Fréttablaðið - 12.02.2002, Qupperneq 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
12. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Spá breskra sérfræðinga:
Fjöldi efitirlitsmynda-
véla mun tífaldast
Breskir vísindamenn:
Efast um
hóstasaft
heilsa Vísindamenn við Bristol há-
skóla á Englandi segjast hafa mikl-
ar efasemdir um virkni hóstasafts.
Rannsökuðu þeir 2000 sjúklinga
sem allir áttu við hóstavandamál
að stríða. Voru sjúklingarnir ann-
ars vegar látnir taka inn venjulegt
hóstasaft og hins vegar gervi-
hóstasaft. 15 próf voru tekin og í
níu þeirra virkaði hóstasaftið ekk-
ert betur en gervi-hóstasaftið, að
því er fréttavefur BBC greindi frá.
„Ekki er hægt að mæla með notk-
un hóstasafts fyrir sjúklinga mið-
að við nýfengin sönnunargögn,"
sagði í niðurstöðum rannsóknar-
innar. ■
tækni Sérfræðingar í Bretlandi
reikna með því að fjöldi eftirlits-
myndavéla í landinu muni tífald-
ast á næstu fimm árum. Ástæðan
mun vera aukin útbreiðsla staf-
rænna eftirlitsmyndavéla. Slíkar
myndavélar ná skýrari myndum
og geta skráð fleiri gögn en þær
myndavélar sem notaðar hafa
verið hingað til. „Gömlu mynda-
vélarnar gátu aðeins skráð um 5%
af því sem var á seyði. Aftur á
móti geta nýju stafrænu vélarnar
myndað allt og gæðin eru upp á
það allra besta,“ sagði Oliver
Vellacott, forstjóri IndigoVison,
fyrirtækis sem hannar eftirlits-
kerfi, í samtali við fréttavef BBC.
Einnig mun vera hægt að sam-
ræma nýju vélarnar til að láta
þær vinna saman í einu kerfi, eitt-
hvað sem ekki var hægt með þær
gömlu.
Samkvæmt nýjustu tölum er
meðalborgarinn í Bretlandi
myndaður af eftirlitsmyndavél
300 sinnum á dag. 25 milljónir eft-
irlitsmyndavéla eru í notkun úti
um allan heim. Af þeim eru 2,5
milljónir up'p við í Bretlandi. ■
EFTIRLITSMYNDAVÉL
Nú á tímum „býst" fólk við því að vera myndað á opinberum stöðum.
Afkoma Úterðarfélags
Akureyringa:
Tap en þó
besta ár í
sögunni
uppgjör Rekstur ÚA skilaði 87 millj-
óna króna tapi árið 2001. Guðbrand-
ur Sigurðsson, forstjóri, segir árið
hið besta í 56 ára sögu félagsins þrátt
fyrir tapið. Mikil-
vægt sé að horfa til
1.300 milljóna veltu-
fjár frá rekstri sem
rúmlega tvöfaldist
frá fyrra ári. „Það er
mjög mikil fjár-
munamyndun í
rekstrinum og ytri
aðstæður óvenju góð-
ar, bæði hvað varðar
markaði fyrir afurðir
félagsins og gengi
gjaldmiðla.“ Erlend
lán sem hækkuðu
vegna veikingar krónunnar á árinu
dragi hinsvegar niður heildarniður-
stöðu ársins. Gengistap vegna þessa
var tæpur milljarður króna. Hagnað-
ur fyrir afskriftir og fjármagnsliði
jókst um 77% á milli ára, úr 958
milljónum árið 2000 í 1.698 milljónir
á því síðasta.
„Stefnan er að halda áfram á
sömu braut á yfirstandandi ári og
við gerum ráð fyrir að vergur hagn-
aður og veltufé frá rekstri félags-
ins haldi enn áfram að aukast," seg-
ir Guðbrandur. ■
GUÐBRANDUR
SIGURÐSSON
Veiking krón-
unnar árið 2001
var tvíeggjuð
fyrir útflutnings-
fyrirtaeki.
VIÐSKIPTI
Bæjarmálafélag Seltjarnarness
hefur samþykkt framboðslista
Neslistans fyrir bæjarstjórnar-
kosningar. Efstu sætin réðust í
prófkjöri í nóvember. Þau skipa
Guðrún Helga Brynleifsdóttir,
Sunneva Hafsteinsdóttir, bæjar-
fulltrúi og Árni Einarsson. Næstu
sæti skipa Stefán Bergmann og
Nökkvi Gunnarsson. Neslistinn
hefur nú tvo fulltrúa af sjö í bæj-
arstjórn. Annar þeirra, Högni
Óskarsson, hættir í vor.
Bretar tortryggja
ágæti bólusetningar
Grunur leikur á að bólusetning barna gegn rauðum hundum, hettusótt og mislingum valdi ein-
hverfu. Þrjú bóluefni í einu of stór skammtur fyrir lítil börn? Bresk heilbrigðisyfirvöld reyna að
sannfæra almenning um ágæti bólusetninga.
bólusetningar Almenningur í Bret-
landi hefur undanfarin misseri tor-
tryggt bólusetningar við barna-
sjúkdómum meira en aðrar þjóðir.
Tortryggnin beinist einkum að
bólusetningu gegn rauðum hund-
um, hettusótt og mislingum. Eink-
» um óttast fólk að
þessi bólusetning
geti valdið ein-
hverfu. Sums stað-
ar í Englandi láta
einungis 80 pró-
sent foreldra bólu-
setja börn sín gegn
Einkum óttast
fólk að þessi
bólusetning
geti valdið
einhverfu.
