Fréttablaðið - 21.01.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.01.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hvar er bin Laden niðurkominn? „Það veit ég ekki. Eg get ekki imyndað mér það. Hann getur verið alls staðar." Marel Eðvaldsson fyrrverandi sjómaður HÁSKÓLI ÍSLANDS Nemendafjöldi í fram- halds- og háskólum: Helmingi fleiri stunda Qarnám menntaniál Um 46 prósent fleiri nemendur voru skráðir í fjar- nám síðastliðið haust heldur en haustið 2000, samkvæmt tölum Hagstofunnar um fjölda nem- enda í framhaldsskólum og há- skólum haustið 2001. Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað um ríflega átján prósent frá því í fyrra. Alls sækja um 33 þúsund nemendur framhaldsskóla og háskóla og fjölgar nemendum á þessum skólastigum um nær átta prósent frá því árinu áður. Þrjátiu prósent fleiri nemendur stunda nám í sérskólum á fram- haldsskólastigi nú heldur en haustið 2000. Nokkuð fleiri sækja fram- haldsskóla nú og munar um tveimur prósentum á fjölda nemenda sem skráðir voru haustið 2001 og 2000. Háskóli ís- lands verður að teljast fjölmenn- asti skóli landsins, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þar voru skráðir um sjö þúsund nemendur síðastliðið haust. í tveimur framhaldsskólum, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Iðnskólanum í Reykjavík, eru skráðir fleiri en tvö þúsund nemendur. ■ FJÖLDI NEMENDA 1 FRAMHALDS- SKÓLUM OG HÁSKÓLUM FRÁ 1997 TIL 2001 Framhalds 1997 »998 »999 20GC 2001 skólar 20.221 20-135 19.871 19.909 20.325 Háskólar 8.478 8.780 9.908 »0.495 »2.422 Samtals 28.699 28.915 29.779 30.404 32.747 FRETTABLAÐIÐ 21. janúar 2002 MÁNUDAGUR Leikskólamál í Bessastaðahreppi: Biðlistum útrýmt á þessu ári leikskólar Leikskólinn Krakkakot í Bessastaðahreppi er í dag fullnýtt- ur, en þar eru 104 börn bæði í heils- dags- og hlutavistun. Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri Bessastaða- hrepps, sagði að nú væru 14 börn á aldrinum 2 til 5 ára á biðlista eftir plássi á leikskólanum og að áætlað væri að sú tala yrði komin upp í 20 í ágúst. Stefnt væri að því að út- rýma biðlistanum á þessu ári með því að fjölga heilsdagsrýmum upp í 102, en þau eru nú 82 . „Nú eru uppi áform um að stæk- ka leikskólann á árunum 2003 til 2005 upp í sex deildir, ásamt því að stækka matsal, bæta við tónlistar- stofu og sérkennslustofu," sagði Gunnar Valur. „Auk þessa verður á árinu 2002 sett stakt kennsluhús á lóð leikskólans með liðlega 20 heils- dagsrýmum. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 85 milljónir króna sem dreifist á tíma- bilið 2002 til 2005.“ Á árunum 1999 til 2000 var LEIKSKÓLABÖRN Cert er ráð fyrir að árið 2006 verði 150 böm á leikskólaaldri í Bessastaðahreppi. Krakkakot, sem er eini leikskólinn í Bessastaðahreppi, stækkaður úr tveimur deildum upp í fjórar. Eins og áður sagði er að ráðgert að stæk- ka hann um 20 heilsdagsrými í ár. Á næsta ári er ráðgert að stækka hann upp í 125 heilsdagsrými og haustið 2004 eða 2005 upp í 145 heilsdagsrými. Gunnar Valur sagði að samkvæmt svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins yrðu 150 börn á leikskólaaldri árið 2006. Fram- kvæmdirnar nú miðuðu að því að anna þessari auknu eftirpurn. ■ Veiða þorsk til eld- is og útflutnings Hraðfrystihúsið - Gunnvör í Hnífsdal flutti út um 50 tonn af áfram- eldisþorski á síðasta ári. Að sögn vinnslu- og markaðsstjóra Gunnvarar hefur eldisþorskurinn gefið góða raun. þorskeldi „Við slátruðum tæpum 50 tonnum úr Álftafirði og Skut- ulsfirði í