Fréttablaðið - 21.01.2002, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 21.01.2002, Qupperneq 17
MÁNUPflCUR 21. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 17 REGnBOGinn Pyntingar í beinni: Alagá keppendur sjónvarp Sjónvarpsstöðin Fox hóf í síðustu viku sýningar á þættin- um „The Chamber", sem er afar undarlegur og þykir marka þátta- skil í bandarískri sjónvarpsgerð. Um er að ræða spurningaleik þar sem þátttakendur verða einnig að þola visst magn af pyntingum. Þegar keppendur eru komnir inn í „klefann" verða þeir að þola sálrænt jafnt sem líkamlegt álag þess á milli sem þeir eiga að svara spurningum. Reynt er á þol þeirra gegn hita og kuida, þeir látnir finna fyrir jarðskjálfta á mæli- kvarðanum 9 á Richter og látnir sitja inn í miðjunni á „stormi“ þar sem vindhraðinn nær 100 metrum á sekúndu. ■ m > ✓ i* j tw i PLATA Á LEIÐINNI Breska tónlistarpressan bíður spennt. Hljómsveitin Leaves: Lag á vef NME TÓnlist íslenska hljómsveitin Lea- ves, sem fáir virðast hafa heyrt um og enn færri heyrt í, er nefnd sem líkleg til stórvirkja á árinu á tónlistarvefnum nme.com. Þar geta svo áhugasamir hlýtt á lagið „Breath" sem er prýðisgott. Sveit- in gerði nýlega plötusamning við erlent útgáfufyrirtæki og svo virðist sem breska pressan bíði spennt eftir frumrauninni. Það var vinkona þeirra, Emilíana Torrini sem leiðbeindi þeim í hendur á útgáfufyrirtæki. Liðsmenn sveitarinnar koma úr hinum og þessum sveitum en höfuðpaur hennar heitir Arnar Guðjónsson og er fyrrum gítar- leikari Vínyls. Sveitin leikur silki- mjúkt kántrískotið síðrokk og lék sina einu tónleika hingað til á IcelandAirwaves tónleikahátíð- inni síðasta haust. Vonandi fáum við meira að heyra fljótlega. ■ í framsæknum skóla Kvikmyndaskóli íslands er spennandi valkostur fyrir þá sem vilja mennta sig til starfa í hinum ört vaxandi kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði. Fáar greinar í heiminum hafa vaxið jafn hratt á síðustu árum og fjölmiðlaiðnaðurinn. Fjölgun sjónvarpsstöðva, auknar vinsældir kvikmyndahúsa, tölvur og margmiðlun gera eftirspurn eftir nýju hæfileikafólki sífellt meiri. Á næstu árum munu þúsundir nýrra starfa verða til í þessum iðnaði í heiminum. Þeirra sem hafa góða menntun og hæfileika bíður því fjöldi tækifæra. Ný önn að hefjast: KVIKNYNDR5K0LZ íSLHNDS Skúlagötu 51, 101 Reykjavfk kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is www.kvikmyndaskoli.is Grunnnám í kvikmyndagerð Einnar annar nám (15 vikur) sem hefst 28. janúar. Námið er að stærstum hluta verklegt og felst í þjálfun í að ná valdi á tækniþáttum kvikmyndagerðar og beitingu þeirra á skapandi hátt. Kennd er notkun helstu tækja og fjallað um gerð heimildamynda, auglýsinga, tónlistarmyndbanda, vinnslu fyrir sjónvarp og möguleika myndmáls í margmiðlun. Að loknu grunnnámi eiga nemendur að hafa skilning og þekkingu á hinum ýmsu sviðum kvikmyndaframleiðslu, tækjum og tækni og vera vel undirbúnir fyrir frekara nám á sérsviði í kvikmyndagerð. Nemendur eiga að geta unnið sjáifstætt að gerð einfaldra kvikmyndaverka og boðið fram krafta sína til starfa í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. Skráning stendur yfir. Takmarkaður fjöldi nemenda. Skráning og nánari upplýsingar í síma 511 2720

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.