Fréttablaðið - 23.01.2002, Qupperneq 18
HVER ER TILGANGUR
LÍFSINS?
Lifandi líf
Tilgangur lífsins hlýtur í fyrsta lagi að lifa
lífinu lifandi. Hafa gaman af því sem maður
er að gera. Jafnframt er mikilvægt að gleðja
aðra og láta gott af sér leiða.
Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
■ Stóra sviðið kl 20.00
► CYRANO • SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand
9. sýn. fim. 24/1 nokkur sæti laus, 10. sýn. sun. 27/1, 11. sýn. sun. 3/2, 12. sýn. fim. 7/2.
► MEB FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
fös. 25/1 100, svninq - uppselt, fim. 31/1 uppselt, þri. 5/2 uppselt,
fös. 8/2 uppselt, sun. 10/2 örfá sæti laus.
► SYNGJANDI í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed
Lau. 26/1 örfá sæti laus, lau. 2/2 nokkur sæti laus, lau 9/2.
■ Litla sviðið kl 20.00
► HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee
Fös. 25/1 örfá sæti laus, mið. 30/1, fim. 31/1 nokkur sæti laus, fös. 1/2.
Ekki er hægt að hleypa inn í salínn eftir að sýníng er hafin!
>* . Smíðaverkstæðið kl 20.00
► MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
Fös.1/2 uppselt mið. 6/2 nokkursæti laus, mið. 13/2, fim. 14/2, sun. 17/2. fim. 21/2. fös. 22/2.
► KARlUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner
Sun. 27/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, kl. 15:00 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 3/2
kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus, sun. 10/2 kl. 14:00 örfá sæti
laus og kl. 15:00 nokkur sæti laus, lau. 16/2 kl. 14:00 nokkur sæti laus oq kl. 15:00.
Miðasöluslmí: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is
23. janúar 2002 MIÐVIKUDAGUR
Rannsóknastofnun KHÍ:
Hvemig líður kennurum?
fyrirlestur Anna Þóra
Baldursdóttir lektor við
Háskólann á Akureyri
heldur fyrirlestur á veg-
um Rannsóknarstofnun-
ar KHÍ í dag. í fyrir-
lestrinum kynnir Anna
Þóra meistaraprófs-
verkefni sitt sem nefn-
ist Hvernig líður kenn-
urum? Verkefnið er
könnun á kulnun í starfi
grunnskólakennara og
leiðbeinenda í grunn-
skólum.
Megintilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna hvort
kulnunar í starfi gæti meðal þessa
hóps, hjá hvaða kennurum hún
komi helst fram og
hvaða þættir í starfs-
umhverfinu hafi helst
áhrif þar á. Þættirnir
samskipti, hlutverk og
álag voru sérstaklega
kannaðir. Fjallað verður
um fyrirbærið kulnun í
starfi, gerð grein fyrir
rannsókninni og helstu
niðurstöðum hennar og
bent á leiðir til þess að
sporna við kulnún í
starfi.
Fyrirlesturinn verð-
ur haldinn í sal Sjó-
mannaskóla íslands við Háteigs-
veg. Hann hefst klukkan 16.15 og
er öllum opinn. ■
MENNTUN er
máttur
Á fyrirlestrinum verður
rætt um könnun sem
gerð var á kulnun i starfi
grunnskólakennara og
leiðbeinenda í grunn-
skólum.
Hræðileg lífsreynsla að
heyra mig tala íslensku
Hinn íslensk ættaði rithöfundur, ljóðskáld og tónlistarmaður Bill
Holm stendur fyrir kvöldstund í Salnum í kvöld.
listar „Ég kom til íslands á
mánudagsmorgun og hafði með-
ferðis ferðatösku og pappakassa.
