Fréttablaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 23. janúar 2002 MIÐVIKUPACUR HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI. SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 |K-PAX kl. 8 og 10.30Í Iharry potter kL5l REGÍNA FILMUNDUR kLÍj Imávahlátur kL6og 10.1 jlNTIMACY kl. 81 Ielling kL 8 og loj 25% afsl. á hársnyrfistofu 10 tíma Ijóskort á 3900. Hársnyrtistofa opin til 22.00 WINK HÁR & SÓL Smiðjuvegi 1, s. 5444949 Har.drió gTIGAR & c=3 Handrið GRIDchi Dalbrekku 26, Kópavogl stml 5641890 www.grid.ls ANDVARI 2001 J* Wm . Nýtt hefti af bókmennta- og fræði- tímaritinu Andvara er komið út. Meðal efnis eru greinar um skáld- skap Sigfúsar Daðasonar og líf betri borgara í Reykjavík um miðja 19. öld. Þá er fjallað ítarlega um Snorra Hallgrímsson prófessor sem var herlæknir í vetrarstríði Finna og Rússa 1939-40. Andvari fæst íhelstu bóka- verslunum og hjá Sögufélagi, Fischersundi 3. FRÉTTIR AF FÓLKI Strákasveitin Boyzone er að skipuleggja tónleikaferð, sem ekki væri frásögu færandi ef piltarnir ætluðu sér allir í hana. Málin standa hins. : vegar þannig að Ronan Keating | var ekki boðið ; með. Sveitin hef- ur ekki verið starfandi síðan að liðsmenn hennar sögðust ætla í frí til þess að ein- beita sér að sólóferlum sínum. Ronan er hins vegar sá eini sem hefur átt einhverri velgengni að fagna. Steven Spielberg hefur greint frá áætlum sínum um að hefja framleiðslu fjórðu Indiana Jones myndarinnar um leið og hann klár- ar sína næstu mynd. Sú mynd heitir Catch Me if You Can og verð- ur með Leonardo DiCaprio og Tom Hanks í aðalhlut- verki. Handrit Jo- nes myndarinnar er tilbúið.og titilinn með en Spielberg var þögul sem gröfin þegar blaða- menn reyndu að veiða frekari upplýsingar um söguþráðinn. Hann staðfesti þó að Harrison Ford verði með og að eiginkona hans, Kate Capshaw, sem lék kærustu Indiana Jones í mynd- inni Temple of Doom endurtaki einnig hlutverk sitt. Mariah Carey er staðráðin í því að sannfæra kvik- myndaáhugamenn að hún eigi heima á hvíta tjaldinu. Þrátt fyr- ir að frumraun hennar hafi verið sögð svo slæm að jafnvel sýninga- stjórarnir hafi labbað út. Nýja myndin heitir | Wise Girls og þar j leikur Carey ásamt Miru Sorvino veitinga- stúlku sem verður vitni að glæp mafíunnar. Síðast varð að leggja stúlkuna inn á geðdeild eftir að gagnrýnendur hökkuðu hana í sig. Samkvæmt fyrstu viðbrögð- um gagnrýnenda má búast við því að söngkonan þurfi að heim- sækja deildina á nýjan leik. siwil 564 oono - www.smarabio.is Sýnd'kl. 8 og 10.30 vit 319 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 vrr 319 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 vit 333 jREPLIKATE _ _ kL8og 10.15 |K-PAX ~ kl.8ogl0.30:3 ÍffllÁNTlTm/bltoli kl4og6 .rvfiTi ___________——— HEIST kUl IREGÍNA Í5T.45, 5.50, 8 og 10.20 aff?] IhARRY POTTER m/ isl lali kl. 4 j pTj iHARRY POTTER m/ ens. tali H.