Fréttablaðið - 31.01.2002, Side 13

Fréttablaðið - 31.01.2002, Side 13
FIIVIMTUPAGUB 51. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Fjöltengi Orkuveitu Reykjavíkur: Háhraðatenging um raflagnir tækni Sala á háhraða internetteng- inum um raflínukerfið er hafin hjá Orkuveitu Reykjavíkur undir nafninu Fjöltengi í ákveðnum hverfum höfuðborgarinnar. Á annað hundrað heimili hafa verið tengd Netinu með þessum hætti. Ákveðið var að auglýsa þjón- ustuna ekki að öðru leyti en því að fólki á svæðum þar sem tenging er möguleg er sent bréf um þjón- ustuna, að sögn Guðmundar Þór- oddssonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. „Þetta er nú rétt komið af tilraunastigi. Við erum að setja þetta upp í spennustöðv- um og svo tengi við hús í tenging- arfæri. Við erum svona að ná tök- um á þessu ennþá.“ Guðmundur sagði að Orkuveitan seldi sjálfa tenginguna en Lína.net sæi um gagnaflutning og tengingu við ljósleiðara, útlönd og internet. Á heimasíðu Fjöltengis segir að útbreiðslan sé hröð og að í hverri viku bætist við mörg hundruð heimili sem geti tengst. Guðmundur sagðist ekkert vilja fullyrða um hvenær lokið yrði við að tengja öll heimili í Reykjavík enda gæti margt spilað inn í þegar ný tækni væri innleidd. „Svo eru þetta líka um 50 þúsund heimili," sagði hann og bætti við að ástand raflagna gæti líka verið misjafnt eftir götum. Tæknin býður upp á band- breidd að 4,5 Mb á sekúndu. Gert er ráð fyrir að séndihraðinn verði ekki undir 256 Kb/s á mestu álags- punktum. Stofngjald er tæpar 20 þúsund krónur, en svo er greitt fast mánaðargjald, mishátt eftir gagnamagni. Upplýsingar um hverjir geta tengst, tækjabúnað o.f.l. er að finna á síðu Orkuveit- unnar: www.fjoltengi.is. ■ RAFMÖGNUÐ INTERNETTENGING Þegar gagnaflutningur um raflínur var í undirbúningi var raett um að ekkert stofn- gjald aetti að vera heldur yrði það hluti af áskrift. Forstjóri Orkuveitunnar segir að fólk geti samið um að fella stofngjaldið inn í almennt áskriftargjald. Afmæli á Eskifirði Alli ríki 80 ára afmæli Aðalsteinn Jónsson, aðal- eigandi Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar, fagnaði áttræðis afmæli sínu í gær. Aðalsteinn hefur gengt forstjórastarfi í fyrirtæki sínu um 40 ára skeið en hann lét af störfum 31. desember árið 2000. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði var um frekar ró- legan dag að ræða hjá þeim nema um átta leytið fór fólk að tínast saman til að fagna þessum merku tímamótum. ■ AÐALSTEINN JÓNSSON Hann fagnaði áttatiu ára afmaeli sínu í gær Sögulegur áfangi kostar 30 milljarða Oll starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Sagður hagkvæmasti kostur- inn. Vonast eftir víðtækari sátt. Framkvæmda- tími 14 -17 ár. heilbrigðismál Nefnd á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt til að öll starfsemi Landspítala - há- skólasjúkrahúss verði á einum stað við Hringbraut. Einnig er lagt til að nýbyggingar spítalans rísi aðallega sunnan núverandi _ Hring- brautar. Áætlaður stofnkostnaður vegna þessara framkvæmda er talin geta numið allt að 30 milljörðum króna. Á móti er talið að hægt verði að selja eignir fyrir vel á ann- an tug milljarða. Áætl- aður framkvæmda- tími er talin geta stað- ið yfir í 14 -17 ár, enda getur heildarstærð ný- bygginga numið allt að 85 þúsund fermetrum. Þarna er m.a. fyrir- hugað að byggja göngu- og dagdeildir auk bráða- móttöku. Á blaðamannafundi í