Fréttablaðið - 31.01.2002, Qupperneq 22
FRETTABLAÐIÐ
| FRÉTTIR AF FÓLKI
Bjöm B jarnason, hefur greini-
lega tekið fram breiðu spjótin
því hann hefur kosningabaráttuna
ekki bara á því að senda R-listan-
um skeyti heldur lætur hann sinn
fyrrum flokksbróður Ólaf F.
Magnússon, sem nú er óháður,
heyra það. I Kastljósi Sjónvarps-
ins fyrir skömmu fullyrti Björn að
Ólafur væri „gegn því öllu á fram-
farasviðum sem snertir virkjanir
og nýtingu orkulinda.“ Ólafur tók
ummælin óstinnt upp og sendi
fjölmiðlum tilkynningu þar sem
hann sakar Björn um rangfærslur
og segist alls ekki í almennri and-
stöðu við virkjanir eða nýtingu
orkulinda. „Ég vænti þess að mál-
flutningur Björns Bjarnasonar í
kosningabaráttunni [...] muni ekki
byggjast fyrst og fremst á rang-
færslum og útúrsnúningum eins
og var raunin í áðurnefndum Kast-
ljósþætti," skrifar Ólafur.
1 FRÉTTIR AF FÓLKI ["*“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri gaf Birni Bjarna-
syni langþráð færi á sér í einvígi
þeirra í Silfri Eg-
ils á sunnudag
þegar hún varðist
atlögum Björns
að frammistöðu
R-listans í skóla-
málum og orku-
málum. Ingibjörg
svaraði því til að
það væru framsóknarmennirnir í
R-listanum sem bæru ábyrgð á
báðum málaflokk-
um. í pistlum á
vefsíðu sinni hef-
ur Björn löngum
reynt að sækja
inn á miðjuna
með því að tala til
framsóknar-
manna og vara þá
við að taka ábyrgð á kommún-
isma R-listans. Hann var því ekki
seinn að kveikja á orðum Ingi-
bjargar og henda
á lofti að hún
væri að reyna að
koma ábyrgð á
einstökum mála-
flokkum undan R-
listanum í heild
og sverta fram-
sóknarmenn.
Þetta járn hafa Björn og hans
menn svo hamrað enn og aftur
það sem af er vikunni og er ljóst
að þeir ætla að reyna til fulls að
selja framsóknarmönnum þá hug-
mynd að þeir eigi litla samleið
með vinstri mönnunum í R-listan-
um og það sé best að þeir bjóði
bara fram í eigin nafni.
Fyrsta kosningabomba sjálf-
stæðismanna féll í gær þegar
Bolli Kristinsson, kaupmaður í
Sautján, miðborgarstjórnarmaður
Sjálfstæöisflokksins og líklegur
frambjóðandi til borgarstjórnar,
lýsti því yfir að
hann ætlaði að
hætta verslana-
rekstri við
Laugaveginn
vegna skipu-
lagsstefnu nú-
verandi meiri-
hluta. Bolli rek-
ur sem kunnugt
er Sautján í einu stærsta verslun-
arhúsi við Laugaveginn og á auk
þess búðir í helstu verslanamið-
stöðvum. Hann nefnir friðunar-
stefnu R-listans á húsum við
Laugaveg sem helstu ástæðu fyr-
ir brotthvarfi sínu úr miðbænum
og segir Laugaveginn í þann veg-
inn að verða framlengingu á
Kolaportinu þar sem ekkert þrí-
fist nema þriðja flokks verslanir.
Því er spáð að friðunarstefnan
við Laugaveginn verði eitt helsta
kosningamál sjálfstæðismanna
en eins og kunnugt er ætla þeir
að láta málefnavinnuna bíða þess
að það sé ljóst hvaða menn séu í
framboði.
Aðild sjómannaforystunnar
með nýjan forseti FFSÍ, Árna
Bjarnason, í broddi fylkingar, að
tillögum LIÚ um aukna veiði-
skyldu og þar með skert svigrúm
til framsals veiðiheimilda getur
verið tvíbent vopn fyrir sjómenn.
