Fréttablaðið - 08.02.2002, Side 4
SVONA ERUM VIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ:
Fasteignaskattur á
atvinnuhúsnæði
Samkeppni er um fyrirtagki á meðal
sueitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Það gæti haft áhrif á ákvörðun Marels
um flutning frá Reykjavlk til Garðabæjar
að þar greiða fyrirtæki nokkru lægri
fasteignagjöld. Hæsta hlutfallið er í
Reykjavlk, 1,65% af fasteignamati, og
lægst í Mosfellsbæ, 1%. Hámarksskatt-
hlutfall samkvæmt lögum um tekju-
Stofna sveitaríélaga er 1,65%.
Fasteignaskattur á atvínnuhúsnæði, í %
Reykjavlk 1,65
Kópavogur 1,63
Hafnarfjörður 1,63
Bessast.hreppur 1,22
Garðabær ' ' . 1,12
Seltjarnarnes 1,12
Mosfellsbær 1,00
Heimild: Samtök atvinnulífsins
Listaverk eyðilagt:
Listamað-
urinnekki
spurður álits
árbæjarskóli Listaverk eftir Vetur-
liða Gunnarsson sem staðsett var í
Árbæjarskóla var fjarlægt og eyði-
lagt án þess að haft hefði verið sam-
ráð við listamanninn. Að sögn Guð-
mundar Pálma Kristinssonar, for-
stöðumanns Fasteignastofu, var
honum tjáð að listamaðurinn væri
veikur og ekki til viðtals.
í síðustu viku óskuðu Sjálfstæð-
ismenn eftir því að fá að vita hvað
hefði orðið af listaverkinu. Engin
svör fengust. Á borgarráðsfundi í
fyrradag var hins vegar upplýst að
listaverkið hefði verið fjarlægt og
eyðilagt vegna framkvæmda við
skólann, en um var að ræða
veggskreytingu. Það hefði síðan
verið gert í samráði við Þorstein
Sæberg skólastjóra. Einnig hefði
borgarlögmaður verið spurður álits
vegna eignarhalds og höfundarrétt-
ar og Eiríkur Þorláksson, forstöðu-
maður Kjarvaisstaða. Eiríkur hefði
lagt til að veggurinn yrði Ijósmynd-
aður og það hefði verið gert. Eina
minningin um listaverkið er því
Ijósmynd af því. ■
Þingmenn Samfylkingar-
innar:
VÍljaefla
rarmsóknar-
vald Alþingis
almngi Lokað hefur verið að-hluta á
eðlilegt upplýsingaflæði frá ríkis-
stjórn til Álþingis, að mati Jóhönnu
Sigurðardóttur, þingmanns Sam-
fylkingarinnar. Hún mælti í gær
fyrir frumvarpi til laga um breyt-
ingar á þingsköpum Alþingis með
það fyrir augum að auka rétt og
valdsvið þingnefnda til sjálfstæðra
rannsókna á einstökum málum. „Á
undanförnum árum hafa [...] komið
berlega í ljós veikleikar löggjafar-
valdsins gagnvart framkvæmdar-
valdinu þar sem Alþingi er að verða
æ meira framkvæmdarvaldsþing.
Þessi staðreynd er alvarleg fyrir
lýðræðið í landinu og telja má að
þingræðið sé í hættu vegna þessa,“
segir í greinargerð með frumvarp-
inu. Þingmenn sem til máls tóku
lýstu sumir áhyggjum af því að
málið yrði enn „svæft“ í nefnd og
vonuðust til að það mætti fá eðli-
lega afgreiðslu af hálfu þingsins í
annari og þriðju umræðu. Svipuð
frumvörp hafa verið lögð fram
áður á þingi en ekki náð fram að
ganga.
Jóhanna segir svipuð ákvæði um
rannsóknarnefndir fyrir hendi hjá
nágrannaþjóðunum og telur ein-
stakt að ekki séu heimildir þar að
lútandi fyrir hendi hér á landi.
