Fréttablaðið - 12.02.2002, Síða 6
SPURNING DACSINS £
FRÉTTABLAÐIÐ
12. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Lest þú forystugreinar
dagblaðanna ?
Nei, það geri ég sjaldnast. Það er helst um
helgar ef mér finnst vera fjallað um áhuga-
verð málefni.
Anna Mðrfa Gísladóttir
Umsókn um innflutning norskra NRF-fóstur\a'sa:
Ekkert heyrist úr land
búnaðarráðuneytinu
landbÚnaður Landbúnaðarráðu-
neytið hefur enn ekki svarað um-
sókn Nautgriparæktarfélags ís-
lands (NRFI) um innflutning fóst-
urvísa NRF-kúakynsins frá Nor-
egi. Sótt var um leyfi til innflutn-
ingsins í lok nóvember sl.
Jón Gíslason, stjórnarformað-
ur NRFÍ, segist litlar beinar
fregnir hafa af málum. „Mér er
sagt að umsóknin sé komin til um-
sagnar í fagráði og dýralækna-
ráði,“ sagði hann og bjóst við að
Náttúruvernd ríkisins hafi fengið
umsóknina líka. „Ég reyndar
undrast það að hafa ekkert heyrt
frá ráðuneytinu, en ég hef það
annars staðar frá að þetta um-
sagnarferli sé komið í gang.“ Jón
taldi að trúlega vaeri klaufaskap
um að kenna að ekkert hafi heyrst
frá ráðuneytinu, alla vega væri
það klaufalegt. Hann bjóst við að
afgreiðslan gæti tekið einhverjar
vikur enn. „Eg veit að fagráð ætl-
ar helst að ganga frá þessu í
næstu viku, en á von á að þetta
taki heldur lengri tíma hjá dýra-
læknaráði. Það hefur stundum
tekið ansi langan tíma þar en mað-
KYNBÆTUR A NÆSTUNNI?
Nautgriparæktarfélag íslands stefnir
að innflutningi fósturvísa NRF-kúakynsins
innan þriggja ára og hefur sótt um leyfi
til innflutningsins til landbúnaðarráðu-
neytisins.
ur ætlast til þess að það sé fljót-
legra því svo stutt er liðið frá því
fjallað var um þetta þar síðast,"
bætti hann við. ■
íran hafnar sendiherra Breta:
Njósnari og
gyðingur
london - ap íran hefur neitað að
taka við David Reddaway sem
sendiherra Bretlands í landinu.
íranska stjórnin hefur ekki gefið
opinberar skýringar á því af hverju
þeir hafna Reddaway. I janúar birt-
ist, hinsvegar, grein í dagblaði þar í
landi þar sem honum var lýst sem
„gyðingi í þjónustu bresku leyni-
þjónustunnar.“ Talsmaður breska
utanríkisráðuneytisins sagði að,
Reddaway ekki vera gyðing og ekki
í neinum tenglsum við leyniþjón-
ustuna. Sem stendur, væru engar
áætlanir um að bjóða írönum annan
sendiherra í stað Reddaway. ■
JANÚAR Á VERÐBRÉFAÞINGI:
| Félög á uppleíð:
Delta +54%
Járnblendifélagið +28%
Sæplast +26%
Pharmaco +25%
Sölumiðstöðin +24%
Baugur Félög á niðurleið: +20%
Aco-Tæknival -33%
Landssíminn -12,8%
Flugleiðir -2,9%
Hlutabréfaviðskipti
í janúar:
FRÉTTASKÝRING
Davíð telur litlar
líkur á sölu Símans
Veltan jókst
um65%
verðbréfaþing Hlutabréf fyrir 25
milljarða króna skiptu um hendur
á Verðbréfaþingi íslands í janúar.
Það gerir mánuðinn að þeim þrið-
ja veltumesta frá upphafi. Aukn-
ing er 65% frá sama mánuði 2001
þegar viðskiptin námu 14,7 millj-
örðum. Úrvalsvísitalan hefur
hækkað um 11% frá áramótum á
meðan helstu hlutabréfavísitölur
erlendis hafa lækkað. Nasdaq hef-
ur t.a.m. lækkað um 9%. Lyfja-
vísitala VÞÍ, sem að mestu sam-
anstendur að Delta og Pharmaco,
hefur hækkað um 35%. Upplýs-
ingatæknivísitalan hefur lækkað
um 6,3% sem færir lækkun síð-
ustu tólf mánaða upp í 70%
Jákvæðar væntingar fjárfesta
um afkomu fyrirtækja er helsta
ástæða hækkunar að mati grein-
ingardeildar Landsbankans. Það
hafi auk þess jákvæð áhrif að
gengisvísitala krónunnar hefur
verið með stöðugra móti síðustu
vikur, eða á bilinu 138 til 141 stig.
