Fréttablaðið - 21.01.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.01.2002, Blaðsíða 11
MÁNUPAGUR 21. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ n SÍNE mótmælir stefnu LÍN: Jafnrétti til náms ekki tryggt náivislán Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) segir Lánasjóð íslenskra náms- manna (LÍN) mismuna náms- mönnum þrátt fyrir að stofnun- inni sé ætlað að tryggja jafnrétti til náms. Á fundi stjórnar Lána- sjóðsins fyrir helgi gagnrýndi fulltrúi SÍNE túlkun sjóðsins á reglu um skólagjöld. Fram- kvæmdin er sögð mismuna námsmönnum hér á landi og er- lendis. Hjá nemum hér á landi á uppsöfnun námslána sér stað í krónum en í erlendri mynt hjá námsmönnum erlendis. Allir námsmenn fá lánin greidd í ís- lenskum krónum. „Hámark skólagjaldalána námsmanna er- lendis getur því sveiflast um- talsvert á milli ára vegna geng- isþreytinga þegar reiknireglu LÍN er beitt. Námsmenn á ís- landi búa ekki við þetta óör- yggi,“ segir í fréttatilkynningu SINE. STEINGRÍMUR A. ARASON Framkvæmdastjóri LÍN telur að hjá stjórn Lánasjóðsins sé vilji til að breyta gildandi úthlutun- arreglum þegar kemur að reglu- bundinni endur- skoðun í vor. Steingrímur A. Arason, fram- kvæmdastjóri LÍN segir að gild- andi reglum um útlán sjóðsins verði varla breytt fyrr en í vor. Þær breytingar myndu þá taka til næsta skólaárs. „Stjórnin vill standa við samþykktina sem gerð var síðasta vor, en ég heyri það alveg að menn eru reiðubún- ir til að skoða þetta upp á nýtt þegar reglurnar verða endur- skoðaðar fyrir næsta skólaár,“ sagði hann. ■ INNLENT Fjármálaráðuneytið hefur hækkað viðmiðunarmörk verð- mætis þess varnings sem ferða- mönnum og farmönnum er heim- ilt að hafa með sér til landsins án þess að greiða aðflutningsgjöld. Alls má nú flytja inn varning að verðmæti 46.000 króna í stað 36.000 króna áður og leyfilegt andvirði hvers hlutar hækkar úr 18.000 krónum í 23.000 krónur. Ekki sér fyrir endann á endur- skoðun opinberra gjaldahækk- ana sem forsætisráðherra kynnti sl. miðvikudag sem viðbrögð við verðbólgu. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu, segir að unnið sé að mál- inu víða í kerfinu. „Við förum svo yfir það eftir því sem mál skýr- ast,“ sagði hann á föstudag og taldi of snemmt að spá um hvenær þeirri vinnu kynni að ljúka. Forsætisráðherra gerði ráð fyrir 5 til 10 dögum. Samkvæmt óendurskoðuðu upp- gjöri Baugs var hagnaður 1.350 milljónir króna og velta 42 millj- arðar á síðasta ári. Greiningar- deildir bankanna voru svartsýnni og spáðu flestar rúmlega millj- arðs hagnaði og um 40 milljarða veltu. Fram kom í tilkynningu frá félaginu að hagnaður af starfsemi í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi farið fram úr væntingum, en innlendur verslunarrekstur hins- vegar lakari. Flutningur Rásar 2 norður á land er bein aðför að nýsköpun á sviði íslenskrar alþýðutónlistar og óvirðing við merkt og mikil- vægt starf Rásar 2, að mati fé- lagsfundar Félags tónskálda og textahöfunda. íslenskri tónlist verði ekki gert jafn hátt undir höfði og áður, nái rekstrarbreyt- ingar sem fyrirhugaðar eru á rek- stri stöðvarinnar samfara um- ræddum flutningi fram að ganga. Ráðgert að reisa 154 nýjar íbúðir á Alftanesi Miklar byggingarframvæmdir eru áformaðar í Bessastaðahreppi á næstu árum. Ibúum Qöl- gar úr 1.550 í 2.000 ef áformin ganga eftir. framkvæmdir Bessastaðahreppur á um þessar mundir í samninga- viðræðum um kaup á 5 hektara landssvæði vestan