Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 6
6___________________FRÉTTABLAÐIÐ___________________51. janúar 2002 fiiviivitupacur
Elna Katrín Jónsdóttir:
Vekur erfíðar samfél
agslegar spurningar
SPURNING DAGSINS
Hvað finnst þér um gengi
landsliðsins á EM í handbolta?
Mér líst bara vel á það. Samt vil ég nú ekki
spá fyrir um árangurínn, enda litill spámað-
ur. Maður óskar þeim bara alls hins besta.
Vilmundur Guðmundsson, leigubílstjóri
BREYTINGflR Á SKÓLAKERFINU „Ekki
hefur enn verið farið yfir skýrsl-
una hjá Kennarasambandinu.
Eins og fram kemur er úttektin
gerð frá afmörkuðu sjónhorni.
Mín skoðun er sú að skoða þurfi
þessi mál gaumgæfilega og frá
fleiri sjónarhornum," segir Elna
Katrín Jónsdóttir, varaformaður
Kennarasambands íslands.
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur hefur kynnt skýrslu sem
hagfræðistofnun Háskóla ís-
lands gerði að beiðni félagsins
og boðar viðamiklar breytingar
á skólakerfinu. „Skýrsluhöfund-
ar gefa sér að nauðsynlegir fjár-
munir, til að kosta breytingarn-
ar, yrðu inntir af hendi. Með
skýrslunni er einnig verið að
hreyfa við erfiðum samfélags-
legum spurningum. Sú spurning
vaknar hvort samfélagið sé
reiðubúið til þess,“ segir Elna
Katrín. Nefnd um mótun
menntastefnu hafi gert tillögu
að styttingu námstíma til stúd-
entsprófs. „Síðan eru liðin um
átta ár. Á liðnun árum hefur
stytting námstíma ekki verið
kappsmál stjórnvalda. Allir
stærri framhaldsskólar með
áfangakerfi hafa forsendur til
að bjóða nám til stúdentsprófs á
þremur árum. Fjármagn hefur,
hinsvegar, skort,“ segir Elna
ELNA KATRÍN
JÓNSDÓTTIR
Ég tel ágætt að
samtök á al-
mennum vinnu-
markaði rann-
saki málið vís-
indalega. Verið
getur að það
hreyfi við yfir-
völdum í
menntamálum
að gera upp við
sig hvaða skóla-
stefna skuli
setja um málið.
Katrín. „Ég tel ágætt að samtök
á almennum vinnumarkaði rann-
saki málið vísindalega. Verið
getur að það hreyfi við yfirvöld-
um í menntamálum að gera upp
við sig hvort stytting námstíma,
frá upphafi skólaskyldu til stúd-
entsprófs, verði opinber skóla-
stefna.“ ■
Drottning í hálfa öld
Margvísleg hátíðarhöld allt árið í tilefni af krýningarafmæli Breta-
drottningar. Hátíðarhöldin ná hámarki í byrjun júní. Tony Blair er
tíundi forsætisráðherra hennar.
DUGLEG AÐ HEIMSÆKJA ÞEGNANA
Elísabet Bretadrottning er jafnframt æðsti leiðtogi breska samveldisins. Hún hefur á valda-
tímasinum heimsótt öll samveldisríkin, sem eru 54 talsins. Þessi mynd var tekin þegar
hún kom til Ástralíu í mars árið 2000.
RAFRÆNT PRÓFKJÖR
Magnús Gunnarsson bæjarstjóri tekur þátt
í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í bænum.
Prófkjör sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði:
Bæjarstjór-
inn meðcil 16
þátttakenda
stjórnmál Prófkjör sjálfstæðisfé-
laganna í Hafnarfirði vegna bæjar-
stjórnarkosninganna í vor verður
haldið í Víðistaðaskóla laugardag-
inn 16. febrúar, kl. 10 til 20. Stefnt
er að því að prófkjörið verði raf-
rænt en að einnig verði unnt að
kjósa með hefðbundnu móti.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna samþykkti einróma framboðs-
lista 16 frambjóðenda í prófkjprinu
og eru Almar Grímsson, Ágúst
Sindri Karlsson, Gissur Guðmunds-
son, Haraldur Þór Ólason, Helga
Ragnheiður Stefánsdóttir, Leifur S.
Garðarsson, Magnús Gunnarsson,
Magnús Sigurðsson, Ragnhiidur
Guðmundsdóttir, Sigurður Freyr
Árnason, Sigurður Einarsson, Sig-
urlín Sveinbjarnardóttir, Steinunn
Guðnadóttir, Valgeróur Sigurðar-
dóttir, Vilborg Gunnarsdóttir og
Þóroddur Steinn Skaptason.
Nánari upplýsingar um undir-
búning prófkjörsins og bæjar-
stjórnarkosningarnar má finna á
vefsíðunni www.xdhafnarfjord-
ur.is.
Opinn kynningarfundur fram-
bjóðenda verður haldinn í Skút-
unni, Hólshrauni, 3 næstkomandi
mánudag, 4. febrúar kl. 20. ■
bretland Á miðvikudaginn næsta,
þann 6. febrúar, verða liðin fimm-
tíu ár frá því Elísabet Bretlands-
drottning tók við krúnunni. Af því
tilefni verður mikið um dýrðir í
Bretlandi. Hátíðarhöld af ýmsu
tagi standa yfir meira eða minna
allt árið. Drottningin verður á far-
aldsfæti og heimsækir þegna sína
í öllum landshlutum. Einnig
skreppur hún ásamt manni sínum
til Ástralíu, Nýja-Sjálands og
Jamaíku að heilsa upp á þegna
sína þar.
