Fréttablaðið - 21.01.2002, Page 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
21. janúar 2002 H/IÁNUPACUR
Hagsmunaárekstrar og spilling
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavfk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er drefft ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formr og (gágnabönkum
én endurgjalds.
| BRÉF TIL BLAÐSINS]
íþrótt
er mjög
gottmál
VHhjálmur Alfreðsson, Efstasundi 76,
Rvk. skrifar:
hm í knattspyrnu Nýlega hringdi
Svala nokkur til blaðsins og gaf í
skyn að hún væri fegin því að HM
- keppnin yrði ekki sýnd á RÚV.
Nú fer ég aftur í tíma. Pabbi minn
fór með mér á Ibrox Stadium í
Glasgow árið 1944 til að sjá Glas-
gow Rangers keppa og þar var Al-
bert Guðmundsson í fararbroddi,
með bestu knattspyrnumönnum
Skotlands. Síðar, þegar ég fór til
að styðja Glasgow Rangers, sagði
mamma mín við mig: „Mikið ertu
með fallega liti.“ Sem sagt, rautt,
hvítt og blátt. Og að heyra tugþús-
undir manna syngja: „There’s not
a team like the Glasgow Rangers,
no not one, no not one,“ var tónlist
í mínum eyrum. íþrótt er mjög
gott mál. ■
The Moscowllmes com
Iritstjórnargrein um gjaldþrot
Enron segir The Moscow Times
að hverjum þeim sem fylgst hefur
með viðskiptalífi Rússa ætti að
vera ljóst að lítið sé að marka árit-
anir endurskoðenda stóru endur-
skoðunarfyrirtækjanna. Þannig
hafi forverar Prcewaterhouse-
Coopers, Coopers & Lybrand,
trekk í trekk skrifað undir upp-
gjör Seðlabanka Rússlands jafn-
vel þótt endurskoðendum fyrir-
tækisins hafi verið full ljóst að
verið var að dæla peningum út úr
bankanum í fyrirtæki sem skráð
eru á Ermarsundseyjum. “Mörg
endurskoðunarfyrirtæki þéna
mikla peninga á ráðgjöf sem þau
veita sömu fyrirtækjum og þau
endurskoða," segir í leiðaranum.
í Lundúnarblaðinu Financial
Times er sjónum beint að hlut
bankanna í gjaldþrotinu. Bent er
á að Enron hafi verið af við-
skiptabönkum sínum, J.P. Morg-
an og Citigroup, tekið sem dæmi
um hversu skynsamlegt það sé að
bankar séu bæði lánastofnanir og
fjárfestingarbankar. Á fjórða
áratug síðustu aldar var slíkt
samkrull bannað, enda talið að
hagsmunaárekstrar hefðu átt
sinn þátt í hruninu mikla 1929.
Leiðarahöfundur telur afnám
r~- ^jjT"-j—
þeirra reglna vafasamar „Veik-
leikar þessarar nálgunar hljóta
að kalla á endurskoðun þegar aft-
ur lygnir eftir storminn kringum
Enron.“
New York Times telur yfirlýsing-
ar Larry Lindsey, efnhagsráð-
gjafa forsetans og Paul O'Neill,
fjármálaráðherra Bandaríkjanna
um að gjaldþrot Enron væri
merki um heilbrigðan kapítal-
isma, afar óheppilegar. Blaðið
telur að málið sýni þvert á móti
að þær stofnanir sem gæta áttu
að leikreglum væri fylgt hafi
reynst spilltar og að málið sé síð-
eljc Jscui JJork Smcs
P rá ð ui...Lum.r..æðii[iai
Gjaldþrot raforkusölufyrirtækísins Enron
hefur vakið upp ýmsar áleitnar spurning-
ar. Leiðarahöfundar blaða heimsins hafa
að undaförnu velt vöngum yfir hvaða lær-
dóm megi draga af þessu stóra gjaldþroti.
ur en svo einsdæmi. „Enginn sem
ég veit um í fjármálaheiminum
er þeirrar skoðunar að mál Enron
sé einsdæmi," segir í leiðara. ■
| ÖNNUR SIÓNARMIÐ [
Vöruúrval
kannski
of mikið
Islenskir neytendur eru afskap-
lega hlýðnir,“ segir Vigdís Stef-
ánsdóttir, blaðamaður og áhuga-
manneskja um neytendamál. „Það
hvarflar aldrei að
þeim að mótmæla
eða beita samtaka-
mætti.“ Vigdís segist
hafa orðið bærilega
vör við verðhækkan-
ir að undanförnu.