Þegar ég fór í gegnum tollinn
spurði tollvörðurinn hvað væri í
kassanum. Ég leit á hana og
sagði hann innihalda ljóð sem ég
hefði samið. Þá brosti konan
vinalega, sagði það vera stór-
kostlegt. Síðan bauð hún mig
hjartanlega velkominn til lands-
ins. Þar sem ég gekk í gegnum
hliðið velti ég fyrir mér, hefði
þetta verið bandarískur tollvörð-
ur stæði ég trúlega allsnakinn
fyrir framan hann á þessari
stundu og ljóðin mín á víð og
dreif. Svona kveðja er séríslensk
og eitt af mörgu sem gerir mig
afar stoltan af forfeðrum mín-
um. Alveg sama hversu marga
farsíma íslendingar eignast,
ekki minnkar ást þeirra á ljóð-
um,“ segir Vesturíslendingurinn
Bill Holm sem í kvöld ætlar að
vera með kvöldstund í Salnum í
Kópavogi.
Bill, sem hefur ritað margar
bækur um reynslu sína af landi
og þjóð, ætlar að segja frá, í
gamansömum tón, þeim breyt-
ingum sem orðið hafa á íslandi
síðastliðin tuttugu ár, lesa frum-
samin ljóð auk þess að leika á pí-
anó „ragtime“ tónlist eftir snill-
inga á borð við Scott Joplin. Bill
segir gríðarlegar breytingar
hafa orðið á íslandi. „Ef ég nefni
dæmi voru engar verslunarmið-
stöðvar árið 1979 og malbikið úti
á landi endaði við bæjarmörkin á
Selfossi. Golfvöllur er kominn
þar sem ég var í sveit fyrir tutt-
ugu árum og hrörlegu húsin sem
sumir bændur bjuggu í hafa
breyst í glæsibýli sem myndu
sóma sér vel í hvaða stórborg
sem er.“
Bill er ættaður úr Vopnafirði
BILL HOLM
Bill dvelur jafnan 3-4 mánuði á íslandi á hverju árí. Þá er hann búsettur á Hofsósi, í
húsi sem hann keypti fyrir tilstuðlan Valgeirs Þorvaldssonar, forstöðumann Vesturfara-
setursins. Á veturna kennir hann bókmenntir við Southwest State-háskólann í
Minnesota. Sumrin á íslandi notar hann til að semja auk þess að standa fyrir ritlistar-
námskeiði fyrir fólk frá Bandaríkjunum og Kanada I samvinnu við David Arnason, yfir-
mann ensku- og íslenskudeildar Manitoba-háskóla.
og námu forfeður hans land í
Minnesota þar sem hann fæddist
árið 1943. Þar ólst hann upp og
býr enn. Aðspurður hvernig ís-
lenskukunnáttu hans væri háttað
segir hann hræðilega lífsreynslu
að heyra sig tala. „íslenska var
móðurmálið hennar mömmu.
Hún fullvissaði mig um að mað-
ur þyrfti að vera mun greindari
en aðrir til að geta lært íslensku.
Mamma hafði hins vegar aldrei
fyrir því að kenna mér málið.
Það leiðir óneitanlega hugann að
áliti hennar á greindarvísitölu
sonarins," segir Bill og hlær.
„Af samskiptum mínum við
Bandaríkjamenn annars vegar og
íslendinga hins vegar, geri ég
mér sífellt betur grein fyrir hver-
su stórkostleg gjöf hinn íslenski
uppruni minn er. Hann gaf mér
ástina á bókurn." í lok samtalsins
spyr Bill Holm í einlægni hvort
fyrirfinnist einhver íslendingur
sem eigi sér ekki þann draum að
sjá nafn sitt sem höfundarnafn
bókar? Blaðamaður varpar þess-
ar spurningu hér með til lesenda.
kolbrun@frettabladid.is
CENTAUR
Hljómsveitin dregur nafn sitt af goðsögninni Centaur, sem var hálfur maður og hálfur hestur.
j METSÖLUBÆKURNAR |
METSÖLULISTI EYMUNDSSONAR
DACANA 15.-21. JANÚAR.
(Ql J.R.R. Tolkien
HRINGADRÓTTINSSAGA - 1. BINDI
Guðrún Agnarsdóttir,
Guðmundur Þorgrímsson ofl.