„Valdsvið þeirra er í raun miklu
rýmra og gengur lengra en hér er
gengið," sagði hún.
Ásamt Jóhönnu stóðu að frum-
varpinu Össur Skarphéðinsson,
Guðmundur Árni Stefánsson, Lúð-
vík Bergvinsson, þingmenn Sam-
fylkingar. ■
FRETTABLAÐIÐ
8. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR
Stódentar mótmæla framkvæmd inntökuprófa í
læknadeild Háskóla Islands:
Miðad við námskrá sem ekki
er komin til framkvæmda
stúpentar f gær afhentu stúdentar
rektor Háskóla íslands, Páli Skúla-
syni, undirskriftalista þar sem far-
ið er fram á að fresta framkvæmd
inntökuprófa í læknadeild Háskól-
ans. Um 1000 manns hafa skrifað
undir, læknanemar sem þreyttu
próf um jólin, framhaldsskólanem-
ar og fleiri sem málið varðar.
Undirbúningur læknadeildar
undir inntökuprófin er að mati
stúdentanna sem eiga í hlut ónógur
og ófullnægjandi. Krafan er því að
framkvæmd þeirra verði frestað.
„Seint lá fyrir úr hvaða áföngum
framhaldsskólans yrði prófað.
Námskeiðslistanum var meira að
segja breytt nú í janúar eftir að
skólameistarar framhaldsskólanna
gerðu athugasemdir við hann.
Læknadeild gekk út frá aðal-
námskrá sem ekki er að fullu kom-
in til framkvæmda í og það skapar
þessi vandræði," segir Þorvarður
Tjörvi Ólafsson formaður Stúd-
entaráðs.
Þorvarður Tjörvi segir að ekki
sé verið að mótmæla inntökupróf-
um yfirleitt enda séu menn almennt
hlynntari þeim en samkeppnispróf-
MÓTMÆLI AFHENT
Stúdentar við Háskóla Islands afhentu I
gær Páli Skúlasyni rektor mótmæli vegna
framkvæmdar inntökuprófa I læknadeild.
um í lok fyrstu annar eins og
tíðkast hafa. Sömuleiðis eru menn
ekki endilega mótfallnir innihaldi
prófanna heldur því að of snemmt
sé að leggja fyrir próf sem miðast
við aðalnámskrá sem ekki er að
fullu komin til framkvæmda. ■
íslandsbanki lækkar verð:
Ákveðið eftir
ASÍ-fund
bankar íslandsbanki hefur ákveð-
ið að gera breytingar á verðskrá
sinni og lækka ýmis gjöld bank-
ans. Ákvörðunin er tekin í kjölfar
fundar með forystumönnum ASÍ.
Bankinn leggi þannig sitt lóð á
vogarskálarnar svo meiri líkur
verði á að verðlagsákvæði kjara-
samninga verði innan viðmiðun-
armarka í maí. Lántökugjöld
skuldabréfa, tilkynningar-og
greiðslugjald skuldabréfalána, ár-
gjald debetkorta og tékkhefta
lækka um 15%. Bankinn skuld-
bindur sig til að breyta ekki
verðskránni það sem eftir er
ársins. ■
Segist engu hafa stolið
Bankamaðurinn John Rusnak, sem talinn er hafa dregið til sín 75 millj-
arða króna, gaf sig fram við FBI í gær. Lögfræðingur hans segir hann
ekki hafa verið á flótta. Nick Leeson segir að málið afhjúpi vanhæfni og
vanrækslu bankaheimsins.
baltimore.ap Bandaríski banka-
starfsmaðurinn John Rusnak, sem
grunaður er um svik sem kostuðu
stærsta banka írlands, Allied
Irish Banks, 75 milljarða króna,
gaf sig fram við fulltrúa banda-
rísku alríkislögreglunnar, FBI, í
gær. Lögfræðingur Rusnak segir
skjólstæðing sinn ekki hafa verið
á flótta undan réttvísinni og að
hann hafi ekkert óhreint mjöl í
pokahorninu. Rusnak, sem er
starfsmaður dótturfyrirtækis
Allied Irish Bank í Bandaríkjun-
um, mætti ekki til vinnu sinnar á
mánudag.