Bent er á að raungengi krónunnar
sé nálægt sögulegu lágmarki sem
auki líkurnar á að fyrirtæki og
fjárfestar taki sér langtímastöður
með henni. ■
ERLENT
Evrópusambandið hvetur
Svartf jallaland eindregið til
þess að sækjast ekki eftir sjálf-
stæði heldur vera áfram í ríkja-
sambandi með Serbíu. Javier Sol-
ana, yfirmaður utanríkismála-
stefnu ESB, heimsótti í gær Milo
Djukanovic, forseta Svartfjalla-
lands, og ræddust þeir lengi við.
Solana reyndi m.a.a að sannfæra
Djukanovic um að hætta við þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðskilnað
ríkjanna, sem stefnt er að í vor.
Áform ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um einkavæðingu hafa ekki gengið eftir. Getur dregið úr
gerð samgöngumannvirkja þar sem þau byggjast á árangrinum. Samkvæmt núverandi gengi
verðleggst svonefndur kjölfestuhlutur Símans á 8.750 milljónir.
„Það er ekki
nema eitthvað
verulega at-
hugavert komi
í Ijós í áreið-
anleikakönn-
un að menn
lækka tilboð
sitt frá því
sem þeir hafa
boðið," sagði
Hreinn.
—
landssi'minn Ríkisstjórnin fól
einkavæðingarnefnd að hef ja und-
irbúning sölu Símans árið 2000
með það meginmarkmið að koma
49% í einkaeigu fyrir síðustu ára-
mót. Samkvæmt áætluninni ætti
salan að hafa skilað 20 milljörðum
—«_____ króna í ríkiskass-
ann, en niðurstað-
an er tæpir tveir
milljarðar. Eftir
erfiða framvindu
gaf Davíð Odds-
son, forsætisráð-
herra, það loks út í
Kastljósi Sjón-
varpsins í gær að
litlar líkur væru á
sölu að sinni.
Ljóst er að um
áfall er að ræða
fyrir ríkisstjórn-
ina. Geir H. Haar-
de og Sturla Böðvarsson, ráðherr-
ar ríkisstjórnar, hafa t.a.m. báðir
sagt opinberlega að fjármögnun
verkefna í samgöngumálum
byggðist að hluta á árangrinum.
Fyrir almenningsútboð á 24%
hluta í september höfðu ráðamenn
í ríkisstjórn og einkavæðingar-
nefnd lýst því yfir að kjörin væru
hagstæð. Sú opinbera skoðun
breyttist ekki verulega þrátt fyrir
slaka niðurstöðu. Síminn var
skráður á Tilboðsmarkað Verð-
bréfaþings og rætt um að væntan-
leg eftirspurn frá kjölfestufjár-
festum myndi glæða áhuga al-
mennings. Ýmsir sem standa mál-
inu nærri hafa þó orðið til að gagn-
rýna söluferlið.
„Eftir á að hyggja sýnist mér að
það hefði verið skynsamlegra að fá
kjölfestufjárfestinn inn í fyrirtæk-
ið áður en almenningsútboðið var
HREINN STURLA DAVÍÐ
Sagði af sér í lok janúar. Búnaðarbankanum mis- Stjórn Símans ábótavant
tókst.
haldið," sagði Þórarinn V. Þórar-
insson, þáverandi forstjóri, sköm-
mu eftir útboðið. Með þessum um-
mælum bakaði forstjórinn sér
skörp andsvör frá Sturlu Böðvars-
syni og Hreini Loftssyni, þáver-
andi formanni einkavæðingar-
nefndar. Búnaðarbankinn, sem
annaðist söluna, sagði að verðið
hefði verið of hátt. Sturla átti orða-
stað við bankann út af þessu. Ráð-
herra sagði söluvöruna ekki hafa
verið vandamálið heldur bankann.
Ýmsir höfðu orð á því að mistök
hefðu verið að láta PWC sem helst
er þekkt fyrir endurskoðunar-
starfsemi að verðleggja Símann.
Það sjónarmið kom einnig fram að
óeðlilegt væri að fag- og kjölfestu-
fjárfestar ættu kost á meiri og
betri upplýsingum um fyrirtækið
en almennir fjárfestar.
Það er haft til marks um frekari
vandkvæði að margir þeirra sem
keyptu í almenningsútboðinu á
genginu 5,75 hafa síðan talið hag
sínum best borgið með því að selja
á lægra verði á markaði. Hagstæð-
asta kauptilboð á Verðbréfaþingi
er nú 5,10 krónur á hlut og hefur
farið stöðugt lækkandi frá miðjum
desember. Þetta þýðir að einstak-
lingur sem keypti fyrir 100.000
krónur í september fengi nú til
baka tæpar 89.000 krónur.
Fjölmörg óbindandi tilboð í
kjölfestuhlutinn bárust í lok októ-
bermánaðar. „Það er ekki nema
eitthvað verulega athugavert komi
í ljós í áreiðanleikakönnun að
menn lækka tilboð sitt frá því sem
þeir hafa boðið,“ sagði Hreinn
Loftsson. Þegar hann sagði starfi
sínu lausu í lok síðasta mánaðar
var honum að líkindum ljós nei-
kvæð afstaða þess fyrirtækis sem
hann hafði átti þátt í að velja sem
kjölfestufjárfesti.
