Fréttablaðið - 12.02.2002, Side 10

Fréttablaðið - 12.02.2002, Side 10
FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2002 ÞRIÐJUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifíng: Þvertiolti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgaisvæðinu. Fyriitæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingaikostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að biita allt efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. ORÐRÉTT MENNTAMÁLARÁÐHERRA MEÐ Á NÓTUNUM „Ég er þeirrar skoðunar, að mál- staður þeirra tón- listarmanna, sem hér eiga hagsmuna að gæta, eigi skilið betri og málefna- legri málsvara en Jakob Frímann Magnússon. Honum er meira í mun að koma höggi á pólitíska andstæðinga en hafa það, sem sannara reynist. Hann ætti að huga að einkunarorðum hljóm- sveitarinnar Purrkur Pillnikk: Málið er ekki, hvað maður getur, heldur hvað maður gerir.“ Björn Bjarnason á bjorn.is VERÐA GERÐAR LOFTÁRÁSIR? „Hann tekur ekki sönsum. Þeir vilja því miður stríð áfram“ Atli Gíslason, lögmaður Félags ís- lenskra atvinnuflug- manna átti tvo fundi með flugmálastjóra um mál Árna flugstjóra í síðustu viku. Fréttablaðið, 11. febrúar. VERÐI STJÓRNARANDSTÖÐU Á SKAL VÍKJA STJÓRNINNI FRÁ „Það er nauðsyn- Iegt fyrir Reykja- víkurlistann, sem nú er búinn að vera 8 ár við völd, með afskaplega lélega stjórnarandstöðu sem hefur ekkert fram að færa, að endurnýjunin komi innan frá.“ Stefán Jón Hafstein færir rök fyrir því að Samfylkingarfólk eigi að skipta út sín- um borgarfulltrúum og kjósa hann sjálf- an. Fréttablaðið, 11. febrúar. Apótekið, Lyf & heilsa, Heilsuhúsið, Lyfja. 10 Allir eru móðgaðir eða í fýlu Bragi Mikhaelsson er í fýlu. Hann fékk ekki það brautar- gengi í prófkjöri sem hann hafði vænst og taldi sig eiga skilið. Þess vegna íhugar Bragi að fara í sér- ______ framboð. Þar verð- Allir flugmenn u,r, hann jennilega landsins eru aUsraðanðl- Þvl ífúhi verða miklu minm jf líkur á að hann ....... þurfi aftur í fýlu. Ólafur F. Magnússon fór í fýlu. Hann gerði meira en það. Hann hætti í Sjálfstæðisflokknum og býður nú fram með Sverri Her- mannssyni. Þeir eiga það sameig- inlegt að hafa báðir farið í fýlu út í sama flokk og sama fólk. Ein undantekning er á fýlunni. Sturla Böðvarsson er kominn úr fýlu. Þengill Oddsson kraup skrif- lega og át ofan í sig ummæli um samgönguráðherrann. Ummæli sem fáir, eða engir, muna hver voru. Eftir að læknirinn hafði tek- ið til baka löngu gleymd ummæli hætti Sturla að vera í fýlu. Alla vega hvað varðar gleymdu um- mælin hans Þengils. Reyndar hef- ur Sturla næga möguleika aðra til að vera í fýlu. Það standa á honum það mörg spjót. Ekki hefur heyrst hvort afturköllun Þengils á löngu gleymdu ummælum hafa komið honum í fýlu. Hann hefur tekið aftur við sem trúnaðarlæknir. Þó er sá galli á að allir flugmenn landsins eru í fýlu út í Þengil. Reyndar líka Þorgeir Pálsson flugmálastjóra. Þeir eru víst ekk- Málmanna Sigurjón M. Egilsson skrifar um andlegt ástand ert á því að láta Þengil skoða sig og því er alls óvíst til hvaða gagns endurkoma Þengils í starf trú- naðarlæknis verður. Einn er ónefndur. Hann fór ekki bara í mikla fýlu. Hann móðgaðist. Hann gat beitt valdi sínu. Halldór Blöndal móðgaðist illilega við Ögmund Jónasson sem hafði látið illa í þingsal. Hann kall- aði fram í fyrir Halldóri. Þá greip Halldór til valds síns og vítti þing- manninn. Það spaugilega er að Ögmundur var að tala um háttvísi þegar forseta Alþingis var nóg boðið. Það var kannski þess vegna sem Ögmundur var víttur. Það er kannski ekki við hæfi að tala um háttvísi eða sýna háttvísi. ■ Kastljós íjölmiðla hefur ítrekað beinst að Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, vegna um- deildra mála. Þegar ný ríkisstjórn var mynduð áttu fæstir von á því að samgönguráðherra yrði sá ráðherra sem mest mæddi á í fjölmiðlum. Annað átti eftir að koma á daginn. Deilan við þéttbýlið að kom engum á óvart að Sturla Böðvarsson yrði eng- inn sérstakur stuðningsmaður suð-vesturhornsins í embætti. Löng hefð er fyrir því að sam- gönguráðherrar geri vel við sitt kjördæmi og séu jafnframt treg- ir í taumi þegar kemur að sam- göngubótum á höfuðborgarsvæð- inu. Sturla átti í deilum við borg- arstjórn Reykjavíkur um sam- göngubætur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýndi Sturlu fyr- ir vanefndir og hann svaraði full- um hálsi. Samflokksmenn Sturlu í sveit- arstjórnum nágrannasveitarfé- laga Reykjavíkur