AF BESTU LYST I
@ Björg Sigurðardóttir,
Hörður Héðinsson ofl.
____AF BESTU LYST II___
© J.K. Rowling
HARRY POTTER OG
LEYNIKLEFINN
Tricia Kreitman
STELPA, STATTU Á ÞÍNU
J.K. Rowling
HARRY POTTER OG
FANGINN FRÁ AZKABAN
© Þórarinn Eldjárn þýddi
MOLDVARPAN SEM VILDI
VITA HVER SKEIT...
Q Helgi Jónsson
GÆSAHÚD - GALDRAMAÐ-
URINN ÓGURLEGI
Jóhanna Á. Steingrímsdóttir
endursagði
SAGAN AF LOÐINBARÐA
(JD J.R.R. Tolkien
HOBBITINN
Bækur:
Hringadrótt-
inssaga í 1. sæti
bækur Fyrsfinluti Hringadróttins-
sögu kom úr endurprentun í síð-
ustu viku og rýkur beint upp í
fyrsta sæti metsölulistans. ís-
lenska þýðingin seldist upp fyrir
jól og varð ein mest selda skáld-
saga síðasta árs þrátt fyrir að
hafa fyrst komið út fyrir nokkrum
árum síðan.
Matreiðslubækurnar Af bestu
lyst I & II fylgja svo fast á hæla
Tolkiens. í þeim er að finna hollar
og næringaríkar uppskriftir sem
alltaf eru vinsælar á þessum árs-
tíma. ■
—♦—
Israel-Palestína:
Er einhver
leið til sátta?
fundur Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta heldur í kvöld málfund
sem ber yfirskriftina „ísrael-
Palestína: Er einhver leið til sátta?“.
Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
hefur verið mjög í fjölmiðlum und-
anfarna daga og vikur enda virðist
sem ástandið versni nánast dag frá
degi og erfitt er að sjá að friðarsam-
komulag sé á döfinni.
Framsögumenn verða þau Óli Tynes
fréttamaður, Jóhanna Kristjóns-
dóttir, blaðamaður sem hefur ferð-
ast töluvert um Austurlönd og m.a
lært arabísku í Egyptalandi, Sýr-
landi og Yemen, og'Viðar Þorsteins-
son frá samtökunum ísland- Palest-
ína. Þau munu öll halda stuttar
framsögur en að þeim loknum verð-
ur opnað fyrir spurningar úr sal.
Fundurinn hefst kl. 12:15 og er
áætlað að hann standi í um klukku-
stund. Fundarstaður er Oddi, stofa
101. Fundurinn er opinn öllum sem
áhuga háfa á málefninu. ■
MIÐVIKUDAGURINN
23. JANUAR
FUNOUR_____________________________
12.15 Lagadeild H.I. gengstfyrir mál-
stotu i dag þar sem umræðuefnið
verður: Hver er stjórnskipuleg
staða forseta fslands? Málshefj-
endur verða Sigurður Líndal,
prófessor emeritus við lagadeild
og Hannes Hólmsteinn Gissura-
son, prófessor í stjórnmálafræði.
Málstofan er haldin I Lögbergi,
stofu L-IOT, og er öllum opin.
12.15 Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta heldur málfund í dag
sem ber yfirskrrftina "Israel-Palest-
ína: Er einhver leið til sátta?".
Fundarmenn verða þau Óli Tynes
fréttamaður, Jóhanna Kristjóns-
dóttir, blaðamaður og Viðar Þor-
steinsson frá samtökunum Island-
Palestfna. Þau munu öll halda stutt-
ar framsögur en að þeim loknum
verður opnað fyrir spurningar úr sal.
Fundarstaður er Oddi, stofa 101.
Fundurinn er opinn öllum sem
áhuga hafa á málefninu.