„Það eru ekki bara
hækkanir á matvöru
sem manni blöskrar, heldur einnig
hækkanir á opinberri þjónustu. Ég
er viss um það að víða er verið að
bruðla verulega hjá bæði ríkinu og
sveitarfélögum og mér finnst að hið
opinbera eigi að ganga á undan með
góðu fordæmi þegar verið er að
prédika sparnað.” Vigdís segist
stundum sniðganga vöru sem hefur
hækkað mikið. „Ég held að menn
hafi verið að notfæra sér gengið til
að hækka vöruverð, alveg eins og
menn gerðu þegar myntbreytingin
varð á sínum tíma. Svo brenglast
verðskynið þegar verðbólgan eykst
og launin ná ekki í skottið á verð-
hækkununum. Svo má alltaf spyrja
sig hvað við neytendur erum að
borga fyrir allt vöruúrvalið. Það
kostar heilmikið og það er spurning
hvort vöruúrval þurfi að vera jafn
mikið hér og það er í í Evrópu og
Bandaríkjunum samanlagt." ■
Kauptu ekki hlutabréf
Hlutabréfakaup og -sala eru ágætt gróðafæri
fyrir hákarla í djúpu lauginni. Þú átt ekkert erindi
í þessa laug fjármálaheimsins, hvorki einn sér né
með leiðsögn ráðgjafa á borð við svokallaða fjár-
vörzlumenn í bönkum. Hlutabréf eru fyrst og
fremst ágætur vettvangur fyrir innherja.
Hlutabréf eru meira að segja hættuleg al-
menningi í Bandaríkjunum, þar sem reglur um
upplýsingaskyldu fyrirtækja þykja betri en ann-
ars staðar og að minnsta kosti ýtarlegri en hér á
landi. Nýjasta dæmið um það er gjaldþrot Enron,
sem var með stærstu orku- og olíufélögum.
Stjórnendur og endurskoðendur fyrirtækisins
vissu hvert stefndi, gáfu kolrangar upplýsingar
um afkomuna, eyddu mikilvægum skjölum, skutu
hagsmunum sínum undan með því að selja hluta-
bréf í kyrrþey og létu almenna hluthafa og starfs-
menn sitja uppi með sárt ennið.
Græðgin í Bandaríkjunum kemur hingað, ef
hún lifir ekki þegar góðu lífi hér á landi. Innherj-
ar vita einir, hvernig staðan er og hvernig mál
munu þróast. Þeir vita einir, hvert þeir ætla að
stefna málum fyrirtækisins. Þeir hafa pólitísk
sambönd, sem koma eða koma ekki að gagni.
Flestir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar
Bandaríkjanna eru hluthafar í Enron, sumir stór-
ir. Þegar vandræði fyrirtækisins voru byrjuð að
hrannast upp í fyrra, hafði Dick Cheney, varafor-
seti Bandarikjanna forustu um að misnota ríkis-
valdið til að reyna að bjarga fyrirtækinu.
Meðal annars fóru fulltrúar margra ráðuneyta
til Indlands til að hóta stjórn landsins bandarísk-
um refsiaðgerðum, ef hún leysti Enron ekki und-
an skyldum sínum sem aðaleigandi misheppnaðs
orkuvers í Dabhol. Þetta fantabragð mistókst, af
því að Indverjar létu ekki kúga sig.
Hér á landi höfum við einnig séð ríkisvaldið
misnotað í þágu innherja. DeCode Genetics fékk
ókeypis einkaleyfi og fékk að gera uppkast að
reglugerð um meðhöndlun á sjúkraskýrslum, rétt
„Innherjar vita einir, hvernig staðan er
og hvernig mál munu þróast. Þeir vita ein-
ir, hvert þeir œtla að stefna málumfyrir-
tœkisins. Þeir hafa pólitísk sambönd,
sem koma eða koma ekki að gagni. “
eins og Enron fékk að hafa áhrif á reglugerð um
ríkisstuðning við olíuleit í framhaldi af hugsan-
legum orkuskorti vegna ófriðarhættu.
Ríkisstuðningurinn við Enron dugði ekki og
fyrirtækið var látið rúlla, þegar innherjarnir
höfðu í kyrrþey losað sig við hlutafé sitt. Verð-
gildi hlutafjár í Enron gufaði upp, án þess að
venjulegir hluthafar áttuðu sig á, hvaðan á þá stóð
veðrið, líka þeir sem vissu um ríkisafskiptin.
