Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 2

Fréttablaðið - 23.01.2002, Side 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 23. janúar 2002 MIÐVIKUPAGUR ÓLJÓSAR HORFUR Kjósendur á Vísi.is skiptust nokkurn veg- inn jafnt í afstöðu til þess hvort verðbólgu- markmið náist fyrir vorið. Nást verðbólgumarkmið ASÍ og SA fyrir vorið? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.vlsir.is lá 51% Nei Spurning dagsins í dag: Er þörf á prófkjöri um leiðtogaefni sjálfstæðismanna í borginni? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun ________ jjggg Guðni varar við ESB: Boðar ódýr- ara grænmeti alþinci Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, varaði við því á Al- tingi í gær að horft væri til ESB í umræðu um efna- hagsmál hér á landi. Hann tók undir orð forsætis- ráðherra um að bjartara væri yfir í efnahagsmálum. „Ég trúi því að guðni vextir og verðlag Bjartara yfir í muni hér lækka. Við efnahagsmálum. þurfum a() na þjóð- arsátt um hvernig -við lækkum vaxtastigið. Það eigum við að gera með sama hætti og verðbólgan var lögð að velli fyrir 10 árum. Við þurfum ekki að tala um neina Evru í því sambandi. Þetta er íslenskt efnahagsmál," sagði hann og boð- aði að á næstu vikum færi hann með tillögur grænmetisnefndar fyrir ríkisstjórn. Þar væri lagt til hvernig verð á grænmeti yrði lækkað án þess að atvinnugrein- inni yrði fórnað. „Norðurljósin munu braga um breiðan himinn í kvöld og gleðja þá svartsýnu," sagði hann. ■ Skattfrelsi sendimanna: Heildcirupp- hæð óljós SENDIRÁÐ Upplýsingar um heildar- fjárhæð staðaruppbóta fyrir síð- asta ár liggja ekki fyrir í utanríkis- ráðuneytinu. Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri ráðuneytisins, gaf blaðinu þær upplýsingar að erfitt væri finna slíkt út og ólíklegt að ráðuneytið legðist eftir slíku. Sam- kvæmt lögum frá 1992 ákvarðar kjaranefnd „laun og önnur kjör“ sendiráðsmanna. Ráðuneytið ákveður hinsvegar sjálft staðar- uppbætur. Fram kom í blaðinu í gær að slík uppbót er jafnan fyrir- ferðamesti kjaraliðurinn og auk þess skattfrjáls. í Hæstarétti hefur sú dómvenja skapast á undanförnum árum að fastar dagpeningagreiðslur séu ekki skattfrjálsar nema þegar skýr gögn um útlagðan kostnað liggja fyrir. Indriði H. Þorláksson, ríkis- skattstjóri, segir að sérstaklega sé greint á milli dagpeninga og staðar- uppbóta í tekjuskattslögum. Að- spurður sagði hann að komið hefði til umræðu við síðustu breytingu tekjuskattlaga árið 1993 að fella út ákvæðið um skattfrelsi staðarupp- bótar. Ýmsum hafi þótt óeðlilegt að einn fyrirferðamesti kjaraliður embættismanna við sendiráð væri með öllu skattfrjáls. Samkvæmt heimildum blaðsins var fjármála- ráðuneytið á meðal þeirra sem vildu ákvæðið burt. í 30. grein tekjuskattslaga segir að undanskilin sé staðaruppbót „sem greidd er vegna starfa erlend- is í þjónustu hins íslenska ríkis. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn við sendiráð íslands, hjá sendiræðis- mönnum eða eru fastafulltrúar ís- lands við alþjóðastofnanir sem ís- land er aðili að.“ ■ VG vill þjóðaratkvæði um Kárahnjúkavirkjun: Fari fram samhliða kosningunum í vor alþingi Þingflokkur Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs legg- ur til að boðað verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíð há: lendisins norðan Vatnajökuls. í tillögu til.þingsályktunar er lagt til að kjósendur geti valið milli tveggja kosta. Annar kosturinn verði núverandi áform um Kára- hnjúkavirkjun, en hinn verði frestun ákvarðana um framtíðar- nýtingu svæðisins uns tekin hafi verin afstaða til verndunar svæð- isins og stofnunar þjóðgarðs með einu stærsta ósnortna víðerni Evrópu. Lagt er til að atkvæða- greiðslan fari fram samhliða sveitar.stjórnarkosningunum 25. maí, n.k. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, ságðist, aðspurður, allt eins búast við að tillagan næði fram að ganga. „Hún gerir það ef menn leyfa sjálfsögðum sanngirnissjónar- miðum að ráða ferðinni,“ sagði hann. Vinstrihreyfingin, grænt framboð, er alfarið á móti virkj- anaáformunum við Kárahnjúka STÍFLA VIÐ KÁRAHNJÚKA Vinstrihreyfingin, grænt framboð, leggur til að borið verði undir þjóðina alla hvort virkja eigi við Kárahnjúka eða hvort fresta eigi framkvæmdum. og sakar umhverfisráðherra um grímulausa pólitíska valdbeitingu í þágu ríkisstjórnarinnar vegna úrskurðarins um virkjunina. ■ Borgin samþykkir leigu: HittHúsiðí Pósthússtræti ÆSKULÝÐSMÁL Hitt Húsið er á leið með æskulýðsstarfsemi sína í húsnæði íslandspósts við Póst- hússtræti 3 og 5. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að gengið verði frá leigusamningi vegna hús- næðisins til tíu ára. Samningurinn felur í sér 1.250 þúsund króna leigu á mánuði frá og með næstu áramótum en að greiddar verði 13 milljóriir fram til þess tíma. Húsnæðið er sam- tals .1536 fermetrar. Gert er ráð fyrir að starfsemi Hins Hússins geti flust í Pósthús- stræti fyrir 1. mars. ■ Utanríkisráðuneytið ræður sjálfit greiðslum til sendiherra Allir íslenskir sendiherrar í starfi erlendis fá yfir milljón krónur á mánuði í reiknaðar skattskyld- ar tekjur. Hæstar eru greiðslurnar til Ingimundar Sigfússonar í Japan, ríflega tvær milljónir. Rétt rúmlega hálfdrættingur á við Ingimund er Björn Dagbjartsson í Mósambík. stjóRNSýsla Ingimundur Sigfússon, sendiherra í Tókíó, er tekjuhæsti íslenski sendiherrann. Séu greiðsl- ur til hans umreiknaðar til skatta- skyldra tekna nema mánaðarlaunin rúmum tveimur milljónum króna. Utilokað er að henda reiður • á heildargreiðslur til einstakra sendi- herra enda neitar utanríkisráðuneyt- ið að upplýsa þær. í dæminu af Ingimundi er ekki Upppbótun- um er í stór- um dráttum sagt ætlað að bætá sendi- herrunum upp aukakostnað og óþægindi við það að búa erlendis. ---♦-1- tekið tillit til ýmissa aukagreiðslna og skattfrjálsra fríðinda, eins og til dæmis afnot af fríu húsnæði, fríum bíl, fríum síma, tollfrjálsri verslun og dagpeningagreiðslum á ferða- lögum innan sem utan dvalarlands- ins. Hins vegar er reiknað með að eiginkona Ingimundar sé með hon- um í för og afli ekki eigin tekna. Væri ekki svo lækkuðu reiknaðar skattskyldar mánáðartekjur sendi- herrans um 330 þúsund krónur. Eins og fram. kom í Fréttablað- inu í gær eru skattfrjálsar staðar- uppbætur meginhluti tekna ís- lenskra sendiherra erlendis. Upbót- unum er í stórum dráttum sagt ætl- að að bæta sendiherrunum upp aukakostnað og óþægiridi við það að búa erlendis. Það sama á við um aðra íslenska starfsmenn sendiráð- anna, þó þeir fái mun lægri upp- bætur - háð því hversu hátt þeir eru í metorðastiganum. Utanríkisráðu- neýtið ákvarðar sjálft upphæð stað- aruppbóta. Kjaranefnd úrskurðar hins vegar um grurinlaun sendi- herranna. Þau eru 351.446 krónur. Hæstar eru staðaruppbæturnar í þremur áf fjarlægustu borgunum, Tókíó, MoSkvu og Peking. Benedikt Jónsson er sendiherra í Moskvu. Sé eiginkona hans með honum í Rússlandi nemá lágmarks- greiðslur til hans sem svarar til 1.886. þúsunda krónum í skattskyld- um tekjum. Á sömu. forsendum nema tékjur Ólafs Egilssonar, sendiherra í Pek- ing, 1.820 þúsund krónúm. Tekjur fjórða .tekjuhæsta sendi- herrans eru rétt tæpar 1.500 þús- und krónur. Þann sess hefur Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi forsæt- isráðherra, sem situr í London. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Utanrfkísráðuneytið ákvarðat sjálft hversu mikið skattfrjálst fé það greiðir starfsfólki sínu erlendis. Af öðrum fyrrverandi ráðherr- um í hópi sendiherra má nefna Jón Baldvin Hannibalsson, m.a. fyrr- verandi utanríkisráðherra, sem sit- ur í Washington og fær 1.361 þús- und krónur. Einnig Eið Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra, sem nú er sendiherra í Winnipeg í Kanada, og fær 1.269 þúsund krón- ur í reiknaðar skattskyldar mánað- artekjur. í Stokkhólmi situr Svavar Gests- son, sem m.a. hefur verið mennta- málaráðherra. Svavar fær 1.407 þúsund krónur á mánuði miðað við áður gefnar forsendur. Sá sendiherra sem minnst ber úr býtum er Björn Dagbjartsson, sendiherra í Mapútó í Mósambík. Væri staðaruppbótin til Björns skattskyld samsvöruðu greiðslur til hans um 1085 þúsund krónum á mánuði. gar@frettabladid.is GREIÐSLUR TIL SENDIHERRA VÆRU ÞÆR SKATTSKYLDAR Kr. án maka Kr. með maka Sendiherra 1.673.325 2Í003.795 Ingimundur Sigfússon, Tókíó '1.563.169 1.886.099 Benedikt Jónsson, Moskva 1.526.450 1.820.201 Ólafur Egilsson, Pekíng . 