Fréttablaðið - 21.01.2002, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 21. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Sveitarstjómir:
Sóttar til ábyrgðar
í kosningum í vor
fasteicnacjöld Gylfi Arnbjörnsson
framkvæmdastjóri ASÍ segir að
verið sé að leggja gríðarlegar álög-
ur á íbúa margra sveitarfélaga í
ljósi þess að fasteignagjöld hafa
hækkað um 7,5% samkvæmt vísi-
tölu neysluverðs. Itann segir að
samtökin muni hvetja aðildarfélög
sín til að setja það mál á oddinn
gagnvart sveitarfélögum í sínum
heimabyggðum þar sem það á við.
Hann telur eðlilegt að þeir sveitar-
stjórnarmenn sem hafa staðið að
þessum hækkunum verði látnir
sæta ábyrgð á því í komandi kosn-
ingum til sveitarstjórna sem fram
fara n.k. vor.
Framkvæmdastjóri ASÍ segir að
umfangið eða stærðin á hækkun
fasteignagjalda í vísitölunni sé með-
al þess sem hafi komið einna mest á
óvart. Hins vegar sé það mikið fagn-
aðarefni að stórt sveitarfélag eins
og Reykjavíkurborg ákvað að nýta
sér ekki það lag sem skapaðist til
þess að hækka fasteignagjöldin í
framhaldi af nýju fasteignamati.
Það gerði borgin með því að lækka
GYLFI ARNBJÖRNSSON
Segir að mikil hækkun fasteignagjalda hafi
komið á óvart.
álagningarstuðulinn. Aftur á móti sé
ljóst að þegar hækkun fasteigna-
gjalda sé jafn mikil yfir heildina og
raun ber vitni hafa mörg sveitarfé-
lög tekið til sín verulegar hækkanir
í þessum efnum. ■
Afkoma lífeyrissjóðanna:
Neikvæð ávöxtun
annað árið í röð
GOLFFERÐ TIL THAILANDS
Brottför 9. mars, 16 dagar eða 22 dagar
Fararstjóri: Kjartan L. Pálsson
Verð frá kr. 142,975 m. sköttum
í 3* hóteli og frá 172,275 m. sköttum
í 4* hóteli í Pattaya.
Einnig kjörinn staður fyrir þá sem
spila ekki golf.
4 4-
Golfdeild Ú-Ú,
Hlíðasmára 15,
s: 585 4140,
peter@uu.is,
www. urvalutsyn.is
URVAL-UTSYN
0
lífeyrissjóðir „Raunávöxtun lífeyr-
issjóðanna verður væntanlega ekki
betri en fyrir ári“, segir Hrafn
Magnússon framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða um af-
komu lífeyrissjóðanna á síðasta ári.
Engin uppgjör eru komin fram en
Hrafn sagði útlit fyrir að rauná-
vöxtun yrði neikvæð annað árið í
röð eftir jákvæða raunávöxtun sjóð-
anna í áratugi. Árið 2000 var rauná-
vöxtun lífeyrissjóðanna neikvæð
um 0,7% en hafði árið áður verið já-
kvæð um 12%. Eðlilegt væri hins
vegar að líta á raunávöxtun sjóð-
anna yfir lengra tímabil og ljóst
væri að meðalávöxtun síðustu fimm
ára væri mjög ásættanleg.
Fréttir hafa borist af neikvæðri
ávöxtun lífeyrissjóða erlendis og
var síðasta ár það versta hjá bresk-
um sjóðum frá 1990. Hrafn taldi
erfitt að bera saman ávöxtunartölur
lífeyrissjóða hér á landi miðað við
önnur Evrópulönd þar sem eigna-
söfn sjóðanna eru mismunandi. Ein-
ungis fimmtungur af eignum ís-
lenskra lífeyrissjóða er ávaxtaður
erlendis og tæpur þriðjungur eigna
sjóðanna er í hlutabréfum. Þannig
væri ljóst að þegar allt væri á botn-
inn hvolft þá yrði ávöxtun íslenskra
lífeyrissjóða mun betri en hjá ná-
grannaþjóðum. ■
Svo fremi sem hófs er gætt:
Súkkulaði og te
hollt fyrir hjartað
mataræði Vísindamenn við ríkishá-
skólann í Pennsylvaníu í Bandaríkj-
unum hafa tekið saman gögn úr 66
vísindarannsóknum og komist að
þeirri niðurstöðu að bæði te og
súkkulaði er hollt fyrir hjartað. I
það minnsta ef notkunin er í hófi.
