Fréttablaðið - 18.01.2002, Blaðsíða 18
FRETTABLAÐIÐ
18. janúar 2002 FÖSTUDACUR
VEI. TINGAHUS'
Nýr glæsilegur matseðill!
Koníaksbætt humarsúpa
Gratineruð frönsk lauksúpa
Bouillabaisse sjávarréttarsúpa
Grilluð bleikja í pasfis vinaigrette
Grafín gæsabringa meðgráðaosti
Laxa tartar með kapers og rauðiauk
Pönnusteiktur túnfískur í kókos-ostrusoja
Súlu- og Iundabringa með ferskri piparrót
Reykt nauta carpaccio með rifnum parmesan
Ristuð hörpuskel með sveppum og humarhala
Pönnusteikt lúða Provenfale og tómat couiis
Smjörsteiktur lax í sítrónu-íurmericsósu
Sjávarréttafang minestrone með svörtu taglioline
Gufusoðinn þorskur í sauvignon hvítvíns-sveppasoði
Ristuð risahörpuskel, tígrísrækja og rauðspretta meðPesto
Ofnbakaður saltfískur með tómat-grænmetissalati
Eldsteiktur humar í hvítlauks-kryddjurtasmjörí
Smjörsteikt kjúklingabringa í Supréme rjómasósu
Lambarifjasteik Tricastine í hvítvíns salvíusoði
Pecanhnetu og chilli steikt lambafíllé
Eldsteikt andarbringa á l'Orange
Pönnusteiktar folaldasneiðar í Pinot Noir-sósu
Smjörsteikt kálfasteik með jarðsveppa vinaigrette
Grilíuð nautalund með volgri gæsalifur í trufflusósu
Eldsteikt piparsteik úr nautaiund á gamla mátann
Volg súkkulaðikaka með kardimommu-kryddaðri peru
Kalt banana-soufflé með heitri cappuchino-freistingu
Súkkulaði- og kókoshnetu mousse
Skólabrúar kampavíns kraumísar
Créme brullée Grand Marnier
Blandaðir íslenskir ostar
Konfekt og smá tertur
Crépes Suzette
Nánari upplýsingar úm matseðilinn,
veislusaíi ofl.
er að finna á heimasíðu okkar
Skólabrú
11
**> < ! *
,$* 74 is v, *,<*#'* V • W****#^1!. j p
Veitingahús við Austurvöll
Borðapantanir 5624455 / Fax 5624470
E-mail: skolabru@skolabru.is
www.skolabru.is
Rúnar Júl á Kringlukránni í kvöld:
Rokkari á réttri breiddargráðu
skemmtanir „Ég ætla að leika lög af
þeim plötum sem ég hef verið að
gefa út í gegnum tíðina í
bland við annað,“ segir
rokkarinn Rúnar Júlíus-
son, sem leikur á
Kringlukránni í kvöld.
Rúnar segir tónlist sína
hljóta að falla fólki í geð
annars héldi hann ekki
„djobbinu“. Með Rúnari
í hljómsveit eru tveir
synir hans, Baldur og
Júlíus, sem er vel kunn-
ir tónlistarlífinu. Spurð-
ur að því hvernig sam-
vinnan gengi segir Rúnar hana
vera þægilega og einfalda.
RUNAR
Blaðmaður spyr Rúnar hvort
hann þurfi einhvern tímann að
beita föðurlegu yfir-
valdi. „Nei, maður er
náttúrulega búin að ala
þessa stráka rétt upp
frá fæðingu þannig að
við érum nokkuð sam-
mála um flesta hluti.“
Eiginkona Rúnars er
fyrrum fegurðardrottn-
ing íslands María Bald-
ursdóttir. Rúnar var
spurður að því hvort
JÚLÍUSSON Un VfrÍ alVe§ hKælt a?