haust. Við eigum meira í kvíunum í Álftafirði og erum að prófa okkur áfram. Ætlum að sjá hvernig fiskurinn og kvíarnar standa sig yfir veturinn," sagði Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri, Hraðfrysti- hússins - Gunnvarar. Áframeldisþorskur er villtur þorskur sem er veiddur, yfirleitt í snurvoð. Honum er haldið lif- andi í körum þar sem rennandi sjór flæðir um. Fiskurinn er síð- an settur í sjókvíar og alinn þar áður en honum er slátrað. Slík raun hefur gefist vel víðar á land- inu. „Fiskistofa fylgist með meðal- þyngd og talningu ofan í kvíarn- ar. Magnið sem fer ofan í kvína dregst frá kvóta en við erum jafnvel að tvöfalda þyngdina. Það sem fiskurinn þyngist hjá okkur telst ekki til kvóta,“ sagði Krist- ján um ferlið á eldisþorski. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hefur rúmlega 5 þúsund tonna kvóta af þorski. Fyrirtækið hefur bæði veitt á ísfisksskip og frysti- skip og hefur flutt út talsvert af ferskum fiski. „Eldisfiskurinn passar vel inn í starfsemina hjá okkur," sagði Kristján. „Þetta er alveg sam- bærilegt við frystingu- og fersk- fiskvinnslu og er á sama verði.“ Kristján segir að horft hafi verið til seiðaeldis meó það fyrir augum að ná stjórn á öllu ferlinu. „Við fengum um 1.000 seiði frá Hafrannsóknastofnun í október ÁFRAMELDI Einar Már, starfsrnaður hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvör, fóðrar hér eldisþorsk. Myndin er fengin af vefsvæði fyrirtækisins frosti.is ví JHLi! YRIRTÆKJASALA SLANDS Ifer^JIo ^YHIRTÆKI TIL SOLU LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Gissur V. Kristjánsson hdL og lögg. fasteigna- og fyrírtaekjasali SÖLUSTJÓRI GUNNAR JÓN YNGVASON VEISLUÞJ. og FRAMLEIÐSLUELDHUS góður búnaður og öll aðstaða verð 4,9 millj FRAMLEIÐSLA Á FISKRÉTTUM selt í mat- vöruv og veitingast, selst á tækjaverði 8 m HEILDSALA MEÐ GJAFAVÖRUR vinsæl og þekkt, velta 30 millj verð 6,5 LYFTARAÞJÓNUSTA ein sú elsta í bransan- um , góð umboð , góð varahlutasala. SNYRTISTQFA rótgróin og þekkt með góða verkefnastöðu, Verð aðeins kr 4,5 millj SKYNDIBITASTAÐUR M/KJÚKLING og fl, mikill og góður búnaður, flott aðstaða DÖMUVERSLUN SEM ALLIR ÞEKKJA mjöggóð afkoma, selst vegna flutnings DA6SÖLUTURN I ATVINNUHVERFI með grill, sallatbar, stólar f. 20 verð 3 millj. HVERFIS-SPQRTBAR 15 ára rótgróin stað- setning , sami eigandi lengi, góð afkoma VERKTAKAR BORUN WIÚRBROT og fl landsþekkt með 90 rnilij veltu . HÓTEL - GISTIHEIMILI ÚT Á LANDI stærð- ir frá 7 herfc ti' 25 roigrömr staðir EFNALAUG vel staðsett með góða veltu , áberandi staðsetning.góð tæki og búnaður, BAKARÍ / KAFFISTOFA traust 50m velta , góður flottur búnaður, mjög góð afkoma LÚGU-SÖLUTURN MEÐ GRILL á góðum fjölfömum stað, góð afkoma HEILSUSTUDIO góð velta , besti tíminn framundan, fæst á mjög góðu verði. FASTEIGNASALA I FULLUM REKSTl haeqt er að yfirtaka bara ábyrgðir. FRAMLEIDSLA Á VESTURLANDI rótgróin þekkt fyrir byggingariðnaðinn HÁRGREIÐSLUSTOFA í HLÍÐUNUM 30 ára rótgróin staðsetning, selst vegna veikinda. VANTAR VIÐBÓT VID REKSTURINN? HAFÐU SAMBAND ÝMISLEGT TIL Atvinnuhúsnæði MIKIÐ ÚRVAL! HVAD VANTAR ÞIG? FLESTAR STÆRDIR OG GERDIR - HAFÐU SAMBAND - 7 ÁRA REYNSLA og höfum verið meó þau í eldi. Þau fara væntanlega í sjókvíar í vor og verður síðan slátrað sem matfiski; þriú til fjögur kíló.