Fréttablaðið - 21.01.2002, Qupperneq 14
FRÉTTABLAÐIÐ
FÓTBOLTI
14
21. janúar 2002 MÁNUPAGUR
Markvörður ársins
Árni Gautur Arason er vel liðlnn meðal
þeirra fjölmörgu lesenda og íþróttamanna
sem tóku þátt í kosningu á vegum norska
blaðsins Verdens Gang. Hann lenti ofar-
lega á lista yfir knattspyrnumann ársins,
sem var kosinn John Arne Riise. Árni var
langhæstur markvarða í kosingunni. Lið
hans, Rosenborg, er statt á æfingamóti í
Egyptalandi. Egypska liðið Al Ahly lagði
það á föstudaginn með einu marki gegn
engu. Árni fékk markið á sig í vítaspyrnu.
Vieira enn til umræðu:
„Færi ekki til Reykjavíkur"
FÓTBorn Ferð miðjumannsins Pat-
rick Vieira hjá Arsenal til Spánar
í síðustu viku dró dilk á eftir sér.
Á mánudaginn sást til hans og um-
boðsmanns hans, Marc Roger, á
flugvellinum í Madrid. Talið var
að þeir væru komnir til þess að
ræða við forráðamenn Real Ma-
drid, sem höfðu lýst yfir áhuga á
að fá hann í sitt lið.
Knattspyrnustjóri Arsenal,
Arsene Wenger, sagði að ef liðið
vildi selja hann yrði það strax til-
kynnt. „Þetta er allt skáldskapur.
Patrick er fyrirliði liðsins og trúr
því. Hann vill leiða það til sigurs,"
sagði Wenger. „Það er ekkert
óeðlilegt við það að leikmenn skel-
PATRICK VIEIRA
Real Madrid neitar því að hafa rætt
við hann.
li sér til Spánar þegar þeir eiga
stutt vetrarorlof. Ekki færi hann
til Reykjavíkur.“ Þess má geta að
hitastigið í Reykjavík umræddan
dag var um það bil 4 gráður. Hita-
stigið í Madrid var mjög svipað.
Spánverjarnir í Madrid eru á
sama máli og Arsenal og sendu
formlegt bréf til liðsins. í því stóð
að þeir væru miður sín yfir öllum
hamaganginum. Þessar sögur
væru ekki sannar. Þeir vildu ekki
raska jafnvæginu í sínu liði, sem
gengur mjög vel í spænsku deild-
inni.
í kjölfarið setti Arsenal bann á
umboðsmanninn Roger. Honum er
meinaður aðgangur að leikvelli
liðsins, Highbury, í framtíðinni.
Forráðamenn Arsenal segja
vinnubrögð hans einkennast af
kjaftagangi í blöðum. Má því ætla
að þau haldi fréttirnar vera frá
honum komnar. ■
Doritos bikarinn:
KR og Njarð-
vík í úrslit
körfubolti Þann 9. febrúar
mætast KR og Njarðvík í
Laugardalshöll í úrslitaleik Doritos
bikarsins. KR tók í gær á móti Þór
Ak. í íþróttahúsi KR og Tindastóll
fór í ljónagryfju Njarðvíkinga.
Þór var yfir í leikhléi í vestur-
bæ, 40:37. Þá tók KR sig á og vann
leikinn 81:73. í ljónagryfjunni
höfðu Njarðvíkingar yfirhöndina.
Staðan í leikhlé var 52:35, þeim í vil.
Leikurinn fór 86:66 fyrir Njarðvík.
Tindastóll hefur aldrei komist í úr-
slit bikarkeppninnar. Njarðvík hef-
ur unnið bikarinn sex sinnum, síð-
ast 1999. KR hefur unnið bikarinn
ellefu sinnum, síðast 1991. ■
RENNISLETT
• Afrétting gólfa undir gólfefni
• Flotílögn í nýbyggingar
• Lökkuð flotgólf
Eiður með tvennu
• Tilboðsgerð og ráðgjöf
Fjölmargir knattspyrnuleikir fóru fram á Englandi um helgina. Eiður Smári Guðjohnsen
skoraði tvö af fimm mörkum Chelsea á móti West Ham.
