Fréttablaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 16
16
FRÉTTABLAÐIÐ
18. janúar 2002 FÖSTUPACUR
HÁSKÓLABÍÓ
IK-PAX
[RÉCINA
[euínc~
H. 530,8 og 10.30 j
kL6og8l
kle]
[mávahlátur kl. 8!
FRÖNSK KVIKMYNPAHÁTÍÐ
DIEU SEUL ME VOIT JEANNE EL LE CARCON kl.6 J kl. 10 1
smfífífíj^ Bió
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 6, og 10 í
FROM HELL
kl. 8 og I0.30j jLEGALLY BLONDE
kl. 4 og 6 {
ÍK-PAX kl. 8 og 10.30 [ l'i'Ji ÍATLANTIS m/ IsL tali
jHEIST kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20 tP'J’l |HARRY PÖTTER m/ isl. tali . juJGa
ÍREGÍNA ki. 4 1jHARRY POTTER m/ens-tafi J4JJKS
6, 8 og 10.10 vit 3»
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 vrr >19 £&§
Ireplikate M.8ogiai5||?^
Frumsýning:
Dulmál
ástarinnar
kvikmynd Það er Titanic leikkonan
Kate Winslet sem fer með aðal-
hlutverk ástar-, spennumyndarinn-
ar Enigma. Myndin gerist í Bret-
landi á tímum seinni heimstyrjald-
arinnar og er sagan byggð í kring-
um starfsemina sem átti sér stað í
Beltchlec Park. Þar hópuðust
margir þaullærðir hugsuðir saman
til þess að reyna ráða dulmálskóða
nasista. Ef þeim tekst það ekki í
tæka tíð, er engin leið fyrir breska
herinn að fylgjast með ferðum
þýskra kafbáta í Atlanshafinu.
Ekki er nóg að ríkisstjórnin sé
að pressa á starfsmenn leyniþjón-
ustunnar að ráða dulmálslykilinn
því ástin er eitthvað að vefjast fyr-
ir þeim líka. ■
25% afsl.
á hársnyrtistofu
10 tíma Ijósakort
á 3900.
Hársnyrtistofa
opin til 22.00
WINK
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hætt hefur verið við tilnefningu
söngkonunnar Dido í verðlaun-
flokknum „Besti nýliðinn" til Brit
verðlaunanna í ár.
Þetta var gert eftir
að plötufyrirtæki
hennar viður-
kenndi að hafa
lagt fram nafn
hennar fyrir mis-
tök. Mönnum inn-
an nefndar Brit
verðlaunanna
fannst það frekar undarlegt þar
sem stúlkan var tilnefnd í flokkn-
um „Besti kventónlistarmaðurinn"
í fyrra en hún er í ár aftur tilnefnd
í þeim flokki. Dido á víst að vera
skemmt yfir öllum hamaganginum.
Poppróbotið Britney Spears
tekst einhvern veginn að
hneyksla alla með saklausustu
hlutum. Stúlkan
kíkti í heimsókn í
súkkulaðifram-
leiðslu í Þýska-
landi og líkti til-
finningunni að
gæða sér á vör-
unni við það að fá
fullnægingu. Von-
andi veit hún bara
um hvað hún er að tala.
Nú er í bígerð kvikmynd um
blindu ofurhetjuna Daredevil.
Það er enginn annar en mynda-
söguáhugamaður-
inn Ben Affleck
sem hefur verið
ráðinn í hlutverk-
ið. Myndin er
væntanleg í kvik-
myndahús seint á
þessu ári eða
snemma á því
næsta.
HAR&SOL
Smiðjuvegi 1, s. 5444949
Skipa-
þjónusta
Breska leikkonan Catherine
Zeta-Jones varð tekjuhæsta
breska leikkona allra tíma á dög-
unum með einni
undirskrift þegar
hún trýggði sér 54
milljónir punda í
laun fyrir 9 kvik-
myndir. Leikkonan
fær sem sagt 6
milljónir punda
fyrir hverja mynd
en þar á meðal er
framhald Zorro myndarinnar sem
skaut henni upp á sjónarsviðið fyr-
ir nokkrum árum síðan.