«[g fSTF| MARC ALMONO pfatí fyn'r að haía aldrei haldið her tónleika fyrr. yh <8 MARC ALMOND Er landi og þjóð kunnur þrátt fyrir að hafa aldrei haldið hér tónleika fyrr. Almond nálgast Hann er maðurinn sem söng um mengaða ást á níunda áratuginum. Marc Almond á sér líklegast marga aðdáendur hér á landi og því má búast við troðfullri Operu á tónleikum hans í næstu viku. tónleikar Marc Almond náði að fanga anda níunda áratugarins með laginu „Tainted Love“ sem hann og félagi. hans Dave Ball gerðu vinsælt árið ‘81 undir for- merkjum Soft Cell. Smáskífan varð sú söluhæsta í Bretlandi það árið. í kjölfar vinsældanna kom fyrsta breiðskífa dúettsins, „Non-stop Erotic Cabaret11, út ár- inu seinna og seldist vel. Sið- prúðari iandar raf-dúettsins létu ögrandi klæðnað og sviðslátalæti þeirra fara í taugarnar á sér og margir- töldu- að hér væri há- marki „tyggjókúlupoppsíns“ náð. í dag eru þó líklegast flestir til- búnir að viðurkenna þátt þeirra í frámþróun raftónlistar. En í byrjun níunda áratugarins mátti setja þá undir sama hatt og Depeche Mode skreið undan nokkrum árum síðar. Önnur þekkt lög með dúettnum eru: „Say hello wave goodbye“, „Bedstitter", „Torch“ og „Num- bérs“. Éftir að dúettinn sundurliðað- ist í einingar sínar. hóf Almond sólóferil sinn. Hann tók upp þráðinn þar sem sveitin hafði skilið við hann og hélt áfram að framleiða sjúskað rafpopp en átti í upphafi í erfiðleikum með að ná aftur svipaðari athygli fjöldans. Almond hefur þó alla tíð átt traustan hóp fylgjanda og gaf hann út eina plötu á ári á tímabilinu ‘82 - ‘91. Hann komst svo aftur á topp breska vinsæld- arlistans árið ‘88 þegar hann söng dúettinn „Something’s gott- en hold of my heart“ með Gene Pitney, manninum sem gerði lag- ið Upphaflega vinsælt á 7. ára- tugnum. íslandstengsl söngvarans eru í gegnum Jóhann Jóhannsson, fyrrum LHOOQ liðsmann og einn fimmta Apparat Örgan Qu- artett (hvað sem nafnið gefur til kynna), en þeir kynntust í gegn- um sameiginlegan umboðsmann þeirra. Þeim félögum kom vel saman og leiddi það til þess að Jóhann stjórnaði upptökum og samdi nokkur lög á nýjustu breiðskífu Almonds, „Stranger Thing’s“, sem kom út síðasta sumar. Almond var víst yfir sig hrifinn af plötu LHOOQ og enn hrifnari af Dip, samstarfsverkefni Jó- hanns og Sigtrygg Baldurssonar. trommuleikara. Platan var m.a. unnin hér heima í hljóðveri. Jó- hanns, Nýjasta.tækni og vísind- um. Hún hefur fengið góðar við- tökur gagnrýnenda um heim all- an. Á tónleikunum mun Almond leika með þriggja manna hljóm- sveit og síðan slást í hópinn Jó- hann og fjögúrra mahna strengjasveit-skipuð þeim Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleik- ara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðlu- leikara,. Auði Hafsteinsdóttur fiðlul^ikara, Helgu Þórarinsdótt- ur .lágfiðluleikara. Það hlýtur að teljast við hæfi að Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth opna tónleikana með lögum af plötu þéirra „Ef ég vakna ekki í nótt“. Tónleikar verða á fimmtudagskvöldið 31. janúar og hefjast kl. 20.00. For- sala aðgöngumiða er í 12 tónum, Skólavörðustíg. biggi@frettabladid.is NABBI Nabbi minn. Ég ætla að skreppa út í búð eftir mjólk. Viltu ekki koma með mér? Þú ert fjörutíu og þriggja úra! Ég hefði haldið oð boð væri nógu mikið til oð lifo of fimm mínútno innkoupaferð einsömul.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.