höfðu fremur hljótt um sig. Gagnrýnin kom frá borgaryfirvöldum og þingmönn- um Reykjavíkur í stjórnarand- stöðu. Það að Sturla væri Reyk- víkingum tregur í taum hafði litl- ar sem engar pólitískar afleiðing- ar fyrir Sturlu. Flokksforystunni var þessi tregða þóknanleg, vegna valda Reykjavíkurlistans í borginni. Sturla styrkti stöðu sína í eigin kjördæmi með sam- göngubótum. Ekkert benti til annars en að þokkalegt logn væri í kringum störf hans. ■ Vandinn að vera yfirmaður flugmála Flugslysið í Skerjafirði mark- aði upphaf tortryggni í garð starfa samgönguráðherra. Málið var afar flókið. Margt benti til þess að ekki hefði verið staðið rétt að því máli af hálfu yfirvalda flugmála. Sturla varði flugmála- stjórn og flugslysanefnd. Að- standendur þeirra sem fórust í slysinu fluttu mál sitt af einurð og festu. Yfirvöld flugmála reyndust ekki trúverðug £ mál- inu. ímynd Sturlu virtist bíða hnekki. Málið var sérlega við- kvæmt og flókið. Hver sem sann- leikurinn er í málinu, tókst yfir- völdum flugmála ekki að eyða tortryggninni sem af hlaust. Gísli S. Einarsson, alþingis- maður, bað um að fá upplýsingar um notkun flugvélar flugmála- stjórnar. Farþegalistum reyndist hafa verið hent. Samkvæmt loft- ferðalögum bar flugmálastjórn ekki skylda til að varðveita far- þegalista. Tregðan við að fá upp- lýsingar um málið var síst til þess fallin að auka traust á yfir- völdum flugmála. í þessum mál- um gekk hnífurinn ekki á milli Sturlu og Þorgeirs Pálssonar, flugmálastjóra. ■ Þengils þáttur Oddssonar að sem hann á erfiðast með innan flokksins er mál Þengils Oddssonar,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins um það þeg- ar Árni G. Sigurðsson fékk ekki heilbrigðisvottorð. Einn heimild- armaður orðar það svo að þar hafi komið hvað skýrast fram sá veik- leiki Sturlu að sjá ekki heildar- mynd þeirra mála sem hann þarf að takast á við. Málið varð allt hið vandræðalegasta. Þengill er vel tengdur inn í flokkinn og því þrýst á Sturlu úr öllum áttum. Þarna kom líka upp brestur í samstarfi flugmálastjóra og ráðherrans. Það er mat margra að sérlega klaufalegt hafi verið af Sturlu að skipta sér af málinu. Slök stjórn- sýsla hafi verið minniháttar þátt- ur málsins. Meiru hafi skipt að standa vörð um orðstír íslendinga á sviði flugöryggismála. Rök sem lutu að flugöryggi og læknis- fræðirök hefðu átt að vega þyngra en stjórnsýsluþátturinn. Sturla var þungorður í garð Þengils eftir birtingu skýrslu nefndar um stjórnsýsluþátt málsins. Niður- staðan er hins vegar sú að við Þengli var ekki hróflað. Heimild- armenn eru á því að sú lausn í óleysanlegu máli hafi verið teikn- uð og hönnuð annars staðar en í samgönguráðuneytinu. ■ Einkavæðingin sem hvarf Mikilvægasta einkavæðing ríkisstjórnarinnar var salan á Símanum. Flest bendir til þess að hún sé farin út um þúfur. Ráðn- ingarsamningur við Þórarin V. Þórarinsson sætir mikilli gagn- rýni. Sturla hefur lýst sig ábyrgan fyrir þeim samningi sem leiddi til þess að Þórarinn fékk 37 milljónir í starfslokasamningi. „Samning- urinn var gerður í samgönguráðu- neytinu og Friðriki Pálssyni sagt að ganga frá honum," segir við- mælandi sem þekkir vel til í stjórn Símans. Það sem einkum var gagnrýnt við sölu Símans var að verðið væri of hátt. Þá var einnig gagn- rýnt að almenningi og stofnana- fjárfestum væri boðið að kaupa, áður en gengið væri frá hver myndi fara með raunveruleg völd í fyrirtækinu. Viðbrögð Sturlu við því þegar þátttaka í útboðinu var dræm, gáfu leiðarahöfundi Morg- unblaðsins tilefni til að setja ofan í við hann. Málið er óleyst, eins og fleiri mál sem komið hafa á borð ráðherrans. „Það má líkja þessu við að hann hrasi við hvern þrösk- uld,“ segir stjórnarþingmaður um feril Sturlu í embætti. Hvernig sem mál þróast á næstunni er mál manna að staða hans í ríkisstjórn- inni sé afar veik. ■ Hrannar Björn er traustsins verður! *\ Akvedinn og traustur dugnaðarmaður Hrannar Björn er enginn hávaðamaður, en hann er dugnaðarmaður, traustur, ákveðinn og áræðinn. Hann er leiðandi í aðgerðum í loftgæðamálum, í forvamarmálum gagnvart sölu tóbaks til ungmenna og hann er einn af frumherjum í baráttunni fyrir flutningi flugvallarins úr miðbænum. Og þannig mætti áfram telja. f m§iu rðð Sluðningsmenn Hrannars Björns Arnarssonar í próíkjöri Samfylkingarinnar fyrir framboð Reykjavíkulistans. Kosningaskrifstofa: Hafnarstræti 20, 2. hæð, sími: 551 8871

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.