MARKAHRÓKAR
Vinirnir Jimmy og Eiður fagna hér ásamf
félögum sinum einu af fimm mörkum
Chelsea í gær. Þetta var fjórði deildarleik-
urinn í röð sem Eiður skorar í.
einbeitti mér,“ sagði van Nistel-
rooy eftir leikinn.
Á laugardaginn gerðu Liver-
pool og Southampton, Middles-
brough og Bolton, Sunderland og
Fulham, Leicester og Newcastle
og Tottenham og Everton jafn-
tefli. Ipswich vann Derby 3-1.
í annarri deild tapaði Stoke
City fyrir Queens Park Rangers.
Ríkharður Daðason og Bjarni
Guðjónsson voru báðir í byrjunar-
liði Stoke en hvorugur skoraði.
Leikurinn fór 0-1 fyrir Rangers. ■
ALLTAF VESEN
Hér eru hjónakornin IVIike og Monica þeg-
ar hann var settur í hnefaleikabann vegna
ósæmilegrar hegðunar 1998. Hún sótti um
skilnað fyrir helgi.
fjögurra ára, auk helmingi eigna
þeirra. Tyson mótmælti því ekki.
Þau kynntust þegar hann var að af-
plána dóm fyrir nauðgun og giftu
sig í apríl 1997. Hann var áður gift-
ur leikkonunni Robin Givens. Þau
skildu 1989.
„Þetta er einkamál," sagði
Týson á föstudaginn. „Það truflar
ekki. Ég er 100 prósent einbeittur á
að rota Lennox Lewis.“ ■
Flotefni
ehf
Verktakar í flotííögnum
695 2678
flotefni@mmedia.is
Jókertölur
laugardags
5 5 12 5
16. 01.2002
AÐALTÖLUR
*) 13) D
39) 40) 41)
BÓNUSTÖLUR
Alltaf á s
miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
JBPI 6 0 6 6 4
Handfrjáls búnaður:.
' ,jb« Hccom PMríW tmmmMKv
, Cý / ; -- 1
fótbolti Eiður Smári Guðjohnsen
skoraði tvö mörk fyrir Chelsea og
lagði eitt upp á móti West Ham í
ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann
var ekki eini maður liðsins á skot-
skónum því vinur hans Jimmy
Floyd Hasselbaink skoraði einnig
tvö mörk. Þrjú
síðustu mörkin
voru skoruð á
jafn mörgum
mínútum rétt
fyrir leikslok.
Fyrst skoraði
Eiður, síðan náði
Jermain Defoe
náði að rétta hlut
West Ham. Þá
innsiglaði Mikael
Forsell 5-1 sigur
Chelsea. Paolo Di
Canio hjá West
Ham var rekinn
af leikvelli fyrir
að brjóta á Jody
Morris. Stigin
komu sér vel fyr-
ir Chelsea. Liðið
er enn í sjötta
Á LEIÐ TIL
MANCHESTER
Alex Ferguson til-
kynnti á laugardag
að Úrúgvæinn
Diego Forlan, sem
átti að fara til
Middlesbrough, fer
í læknispröf hjá
Man. Utd. I dag. Ef
allt er með felldu
bætist framherjinn
fljótlega i hópinn.
sæti deildarinnar en eygir mögu-
leika á að komast hærra og blanda
sér í toppbaráttuna.
Arsenal og Leeds mættust ein-
nig í gær. Þar var sannkallaður
toppslagur á ferð. Fyrir leikinn
voru liðin í fjórða og fimmta sæti.
Gærdagurinn breytti þar litlu um.
Leikurinn endaði með 1-1 jafn-
tefli, Robbie Fowler skoraði fyrir
Leeds strax á sjöttu mínútu og Ro-
bei-t Pires jafnaði fyrir Arsenal.