1.269.418 1.498.911 Þorsteinn Pálsson, London 1.232.699 1.453.012 Stefán Haukur Jóhannesson, Genf 1.195.980 1.407.113 Kristinn F. Árnason, Osló 1.195.980 1.407.113 Magnús Bjarnason, New York 1.195.980 1.407.113 Svavar Gestsson, Stokkhólmur 1.159.261 1.361.215 Jón Baldvin Hannibalsson, Washington 1.159.261 1.3.61.215 Kornelíus J. Sigmundsson, Helsinki 1.122.542 1.315316 Hjálmar W. Hannesson, Ottowa 1:122.542 1.315.316 Helgi Ágústsson, Kaupmannahöfn 1.085.823 1.269.417 Jón Egill Egilsson, Berlín 1.085.823 1.269.417 Gunnar Snorri Gunnarsson, Brussel 1.085.823 1.269.417 Sigríður Ásdís Snævarr, París 1.085.823 1.269.417 Hörður H. Bjarnason, Strassborg 1.085.823 1.269.417 . Þórður Ægir Óskarsson, Vín 1.085.823 1.269.417 Eiður Guðnason, Winnipeg 938.947 1.085.823 Björn Dagbjartsson, Mapútó Sendiherrar I starfi erlendis fá sérstaka skattfrjálsa staðaruppbót ofan á 351.446 króna grunnlaun sem eru skattskyld. I töflunni hér að ofan er gefin mynd af tekj- um þeirra eins og um væri að ræða venjulegar skattskyldar greiðslur. Staðaruppbót er breytileg eftir verðlagi og öðrum aðstæðum i hverju landi. Upp- bótin hækkar um fjórðung sé maki sendiherrans með og aflar sér ekki tekna. í töflunni er ekki tekið tillit til margvíslegra skattfrjálsra hlunninda sendiherra. Forsætisráðherra í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í gær: Til greina kemur að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum alþinci Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, telur verðbólguna á nið- urleið og að vextir lækki í næsta mánuði. Þá sagði hgnn til greina koma að skipta upp stórfyrirtækj- um á matvælamarkaði. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, var málshefjandi um horfur í efna- hagsmálum. Hann gagnrýndi efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar og sagði væntingar hennar frá því fyrir jól um lækkandi verðbólgu og forsendur vaxtalaekkana hafa farið í jólaköttinn. Össur sagði verðbólgu hér 4 til 5 sinnum meiri en í nágrannalöndunum. „Við þessar aðstæður er ekkert svig- rúm til að lækka vexti sem var þó bjargráðið sem mörg fyrirtæki biðu eftir," sagði hann og óttaðist vítahring vaxtaokurs og vaxandi verðbólgu. „Það er hægt að grípa inn í þessa þróun,“ sagði hann og bætti við að þörf váeri á agaðri efnahagsstjórn og stjórn ríkis- fjármála. Össur hvatti líka til að- gerða gegn matvælakeðjum sem með hreðjataki á markaði hafi kallað fáheyrða dýrtíð yfir neyt- endur. „Þar ættu að vera hæg heimatökin. Er ekki rétt munað hjá mér að helsti trúnaðarmaður ríkisstjórnarinnar, Hreinn Lofts- son, formaður einkavæðinga- nefndar, sé ennþá stjórnarfor- maður Baugs?“ spurði hann. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, benti á að gengi krónunnar væri að styrkjast og það ætti að leiða til lækkunar verðlags. Þá sagði hann að atvinnuástand væri betra hér en í nágrannalöndunum og allt benti til batnandi efnahags- ástands og minni viðskiptahalla en áður hafði verið áætlaður. Dav- íð beindi einnig orðum sínum til fyrirtækja á matvælamarkaði og taldi 60 prósent eignaraðild mikla og sagði að slíkri stöðu fylgdi mik- il ábyrgð. „Það kemur vel til greina að skipta slíkum einingum upp ef aðstaðan er misnotuð," sagði hann. olí@frettabladid.is UMRÆÐA UM EFNAHAGSMÁL össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, var málshefjandi I utandag- skrárumræðu um efnahagsmál í upphafi þingfundar á Alþingi í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.