Þann 29. aprfl býður Tony Blair
forsætisráðherra drottningunni í
mat í tilefni af afmælinu. Meðan
Elisabet hefur verið drottning
Breta hafa tíu forsætisráðherrar
verið við völd þar í landi. Sá fyrsti
var Winston Churchill. Einungis
fimm þeirra hafa þó boðið henni í
mat.
í ár verður mest um að vera
frá maí og fram í júlí. ITápunkti ná
hátíðarhöldin dagana 1. til 4. júní.
Þá verða tvennir útitónleikar í
garðinum við Buckinghamhöll.
Annars vegar verður flutt sígild
tónlist og hins vegar forgengileg
dægurtónlist. Sent verður beint
frá þessum tónleikum í sjónvarpi
og verður útsendingunni varpað á
nokkur stór útitjöld í London.
Öllum Bretum sem fæddust 6.
febrúar árið 1952 verður einnig
boðið í garðveislu við Bucking-
hamhöll þann 9. júlí í sumar. Alls
er gert ráð fyrir 3.500 gestum í
þessa garðveislu. Þá eru Bretar
hvattir til að efna sjálfir til marg-
víslegra hátíðarhalda í ár á eigin
vegum í tilefni af afmælinu. Hef-
ur starfsfólk drottningarinnar út-
búið sérstakar leiðbeiningar
handa þeim, sem hyggjast slást í
leikinn.
í fréttatilkynningu frá Buck-
inghamhöll segir að nú þegar sé
búið að staðfesta meira en hund-
rað afmælisfagnaði á árinu. Og
tekið er fram að kveikt verði á að
minnsta kosti 455 kyndlum, sem
er helmingi meira en á aldarfjórð-
ungsafmælinu.
Ástæðan fyrir því að 6. febrúar
verður ekki hápunktur hátíðar-
haldanna er sú, að sami dagur er
dánardagur föður Elísabetar, Ge-
orgs VI. Ekki þykir við hæfi að
fagna mjög á þeim degi. Sjálf
krýningarathöfnin fór enda ekki
fram fyrr en 2. júní árið 1953,
meira en ári eftir að Elísabet
Bretadrottning tók við krúnunni
af föður sínum. ■
AUSTURGLUGGINN
Það er nóg að gerast á Austurlandi segir
Katrín Oddsdóttir blaðamaður á
Austurglugganum.
Vikublað hefur göngu
sína:
Austur-
glugganum
dreifit um
Austurland
fjölmiðlar íbúar Austurlands fá
nýtt blað í hendur í dag, Austur-
gluggann. Blaðið er sextán síður
og er stefnan að dreifa því frá
Bakkafirði til Hornafjarðar.
„Fólk er mjög spennt fyrir blað-
inu hér, það hefur myndast mjög
mikil eftispurn eftir blaði á
Austurlandi,“ segir Katrfn
Oddsdóttir blaðamaður sem seg-
ir blaðið eigi að vera óháð og
ópólitísk. Hún og Brynjólfur
Þorvarðarson, ritstjóri, eru einu
blaðamennirnir í fullu starfi en
stefnt verður að því að koma
upp neti lausapenna um allan
fjórðunginn. „Blaðið á að fjalla
um allt milli himins og jarðar.
Aðsendar greinar verða einnig
velkomnar," segir Katrín. Hún
og Brynjólfur eru sjálf nýflutt
austur á Neskaupstað þar sem
aðsetur ritstjórnarinnar er. „Við
erum aðkomufólk á Austurlandi,
sem ég held að sé ágætt, þá
komum við fersk að málum hér.“
Blaðið eru í eigu útgáfufélags
Austurlands, það er prentað á
Egilstöðum. Blaðinu verður
dreift frítt í fyrstu þrjú skiptin
en síðan verður það selt í
áskrift. ■
Samfylkingin
Aðalfundur Kjördæmafélags
Samfylkingarinnar í Reykjavík
fimmtudagskvöldið 31. janúar kl. 20.00 á
Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2
(Lækjarbrekku).
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri.
VG vill úttekt á einkavæðingarnefnd:
Langt út fyrir siðferðismörk
úttekt Störf einkavæðingar-
nefndar ríkisstjórnarinnar hafa
um sumt verið langt út fyrir þau
siðferðismörk sem íslendingar
hafa tamið sér að mati Ögmund-
ar Jónassonar, þingflokksfor-
manns Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs. í gær óskaði
þingflokkurinn eftir því við for-
seta Alþingis að Ríkisendurskoð-
un yrði látin vinna ítarlega út-
tekt á störfum einkavæðingai'-
nefndar með hliðsjón af einka-
væðingu Landssímans. Athuguð
verði vinnubrögð, verklag og
stjórnskipuleg staða nefndarinn-
ar. Einnig hvort nefndin hafi
haft afskipti af innri málefnum
Símans.
Ögmundur segir þingflokkinn
ekki vera að dylgja að einkavæð-
ingarnefnd hafi farið út fyrir
sitt verksvið. Hins vegar hafi
tíðindi innan úr Landssímanum
verið með þeim hætti að þeim
þætti ástæða til að fá á hreint
hvernig hefði verið staðið að
málum. Ögmundur segir tengsl
nefndarinnar við einokunaraðila
eins og Baug og Aðalverktaka
utan siðferðismarka. Hann
gagnrýnir einnig hvernig staðið
hefur verið að sölu á Landssím-
anum og að staðið sé í viðræðum
við fyrirtæki sem hefur verið
kært fyrir að misnota einokun-
araðstöðu sína. ■
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Störf einkavæðingarnefndar
og afskipti af Landssíma
verði könnuð.
S~