Fréttablaðið - 12.02.2002, Síða 16

Fréttablaðið - 12.02.2002, Síða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 12. febrúar 2002 ÞRIÐJUDAÚUR NABBI Þú æðir olltof inn i herbergið mitt ón þess oð banko! Hvoð með að þvo þvottmn sjólfur? sinn Hvað með milt einkalíf? Hvað með að virðo þörf mína fyrir smónæði? PlXAR LiJ SmfíHfíX^ BIO Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Sýnd kl. 5 og 7 m/ísl. tali Igemsar kL 7og9| [POMESTIC kLÍl Iamelie kl. 5, 730 og 101 ImávahlAtur kt. 5Í REGINA kTsj Ielling kL7og9| Sýndkl. 5.30, 8 og 10.30 kl. 10.301 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 |LORD OF THE RINGS kl.6ogl0| jSHALLOW HAl kl. 5.30, 8 og 10.30 j LORD OF THE RINCS urj Drdby /ÐD/™.'" Thx sfM( SA4 0000 • www.smarabio.is Kl. 3.50, 5.55,8 og 10.10 m/ens. tali VIT »4 Kl. 3.50 og 5.55 m/ísL tali «11» IHEARTS IN ATL... kl. 6, 8 og 10.10 [ fRECÍNA kL 350 og555 K-PAX kl. 8 og 10.2o][^i ‘ATLANTIS m/ isL tali OCEANS ELEVEN kl.8 oglo.lo[[HARRYPOTTERm/IsLtaU kL«t|^ VELALAND VELASALA • TÚRBÍNUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavik Sími: 577 4500 velaland@velaland.is FRETTIR AF FÓLKI GEISLANUM THEWHtTE STRIPES: Whit Blood Cells Ekta hjónarokk Annað slagið skjótast upp á yfirborðið menn (og konur) sem sýna það og sanna að það eru ekki verkfærin sem skapa snilldarverkin heldur hendurn- ar sem þau handleika. Alveg eins og menn hafa ekkert við Benz að gera ef þeir kunna ekki að keyra batna lagasmíðar lúð- anna ekkert þó nýjustu hljóð- verstækni og vísindi séu notuð. Hjónakornin í The White Stripes sýna það og sanna með plötu sinni „White Blood Cells“ að rokkið getur skilað sér í gegnum hvaða skítahljómflutn- ingsgræjur sem er eins lengi og það er mallað af einlægni. Hljómurinn er gamaldags og lifandi. Hann spilar einfalt gri- parokk í anda Cream, Kings og lOcc og syngur stundum af slíkri innlifun að hlustandinn fær á tilfinninguna að radd- böndin séu við það að slitna. Hún trommar og hefur vit fyrir því hvenær á að gefa í og hvenær á að slaka á. Lögin eru svöl uppsveifla og allir gömlu rokkfrasarnir notaðir. Niður- staðan er hrein snilld. Þó svo að White Stripes verði seint talin til brautryðjanda hvað tónlistarstefnu varðar, munu allir sem á þau hlusta skynja aö þau eru ekta. Birgir Örn Steinarsson Diesel stillingar Naomi Campeli hefur kært slúð- urblaðið The Mirror fyrir að virða trúnaðarrétt hennar og fyrir að ryðjast inn á einkalíf hennar. Blaðið birti mynd- ir af Campell í fyrra þar sem hún sást yfirgefa AA fund til stuðnings eiturlyfjafíklum. Blaðið hélt því fram að fyrirsæt- an ætti við drykkju- og eiturlyfja- vanda að stríða. Leikstjórinn Robert Altman fékk „lífstíðarafreks“- verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Berlín. Há- tíðin er stærsta kvikmyndahátíð Þýskalands og ein sú virtasta í heim- inum. Þegar hinn 77 ára gamli leik- stjóri tók á móti verðlaununum sagði hann að of snemmt væri að gefa honum slíka gripi. Hann hefði áform um að gera fleiri myndir. Systurnar Kylie og Dannii Minogue segjast ekki hafa tíma til þess að taka upp dúett saman. Dannii segist ekki öfunda stóru syst- ur af vinsældum hennar enda hafi hún sjálf um nóg að snúast. Dannii segir systur sína taka oftar skyndi- ákvarðanir, t.d. hafi foreldrar hennar eitt sinn átt von á henni í kvöldmat þegar hún hringdi og sagðist ekki komast, hún hefði ákveðið að fara frekar til Tælands. Oútgefið lag sem Kurt Cobain söng með hljómsveitinni Earth hefur nú verið gefið út. Lagið var tekið upp 1990, fjórum árum áður en Cobain framdi