16.15 Anna Þóra Baldursdóttir lektor
við Háskólann á Akureyri heldur
fyrirlestur á vegum Rannsóknar-
stofnunar KHI í dag. í fyrirlestrin-
um kynnir Anna Þóra meistara-
prófsverkefni sitt sem nefnist
Hvemig líður kennurum? Fyrir-
lesturinn verður haldinn í sal Sjó-
mannaskóla fsiands við Há-
teigsveg og er öllum opinn.
17.00 Mannréttindaskrifstofa fslands
efnir til málstofu í kvöld þar sem
Magnfríður Júlíusdóttir, lektor f
landfræði við Háskóla íslands, flytur
erindi sem hún nefnir Réttíndi
kvenna og bama í Zimbabwe: Á
mótum hefða og settra laga. Seg-
ir hún þar frá rannsókn sinni á
högum og réttindum kvenna og
bama í Afríkuríkinu Zimbabwe.
Málstofan verður í Litlu Brekku við
Bankastræti.
KVIKMYNDASÝNING___________________
20.30 Goethe-Zentrum, Laugavegi 18,
sýnir í kvöld þýsku kvikmyndina
Sonnenalle í kvöld. Myndin er
frá árinu 1999. Sonnenalle er
gata sem var við hluta í Austur-
Berlín og að hluta f Vestur-Berlfna.
TÓNLEIKAR _________________________
20.00 Rithöfundurinn, Ijóðskáldið og
músíkkantinn Bill Holm verður i Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld.
Holm ætlar að lesa úr verkum sínum,
segja óborganlegar skemmtisögur og
spila og syngja eins og honum er einum
lagið.
21.00 Hljómsveitin Centaur leikur á
Gauki á Stöng í kvöld en langt er orðið
síðan þeir félagar komu síðast saman. Á
tónleikunum i kvöld leikur hljómsveitin
blús af ýmsum tagi. Miðaverð er 500
krónur.
SÝNINGAR___________________________
Fellingar heitir sýning um sögu Eyglóar
Harðardóttur sem stendur yfir í Þjóðar-
bókhlöðunni. Það er Kvennasögusafnið
sem setur sýninguna upp .Opnunartími
Kvennasögusafnsins er milli klukkan 9
og 17 virka daga.
Handritasýning I Stofnun Áma Magn-
ússonar, Arnagarði við Suðurgötu.
Handritasýning er opin kl. 14 -16 þriðju-
daga til föstudaga.
Sýningin Landafundir og ragnarök
stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu.
Sýningin er samstarfsverkefni við Landa-
fundanefnd og fjallar um landafundi og
siglingar (slendinga á miðöldum með
áherslu á fund Grænlands og Vínlands.
MYNDLIST___________________________
Finnska listakonan Helena Hietanen
sýnir skúlptúra gerða úr Ijósleiðurum í
i8galleri. Sýningin stendur til 3. mars.
Safnið er opið þriðjudaga til laugardaga
frá kl. 13-17.
Blústónlist á Gauki á
Stöng:
Centaur
saman eftir
langthlé
tónleikar Hljómsveitin Centaur
leikur á Gauki á Stöng í kvöld en
langt er orðið síðan þeir félagar
komu síðast saman. Hljómsveitin
var stofnuð fyrir tæplega tuttugu
árum og efst á lagalista þeirra
hefur ávalt verið blústónlist og
seint á níunda áratugnum helgaði
hljómsveitin sig slíkri tónlist. Þá
var gefin út hljómplatan Blús-
djamm og fylgdu hljómsveitin
henni vel eftir með ótal hljóm-
leikum. Centaur hætti að starfa
eftir um tíu ára feril en hljóm-
sveitarmeðlimir hafa komið sam-
an nokkrum sinnum á ári síðan
þá og blúsað sér til ánægju þegar.
Á tónleikunum í kvöld leikur
hljómsveitin blús af ýmsum tagi.
Vert er að taka fram að lagavalið
byggist ekki eingöngu upp á
trega heldur má finna þar á með-
al ýmiss konar afbrigði blússins,
allt frá sveitablús og upp í
„jump“. Tónleikarnir hefjast
klukkan níu og er miðaverð 500
krónur. ■ úi'.uga ; ala a