“ Gunnvararmenn líta björtum augum á þorskeldi en samstarfs- aðili þcirra s.l. sumar, Ketili Elí- asson, hefur stundað það í 6 ár. „Við horfurn á vöxt koma fyrst og fremst úr fiskeldi og þar sem við erum aö meðhöndla þorsk dags daglega teljum við hann góðan kost. Við höfum tæknibún- aðinn til að vinna hann og leiðir til að selja. Þetta liggur okkur mikið nær en lax eða einhverjar heitsjávartegundir. Fyrir utan al- mennan áhuga og skort á þorski, þá er þetta aðalástæðan fyrir því að menn horfa til hans.“ Aðspurður hvort þetta sé ekki kjörið tækifæri til að nýta smá- fiskinn sagðist Kristján ekki vera viss um að svo væri. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein lausn á því þannig. Það þyrfti helst sérútbúið skip með tönkum til að koma fisknum lifandi að landi." kristjan@frettabladid.is UMFERÐIN Borgin stefnir að því að draga úr óhefri aukningu umferðar. Reykj avíkurborg: Slysog óhöpp kosta 7-9 millj- arða á ári UMFERÐ Áætlað er að umferðaró- höpp og slys í Reykjavík kosti 7 - 9 milljarða króna ár hvert. Þá benda meðaltöl áranna 1991 - 1995 til þess að í borginni eigi sér stað rúmlega 2000 óhöpp á ári og þar af um 280 slys samkvæmt lög- regluskráningu. í þeim slasast 79 alvarlega og 5 slys enda með dauðsfalli innan 30 daga. Þetta kemur fram í bæklingi um Um- hverfisáætlun Reykjavíkur, Stað- ardagskrá 21 sem dreift var á blaðamannafundi. Þar kemur fram að markmið Reykjavíkurborgar sé að almenn- ingssamgöngur verði góður og ör- uggur kostur í samanburði við annan ferðamáta. Á þann hátt verði hægt að stuðla að því að draga úr óheftri aukningu um- ferðar i borginni og umferðar- mengun. Þá benda kannanir til þess að 55% borgarbúa noti stræt- isvagna' að staðaldri eða óreglu- lega. í áætluninni kemur fram að árið 1999 voru 76 þúsund ökutæki í borginni og þar af 62 þúsund fólksbílar. Þetta gerir um 570 bíla á hverja þúsund íbúa. Talið er að meðalakstursvegalengd á höfuð- borgarsvæðinu sé um 6 kílómetr- ar í hverri ferð, Ein helsta afleið- ing af aukinni umferð er að þjón- ustustig aðalgatnakerfisins hefur minnkað. ■ Trassaskapur sjómanna: Réttinda- lausir á sjó siómennska Ekki eru tii nákvæmar tölur um hversu margir sjómenn kunna að vera í vandræðum vegna þess að nú er farið að framfylgja kröfum um slysavarnanám áður en þeir fá lögskráningu á skip. Milli 2 og 3 hundruð eru á biðlista eftir að komast að í Slysavarnaskóla sjó- manna, en ekki er víst að allur sá hópur sé í vandræðum. Fullbókað er í námið fram í október nk. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands íslands, segir að einhverjir sjó- menn hafi leitað til sambandsins út af málinu en ekki hafi verið haldið utan um það sérstaklega. „Það var náttúrulega búið að fresta þessu íkröfunni um siysavamanáml mar- SJÓMENNSKA Oft er gengið frá lokaskráningu manna sem kallaðir eru á sjó með skömmum fyrirvara eftir að skip hafa látið út höfn og hefur þá í sumum tilvikum komið í Ijós að þeir hafa ekki lögskráningu. goft. Stór hluti af þessu held ég aö hljóti að flokkast undir trassaskap," sagði hann og taldi ólíklegt að fjöld- inn væri slíkur að útgerðir væru í vandræðum. „Það er einkennilegt ef þetta kemur mönnum á óvart því langt ér síðan þetta átti að taka gildi," bætti hann við. Þórhallur Helgason, rekstrar- st.jóri togara hjá Granda hf. segir að komið hafi upp tiifelli þar sem afleysingamenn hafi reynst ólög- legir þegar á reyndi og skip jafnvel komin á sjó. Þeir menn haldi ekki plássi sínu þótt ekki hafi verið stímt í land með þá. „Þeir eru tryggðir og ekki verið að glannast, þannig lagað. En þetta er ólöglegt og við reynum að fylgja þessu héð- an' í frá eins og hægt er." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.