sjálfsmorð. Það heitir „Divine and Bright" og er að finna á þröngskífunni „Sunn Amps ánd Smashed Guitars" með hljóm- sveitinni Earth. Höfuðpaur þeirra hljómsveitar segist vona að fólk kaupi plötunni vegna þess að það hafi áhuga á Earth, en ekki einung- is til þess að eignast nýtt lag með Cobain. Óhætt er því að álykta að hann verði fyrir vonbrigðum. Hljómsveit andartaksins Það eru fáir sem skilja Einar Orn Benediksson. En það er allt í lagi, hann skilur lítið í sér sjálfur. Nú er kominn út tvöfaldur diskur með Purrki Pillnikk sem inniheldur allt það sem áður var óútgefið á disk. tónlist Nýútkomin tvöföld geisla- plata Purrks Pilnikks, „í augum úti“, inniheldur plöturnar „Googooplex", „Tilf‘, „Maskínan" og „No time to think“. Þar með er allt efni Purrksins fáanlegt á geisladisk. Nú eru 21 ár liðin frá því að Einar Örn Benediktsson gargaði sig inn í hjörtu manna með fyrstu útgáfu Purrksins, „Tilf“, sem er 10 laga sjötomma. Þar með eru jafn mörg ár liðin frá fyrstu útgáfunni og voru frá fæð- ingu hans þegar platan kom út. „Ég er með fína tilfinningu fyrir því,“ segir Einar. „Þegar ég hlusta á þessi lög í dag finnst mér engin önnur sveit hafa náð þess- um stalli, nema kannski Mínus. En það er engin eftirsjá eða for- tíðarreki. Þetta er bara flott og falleg tónlist." Einar var 18 ára gamall þegar Purrkurinn byrjaði. „Ég var í raun og veru að uppgötva hvað það er að koma hugsun sinni á blað, og af blaðinu í míkrafón. Það að læra að koma tilfinningum mínum frá mér og standa svo upp á sviði er minn stærsti skóli. Þetta gerði mig að því að því sem ég hef verið og er í dag. Sá skóli sem Purrkurinn var, var mín fæð- ing. Eftir tóku svo þroska- og uppvaxtarár með Kuklinu og Syk- urmolunum.“ Óhætt er að fullyrða að boð- skapur sveitarinnar hafi virkað hvetjandi á aðra ómótaða tónlist- armenn. Enda slagorð Einars, „Það er ekki hvað þú kannt, held- ur hvað þú gerir“, nægt til þess að rífa hvaða skjaldböku sem er upp úr heimilissófanum og inn í bíl- skúr að rokka. „Vissulega 20 árum síðar finnst mér ég stundum vera bú- inn að segja allt sem ég hef að segja," viðurkennir Einar. „Eg er búinn að segja þetta einu sinni og þarf ekki að segja þetta aftur. Ef fólk náði þessu ekki í fyrsta skipt- ið, þá er það bara „æ,æ, ekki mér að kenna“. En á öllum þessum tíma held ég að ég hafi ekki end- urtekið mig.“ Einar er að eigin sögn þessa dagana að læra að semja tónlist í fyrsta skiptið sjálfur. „Ég hef verið að reyna mig áfram í þeirri list að búa til takta og vinna þá áfram með Bibba úr Curver. Eg er ekkert endilega að búa til hljómplötu, bara að sjá hvort ég geti samið eitthvað sem gæti orð- ið að lagi. Hingað til hef ég ekki lært á neitt hljóðfæri og bara samið eitt lag, einu sinni fyrir Tappa Tíkarass." Óg hvernig gengur? „Þetta er PURRKUR PILNIKK Er jafn fræg fyrir tónlist slna og slagorðið „Það er ekki hvað þú kannt, heldur hvað þú gerir" sem Einar Örn yrti svo eftir- minnilega í kvikmyndinni Rokk i Reykjavík. náttúrulega algjör „Killer“. Þetta er það besta sem hefur gerst síð- an Purrkurinn hætti. Sumir vilja meina að ég sé ekki tónlistarmað- ur. Ég tek því fagnandi. Sumir skilja ekki enn hvað ég geri. Ég tek því líka fagnandi, sjaldnast veit ég sjálfur hvað það er sem ég geri. Eg held *ið það skipti miklu máli að láta andartakið ráða. Purrkur Pillnikk var hljómsveit andartaksins. Síðan þá hef ég vanalega ekki legið of lengi yfir hlutunum, því ef ég hef gert það hefur komið svolítið „dauðeldis- lykt“ af þeim.“ biggi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.