Með því fallast þeir í raun á að
22
Leikskólar Reykjavíkur:
Hvert barn fær minna rými vegna íjölgunar
LEIKSKÓLAR „Við stefnum að því, á
fyrri hluta þessa árs, að bæta um
120 börnum á þá leikskóla sem
fyrir eru í borginni," segir Bergur
Felixson, framkvæmdastjóri
Leikskóla Reykjavíkur. Reglu-
gerð um starfsemi leikskóla hefur
því verið breytt á þann hátt, að nú
má hver leikskólakennari hafa tíu
fimm ára börn til umsjónar í stað
átta áður. Með þessari breytingu
er hægt að fjölga yngstu börnun-
um. Einnig hefur heildar fer-
metrafjöldi á hvert barn verið
lækkaður úr sjö í 6,5 fermetra. „í
sumum leikskólum þarf að gera
breytingar svo hægt sé að koma
börnunum fyrir,“ segir Bergur.
„Fjárveiting hefur fengist til að
kaupa viðbótar borð, stóla og fata-
hengi. Auk þess hefur starfsfólki
verið fjölgað. Það er vissulega
minna rými fyrir börnin. Það
LEIKSKÓLAR REYKJAVÍKUR
Börnum verður fjölgað um 120 á þessu
ári. Þrengra verður þó um börnin og
starfsfólkið á leikskólunum.
verður farið eftir reglugerð og
haldið til haga þriggja fermetra
leikrými á hvert barn. í mörgum
leikskólum er sérstök leikstofa
eða salur. Starfsfólkið hefur ein-
nig verið duglegt við að nýta það
rými sem til er.“ Vissulega sé um
að ræða aukið álag fyrir starfs-
fólkið. Sér í lagi þegar skörun
verður á matartíma, en mikil
aukning hefur verið á að börn í
vistun hálfan daginn snæði hádeg-
ismat á leikskólanum. „Það getur
oft verið erfitt að koma öllum
fjöldanum við matarborð," segir
Bergur. „Starfsfólkið er þó ótrú-
lega duglegt að nýta plássið. Eng-
inn vafi er á að þetta mun takast
vel.“ ■
Hildur Helga Lúthersdóttir og Þórhallur Hákonarson eru bæði par og skólasystkin. Þau náðu saman glæsilegum árangri I lokaverkefni
sínu við Tækniskóla íslands.
Trúlofunarhringar til
að tryggja samstarfið
Parid Þórhallur Hákonarson og Hildur Lúthersdóttir fengu 10 í ein-
kunn fyrir lokaverkefni í rekstrardeild Tækniskólans. I verkefninu skoð-
uðu þau grundvöll fyrir markaðssókn Ossurar á mörkuðum í Kína.
útskriftarverkefni Einkunnin 10
fyrir lokaverkefni er ekki gefin
á hverjum degi, enda ku þetta
vera í annað sinn sem slíkt ger-
ist í rekstrarfræði við Tækni-
skóla ísland. Það er líka frekar
óvenjulegt að par vinni saman
slíkt verkefni. „Við kynntumst á
fyrstu önn í skólanum. Ég fékk
lánaðar hjá henni glósur og hef
ekki farið síðan,“ segir Þórhall-
ur. Þau segja samstarfið hafa
gengið vel, þótt óneitanlega hafi
stundum reynt á. Margir hafi
verið búnir að vara þau við að
vinna saman. Samstarfið hafi
gengið vel og þeim tekist að
nýta sér styrkleika hvors annar.
„Við tókum samt enga áhættu og
fengum okkur trúlofunarhringa
í september til að tryggja okkur
enn frekar," segir Þórhallur og
hlær.
