Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 31.01.2002, Blaðsíða 9
HMMTUPAGUR 31. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 9 FÖSTUDAGS-OG LAUGARDAGSKVÖLD Sala Símans alþingi Stjórnarandstaðan segir sölu Landssímans dæmalaust klúð- ur og dregur í efa að þingmeirihluti sé enn fyrir sölunni. Við utandag- skrárumræður á Alþingi í gær kom fram að tveir þingmenn Framsókn- arflokks telja að endurskoða eigi söluna. Ögmundur Jónasson, sagði að ein röksemda þess að selja Símann hafi verið að hlutfélög væru ekki eins svifasein og opinberar stofnan- ir í ákvarðanatöku. „Við höfum ver- ið að kynnast því hvernig ákvarðan- ir hafa verið teknar [...] Við sjáum hvernig hundruðum milljóna hefur verið kastað á glæ í glæfralegum áhættufjárfestingum. Við höfum séð forstjórasamninga sem nema milljónatugum. Við höfum séð kærumál á hendur erlendum fjár- festum sem erindrekar ríkisstjórn- arinnar í einkavæðingarnefnd hafa rennt vonaraugum til,“ sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson sagði eðlilegt að endurmeta sölu Símans. „Það er ljóst að verðið sem stendur til boða fyrir fyrirtækið er ekki í samræmi við þær væntingar sem voru uppi á þeim tíma þegar um þetta var rætt,“ sagði hann. Magn- ús Stefánsson, þingmaður og vara- formaður stjórnar Landssímans, taldi einnig fullt tilefni til að endur- MAGNUS Auk þess að vera þingmaður er hann varaformaður stjórn- ar Landssímans. Hann telur fullt til- efni til að endur- skoða söluáformin. skoða söluá- formin. Hann minnti á að þing- flokkur Fram- sóknarflokksins hafi gert ýmsa fyrirvara við söl- una. Sturla Böðv- arsson samsinnti því að þróun á hlutabréfamark- aði hafi orðið önnur en vænst var þegar sölu- ferlið hófst. Hann vildi þó ekki meina að illa hefði tekist til. Sturla taldi að samkeppni á fjar- skiptamarkaði myndi koma í veg fyrir gjaldskrárhækkanir í kjölfar einkavæðingar. Þá vísaði hann til þess að fjarskipta- og samkeppnis- lög tryggðu að eðlilegar samkeppn- isreglur yrðu í heiðri hafðar. „Enda þótt um stund blási á móti í einka- væðingunni munum við halda okk- ar striki þrátt fyrir nöldur stjórnar- andstöðunnar,“ sagði hann og taldi ástæðu þess að hægt hafi gengið í að selja hlut ríkisins þá að einka- væðingarnefnd hafi viljað vanda til verka. oli@frettabladid.is Félagsmálaráðuneytið telur að málsmeðferð bæjarstjórnar Garðabæjar hafi verið andstæð sveitarstjórnarlögum þegar úthlut- að var lóðum í 4. áfanga Ásahverf- is. Um.45 lóðir er að ræða sem var úthlutað í fyrra og voru umsækj- endur um 600 talsins. Telur ráðu- neytið að bæjarstjórn hafi brotið gegn stjórnsýslulögum um undir- búning ákvarðana, rökstuðning og jafnræði. Sem dæmi benti ráðu- neytið að feðgar hefðu fengið lóðir hlið við hlið í sömu götu. I^frétt blaðsins í gær um skoðana- kannanir á fylgi framboðanna við borgarstjórnarkosningar var ranglega sagt að könnun Gallup tæki til nokkurra daga í desember. Hið rétta er að Gallup mælir fylgi flokkanna yfir allan mánuðinn. Gatnamálastjóri um stíga við Elliðavatn: Hestamenn verða að nota undirgöng með öðrum stígar Nýgerðir hjólreiða- og göngustígar við Eilliðavatn eru í samræmi við samþykkt aðal- skipulag að sögn Sigurðar Skarp- héðinssonar, gatnamálastjóra Reykjavíkur. Eina breytingin væri sú að smá stígbútur austan við undirgöngin undir Breiðholts- braut. væri í bráðabirgðaleigu. Hann sagöi aö kostnaður vegna hjólreiða- og göngustíganna hefði verið um 78. milljónir króna. Hestamenn hafa lýst yfir óá- nægju með stígana þar sem þeir skarast saman við reiðstíga sem ' voru fyrir á svæðinu. Einnig hafa þeir gagnrýnt að hjólreiðamenn og hestamenn skuli þurfa að nota sömu undirgöng. Þeir segja að það sé mikið öryggismál að skilja að HESTAMENN ERU ÓÁNÆGÐIR Hestamenn segja að það sé mikið öryggis- mál að skilja að hesta- og hjólreiðaumferð vegna slysahættu. hesta- og hjólreiðaumferð vegna slysahættu. Sigurður sagði að tveir skurð- punktar stíganna myndu hverfa á þessu eða næsta ári þegar hjól- reiða- og göngustígarnir mundu færast í þá legu sem þeir ættu að vera í í framtíðinni. Undirgöngin yrðu hins vegar áfram samnýtt af hestamönnum og öðrum. Reistur hefði verið milliveggur inni í þeim þannig að hestarnir sæju ekki hjólreiða- og göngufólkið. Þá gætu hestamenn einnig riðið und- ir brúna á Dimmu. Þar væri engin umferð gangandi eða hjólandi. Hann sagði að þegar byggð yrðu mislæg gatnamót Breiðholts- brautar og Suðurlandsvegar myndu þau göng hverfa. Sú fram- kvæmd hefði ekki verið tímasett og því gætu verið nokkur ár í að ráðist yrði í hana. ■ Naglaskóli Professionals • Útskrifar noglasérfræSingo með alþjóðlegu Diploma sem gildir í 20 löndum. • Nýir nemendur teknir inn allt árið. • Einstaklings kennsla Upplýsingar í síma 588 8300 Alþingi: STUTT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.