koma fram. „Ja, það ma
segja það, nema við sérstök tæki-
færi. Annars ég er að hugsa um að
gefa út með henni jóladisk fyrir
næstu jól, ef hún er til í það. Hún
hefur átt nokkur lög sem hafa ver-
ið leikin í kringum hátíðarnar og
langar mig að bæta nokkrum við.“
Rúnar segir að framundan hjá
sér sé að gefa út fleiri plötur, spila
meiri tónlist og ferðast. „Ég er
ekkert á því að hætta, það er ým-
islegt sem ég á eftir að gera.“ I lok
samtalsins slær blaðamaður.
fram: Meistari Megas, Bubbi
kóngur, Rúnar hvað? „Ég er ekk-
ert að smyrja á mig einhverja
gráðu. Aðaíatriðið er að halda sér
á réttri breiddargráðu.,“ segir
þessi síungi rokkari Rúnar Júlíus-
son að lokum. ■
Verður að koma
til Islands
Islensk-rússneski píanistinn Vovka Ashkenazy spilar á tónleikum á
sunnudagskvöld með góðum hópi hljófæraleikara. Vovka segir landið
toga í sig. Hann ferðast víða og kemur fram og finnst mun meira
gaman að spila kammertónlist en að koma fram sem einleikari.
GOTT AÐ SPILA Á fSLANDI
Vladimir Stefán Ashkenazy grípur hvert tækifæri til að koma til íslands. Hann spilar á
tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöld.
tónleikar Kammermúsikklúbbur-
inn heldur tónleika í Bústaðar-
kirkju á sunnudagskvöld, þar
sem íslensk-rússneski píanistinn
Vovka Ashkenazy leikur með
hópi valinkunnra hljóðfæraleik-
ara. Vovka er sviðsnafn, en fuilu
nafni heitir hann Vladimir Stef-
án Ashkenazy og er sonur hjón-
anna Vladimirs og Þórunnar As-
hkenazy. Hann er alinn upp hér á
landi frá 7 ára til 17 ára aldurs,
en fjölskyldan flutti til Sviss árið
1978. Hann segir að sífeildur pí-
anóleikur hafi alla tíð verið hluti
af umhverfi hans, enda foreldr-
arnir báðir píanóleikarar. „Það
var mér jafn eðlilegt að byrja að
spila á píanó, eins og að draga
andann.“
Píanónámið hóf hann hér á
landi hjá Rögnvaldi Sigurjóns-
syni og var hjá honum í tíu ár.
Framhaldsnám stundaði hann
hjá rússneskúm kennara. Vovka
er búsettur í suð-vesturhluta
Frakklands þar sem hann er með
kennarastöðu. „Kennsluskyldan
hjá mér í fullri stöðu er ekki
nema 16 tímar á viku, þannig að
ég hef mikinn tíma til að æfa
mig og halda tónleika." Hann
hefur komið fram víða bæði einn
og með öðrum. „Mér finnst alltaf
skemmtilegast að spila kammer-
tónlist, eins og á tónleikunum á
sunnudag. Það er minna stress
og svo er mjög gaman að spila
með góðu fólki.“
Vovka segist reyna að koma
eins oft til íslands og hann getur.
Ræturnar togi í hann. „Þegar
mér er boðið að koma hingað, þá
verð ég að koma.“ Hann segist
halda meiri tengslum við iandið
en systkini hans, en hann er elst-
ur og nærri fullorðinn, þegar
hann flutti héðan. Bróðir hans
Dimitri er klarinettuleikari, en
hin þrjú systkinin hafa ekki gert
tónlist að ævistarfi. Svo
skemmtilega vill til að faðir hans
Vladimir mun stjórna og koma
fram með Kammersveit Reykja-
víkur á mánudag og þriðjudag.
Þeir feðgár ná varla að hittast
því Vovka heldur af landi brott
snemma á mánudagsmorgun.
Efnisskrá tónleikanna á
sunnudag er spennandi , en þar
verða flutt tvö tríó eftir Brahms;
annað fyrir horn, fiðlu og píanó
og hitt fyrir klarinettu, selló og
píanó. Eftir hlé verður fluttur
kvintett fyrir píanó, óbó og klar-
inettu. Flytjendur auk Vovka
eru: Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryn-
dís Halla Gylfadóttir, Daði Kol-
beinsson, Einar Jóhannesson,
Joseph Ognibene og Hafsteinn ,
Guðmundsson. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20.