Kína er risavaxinn markaður
og efnahagur héraða er afar
mismunandi. Þau segjast hafa
einbeitt sér að þeim svæðum
sem lengst væru komin í efna-
hagsþróun. „Kínverjar hafa
byggt þetta upp með því að velja
sérstök svæði sem ætlað er að
taka við erlendri fjárfestingu.
Þar er efnahagurinn góður á
kínverskan mælikvarða. Miðað
við okkar forsendur þurfa menn
ekki að ná hárri prósentu til
þess að markaðurinn komi vel út
fyrir Össur.“
Hildur og Þórhallur segja að
mikilvægt hafi verið að fá góðan
stuðning Össurar til þess að ná
sem bestum árangri í verkefn-
inu. „Kolbeinn Björnsson og þau
hjá Óssuri hjálpuðu okkur geysi-
lega mikið. Við komum með
fræðilegu hliðina, en þau lögðu
okkur til allar upplýsingar, ein-
nig skipti miklu að hafa frábær-
bæran leiðbeinanda, Vivienne
Heng Ker-ni.“ Þau segja að sjón-
ir hafi beinst að ytri skilyrðum
fyrir sölu á framleiðsluvörunum
í Kína og svo á því hvort innvið-
ir fyrirtækisins Össurar bæru
markaðssökn af þessu tagi. Nið-
urstaða sé að allar forsendur
séu fyrir hendi. „í næsta skrefi
þyrftu menn að fara á staðinn og
gera ítarlegri rannsóknir." Hver
veit nema að þetta fyrirmyndar-
verkefni verði kveikjan að mik-
illi markaðssókn Össurar í Kína.
haflidi@frettabladid.is
\ ÞRÚÐA
® „Fyndið."
flotinn sé allt of stór, nauðsynlegt
sé að fækka skipum og þar með
starfandi sjómönnum og skip-
Einnig markar
þessi aðgerð
þau tímamót að
enn frekar
slitnar milli
hagsmuna sjó-
manna og land-
verkafólks og
sjómenn stilla
sér upp við hlið
stórútgerð-
________________ anna. Vonlítið
hark kvótalítilla útgerða hefur
ekki síst verið til þess að tryggja
landvinnslunni langþráð hráefni
til að halda uppi vinnu í sjávar-
plássunum. Á hinn bóginn er ljóst
að samstarfið hlýtur að greiða
mjög fyrir lausn þeirrar átta ára
lönguvitleysu sem kjaradeila sjó-
manna og útgerðarmanna hefur
verið.
stjórnarmönnum.
v í/
spá
Spámiðillinn Yrsa
Beint samband
S. 908-6414
149.90 mín.
Ástarmálin - Fjármálin
Vinnan - Heilsan
www. tarot. is
Tarotnámskeið:
Áhugavert - Öflugt - Allt árið
Fjarnám - Bréfaskóli
Uppl. og skráning á www. tarot. is
og í síma 553-8822
í spásímanum 9086116 er
spákonan Sirrý og spáir í
ástir og örlög framtíðar.
Einnig tímapantanir fyrir
einkatíma í sama síma.
Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá,
draumaráðningar og huglækningar.
Leitum lausna við vandamálum.
Verð við frá kl.1í-2
i síma 908-6040. Hanna
Tarotlínan sími 908 5050
tarotlestur, miðlun, draumráðningar.
Fínsvör um hjónabandið, ástina,
heilsuna, fjármálin, símatími 18-24
Iðnaður
Ath. gegnheilt parket
frá 1470 krónur fm.
hffif
GólfþMnéstan
júlíus júlíusson GSM 847 1481
Fagmennska í fyrirúmi
Ábyrgjumst öll okkar verk
Námskeið
Námskeið í tré og
trérennismíði hefjast í
febrúar, lýkur fyrir páska
Kennari
Þórarinn Þórarinsson
Upplýsingar í síma
894 3715
www. simnet. is/inni
Parketslípun, Parket
viðhald, Parketlögn
Gólfi
stan
Júlíus Júlíusson GSM 847 I48I
Fagmennska í fyrirúmi
Ábyrgjumst öll okkar verk