Fréttablaðið - 21.01.2002, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.01.2002, Qupperneq 1
FRÉTTABLAÐ HeimilisblaðSð Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Mánudagurinn 21. janúar 2002 Greiðir fimmfalt hærri fasteignagjöld en í fyrra Sælgætisgerðin Freyja borgaði 760 þúsund árið 2001 en rúmar 2,5 milljónir á þessu ári. Eigand- inn ósáttur með að fasteignamat fimmfaldist á milli ára. Stök dæmi um skarpar hækkanir, segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri. Heildarútkoma fyrir bæinn þó svipuð. fasteicnir „Ég fékk álagningar- seðlana inn um lúguna á föstudeg- inum og hringdi strax á bæjar- skrifstofuna, enda um gríðarlega hækkun að ræða,“ segir Ævar ___.... Guðmundsson, eig- andi sælgætis- verksmiðjunnar Freyju í Kópavogi. Fyrirtækið er í 2.250 fm. húsnæði við Kársnesbraut 104. í fyrra voru fasteignagjöldin 762.407 krónur en samkvæmt álagningarseðlin- um fyrir árið 2002 fara þau í 2.509.515 krónur. Fasteignamatið var 26 milljónir króna en hækkaði „Hagræðingar- aðgerðir í rek- stri gufa hérna upp með einu pennastriki." .—*... í 120 milljónir. „Ég var viss um að þetta væri á mis- skilningi byggt og að sam- tal við skrifstofuna myndi leiða slíkt í ljós. Þar fékk ég hinsvegar engar skýr- ingar.“ Sigurður Geirdal, bæj- arstjóri í Kópavogi, sagði nokkur dæmi vera um skarpar hækkanir á fast- eignamati bygginga í bæn- um. Fimmföld hækkun væri þó líklega einsdæmi. SIGURÐUR GEIRDAL Fyrra matið ekki í samræmi við markaðinn. dæmum þar sem fyrra matið var mjög gamalt þá hefur hækkunin verið skörp. Það er ljóst í þessu tilfelli að eigendurnir máttu búast við verulegri hækkun. Þeir mættu því í raun þakka fyrir að hafa ekki þurft að greiða fast- eignagjöld í samræmi við markaðsvirði fyrr en nú.“ Hann segir að álagningar- prósenta á íbúðarhúsnæði hafi verið lækkuð á milli „Þetta hlýtur að hafa verið mjög gamalt mat. Almennt hafa fast- eignir hér hækkað mikið á undan- förnum árum og í einstökum ára, en látin halda sér hjá fyrir- tækjum. Sigurður segir heildarútkomu fyrir Kópavogsbæ verða svipaða og í fyrra. „Nokkur aukning skýrist helst af því að hér bætist mikið við af nýjum byggingum á hverju ári.“ Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, sagðist telja að endurmat á hús- næði Freyju hafi verið tímabært. „Ef eigandinn er ekki sáttur við það getur hann kært matið til Fasteignamats ríkisins. Við eigum ekki aðild að því.“ Ævar segir að rúm þreföldun á fasteignagjaldi fyrirtækis haldist tæplega utan við verðlagningu á vörum fyrirtækisins. „Hagræð- ingaraðgerðir í rekstri gufa hérna upp með einu pennastriki." mbh@frettabladid.is MENNING bls 14 Snjóflóð í Skíðadal: Barst 200 m með flóðinu Niðurstaða fengin um helgina BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Þriggja manna ráð Samfylkingar, VG, og Framsóknarflokks um uppstill- ingu á R-lista í kosningunum í vor skilar niðurstöðum til viðræðu- nefndar flokkanna í vikunni. Heimildir Fréttablaðsins herma að niðurstaðan sé í meginatriðum sú sama og áður hefur verið nefnd. Flokkarnir fá hver tvö sæti í efstu sætum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri verði í sjöunda sæti. Ráðið fundaði um helgina og komst að niðurstöðu í gær. Sigríð- ur Stefánsdóttir, fulltrúi VG í ráðinu, segir að ákveðið hafi ver- ið að bíða með opinbera yfirlýs- ingu um niðurstöðuna þar til hún hafi verið kynnt viðræðunefnd flokkanna. í viðræðunefndinni eiga sæti fjórir fulltrúar úr hverjum flokki. Sigríður vildi ekki spá fyrir um niðurstöðu við- ræðunefndarinnar. „Ég veit að þarna inni eru þættir sem margir eru ósáttir við á öllum vígstöðv- um,“ sagði hún og