Perlunni í gær sagði Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra að hann hefði þegar gert þessar tillögur að sín- um. Hann sagði þetta vera sögu- legan áfanga fyrir spítalann og raunar fyrir heilbrigðisþjónust- una í landinu. Þá hafa þessar til- lögur verið kynntar í ríkisstjórn. Ráðherrann sagði að aðalrökin fyrir þessari niðurstöðu vera m.a. að kostnaður við þessa útfærslu sé einna minnstur af þeim þremur möguleikum sem komu til greina, auk nálegðar við Háskólann. Hin- ir kostirnir voru í Fossvogi og í landi Vífilstaða. Ráð- herra sagðist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvenær fyrsta skóflustungan verður tekin að þessum framkvæmdum. Hann benti hins veg- ar á að nefndin legg- ur til að skipaður verði starfshópur til að undirbúa þessar framkvæmdir. Þá vonast hann til að víð- tæk sátt náist um þetta mál bæði á Al- þingi og almennt í þjóðfélaginu. Þá er fyrirhugað að hefja við- ræður við borgina um aðgengi, lóðamörk, umferðarmannavirki og fleira. Á fundinum kom fram að borgin stefnir að því að Land- spítali - háskólasjúkrahús og Há- skóli íslands fái byggingarrétt þar sem Umferðarmiðstöðin er. Talið er að það muni gefa marg- vísleg tækifæri til að tengja betur saman spítalann og Háskólann. grh@frettabladid JÓN KRISTJÁNSSON Segist líkja þessari ákvörðun um uppbygginguna við það þegar ákveðið var að byggja Landspítalann á öndverðri lið- inni öld. Enron-hneykslið: Breiðist út eins og vírus hlutabréf Á meðal þess sem helst er talið valda niðursveiflu hluta- bréfa á Wall Street í vikunni eru áhyggjur fjárfesta af því að ekki sé hægt treysta tölum frá fyrir- tækjum. Þetta kemur í kjölfar En- ron-hneyklisins, en fleiri fyrir- tæki hafa nú fengið á sig gagnrýni vegna bókhaldsfærslu undan- farna daga og séð gengi bréfa sinna falla. Ekki hefur þurft ann- að en að fjölmiðlar greini frá grunsemdum um vafasamar að- ferðir. Gengi bréfa lyfjafyrirtæk- isins Elan féll t.a.m. um fjórðung eftir að dagblaðið Wall Street Jo- urnal fjallaði um slíkar grun- semdir. Einn fjármálaráðgjafi á Wall Street líkti ástandinu við sjúk- dómsfaraldur. „Bókhaldsvand- ræðin breiðast út eins og vírus. Ekkert fyrirtæki vill smitast." Nasdaq-vísitalan hafði í gær lækkað um 5% frá opnun á mánu- dag. Ekki hefur hjálpað til að árs- f jórðungsuppgjör margra stórfyr- irtækja, svo sem AOL-Time Warn- er og WorldCom, hafa verið undir spám. ■ KAUPHÖLLIN í NEW YORK Miklar sveiflur hafa einkennt bandarískar hlutabréfavísitölur síðustu daga. ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILI OG VINNUSTAÐI Ýmsir möguleikar - Reykskynjarar - Innhringjari án mánaðargjalda Öryggiskerfi fyrir heimili - þráðlaus Öryggiskerfi fyrir vinnustaði - þráðk. Stöð og hnappaborð - Hreyfiskynjari - Hurðaseglar 2st - Fjarstýring - Bjalla - Rafhlöður - Límmiðar í glugga - Uppsetning - TILBOÐ kr. 65.000 Stöð 6-rása - Hreyfiskynjari 2st - Hurðasegull 2st - Reykskynjarar 2st - Límmiðar - Bjalla - Rafhlaða - Uppsetning - TILBOÐ kr. 95.000 RAFLAGNIR fSLANDS ehf. VERSLUN - HEILDSALA Hamarshöfða 1-110 Reykjavík - Sími 511 1122 - Fax 511 1123 Netfang: ris@simnet.is - Veffang: www.simnet.is/ris Framundan á PLAYERS 1. feb. NÝDÖNSK 2. feb. HÁLFT í HVORU 8. feb. PAPAR 9. feb. PAPAR 15. feb. BSG 16. feb. BSG 23. feb. SPÚTNIK 24. feb. SPÚTNIK 1. mars HLJÓMAR NÝDÖNSK PLAYERS Kópavogi Föstudaginn 1. mars NYDÖNSK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.