Hér á landi eru margir, sem þykjast vera sér-
fræðingar í hlutabréfum og mæla með slíkri fjár-
festingu umfram kaup á stöðugri pappírum á borð
við opinber skuldabréf. Þeir notuðu uppsveiflu á
síðari hluta síðasta áratugar til að tala hlutabréf
upp, í fjölmiðlum og í almennri ráðgjöf.
Árin 2000 og 2001 sáum við, að bjartsýni þess-
ara svokölluðu sérfræðinga átti ekki við rök að
styðjast. Þeir, sem fjárfestu í hlutabréfum, töp-
uðu yfirleitt peningum, meðan hinir varðveittu
höfuðstólinn, sem fóru með löndum í fjárfesting-
unni og sættu sig við minni væntingar.
Fjárvörzlumenn í bönkum og aðrir meintir sér-
fræðingar vita lítið meira en þú um stöðu og þró-
un mála. Yfirleitt er þetta ungt fólk, nýskriðið úr
skólum. Það áttar sig ekki á aðstæðum, en er
vopnað takmarkalausu og ástæðulausu trausti á
getu sína til að fara með annarra manna fé.
Raunar skiptir litlu, hversu mikið fjárvörzlu-
menn þroskast á mistökum sínum. Þeir vita alltaf
minna en hákarlarnir í djúpu lauginni.
Jónas Kristjánsson
ORÐRÉTT
Tveir léttir!
Minni fita og faerri hitaeiningar!
Með villisveppum og með skinku og beikoni.
Fyrir voru léttostar með grænmeti, með
sjávarréttum og hreinn léttostur.
Smurostarnir eru þægilegt, bragðgott álegg
og Ifka spennandi í ofnrétti, súpur og sösur.
www.ostur.ls
ÓSKYNSAMLEC
ORÐ SKULU STANDA
„Ég tel að þeir
sem undirrituðu
samninginn verði
að ábyrgjast
gjörðir sínar. Orð
skulu standa
þrátt fyrir að um
óskynsamlegan
samning sé að
ræða.“
Guðmundur Hailvarðsson
alþingismaður um deilur um starfs-
lokasamning Þórarins V. Þórarinssonar.
Fréttablaðið. 18. janúar.
LEYNIFUNDURINN
„Þetta er bara
kaffiboð hjá vini
okkar Hannesi.“
Jónmundur Guð-
marsson væntanlegur
bæjarstjóri Seltirninga
um fund Björns
Bjarnasonar og stuðn-
ingsmanna hans á
heimili Hannesar H. Gissurarsonar.
Fréttablaðið. 18. janúar.
EKKERT ATVINNULEYSI?
„Þeir sem vilja vinna sýnist mér
að eigi að geta fengið vinnu.“
Jens Ólafsson, framkvæmdastjóri
ráðningarstofunnar Ábendis um
ástand á vinnumarkaðnum.
Fréttablaðið. 18. janúar.
ER VERÐBÓLGAN VANMETIN?
„Við höfum ekki verið að hækka
verð á matvælum umfram verð-
bólguþróun."
CRUNDVALLARÁGREININCUR
„Okkur fannst menn gæta einka-
hagsmuna miklu meira en al-
mannahagsmuna og við viljum
það ekki.“
Jón B.G. Jónsson, oddviti
sjálfstæðismanna í Vesturbyggð
um samstarfsslit við framsóknarmenn
í bæjarstjórn. Mbl. 18. janúar.
HEIMSBORGIRNAR
OG KEFLAVÍK
„Það er mikill
styrkur að búa í
bæ hærri heims-
borgum. Það eyk-
ur því möguleik-
ana að búa [í
Keflavík] fremur
en að takmarka
þá.“
Árni Sigfússon, bæjarstjóraefni i
Reykjanesbæ, sem hefur keypt sér hús í
Keflavík. Mbl. 18. janúar.
FENGIST PETTA BIRT
í ÞRIÐJA RÍKINU?
„Flokkur Davíðs
og Hannesar rit-
skoðar ríkisfjöl-
miðlana af kost-
gæfni og beitir
miskunnarlausri
atvinnukúgun til
að beygja fjöl-
miðlamenn undir
vilja sinn og gef-
ur lítið eftir höfðingjum þriðja
ríkisins í vinnubrögðum sínum.“
íslenskir ostar - hreinasta afbragð.
Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri
Baugs. Mbl. 18. janúar.
Sverrir Hermannsson um Sjálfstæðis-
flokkinn. Mbl. 18. janúar.