Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 7
FIMMTUPAGUR 31. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
7
Samgöngunefnd Reykjavíkur:
Svínað á rétti fatlaðra
og hreyfihamlaðra
SÉRMERKT BÍLASTÆÐI
Talið er að í helmingi tilvika séu bílastæði fatlaðra misnotuð af ökumönnum.
umferð Svo virðist sem mikil
brögð séu að því að ökumenn virði
ekki merkt bílastæði fatlaðra og
hreyfihamlaðra í borginni. í at-
hugun sem Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi hefur gert eru þessi
stæði misnotuð í um helmingi til-
vika þar sem þau eru notuð af öku-
mönnum sem ekki eiga við fötlun
eða hreyfihömlun að stríða. Yfir-
völdum hefur hins vegar skort
skýrar heimildir til að sekta fólk
fyrir brot af þessu tagi eða fjar-
lægja bíla sem lagt er ólöglega í
þessi stæði. Kjartan segir að það
sé vegna þess að umrædd bíla-
stæði eru mikið á einkalóðum
verslana og þjónustustofnana. Að
tilhlutan Kjartans hefur sam-
göngunefnd Reykjavíkur sam-
þykkt að beina því til Bílastæða-
sjóðs og lögreglunnar að auka eft-
irlit með þessum bílastæðum til að
tryggja réttindi fatlaðra og leita
eftir samstarfi við lóðaeigendur
um álagningu stöðvarbrotagjalda.
Á fundi samgöngunefndar var
einnig samþykkt að kanna hvort
rétt sé að hækka sektargreiðslur
vegna brota af þessu tagi. Gjald-
ið nemur um 2500 krónum og er
óháð eðli brotsins. Þá er ætlunin
að efna til sérstaks átaks til að
upplýsa almenning betur um
gildandi reglur vegna bifreiða-
stæða fatlaðra. Kjartan bendir á
að víða í nágrannalöndunum eru
brot af þessu tagi litin mjög al-
varlegum augum, öndvert við
það sem virðist hér á landi. Af
þeim sökum sé þörf á mikilli hug-
arfarsbreytingu hjá almenningi
gagnvart þessum rétti fatlaðra
og hreyfihamlaðra. ■
INNLENT
Háskólaráð ákvað að 8 nemar
yrðu teknir inn í tannlækna-
deild í stað 6, vegna mistaka við
útreikninga einkunna. Fulltrúar
stúdenta hafa einnig krafist þess
að fyrirhugðu inntökuprófi f
læknadeild verði frestað um eitt
ár. Rektor mun kanna málið og var
afgreiðslu frestað fram að fundi í
næstu viku.
Vilhjálmur Egilsson, úr Sjálf-
stæðisflokki, mælti fyrir frum-
varpi um að áfengis- og tóbakssala
verði heimiluð fleirum en ÁTVR.
Samkvæmt gildandi lögum hefur
ÁTVR einkaleyfi á sölunni og sagði
Vilhjálmur að samfélagsþróunin
væri sú að smávörusöluverslun
væri tímaskekkja. Auknar kröfur
eru nú um þjónustu og einokun
ríkis eigi ekki lengur við.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson:
Mega
ekki hafna
ofaní skúffu
BREYTINCAR Á SKÓLAKERFINU „í fljótu
bragði tel ég um athyglisverðar
tillögur að ræða. Ég tel full nauð-
syn á því að farið verði yfir tillög-
urnar og þær skoð-
aðar af opnum hug.
Þær mega ekki
hafna ofaní skúf-
fu,“ segir Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson
um skýrslu Versl-
unarmannafélags
Reykjavíkur og
vilhjálmur hagfræðistofnunar
þ. vilhjá- Háskóla íslands.
LMSSOM j,ar koma fram fil-
lögur að viðamiklum breytingum
á skólakerfinu sem leiða muni til
verulegra áhrifa á þjóðarfram-
leiðslu. Auk bættari lífskjara og
aukinna ævitekna. „Ljóst er að um
mjög stórt og umfangsmikið mál
er að ræða. Tillögurnar fela í sér
gríðarlegar breytingar, og fer eft-
ir því hvaða leið verður farin,
hversu umfangsmiklar þær
verða. Þær verður að skoða, út frá
þjóðhaglegum ávinningi. Einnig í
ljósi hugsanlegs kostnaðar sem
þeim kann að fylgja. Ég vil ekki
að lokað verði á þær tillögur sem
fram koma í skýrslunni. Ríki,
sveitarfélög og aðrir aðilar sem
að málinu koma, ættu að skoða
þær rækilega. ■
--^--
Opið fram á morgun
í Club Diablo:
Afstaða lög-
reglustjóra
hunsuð
borcarráð Borgarráð hefur sam-
þykkt að veita skemmtistaðnum
Club Diablo í Austurstræti 6
áfengisleyfi til klukkan 5.30 að-
fararnætur laugardaga, sunnu-
daga og almennra frídaga. Með
þessu hunsaði borgarráð tilmæli
lögreglustjórans í Reykjavík.
Lögreglustjórinn mælti gegn
því að veitingastaðnum yrði veitt
þetta leyfi og vildi takmarka opn-
unartímann til klukkan 3. Að hans
mati á að takmarka fjölda þeirra
veitingastaða sem fá heimilaðan
rýmri veitingatíma áfengis. Borg-
arráð telur hins vegar að sam-
kvæmt reglum um vínveitinga-
leyfi sem samþykktar voru í mars
1999 sé leyfilegt að heimila veit-
ingatíma til 5.30 um helgar á
ákveðnum svæðum innan mið-
borgar. Þar sem Club Diablo sé
innan slíks svæðis og lögð hafi
verið inn öll tilskilin vottorð til
rekstursins beri að veita
skemmtistaðnum rýmri veitinga-
tíma. Áður hafi verið heimilaður
rýmri veitingatími í húsnæðinu
Austurstræti 6 og þrátt fyrir af-
stöðu lögreglustjóra séu í raun
ekki til nein takmörk á fjölda
slíkra staða í miðborginni. ■
Frábært verð á
þvottavélum
65.445 kr.
Electrolux þvottavél 1200 sn
tekur 5 kg í þvott
Verð áður: 76.990 kr.
74.995 kr.
52-990 kr.
Á öllum Electrolux þvottavélum
525 3000 • www.husa.is
69.990 kr.
Electrolux þvottavél 1100 sn
tekur 3 kg í þvott
Verð áður: 79.995 kr.
Electrolux þvottavél 1000 sn
tekur 6,5 kg í þvott
Verð áður: 95.690 kr.
Tricity Bendix þvottavél 1000 sn
tekur 4,5 kg í þvott
Verð áður: 65.990 kr.
HÚSASMIÐJAN