Bæði te og súkkulaði eru gerð úr
jurtum sem innihalda svonefnd fla-
vonoid-efnasambönd.
„Úr því að te, mjólkur- og sykur-
laust, inniheldur engar hitaeiningar
þá er það tilvalin leið til þess að
bæta andoxandi flavonoid-efnasam-
böndum í fæðuna án þess að þyngj-
ast. Að fá sér líka með tesopanum
súkkulaðikex, sem inniheldur ávex-
ti og hnetur, getur verið hollur
skyndibiti fyrir hjartað, ef neytt er
í hófi,“ segir dr. Penny Kris-
Etherton, prófessor í næringar-
fræði og aðalhöfundur skýrslunnar.
Bæði te og súkkulaði getur
dregið úr líkum á hjartaáfalli,
segja vísindamennirnir. Enn betra
er að neyta líka ávaxta og græn-
metis, sem innihalda einnig fla-
vonoid-efnasambönd. Hins vegar
er ekkert minnst á rauðvín í þess-
ari skýrslu. ■
Bráðnun Vatnajökuls:
Breytir ekki áformum
Landsvirkjunar
orkuöflun Mikil bráðnun Vatna-
jökuls undanfarin tvö ár hefur
ekki veruleg áhrif á virkjanaá-
form Landsvirkjunar að sögn Þor-
steins Hilmarssonar, upplýsinga-
fulltrúa fyrirtækisins.
Vatnajökull hefur þynnst um
metra á ári síðustu tvö árin sam-
kvæmt bráðnunarmælingum
Landsvirkjunar og Raunvísinda-
stofnunar Háskólans og gæti orð-
ið að ‘engu á u.þ.b. einni öld ef
fram heldur sem horfir. „Sá
tímarammi sem vísað er til er
annar en efnahagslegi ramminn
við framkvæmdir okkar", segir
Þorsteinn. Hann bendir á að þegar
lagt sé í virkjanaframkvæmdir sé
alla jafna horft til þess að virkjan-
ir borgi sig upp á 40 árum og hafi
það gengið eftir hingað til.
Áhrif aukinnar bráðnunar á
vatnabúskap verði þau að jöklar
skili meira vatni af sér í árnar.
Þetta hafi meðal annars komið
fram í því að miðlunarforði
Landsvirkjunar sé nú í sögulegu
hámarki. ■
Skráningarfrestur ,
vegna breytmga
á Símaskrá „
2002
VL R í U AltMtANDI í ÁRÍ
- Skráning á net- og vefföngum
■ Skráning íW il I
■ Skráning feitletruð
rennur út gi.janúar
Hafðu samband við skrifstofu Síma-
skrár eða skráðu þig á einfaldan og
þægilegan hátt á Þínum síðum á
siminn.is
ur
A
íii lnlú a íts '.íuítstuf<i *iliii.jiíirör{ SiðumúM 15» íM SSP 7°!>0 SÍMiNN
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM- VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002
BIC Atlantis penni
Verð 9/ kr/sik
NOVUS MASTER
gatar 25 blöð.
Verð 382 kr
9
NOVUS HEFTARI
heftar 30 blöð.
Verð 674 kr
Tartun
MÚLALUNDUR Ljósritunarpappír 400 kr/pakkningin
Vinrnjsfofa • Hólúní I Oc • Sitní 'jó2 HfrÚO * Bniún sínií
POST-IT minnismiðar í
flestum stærðum. Stærð 76*76
mm 106 kr/blokkin og 1 2
Ljósritunarglærur. 100 stk \
pakka. Verð 1.867kr/pk
Skilblöð númeruð, lituð,
stafróf eða eftir
blokkir saman 7 pakka
Fuji geisladiskar þar sem gæðin skara framúr mánuðum.
TRICOM reiknivél með
strimli
Verð 7.900 kr/stk
rma ''(/2 B501 • l ox i V 8815 * n&lffiasipa #wW'nufialvftdtíf:i