsins, sem dó í slysinu, er í höndum Bandaríkjamanna og fær lögregl- an í Keflavík sendar niðurstöður úr henni. „Þetta er í besta bróðerni,“ sagði lögreglumaðurinn. Bílar varnaliðsins eru ekki skoðaðir af íslenskum stjórnvöld- um þrátt fyrir að keyra um vegi landsins. Bandarísk stjórnvöld annast sína bíla og sjá til þess að þeir séu í lagi. ■ j INNLENT | Gjaldþrot Leifturs á Ólafsfirði var á dagskrá á stjórnarfundi Knattspyrnusambands íslands í gær. Ákvað stjórnin að Eggert Magnússon, formaður KSI, og Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri sambandsins, myndu fara til Ólafsfjarðar eftir rúma viku til að kynna sér málin nánar. Egg- ert sagði ákvörðun um það hvort knattpyrnuliðinu yrði gert að færa sig niður í 3. deild yrði tek- in að heimsókninni lokinni. Stór flutningabíll sem vegna hálku komst ekki upp Kaup- vangsstræti á Akureyri í fyrra- kvöld festist þvert í gilinu þegar ökumaðurinn reyndi að bakka honum niður brekkuna. Bílinn lokaði fyrir umferð um götuna. Um hálftíma tók að losa bílinn úr klemmunni. Slanga í hemlunar- búnaði hafði gefið sig. Það tafði fyrir úrlausn málsins. Tólf tonna hámarksþyng ökutækja er í gildi á Kaupvangsstræti. Flutningabíl- inn mun hins vegar hafa verið vel yfir þeim mörkum. Hann átti reyndar aðeins leið kippkorn upp götuna því hann átti erindi inn á baklóð Hótels KEA. Lögreglan á Akureyri segir að óvenjumargir ökumenn aki um á bílum sínum með ljós í ólagi. Lögreglan segir marga vera eineygða og marga með önn- ur ljós í ólagi. Hún skorar á öku- menn að kanna ástand ljósabún- aðar og skipta út ónýtum perum. Ifyrrinótt fór öryggiskerfi í gang í húsi Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Hurð hafði verið brotin upp en þegar örygg- isvörður kom á staðinn höfðu verðandi innbrotsþjófar forðað sér tómhentir á braut.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.