Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 8. febrúar 2002
FRETTABLAÐIÐ
13
Nýskráðum bílum hefur fækkað um tæp 40%:
Ekki bjart framundan
innflutnincur Nýskráðum bílum á
íslandi hefur fækkað um tæp 40%
á síðustu tveimur árum. Nýskrán-
ing nýrra bíla í janúar árið 2000
voru 1105 en 426 í janúar árið 2002.
Þetta kemur fram í tölum frá
Skráningastofunni. Nýskráningum
á nýjum bílum fækkaði úr 1105
árið 2000 í 643 í janúar árið 2001.
Að sögn Sigfúsar R. Sigfússon, for-
stjóri bílaumboðsins Heklu, hefur
verið mikill samdráttur .
Deilur forseta Alþingis og þingflokks Vinstri grænna:
Handboltinn tek-
inn framyfir há-
lendisumræður
NÝSKRÁÐIR BÍLAR
SAMKVÆMT TÖLUM FRÁ
SKRÁNINGASTOFUNNI.
Janúar 2000.................. 1105
Janúar 2001 .................. 643
Janúar 2002................... 426
„Þetta kemur niður á okkar
fyrirtæki eins og öðrum fyrir-
tækjum í greininni. í svona sam-
dráttarskeiðum verða menn alltaf
að herða sultarólina en við erum
sterkt fyrirtæki og þolum það al-
veg.“
Sigfús segir að þeir hafi farið
varlega í sakirnar við uppsagnir
starfsmanna. Þeir kjósi frekar að
ráða ekki í stöður þeirra sem
hætta. Aðspurður um framtíðar-
horfur sagði Sigfús.
„Ég er ekkert alltof bjartsýnn á
að þetta eigi eftir að rétta úr kútn-
um á þessu ári. Ég held að þetta
verði eins og síðast liðið ár, alla
vega ef við miðum við janúar
mánuð.“ ■
alþingi Nokkrar deilur spunnust á
Alþingi í gær um samskipti
Vinstrihreyfingarinnar, græns
framboðs (VG) og Halldórs Blön-
dals, forseta Alþingis. Lesin var
yfirlýsing þingflokks VG þar sem
lýst var miklum vonbrigðum með
hvernig samskipti þing-
flokksins og einstakra
þingmanna hans við
Ilalldór Blöndal hafa
þróast.
Meðal þess sem kvart-
að er yfir er frestun á
umræðum um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um fram-
tíð hálendisins. Halldór
er sagður hafa veist með
ómaklegum og ósæmi-
legum hætti að þing-
mönnum VG með yfirlýsingum
um að þeir ynnu „annaðhvort
gegn betri vitund eða viljandi" og
gegn því að íslenska þjóðin gæti
bætt sín lífskjör og að þingmenn-
irnir og formaður flokksins sér-
staklega stæðu á móti hagsmun-
um Austfirðinga. Að lokum voru
átaldar vítur þingforseta á hendur
Ögmundi Jónassyni, þingflokks-
formanns VG, sl. miðvikudag.
Þingmenn stjórnarliðs átöldu
þingmenn VG fyrir að gera at-
hugasemdir við störf Halldórs
Blöndals, að honum fjarstöddum,
en hann var í leyfi í gær. Guðjón
Guðmundsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, taldi að þær ástæð-
ur vera fyrir frestun um-
ræðna um framtíð há-
lendisins að um kvöldið
fór fram mikilvægur
leikur í Evrópumeistara-
mótinu í handbolta.
„Leikur sem skar úr um
hvort íslendingar
kæmust í undanúrslit eða
ekki. Þó einhverjum þyki
það sjálfsagt léttvæg rök
að stjórna fundum þings-
ins eftir því þá var það
einfaldlega svo að fyrir þessu var
gríðarlegur áhugi,“ sagði hann.
„Miðað við það sem háttvirtur
þingmaður Ögmundur Jónasson,
fékk hér yfir sig í kjölfar síns
frammíkalls er ég ansi hræddur
um að ég og margir aðrir þing-
menn hafi verðskuldað eitthvað
slíkt, en ekki fengið," sagði Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar. ■
ALÞINGI
Halldór Blöndal, forseti
Alþingis, var í leyfi í
gær þegar lesin var yf-
irlýsing VG um sam-
skipti hans við flokk-
inn.
Dagur B. Eggertsson og Skúli Helgason:
Orðaðir við 7. sætið
framboð Heimildir Fréttablaðsins
herma að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, borgarstjóri hafi rætt við tvo
menn í tengslum við sjöunda sæti
framboðslista R-listans fyrir kosn-
ingarnar í vor. Hún er sögð hafa
rætt við Dag B. Eggertsson, ævi-
söguritara Steingríms Hermanns-
sonar og Skúla Helgason, fjölmiðla-
mann og forstöðumann tónlistar-
sviðs Eddu - miðlunar og útgáfu.
Nefnd ákveður hver skipa skuli
sætið en búist er við að sérstakt til-
lit verði tekið til óska borgarstjóra.
Skúli sagði engan fót fyrir umleit-
unum borgarstjóra. „Þetta er bara
ekki rétt og hefur ekki verið í um-
ræðunni," sagði hann og bætti við
að hann hafi ekkert verið að velta
framboðsmálum fyrir sér. ■
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 8. FEDRÚAR
■
VALLI SPORT
& SIGGI HLÖ
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 9. FEBRÚAR
Kiktu á það sem er franwndan á www.champlons.ls
r r
BJODDU UPP A
BESTU BOLLURNAR
Með sælkerasykrinum frá Dansukker
er ekkert mál að búa til gott glassúr
á bollurnar. Hrærðu vatnið út í flór-
sykurinn samkvæmt leiðbeining-
unum á pakkanum og bollurnar
eru tilbúnar um leið.