Fréttablaðið - 08.02.2002, Side 15

Fréttablaðið - 08.02.2002, Side 15
FÖSTUDAGUR 8. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Stórsigur Stoke á Cambridge: Guðjón ánægður með strákana Spænska liðið Ciudad Real: Tilboð í Ólaf handbolti Umboðsmaður Ólafs Stefánssonar, Wolfgang Giitschow, segir í viðtali við þýska íþróttablaðið Sportl að spænska liðið Ciudad Real vilji tryggja Ólaf til sín þegar samningur hans við Magdeburg rennur út á næsta ári. Spánverjarnir eru tilbúnir að kaupa Ólaf strax í sumar en ólík- legt er að hann eða Magdeburg fallist á það. Gutschow segir Jose Antonio Revilla, framkvæmdastjóra Ciu- dad, hafa rætt við sig á meðan á Evrópukeppninni stóð í Svíþjóð. „Þetta er algjört draumatilboð. Þeim er full alvara,“ segir Gútschow. ÓLAFUR STEFÁNSSON Markakóngur EM og valinn í stjörnuliðið. Arangurinn skilar sér. Ciudad er sterkt félag. Það er í öðru sæti í spænsku deildinni. Með liðinu leika m.a. Rússarnir Talant Duschebajew og Sergej Pogorelow og Danirnir Christian Hjermind og Ian-Marko Fog. Lið- ið er einnig að reyna að tryggja sér Frakkann Bertrand Gille. ■ fótbolti Guðjón Þórðarson var hæstánægður með frammistöðu sinna manna á móti Cambridge í ensku 2. deildinni á miðvikudag- inn. Stoke City rúllaði yfir liðið. Lokastaðan var 5-0. Andy Cooke, Bjarni Guðjóns- son, Stefán Þórðarson og Marc Goodfellow skoruðu allir mörk fyrir Stoke. Fimmta markið var Adam Tann, liðsmanni Cambridge, að þakka. Hann skor- aði sjálfsmark. Bjarni Guðjóns- son var kosinn maður leiksins af stuðningsmönnum Stoke. Stefán Þórðarson kom inn á sem vara- maður. Pétur Marteinsson einnig. „Það var mjög nauðsynlegt fyr- ir íiðið að ná sér á strik aftur,“ sagði Guðjón eftir leikinn. „Það mikilvægasta varðandi leikinn er að við spiluðum vel allan tímann, í níutíu mínútur. Það sem hefur hrjáð okkur hingað til í tapleikj- um er að við spilum aðeins hluta leiksins vel. Svona á að gera þetta." Stoke er nú í fjórða sæti 2. BJARNI GUÐJÓNSSON Skoraði mark, bjó til tvö önnur og var kos- inn maður leiksins. deildar með 54 stig. Það er ekki langt í næstu lið. Bristol City er í þriðja sæti með 55 stig, Brighton í öðru með 58 stig. Reading er í fyrsta sæti með 62 stig. ■ Þessi fundur markar upphaf kynningarferils Samfylkingarinnar um Evrópumál. Því lýkur í haust með allsherjaratkvæðagreiðslu allra félagsmanna Samfylkingarinnar um það hvort flokkurinn setur aðildarumsókn að Evrópusambandinu á stefnuskrá sína Á næstu mánuðum mun því fara fram viðamikið kynningarferli á kostum og göllum hugsanlegrar aðildarumsóknar (slands að Evrópusambandinu. Til grundvallar umræðunnar liggur Evrópuúttekt Samfylkingarinnar sem kom út í bókinni ísland í Evrópu. DAGSKRÁ FUNDAR Á AKUREYRI Framsögu á fundinum á Akureyri 9. febrúar hafa: Árni Páll Árnason, lögmaður Utanríkismál, sjálfstæði og fullveldi. Ingileif Ástvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Dalvíkurbyggð og Halldór S. Guðmundsson, félagsmálastjóri Byggðamál og sveitarstjórnir. Ágúst Ágústsson, formaður Ungra jafnaðarmanna; Sjávarútvegsmál. Sérstakir fyrirspyrjendur: Birgir Guðmundsson, fréttastjóri DV Inga Þöll Þórgnýsdóttir, lögmaður Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri Almennar fyrirspurnir fundargesta Fundarstjóri: Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður *Bókin ísland í Evrópu verður til sölu á fundunum. Bókina er einnig hægt að nálgast í bókabúðum og á skrifstofu Samfylkingarinnar. Samfylkingin www.samfylking.is ' * V i t . 990 m2 Slofuleppi írá Kr. 750 m HanfliaufettáM-2-5® saienti m/se,u M. 12.900 » IIOIU. J3WIII „ Filíarnnn,„. „. 14 fivá liV 1 090 m 14 mm frá kr- 2"° ni piastparket ira M. tw Opnum nýja verslun að Skútuvogi 6 i byrjun mars. MJm I) Knarrarvogi 4 • s: 568 6755 • www.alfaborg.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.