Fréttablaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 18
18
FRÉTTABLAÐIÐ
8. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR
HVADA BÓK ERTU AD LESA?
Beitiskipið Potemkin:
múm frumflytur nýja
kvikmyndatónlist
Bækur um sænska
skáldkonu
Ég er að lesa margar bækur um eina persónu.
Einar fjórar fimm ævisögur sænsku skáldkon-
unnar Victoriu Benedictsson. Ég er nefnilega að
skrifa leikrit um ævi hennar.
Ólafur Haukur Símonarson
rithöfundur
tónleikar Kvikmyndasafn íslands
stendur fyrir kvikmyndatónleik-
um í Bæjarbíói, Hafnarfirði í
kvöld klukkan 20. Tónleikarnir
eru hluti af
verkefninu „Ný tónlist - gaml-
ar myndir" þar sem íslenskt tón-
listarfólk semur og flytur nýja
tónlist við þögla kvikmynd að
eigin vali. í þetta sinn mun
hljómsveitin múm flytja frum-
samda tónlist sína við rússneska
meistaraverkið Beitiskipið
Potemkin (1925) eftir Sergei
Eisenstein. Mikið hefur verið
skrifað og rætt um Potemkin og
mörg atriði úr myndinni eru fyr-
ir löngu orðin að ógleymanleg-
um minnisvörðum kvikmynda-
sögunnar. Kvikmyndin þótti svo
mögnuð á sínum tíma að hún var
bönnuð í mörgum löndum
(þ.á.m. heimalandi sínu) vegna
ótta stjórnvalda um að hún
myndi hvetja almenning til blóð-
ugra uppreisna.
Lítið hefur farið fyrir múm
síðan þau luku upptökum á nýrri
breiðskífu síðasta sumar
enda er helmingur
hljómsveitarinnar bú-
settur í Berlín um þessar
mundir og koma því
hingað til lands sérstak-
lega til að leika á þessum
kvikmyndatónleikum.
Liðsmenn sveitarinnar
eru þöglir sem gröfin
um tónlist sína við
myndina en af fyrri
verkum þeirra að dæma
má búast við einstakri
upplifun.
Miðaverð á sýninguna
er 1.000 krónur og fer for-
sala fram í 12 Tónum. ■
HLJÓMSVEITIN MÚM
Liðsmenn sveitarinnar eru þögl-
ir sem gröfin um tónlist sína við
myndina Beitiskipið Potemkin.
1 METSÖLUBÆKURNAR |
METSÖLULISTl YFIR BARNABÆKUR
Q Þórarinn Eldjárn þýddi
MOLDVARPAN SEM VILDI VITA
HVER SKEIT Á HAUSINN Á HENNI
J.K.Rowling
a POTTER OC FANCINN FRÁ AZKABAN
fí) J.K.Rowling
HARRY POTTER OC LEYNIKLEFINN
O Nigel Nelson
SKODAÐU LÍKAMA ÞINN
0 Diane Redmond
BUBBI BYGCIR -AFMÆU
Astrid Lindgren
LÍNA HELDUR AFMÆLI
Ql Setberg
ÉG ÆTLA AD LÆRA NÝ ORD
rfl Teletubbies
STUBBABRAUÐ-TURNINN
yl Astrid Lindgren
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Vilbergur Júlíusson íslenskaði
W SNÚÐUR SKIPTIR UM HLUTVERK
F Ö STUDAGURINN
8. FEBRÚAR
FUNDUR____________________________
13.00 Vinnueftirlitið gengst fyrir mál-
þingi um kulnun í starfi í dag í
Norræna húsinu. Aðalfyrirlesari
er Wilmar Schaufeli, prófessor í
félags- og skipulagssálfræði við
háskólann í Utrecht í Hollandi.
TÓNLIST___________________________
20.00 Kvikmyndasafn fslands stendur
fyrir kvikmyndatónleikum i Bæjar-
bíói, Kafnarfirði í kvöld. Tónleik-
arnir eru hluti af verkefninu "Ný
tónlist - gamlar myndir" múm
flytur frumsamda tónlist sína við
rússneska meistaraverkið Beiti-
skipið Potemkin (1925) eftir
Sergei Eisenstein.
21.00 Jóhanna Jónas leikkona, Margrét
Eir söngkona og Guðmundur
Pétursson gítarleikari, flytja á
Kaffileikhúsinu kvöld blús og
gospel tónlist ásamt leikni efni eft-
ir Langston Huges og Mayu Ang-
elou. Miðaverð er 1.200 krónur.
21.00 Páll Rósinkranz heldur söng-
skemmtun á skemmtistaðnum
Nasa I kvöld.
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabiadid.is
Backgamon mót
Verður haldið laugardaginn
9. febrúar kl 1 3:00 á
Grandrokk Smiöjustíg 6
Skráning í síma 551 5522 og á staðnum
Þáttökugjald 1000 kr
Útsala - Flísar - Útsölulok
Dagana 30. janúar til 2. febrúar verður
15-50% afsláttur á öllum vörum á lager
Mílanó-Flísaverslun
Teygja sig eins langt í
ræturnar og hægt er
Margrét Eir, Jóhanna Jónas og Guðmundur Pétursson flytja söng-
og leikjadagskrá í Kaffileikhúsinu í kvöld. Ætlunin er að magna upp
sanna Harlem stemmingu.
SVÖRT MELÓDÍA
Margrét Eir, söngkona, Jóhanna Jónas, leikkona og Guðmundur Pétursson, gítarleikari,
ætla að sjá til þess að landinn sleppi fram af sér beislinu kvöld. Sýningin hefst klukkan
21 og er miðarverð 1.200 krónur.