taldi niður- stöðu þriggja manna ráðsins bara lítið skref á langri leið. ■ Um 40% þátttakenda í skoð- anakönnun Gallup vilja að Jón Baldvin Hannibalsson snúi aftur til þátttöku í íslenskum stjórnmálum. bls. 2. —»— Islendingur og Danir sigruðu í samkeppni arkitekta um skipu- lag tónlistarhúss, ráðstefnumið- stöðvar og hótels við Austurhöfn- ina í Reykjavík. Samningur ríkis og borgar um byggingarnar eru á lokastigi. bls. 2. Utanríkisráðherra Bretlands vill skýringar frá bandarísk- um stjórnvöldum á ljósmyndum af föngum frá Afganistan á Gu- antanamo-herstöðinni á Kúbu. Fangarnir eru hlekkjaðir og með bundið fyrir eyru, augu og munn. bls. 2. Einn af stórleikurum Islands bls 18 FORNLEIFAR Engar teskeiðar við uppgröft Eiður skoraði tvö bls 22 RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf. VERSLUN - HEILDSALA ÖRYGGISKERFI TÖLVULAGNAVÖRUR VINNUSTAÐABÚNAÐUR Hamarshöfða 1 -Sími 511 1122 www.simnet.is/ris Ný Heimasíða Snjóflóð Þrír menn lentu í snjó- flóði í Skíðadal, um klukkan hálf tvö í gær. Mennirnir voru við klif- ur í fjallinu og varð sá sem fyrst- ur fór, undir flóðinu og barst með því, um 200 metra, niður fjallið. Hinir tveir lentu aðeins í flóðinu að hluta og tókst að grafa félaga sinn upp úr snjónum. Björgunar- sveitin á Dalvík kom mönnunum til aðstoðar. Sá sem varð undir flóðinu var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Læknir á sjúkrahúsinu neitaði að gefa upplýsingar um líðan manns- ins. Snjóflóðið varð við bæinn Syðri Másstaði í Skíðadal, sem gengur inn af Svarfaðadal. Veður á svæðinu er gott, lágskýjað og engin úrkoma. ■ ÍÞRÓTTIR VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN Reykvíkingar notuðu veðurblíðuna í gær og fjölmenntu í miðborgina. Margir gáfu öndunum brauð á alauðri Tjöminni. [ dag og næstu daga er spáð kólnandi vetrarveðri. Samstarf flokka um R-lista: ÞETTA HELST NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ 60,9% Hvaða blöð lesa 30 til 80 ára ibúar á höfuðborgar- svæðinu í dag? Meðallestur 30 til 80 ára á mánudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 eintök 65% fólks les blaðid MEÐALLESTUR FÖLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. I 14. tölublað - 2. árgangur MáNUBAaUR Hávaði í Norræna húsinu fundur Hið vaxandi vandamál hávaði er umræðuefni fræðslufundar Fé- lags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa í Norræna húsinu frá kl. 13-17. Umhverf- isráðherra setur samkomuna en síðan taka sérfræðingar við. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Ashkenazy leikur og stjómar í Garðabæ tónleikar Vladimir Ashkenazy leik- ur á píanó og stjórnar flutningi Kammersveitar Reykjavíkur á tónlist Mozarts á tónleikum í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar kl. 20. Iveðrið í dag REYKIAVÍK Austlæg átt 5-10 m/s, en 10-15 seint í nótt og á morgun. Skýjað og þurrt að mestu. Kólnandi veður. ísafjörður VINDUR ÚRKOMA <3 15-23ÉI HITI O2 Akureyri <3 8-15 Él o° Egilsstaðir <38-13 Él O' Vestmannaeyjar Q 5-10 Skýjað O2 KFUM&K og önnur trúarbrögð. námskeið Námskeið um helstu trú- arbrögð heimsins hef jast í kvöld í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg. Gunnar Gunnarsson lektor miðlar skilningi sínum á inntaki trúarbragða, annarra en kristin- dóms. Japönsk list í hádeginu fyrirlestur Japanski myndlistar- maðurinn Tetsuya Yamada flytur fyrirlestur um eigin verk í stofu 024 í Listaháskóla íslands í Laugar- nesi kl. 12.30. Yamada er þekktur listamaður og prófessor við leir-og skúlptúrdeild Knox College í Gales- burg í Illinois. Hann les fyrir á ensku. IKVÖLDIÐ í KVÖLD j Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.