Hefur hann eytt síðustu dögum
í faðmi fjölskyldunnar í
Baltimore, auk þess sem hann
hefur rætt við yfirvöld í borginni.
Rannsókn FBI felst í því að kom-
ast að því hvort Rusnak hafi
stundað gjaldeyrisviðskipti án
heimildar. Ekki hefur enn verið
gefin út handtökuskipun á hendur
honum.
Bankastjórn Allied Irish Banks
boðaði til neyðarfundar í gær til
að komast til botns í málinu. Full-
vissuðu forsvarsmenn bankans
viðskiptavini sína um að enn sé
stefnt að því að ná hagnaði á
þessu ári þrátt fyrir allt. „Þetta er
mikið áfall en það mun ekki gera
út af við okkur," sagði Michael
Buckley, framkvæmdastjóri
bankans. Sagði hann að töluverð-
ur munur væri á þessu máli og því
þegar Nick Leeson setti Barings
bankann á hausinn árið 1995. Þá
tapaði hann um 115 milljörðum
króna með óheimiluðum áhættu-
viðskiptum sínum í nafni bank-
ans.
Á vefsíðu Sky birtist viðtal við
Leeson. Þar sagði hann að hrun
Barings bankans og grunuð svik
John Rusnak afhjúpi „vanhæfni
og vanrækslu” bankaheimsins.
Sagði hann málin vera sláandi lík
og bætti því við að þessar nýjustu
fregnir sýni að fjármagnsstofnun-
um hafi mistekist hrapalega að
RUSNAK
John Rusnak er giftur tveggja barna faðir sem starfað hefur hjá bankanum I sjö ár. „Við
erum afar vonsvikinn yfir því að starfsmönnum okkar hafi ekki tekist að koma (veg fyrir
þennan atburð fyrr," sagði framkvæmdastjóri frska bankans Allied Irish Banks. „Rannsókn-
in mun ekki aðeins skera úr um hvemig málið átti sér stað heldur einnig hvernig við get-
um varist þvi að það komi aftur fyrir í framtíðinni."
koma á öflugu eftirlitskerfi. „Eft-
irlitskerfið sem á að koma í veg
fyrir að svona hlutir gerist er
mjög einfalt. Fólk hefur einfald-
lega ekki verið að sinna því,“
sagði Leeson. „Þetta er náungi
sem hefur klifið upp metorðastig-
ann í bankanum og er orðinn einn
helsti miðlarinn innan hans raða.
Hann hefur komið sér í aðstöðu
þar sem hann hefur tapað pening-
um. Virðist hann hafa tekið aukna
áhættu til þess að ná peningunum
aftur.“
Fimm starfsmenn bankans, þar
á meðal Rusnak, hafa verið leyst-
ir undan störfum á meðan á rann-
sókn málsins stendur. ■
Ríkisábyrgð vegna hryðjuverka:
Leika sér með fjöregg þjóðarinnar
alþingi Ábyrgð ríkisins vegna
hugsanlegs tjóns sem flugvélar
valda vegna hryðjuverka hefur
verið framlengd til 10. apríl nk.
Bráðabrigðalög um bótaábyrgð
vegna tjóns af notkun loftfars
vegna hernaðaraðgerða, hryðju-
verka eða áþekkra atvika voru
staðfest á Alþingi í gær og send til
ríkisstjórnarinnar sem lög.