Grín daudans
Sídast þegar Jón Gnarr ákvað að halda uppistand varð gífurleg að-
sókn til þess að hann neyddist til þess að standa á sama sviðinu í ár og
segja sömu brandarana. Nu er kominn tími á nýja syrpu sem hefst
annað kvöld í Borgarleikhúsinu.
gamaniviái Skemmtikrafturinn
Jón Gnarr er oftast mjög alvar-
legur á svip. Jafnvel oft svo mik-
ið að þegar maður hittir hann
byrjar maður strax að álykta
ósjálfrátt að allur alvarleikinn sé
honum mjög meðvitaður og sé í
raun einskonar leikur. Það var því
frekar eins og ganga inn í miðja
jarðaför þegar ég gekk inn á Nýja
svið Borgarleikhússins í þeim til-
gangi að spjalla við hann og Elínu
Jónínu Ólafsdóttur sém saman
ætla þar að þvinga hláturinn upp
úr gestum annað kvöld.
„Ég tala aðallega um fátækt,
eymd og ofsóknir," svarar Elín
aðspurð og skvettir því ekki beirit
olíu á stuðeldinn. „Ég tala aðal-
lega um dauðann, það er mjög
fyndið,“ segir Jón og alvarleikinn
skerst niður hryggjasúlu mína
rétt áður en ég næ að hósta upp úr
mér að í þeir kunni þó a.m.k. að
kætast í Mexíkó þegar óendan-
leikinn hrifsir til sín ástvini. „Já,
einmitt. f mörgum þjóðflokkum
brjóstast út mikil fagnaðarlæti
þegar einhver deyr. Það er algjör
forréttindi að fá að deyja. Ég tala
ekki um þegar ungt fólk deyr,
menn hoppa þá hæð sína af gleði.“
Þetta væri eflaust ekki afar skop-
legt komandi frá öðrum vörum en
Jóns. Maðurinn er gæddur þeim
sjaldgæfa hæfileika að snúa hlut-
um upp í andhverfu sína.
„Amma mín hugsaði svona.
Það var eins og einhver hefði unn-
ið í lottóinu." Hann bætir því þó
við að amma gamla hafi verið að
kætast yfir fráhvarfi eldri ein-
staklinga. „Annarss finnst mér
leiðinlegt þegar gamalt fólk fyrir-
fer sér. Eða að sjá eldgamla konu
sem getur varla labbað tekna af
lífi í rafmagnsstól, það er eitthvað
ógeðslegt við það. Finnst þér það
ekki?“
Einnig tekur Jón bjartari mál-
efni fyrir, eins og piparsveinalíf-
ið, lögregluna í Reykjavík, sam-
skipti kynjanna, næmni kvenna
og kynfærahár.
Jón hringdi í Elíriu eftir að
hafa séð hana taka þátt í keppn-
inni „Fyndnasti maður íslands".
Hún mun sjá um að koma gestum
í réttan gír áður en Jón stígur á
stokk. Sjálf segist hún ekki hafa
mikla reynslu á sviði.
„Ég hef hingað til bara verið
mikið baksviðs," útskýrir hún.
„Ég vann við förðun í Þjóðleik-
húsinu í tvö ár. Ég fékk leið á því
frægt fólk á það til að ropa í stóln-
um. Það er kannski nýbúið að
borða, lætur fara vel um sig og
laetur allt vaða. Maður var kanns-
ki alveg ofan í andlitunum þeirra
að mála.“
„Þetta er nú alveg dæmigert,
ekta Þjóðleikhúsið,“ hrópar Jón.
„Þetta er sjálfumglatt og ropandi
eins og alígrísir."
Áætlað er að sýna á Nýja sviði
Borgarleikhússins næstu þrjá til
fjóra laugardaga, en Jón tekur
ekki fyrir það að sýningum verði
f jölgað ef aðsókn verður góð.
biggiafrettabladid.is