Á laugardaginn bar hæst þegar
Manchester United vann Black-
burn Rovers 2-1. Hollendingurinn
Ruud van Nistelrooy komst í
sögubækur ensku úrvalsdeildar-
innar með því að skora mark í átt-
unda úrvalsdeildarleiknum í röð.
Þetta var þó tíundi leikui’inn í röð
ef með eru taldir tveir bikarleikir.
Markið skoraði hann úr víti, sem
David Beckham átti að taka. „Það
SETTI MET
Ruud van Nistelrooy skoraði mark í
áttunda deildarleiknum í röð. Hér fagna
hann og David Beckham markinu. Van
Nistelrooy skoraði úr vlti, sem Beckham
leyfði honum að taka.
STAPA EFSTU LIPA
Lið Leikir u J T Mörk Stig
Man. Utd. 23 14 3 6 56:33 45
Newcastle 23 13 4 6 42:29 43
Leeds United 23 n 9 3 35:21 42
Arsenal 22 11 8 3 43:26 41
Liverpool 23 11 7 5 32:24 40
Chelsea 23 9 10 4 40:23 37
Tottenham 23 9 5 9 34:30 32
Aston Villa 22 6 8 8 29:27 32
Fulham 22 7 10 5 23:22 31
Charlton 22 7 8 7 28:28 29
var komið að honum að taka víti.
En hann leit á mig og sagði:
„Ruud, ef þú vilt taka það, máttu
það.“ Ég hikaði ekki. Þetta var
mikilvæg stund. Síðast þegar ég
tók víti, á móti Olympiakos, klúðr-
aði ég því. Þetta var erfitt en ég
íslenska landsliðið:
Jafntefli við Frakka
handbolti íslenska landsliðið í hand-
bolta gerði í gær jafntefli við
Frakka. Lokatölur leiksins voru 22-
22. Ekki mátti miklu muna þar sem
HERBALIFE ÚTSALA
25%-35% afsláttur af öllum vörum. Ekki bíða
lengur, láttu Herbalife hjálpa þér að komast í
form. Kaupauki fylgir á meðan birgðir endast.
Kynntu þér málið í síma 699 8565
GulIIínan-Græna Íínan-Snyrtilínan
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði
jöfnunarmarkið þegar aðeins 17
sekúndur voru eftir af leiknum.
Þegar litið er á viðureignir þjóð-
anna undanfarinn áratug eru úrslit-
in ekki slæm. ísland vann síðast
1990 en hefur síðan tapað fimm
leikjum og gert eitt jafntefli.
Leikurinn á móti Dönum á föstu-
dag gekk ekki vel. Danir höfðu yfir-
höndina mest allan tímann. Staðan í
hálfleik var 16-12, Dönum í vil.
Lokastaðan var 28-24. Danir kepptu
við Frakka á laugardaginn og unnu
þá 29-23.
íslenska landsliðið verður í æf-
ingabúðum í Danmörku fram til
miðvikudags. Þá heldur það til Sví-
þjóðar þar sem Evrópukeppnin
hefst á föstudaginn. ■
Nóg að gera hjá Tyson:
Berst tvisvar
við Lewis
hnefaleikar Mike Tyson var sem
endranær mikið í sviðsljósinu um
helgina. Á laugardaginn tilkynntu
þeir, sem sjá um samninga vegna
bardaga hans og Lennox Lewis, að
búið væri að ákveða annan bar-
daga milli risanna. Sama hvernig
bardaginn í Las Vegas 6. apríl fer
mætast Tyson og Lewis aftur í
október. Þeir mæta á blaðamanna-
fund í New York á morgun og skri-
fa undir samningana.
Á fimmtudaginn sótti eiginkona
Tyson, Dr. Monica Tyson, um skiln-
að. Rökin fyrir honum eru þau að
TVson hélt framhjá henni. Hún
sótti um forræði yfir börnunum
þeirra tveimur, sem eru fimm og