Fréttabann var á framvindu
viðræðna einkavæðingarnefndar
við TDC í janúarmánuði. PWC
sendi bréf fyrir hönd einkavæð-
ingarnefndar í síðustu viku til TDC
þar sem yfirlýsing Dananna um að
viðræðum hefði verið slitið var
hörmuð. Ekkert hafði þá heyrst op-
inberlega frá PWC um Símasöluna
frá því sl. haust. Því var mótmælt
að viðræðum hefði verið slitið.
Annarsvegar var tilkynnt að einka-
væðingarnefnd myndi innan
skamms halda til fundar við TDC
með ársreikning Símans 2001 í
farteskinu. Hinsvegar var tilkynnt
að aðrir kaupendur væru áhuga-
samir sem nefndin áskildi sér rétt
til að ræða við. Talið er víst að þar
sé helst átt við Providence, einn
eiganda Western Wireless, aðaleig-
anda Tals hf.
TDC mun samkvæmt yfirlýs-
ingu sinni ekki greiða 10 milljarða
fyrir fjórðungshlut í Símanum.
Tekur fyrirtækið þar hugsanlega
mið af því að heildarverðmæti
Símans samkvæmt genginu 5,10 á
tilboðsmarkaði VÞÍ er 35 milljarð-
ar, en ekki 40. Fjórðungur verð-
leggst því á 8.750 milljónir. Hall-
dór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, sagði við blaðið í síðustu
viku að 10 milljarðar króna væri
lágmarksverð.
mbh@frettabladid.is
Grænmetisbóndi fékk hugmynd úr Familie Journalen:
Danskir sniglar í
Biskupstungurnar
—♦—
Hundruð manna í Téténíu
efndu til mótmælafundar á
laugardaginn fyrir utan skrifstof-
ur héraðsstjórnarinnar í Grosní.
Krafðist mannfjöldinn þess að
Rússar létu lausa um það bil 400
manns, allt óbreytta borgara sem
Rússar handtóku í viðamiklum
lögregluaðgerðum nýlega.
*
Irönsk stjornvöld létu loka
skrifstofum afganska stríðs-
herrans Gulbuddin Hekmatyar,
sem hefur verið andvígur bráða-
birgðastjórninni í Afganistan.
Hekmatyar hafði skrifstofur
bæði í Teheran, höfuðborg írans,
og borginni Mashhad í austur-
hluta írans nálægt landamærum
Afganistans.
landbúnaður Jakob Narfí Hjalta-
son, grænmetisbóndi í Biskups-
tungum, ætlar að hefja snigla-
rækt á búi sínu í sumar. Hann hef-
ur fengið tilraunaleyfi. Fyrstu
dýrin eru væntanleg á markað um
mitt næsta ár.
Jakob segist hafa fengið hug-
myndina að sniglaræktinni fyrir
allnokkrum árum. „Ég var að lesa
hió ágæta danska tímarit Familie
Journalen og sá þá viðtal við konu
sem ræktar snigla. Ég hef hitt
hana nokkrum sinnum og býst við
að kaupa um 2000 dýr af henni til
að flytja inn í sumar,“ segir hann.
Jakob segist stefna að því að
framleiða á bilinu 100 til 250 kíló
af sniglum á ári. Hann er ekki viss
hversu mikill markaður er fyrir
sniglana. Hins vegar hafi á bilinu
500 til 1000 kíló verið flutt inn ár-
lega.
Aðspurður segist Jakob ekki
hafa nákvæmar upplýsingar um
sniglaverð á markaði hér: „Fyrir
nokkrum árum sá ég tólf snigla í
bakka í Kaupfélaginu á Selfossi.
Kílóverðið á þeim var á fimmta
þúsund krónur. En ég hef ekki
komist að neinum verðum ennþá.
Þetta verður aðeins aukabúgrein
hjá mér og sniglarnir eiga að geta
lifað á því sem til fellur hjá mér.
Þannig að rekstrarkostnaðurinn
er ekki svo mikil,“ segir hann. ■
Stuðningur Svía við
evruna aldrei meiri:
53 prósent
segðu já
EVRAN Stuðningur Svía við að taka
upp evruna hefur aldrei verið
meiri. 53 prósent Svía myndu sam-
þykkja evruna ef til þjóðarat-
kvæðagreiðslu kæmi. Þetta kemur
fram á fréttavef Finanstidningen.
34 prósent Svía myndu segja nei
við evrunni. Þrettán prósent eru
óákveðnir. Á fréttavef Samtaka
Iðnaðarins kemur fram að munur-
inn hafi aldrei verið meiri en nú er.
Auki það líkurnar á því að sænska
ríkisstjórnin efni til þjóðarat-
kvæðagreiðslu á næsta ári, ems og
Göran Person hafi gefið í skyn rétt
fyrir áramót. ■