Vilhjálmur Egilsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks talaði fyrir
frumvarpinu og sagði að á alþjóð-
legum vettvangi væri stefnt að
því að fyrir marslok að fyrir lægi
niðurstaða um hvernig haga ætti
þessum tryggingamálum til fram-
búðar.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, varaði við
frumvarpinu. „íslenska ríkið er
að taka á sig gífurlega ábyrgð fyr-
ir hönd íslensku þjóðarinnar og þó
að líkurnar séu sáralitlar þá er
þarna verið að leika sér með
fjöregg þjóðarinnar. Vegna þess
að verið er að tala um þvílíkar
upphæðir ef til skyldi koma að
þjóðin biði þess varla bætur,“
sagði hann. ■
PÉTUR H. BLÖNDAL
Pétur varar við því að gangast I
ábyrgðir vegna skaða sem loftfar
gæti valdið vegna hryðjuverka.
Tilraunir með línubeitó:
Fiskhakk í
grisjupoka
sjávarútvegur Svo getur farið að
ný línubeita sem verið er að gera
tilraunir með geti lækkað útgerð-
arkostnað umtalsvert. Þarna er
um að ræða grisjupoka sem er
álíka stór og tepoki. í þessum til-
raunum hefur m.a. verið prófað
að hafa ýmsar tegundir af fersku
fiskhakki í þessum pokum sem
geta verið af ýmsum stærðum.
Snorri Sturluson smábátasjómað-
ur á Suðureyri við Súgandafjörð
segir að í þeim tilraunum sem
hann hefur gert í samstarfi við
veiðarfæragerðina Dímon hafi
afli ýmist verið góður eða nánast
enginn með einum 500 króka bala.
Hann segir að ef menn séu kanns-
ki að beita 15 grömmum á hvern
krók en þurfa kannski ekki nema
8 grömm í pokann geti þetta haft í
för með sér verulegan sparnað í
útgerðarkostnaði.
Sem dæmi nefnir hann að
kostnaður vegna beitu geti numið
allt að 5-10% af heildarkostnaði
útgerða. Takist að lækka þennan
kostnað að einhverju ráði sé það
veruleg kjarabót fyrir smábáta-
sjómenn. Fyrir utan Dímon stan-
da að þessum tilraunum Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins og
Raunvísindastofnun Háskóla Is-
lands. Þetta verkefni fékk nýlega
3 milljóna króna styrk úr Tækni-
sjóði. ■
Rekstrarár Hraðfrystihúss
Eskiijarðar:
156 milljón
í hagnað
sjávarútvegur Hraðfrystihús Eski-
fjarðar hf. skilaði 156 milljón króna
hagnaði rekstrarárið 2001. Rekstar-
tekjur námu rúmum 3,763 milljón-
um en hagnaður fyrir afskriftir var
1.280 milljónir
króna. Afskriftir
ársins voru rúmar
403 milljónir og
f jármagnsgjöld
rúmar 750 milljón-
ir.
„Grundvöllur-
inn að þessu er
elfar aðal- kannski fyrst og
STEINSSON fremst góð Upp-
3S,HEÍt íjávarfiskvelði á
fjarðar segir að arinu. Skip okkar
nýliðíð ár sé eitt voru að slá hvert
besta rekstrarár í metið á fætUl’ Öðru.
sögu félagsins. Ejns var nokkuð
hagstætt afurðarverð á mjöli og
lýsi en þetta eru stærstu tekjupóst-
ar þessa félags svo þetta hefur mik-
ið að segja,“ sagði Elvar Aðalsteins-
son, forstjóri Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar. Hann segir að endurskipu-
lagning sem félagið gekk í gegnum
hafi verið að skila sér hægt og ró-
iega.
„Endurskipulagningunni er að
mestu lokið svo hún ætti að koma til
fullra áhrifa á þessu ári.“ Hann tel-
ur rekstrarhorfur þessa árs nokkuð
góðar ef núverandi markaðshorfur
haldi sér í stórum dráttum. ■