__________haflidi@frettabladid.is \
FÖSTU DAGURINN
18. IANÚAR
FUNDUR___________________________
12.15 Málstofa verður haldin í dag á
vegum Viðskipta- og hagfræði-
deild H.í. á kaffistofu á 3. hæð 1
Odda. Frummælandi er Úlfar B.
Thoroddssen, MSc í viðskipta-
fræði heldur fyrirlesturinn: Stefnu-
mótandi sýn í sveitarfélagi - Hug-
myndir og kenningar stefnumót-
unarfræðanna í reglubundnu um-
hverfi. Fyrirlesturinn byggir á rit-
gerð í M.S. námi þar sem fjallað
er um hugmyndir kenningar
stefnumótunarfræðanna í reglu-
bundnu umhverfi sveitarfélaga.
14.30 Hjörleifur Pálsson flytur fyrirlest-
ur um verkefni sitt til meistara-
prófs í rafmagns- og tölvuverk-
fræði. Verkefnið heitir Dyr þekk-
ingar að dvalar- og hjúkrunar-
heimilum.Það fjallar um hönnun
nýs rafræns kerfis til skráningar,
vörslu og vinnslu gagna um vist-
unarmat aldraðra. Leiðbeinendur
eru: Jón Atli Benediktsson, pró-
fessor við H.Í., Svana Helen
Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
Stika ehf, og Pálmi V. Jónsson,
dósent við Læknadeild H.í. Fyrir-
lesturinn verður fluttur í stofu 147
í VR-II við Hjarðarhaga 2-6 og eru
allir velkomnir.
15.00 í dag verður haldin Rannsókna-
stefna ReykjavíkurAkademíunnar.
Fjallað verður um framlagðar til-
lögur um endurskipulagningu á
rannsóknamálum Þeir sem tala
eru: Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra, Steinunn Krist-
jánsdóttir, formaður stjórnar
Reykjavíkur Akademíunnar og Víl-
hjálmur Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs (s-
lands. Þátttakendur í pallborði
sem og aðrir ráðstefnugestir
munu ennfremur taka þátt i um-
ræðunni. Rannsóknastefnan fer
fram á Hringbraut 121 og er öll-
um opin. Aðgangur er ókeypis.
17.30 Stríð og íhlutun heimsvaldasinna í
Suður-Asiu er yfirskrift málfundar
sem haldin er í dag í Pathfinder
bóksölunni, Skólavörðustíg 6 B
(bakatil). Framsaga um fram-
göngu heimsvaldastefnunnar í
Indlandi og Pakistan, og hvað býr
að baki deilunni um Kasmir.
Frjálst framlag óskast við inngang.
Málfundinn halda aðstandendur
vikublaðsins Militant og Ungir
sósíalistar.
20.30 Alliance Francaise stendur fyrir fyr-
irlestri í kvöld þar sem Elísabet
Gunnarsdóttir, arkitekt, ræðir um
evrópsk áhrif I islenskri byggingar-
list og mótun bæja. Fyrirlesturinn
verður haldinn í JL-húsinu við
Hringbraut 121, 3. hæð. Hann er
öllum opinn og er aðgangur
ókeypis.
LEIKHÚS_____________________________
20.00 Leikritið Cyrano eftir Edmond Ro-
stand er sýnt í kvöld á Stóra sviði
Þjóðleikhússins. Örfá sæti Iaus.
20.00 íslenska leikhúsgrúppan sýnir ein-
leikinn Leikur á borði í Gamla biói
i kvöld.
20.00 í Borgarleikhúsinu verður í kvöld
sýnt leikritið Kristnihald undir jökli
eftir Halldór Laxness á Stóra svið-
inu. Á sama tíma á Nýja sviðinu
verður sýnt leikritið Beðið eftir
Godot.
SKEMIVITANIR________________________
22.00 Hljómsveitin Hunang leikur á veit-
ingahúsinu Player's ( Kópavogi í
kvöld.
22.00 Hljómsveitin Ný-dönsk leikur á
Kaffi Reykjavík leikur eldhress á
dansleik fram á nótt.