—*—
þessum þremur sjúkdómum.
Árið 1988 var fyrst byrjað að
bólusetja gegn þessum þremur
sjúkdómum samtímis. Nú tíðkast
þessi bólusetning í níutíu löndum.
Til þess að tryggja viðunandi
árangur eru börnin bólusett tvis-
var. í Bretlandi fá börn fyrri
sprautuna á aldrinum 12 til 15
mánaða. Seinni sprautuna fá þau
svo áður en þau byrja í skóla.
Hér á landi eru börn bólusett
gegn þessum þremur sjúkdómum í
fyrra skiptið við 18 mánaða aldur
og svo aftur þegar þau eru níu ára.
Árið 1998 kom breskur læknir,
dr. Andrew Wakefield, fyrstur
manna fram með þá tilgátu að
þessi bólusetning geti valdið ein-
hverfu. Hann segir hættuna stafa
af því að veirurnar þrjár séu not-
aðar saman. Sumir læknar telja
þrjár veirur of stóran skammt fyr-
ir börnin í einu. Dæmi séu til þess
að börn hafi veikst alvarlega af
þeim sökum. Auk þess hefur verið
FORSÆTISRÁÐHERRANN styður bólusetningar
Tony Blair er nýkominn úr ferðalagi til Afríku
bent á að einhverfa greinist oft á
þriðja ári, sem er grunsamlega
stuttu eftir fyrri sprautuna.
Bresk heilbrigðisyfirvöld
halda því statt og stöðugt fram að
bólusetningin sé hættulaus. Engar
sannanir séu um hið gagnstæða.
Þau eru núna að fara af stað
þar sem hann hitti m.a. forseta Senegals. Heii
brigðisyfirvalda fyrir bólusetningum.
með herferð þar sem þau hvetja
fólk til að láta bólusetja börnin
sín. Lögð er sérstök áhersla hættu
á faraldri þessara sjúkdóma ef
fólk lætur ekki bólusetja börnin
sín. Heilbrigðisyfirvöld benda á
að þessir þrír sjúkdómar séu ekki
aldeilis skaðlausir. Þeir geti vald-
fyrir beið hans m.a. þátttaka í herferð heil-
ið fæðingargöllum, heilaskaða,
lungnabólgu og ófrjósemi. Tony
Blair forsætisráðherra fer í farar-
broddi þeirrar herferðar. Á
heimasíðu forsætisráðuneytisins
er til dæmis að finna bækling heil-
brigðisyfirvalda um bólusetning-
arnar. ■
Naglaskóli Professionails
Innritun í síma: 588 8300
Inga Þyri ÞórSardóttir
naglafræSingur útskrifaS-
ist fró naglaskóla
Professionails í september
2000. Hún starfar viS
naglaósetningar ó
snyrtistofunni Greifynj-
unni í Árbæ tímapantanir
í síma 587 9310.
Umsögn: Góö vinna með námi,
sveigjanlegur vinnutími, góð laun og
skemmtileg vinna. PROFESSIONAILS
naglaskólinn er frábær skóli.
Vinstri grænir í Reykjavík:
Félagsfólk beðið
um tilnefningar
framboðsmál Á næstunni munu
félagsmenn hjá Vinstri grænum í
Reykjavík fá bréf frá sjö manna
uppstillingarnefnd félagsins. í
bréfinu verða félagsmenn beðnir
um að tilnefna þá frambjóðendur
sem þeir vilja að verði í kjöri fyr-
ir flokkinn á R-listanum. Sigríður
Stefánsdóttir formaður félags
Vinstri grænna í borginni segir
uppstillingarnefnd muni síðan
vinna úr þeim tilnefningum sem
fram koma. Hún segir að nefndin
hafi síðan heimild til að leita á ný
til félagsmanna um röðum manna
í sæti ef það verður talið nauð-
synlegt. Það sé vegna þess að fé-
lagsmenn merkja ekki þá sem
þeir tilnefna í einhver ákveðin
framboðssæti. Uppstillingar-
nefnd mun síðan leggja tillögur
sínar um skipan framboðslistans
fyrir félagsfund.
Formaður Vinstri grænna í
borginni segir að það sé stefnt að
því að niðurstaða í framboðsmál-
um flokksins liggi fyrir eigi síðan
en 23. febrúar n.k. Hún áréttar þó
að sú dágsetning megi þó ekki
verða til þess að setja einhverja
pressu á það lýðræðislega verk-
lag sem flokkurinn hefur ákveðið
að viðhafa við val á sínum fram-
bjóðendum. Um 300 - 400 manns
eru í félagi Vinstri grænna í borg-
inni. ■
Kramnik:
Tilbúinn
að mæta
Fischer
skák Viðtal Egils Helgasonar við
Bobby Fischer hefur vakið athygli í
skákheiminum. Fyrrum heims-
meistari í skák, Vladimir Kramnik,
hefur mikið dálæti á hæfileikum
Fischers. f frétt á heimasíðu
Kramniks er sagt frá viðtalinu við
Fischer. Þar er tilgreint að Fischer
sé tilbúinn að tefla svokallaða
slembiskák (fischerrandom). í því
felst að dregið er um uppstillingu
aftari taflmannanna í upphafi.
Kramnik er spurður hvort hann
hafi haft samband við Fischer. Hann
svarar því neitandi. „En ég er mjög
áhugasamur að mæta honum við
taflborðið," segir Kramnik. Hann
vill samt ekki taka undir öll sjónar-
mið sem Fischer stendur fyrir og
segist vera ósammála mörgu. ■