skólasvæðisins við Breiðumýri en á því og norðan- verðri Sviðholtshæðinni er ráð- gert að reisa 154 íbúðir og nýjan leikskóla. Ef þetta gengur eftir mun íbúum í hreppnum fjölga um 30%. Gunnar Valur Gíslason, sveitar- stjóri Bessastaða- hrepps, sagðist vonast til þess að framkvæmdir á svæðinu gætu haf- ist £ sumar. „Á þessu svæði seSir að m]kil eft’ eru uppi aform jbúðpum , h um að byggja litl- um ar og hagkvæmar íbúðir í níu íbúða fjölbýlishúsum, bæði leiguíbúðir og eignaríbúðir," sagði Gunnar Valur. „Eftirspurnin eftir slíkum íbúðum er mjög mik- il í hreppnum nú. Samkvæmt skipulagstillögunni verða þarna 108 íbúðir í fjölbýli, 24 rað- og parhúsaíbúðir og 22 einbýlishús, auk leikskóla, sem auk leikskól- ans Krakkakots á að þjóna sveit- arfélaginu fullbyggðu." Gunnar Valur sagðist telja afar mikilvægt að lóðir undir litlar og BESSASTAÐAHREPPUR www.bessastadahreppur.is GUNNAR VAL- UR GÍSLASON Sveitarstjórinn Snyrtiskóli Isl Nýtt nám Snyrtitaeknir Hagnýtt nám fyrir aliá Jjá scm viija vinna við af{»rciðslustörf á snvrti- stofum, hciidsuium vcrslunum, hárgrciðslustofum. Námið cr 6 máuaða kvöid nám 2svar í viku og sctt upp scm námskcið - * - mcð vinnu. Hcfst Þriðjudaginn 29 .lanúai * Lýkur 2‘) júni. I tskrift og skirtcini í lok námsins, Ilringdu strax o» fáðu upplýsingar í síma 5618677 /6951720 m Austur Þýskaland og Menn med sleggjur kynna Gamla bio Sérstakir gestir: Fimmtudaginn Jóhann Johannsson 31. janúar kl. 20.00 Pall Oskar & Miðaverð 3900 kr. Monika Abendroth Forsala i 1 2 tónum -Jp* I s hagkvæmar eignaríbúðir í fjöl- býli yrðu til úthlutunar þegar á þesu ári. Bæði fyrir ungt fólk, sem vildi eignast sína fyrstu íbúð, og eldra fólk, sem vildi minnka við sig og flytja í annaðhvort hag- kvæma íbúð í fjölbýlishúsi eða í lítið rað- eða parhús. Þá sagði hann að leigufélagið Búseti ehf. hygðist byggja og reka 15 til 20 leiguíbúðir í Bessastaðahreppi og ef það myndi ganga eftir myndu þær íbúðir rísa á næstu tveimur til fjórum árum. Þann 1. desember 2000 voru íbúar Bessastaðahrepps um 1.550 talsins og því er ljóst að ef ráðist verður í framkvæmdir við Breiðumýri og á Sviðsholtshæð- inni mun íbúum fjölga talsvert, eða um 450. Byggingaráform Bessastaðahrepps verða kynnt íbúum á mánudaginn klukkan 20.30 í íþróttahúsi Bessastaða- hrepps og sagðist Gunnar Valur reikna með því að deiliskipulags- tillagan yrði auglýst um næstu mánaðarmót. trausti@frettabladid.is eftirtöldum stuðníncnnn Jómfrúin TUB0RG % 12 TónarI í BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENÐIR 562 3219 STYRKIR ÚR HÚSVERNDARSJÓÐI REYKJAVÍKUR Húsverndarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi af sögulegum og byggingarsögulegum ástæðum. Bent skal á að viðgerðir á ytra byrði húsa njóta forgangs. Að þessu sinni mun verða lögð áhersla á styrkveitingar til húsa í miðborginni, á svæðinu milli Lækjartorgs og Hlemms. Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram á þar til gerðum umsóknareyðublöðum: 1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. 2. Tímaáætlun. 3. Kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir. 4. Ljósmyndir, nýjar og gamlar ef til eru. Umsóknir skuiu stílaðar á Borgarskipulag Reykjavíkur og komið á skrifstofu þess fyrir 5. febrúar 2002. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Árbæjarsafni og Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3. www.simnet.is/ris ÖRYGGISKERFI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.