Fréttablaðið - 18.01.2002, Side 9

Fréttablaðið - 18.01.2002, Side 9
AP/BUt.LIT MARQUEZ/PQWELL FÖSTUPAGUR 18. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Umfjöllun um borgarmál: Hlutleysisbrot Sjónvarpsins stjórnmál Ríkisútvarpið sjónvarp braut reglu um lögbundið hlutleysi í Kastljósþætti um borgarstjórnar- kosningarnar á þriðjudaginn var, að mati Margrétar K. Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra Frjáls- lynda flokksins. Gagnrýnt er að kynntir hafi verið til sögunnar fulltrúar „begg- ja fylkinga“ sem bjóða fram í borginni þegar mættir voru fulltrúar R- og D-lista. Margrétar bendir á að Frjálslyndi flokkurinn hafi þegar síð- asta sumar lýsti yfir framboði í borgarstjórn- arkosningunum. „[Þáttur- MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins telur að Sjóvarpið hafi ekki farið að hlutleysisreglum. inn] var hins vegar vel til þess fall- inn að styrkja hugsanlegt framboð æðsta yfirmanns stofnunarinnar, Björns Bjarnasonar, menntamála- ráðherra, þó svo alls ekki liggi ljóst fyrir á þessu stigi máls hvort hann fer í framboð eða ekki,“ segir í tilkynningu Frjálslyndra. Ólafur F. Magnússon tók undir að gróft væri að kynna til leiks fulltrúa „beggja" fylkinga í þætt- inum. „Hvað með okkur hin sem stöndum að þriðja framboðinu. Þar fyrir utan er nú þegar þriðja fylking- in í borgarstjórn," sagði hann. ■ Forsætisráðherra bráðábirgðastjórnarinnar í Afganistan, Hamid Karzai, kynnir heilbrigðis- ráðherrann, Suhailu Siddiqi, fyrir Powell. Powell er fyrsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem sækir Kabúl heim síðan Henry Kissinger fór þangað árið 1974. Stórhöfða 17 fyrir neðan Pizza Hut DANSLEIKUR UM HELGINA Pétur Kristjánsson og hljómsveit spila öll gömlu góöu lögin með Stones, Bítlunum, Kinks, Pelican, Paradís og Start. Risaskemmtistaður sem býður upp á besta sportið alla daga og lifandi dansleiki allar helgar! Allar upplýsingar á www.champions.is múi B \ 1Kuí11H1 MtnjLLAli i HK ■ / »1 V " gAjgL, ír * m |jfíÁg*. r- iJjL . | ■W v - ... / Powell kominn til Indlands: Astandið ekki eins hættulegt NÝJU PEU'. ap Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann teldi að slaknað hefði verulega á spennu á milli Indlands og Pakistans. Powell er á ferð um Asíu, hann sótti Pakistan heim í fyrradag og kom til Indlands í gær. Powell hrósaði Pervez Mus- harraf, forseta Pakistan, í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS, fyrir ræðu hans um síðustu helgi. í henni fordæmdi Mus- harraf hryðjuverk og sagðist ætla að grípa til viðeigandi ráðstafana gegn hryðjuverkamönnum sem hafa beitt sér gegn Indverjum. „Ég held ekki að [ástandið] sé eins hættulegt og það var fyrir tveim- ur vikum,“ sagði Powell sem í dag mun ræða við Atal Bihari Vajpa- yee, forsætisráðherra Indlands. Indverjar tilkynntu rétt áður en Powell kom til landsins að þeir væru tilbúnir til viðræðna við Pakistana. Enn er spenna samt mikil í Kasmír, landamærahérað- inu sem ríkin deila um, og hafa háð tvö stríð um. Bæði ríki hafa sent fjölda hermanna að landa- mærunum síðan sjálfsmorðsárás var gerð á indverska þingið 13. desember sl. Indverjar skelltu skuldinni á öfgahópa með aðsetur í Pakistan, en þeir hafa lýst sig saklausa. Powell kom við í Afganistan áður en hann kom til Indlands. Hann lýsti yfir stuðningi við bráðabirgðastjórnina sem tók við af stjórn talibana. Fjárhagur Afganistan er afar bágborinn og verður fjárhagslegur stuðningur við hana ræddur á ráðstefnu í næstu viku. ■ Utsala Flfsar Dagana 17.-27. janúar verður 15-20% afsláttur á öllum vörum á lager Mílanó-Flísaverslun Ármúla 17a - Sími: 511 1660 HARMONIKUBÓLL ...Kátir dagar koma og fara.. Dansleikur annað kvöld (laugardag) frá kl. 22:00 í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Flarmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Gömlu-og nýju dansarnir. Dansleikur fyrir alla. KULDAGALLAR REGNGALLAR KULDASKÓR SKYRTUR HÚFUR BUXUR PEYSUR OG MARGT FLEIRA Á ÓTRÚLEGU VERÐI MEÐAN BIRGÐIR ENDAS > kaup Bæjarhraun kfj^j - ' ;,/c .. >> Fjarðahraun - til Keflavíkur Reykjanesbraut BÆJARHRAUN 14 • HAFNARFJORÐUR SÍMI: 555 77 44 • FAX: 555 77 45

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.