SÖNG- OC LEIKDAGSKRÁ „VÍð erUIH
tvær hvítar konur og ætlum ekki
að fara maka framan í okkur
svartan lit til að komast nær
kjarnanum. Við reynum frekar
að gera það á tilfinningasviðinu,
fara eins langt og svertingjarnir
og aldrei að vita nema eitt og eitt
Halelúja fylgi með í hita leiks-
ins,“ segir Margrét Eir, söng-
kona en hún ásamt Jóhönnu
Jónas, leikkonu, ætla að flytja
söng- og leikdagskrá í Kaffileik-
húsinu í kvöld. Yfirskriftin er „A
Toast To Harlem" - Svört meló-
día og samstendur dagskráin af
blús og gospel tónlist ásamt
leiknu efni eftir Langston Huges
og Mayu Angelou. Efnisskráin er
eins konar óður til hinnar svörtu
amerísku menningar þar sem
lífsgleðin og treginn mynda frá-
bæran samhljóm.
Margrét Eir segir hugmynd-
ina hafa komið frá Jóhönnu sem
þegar hafi verið búin að finna til
ljóð og texta. „Hún vildi fara
með þetta lengra og blanda
þessu tónlist. Hafði hún því sam-
band við mig og í sameiningu
ákváðum við að leggja af stað
með þetta ferli, hlusta á tónlist
og finna þetta upprunalega svar-
ta bragð." Margét Eir segist hafa
sótt lög í Muddy Waters, blúsgít-
arleikara, Big Mama Thornton,
Ettu James auk gospellaga. Guð-
mundur Pétursson sér um tón-
listarflutninginn um kvöldið og
segir Margrét Eir engan annan
hafa komið til greina þegar finna
átti gítarleikara. „Hann er snill-
ingur og hefur gífurlega mikla
tilfinningu fyrir blús.“ Þess má
geta að Margrét Eir, Jóhanna og
Guðmundur störfuðu öll saman í
söngleiknum Hárinu sem settur
var upp í Gamla bíói fyrir
nokkrum árum.
Margrét segir Jóhönnu flytja
efni eftir Langston Huges og
Maya Angelou. Bæði séu þau
einna fremst í flokki svartra
amerískra rithöfunda.
„Langston Huges var uppi á
sama tíma og Martin Luther
King. Ljóð hans einkennast af
boðskapnum að hvítir og svartir
lifi saman í sátt og samlyndi.
Það kemur einmitt fram í texta
ljóðsins „A Toast To Harlem"
sem Jóhanna ætlar að flytja.
Bæði er hann kómískur og með
alvarlegan undirtón."
Jóhanna Jónas og Margrét Eir
eru báðar menntaðar í Banda-
ríkjunum þar sem þær kynnt-
umst og hrifust af þessari menn-
ingu. Margrét Eir segir að í
kvöld verði mögnuð upp sönn
Harlem stemming þar sem ríkir
bæði gleði og grátur. „Við ætlum
að teygja okkur eins langt niður
í ræturnar og hægt er.“
kolbrun@frettabladid.is
Ármúla 17a - Sími: 511 1660
Misstu ekki af vandaðri
fermingarmyndatöku í vor.
Gerðu verðsamanburð.
Ljósmyndastofan Mynd
sími 565 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 554 30 20 Í
Þjóðarbókhlaðan:
Sýning á verkum
eftir Gerlu
mynplist Sýning á verkum eftir
Gerlu verður opnuð í dag í Þjóðar-
bókhlöðunni í sýningaröðinni Fell-
ingar. Fellingar hóf göngu sína í
júní á síðasta ári og er sýning
Gerlu sú áttunda í röðinni. Fell-
ingar er samstarfsverkefni
Kvennasögusafnsins, Landsbóka-
safns íslands - I-Iáskólabókasafns
og þrettán starfandi myndlistar-
kvenna.
Gerla stundaöi nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands árin
1971-75 í myndmenntakennardeild
og textíldeild. Á árunum 1976-
1980 var hún við framhaldsnám í
Amsterdam við Gerrit Rietveld
Academie með listrænan textíl
sem aðalnámsgrein en leikmynda-
og búningahönnun sem aukanáms-
greinar. Gerla hefur haldið nokkr-
ar einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga myndlistar-
manna. Gerla hefur ekki haldið sig
við eitt listform. Hún hefur verið
með gjörninga, innsetningar, unn-
ið textílverk og er höfundur leik-
mynda og búninga um það bil þrjá-
tíu leikverka á sviði og í sjónvarpi.
Árið 1991 vann Gerla ásamt Erlu
Þórarinsdóttur 1. verðlaun í sam-
keppni um textílvegg í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Gerla hefur einnig
unnið til verðlauna fyrir hönnun
úr íslensku hráefni.
Gerla hefur alla tíð unnið að
jafnréttisbaráttu kvenna á lista-
sviðinu sem og annarsstaðar og
var meðal annars framkvæmda-
stjóri Listahátíðar kvenna sem
haldin var 1985. Þar áttu verk eða
fluttu hátt á fjórða hundrað konur.
Gerla átti einnig hugmyndina að
þeirri hátíð. ■
EITT VERKA GERLU
Listakonurnar sem taká þátt í þessari sýn-
ingarröð afhenda Kvenncsögusafninu gögn
um listferil sinn. Með því vilja þær hvetja
konur til að safna gögnum um eigin sögu.