Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN LANDSSÍMI fSLANDS Meirihluti netverja telur að stjórn Landssímans í heild sinni ætti að segja af sér. Eiga þeir stjómarmeðlimir Lands- símans sem eftir eru i stjóm að fara að dæmi hinna sem sögðu af sér? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Á Orkuveitan að gerast kjölfestufjárfest- ir í Landssímanum? Farðu inn á vlsi.is og segðu þlna skoðun fSLANDSBANKI Forsvarsmenn Hlutabréfamarkaðarins hf. hyggjast gefa hluthöfum útboðslýsingu eft- ir á til að bæta fyrir mistök sín. Aminna Hlutabréfamark- aðinn hf. vegna brots: Utboðslýsing gleymdist verðbréf Hlutabréfamarkaðurinn hf. hefur verið áminntur af Verð- bréfaþingi íslands vegna tvöfalds brots á reglum um verðbréfavið- skipti í tengslum við hlutafjárút- boð í desember sl. Annars vegar vanrækti sjóðurinn að tilkynna þinginu um skráningu nýju hlut- anna á þingið og hins vegar vegar gaf sjóðurinn ekki út útboðslýs- ingu í tengslum við útboðið. Rétt fyrir áramót voru seld ný hluta- bréf fyrir 36,4 milljónir króna að nafnvirði, eða um 140 milljónir á núverandi gengi. Blaðið fékk þær upplýsingar frá þinginu að opin- ber áminning yrði látin duga. Eng- inn hluthafi mun hafa leitað réttar síns vegna málsins. Því er haldið fram í yfirlýsingu frá sjóðnum að enginn hluthafa hafi skaðast. Vandséð væri að leyndar upplýsingar gætu komið fram í útboðslýsingu þar sem gengi sjóðsins á hverjum tíma ákvarðist alfarið af skráðri hluta- bréfaeign. Friðrik Magnússon, sjóðsstjóri, sagði mannlegum mis- tökum um að kenna, einfaldlega hafi láðst að uppfylla reglurnar. Markaðsverðmæti sjóðsins er um 560 milljónir króna. Hlutir í bandarísku fyrirtækjunum Microsoft, IBM og Pfizer eru á meðal helstu eigna. Handbært fé var 108 milljónir króna í árslok sem er um 80 milljóna lækkun frá fyrra ári. ■ FRÉTTABLAÐIÐ 22. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR Reykj avíkurhöfn: Eldur í Eldborg eldsvoði Eldur kom upp ljósavél í vélarrúmi loðnuskipsins Eldborgar RE-241 í Reykjavíkur- höfn á fjórða tímanum í gær. Engan sakaði. Þrír dælubílar og tveir sjúkra- bílar frá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins voru sendir niður á miðbakka þar sem Eldborg ligg- ur. Menn úr áhöfn skipsins höfðu í millitíðinni sett á sig reykgrím- ur og kannað ástandið eins og þeim var unnt. Mikinn reyk lagði ELDBORG Slökkiliðsmenn búa sig undir að störf um borð í Eldborgu. upp úr vélarrúminu en slökkvi- liði gekk greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Síðan var skipið reykræst. Ekki var hægt að segja til um upptök eldsins í gær. Eldborgin hefur verið til viðgerðar í Reykjavík í um tvo mánuði. ■ Fíkniefni finnast í Kópavogi: Tveir teknir eftir húsleit lögreglumál Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í gærkvöldi eftir að hafa fundið nokkurt magn fíkni- efna við húsleit. Húsleit var gerð í íbúðarhús- næði og bílskúr í Kópavogi um níu- leytið í gærkvöldi. Þar fannst nokk- uð magn af maríúanarettum og „hvítum efnum“. Ekki fengust ná- kvæmar upplýsingar um hversu mikið magn fíkniefnanna væri. Það var þó sagt „meira en mætti ætla til einkanota" Tveir menn sem hafa áður kom- ið við sögu lögreglunnar voru hand- teknir í kjölfar húsleitarinnar. ■ Ríkissaksóknari vill gögn um Þjóðmenningarhús Forsætisráðuneytið segir máli forstöðumanns Þjóðmenningarhússins lokið. Forstöðumaðurinn heldur embætti sínu eftir að upp hafa komið ámælisverðir hlutir varðandi greiðslur til hans og eiginkonu hans. Lögreglu- og skattayfirvöld vilja lítið segja um málið. stjórnsýsla Embætti ríkissaksókn- ara óskaði í gær eftir að fá greina- gerð Ríkisendurskoðunar um emb- ættisfærslur Guðmundar Magnús- sonar, forstöðumanns Þjóðmenn- ingarhúss. í greinagerðinni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við rekstur hússins og stjórn Guð- mundar. Bogi Nilsson ríkissak- sóknari sagði að í * því ljósi væri fylls- Yfirmaður ta ástæða til að efnahags- skoða málið nánar. brotadeildar Hann sagðist ekk- Ríkislögreglu- ert hafa meira um stjóra, vildi málið að segja á ekkert tjá sig þessari stundu. um málefni Embættið kallaði Þjóðmenning- eftir greinargerð- arhússins þeg- inni að eigin frum- ar eftir því var kvæði. leitað. Af hálfu forsæt- ^ isráðuneytisins verður ekki að- hafst frekar í máli Guðmundar. „Það er ekkert í þessu sem kallar t.d. á lögreglurannsókn. Við förum eftir áliti og niðurstöðum Ríkisend- urskoðunar í þessu máli. Það er mat Ríkisendurskoðunar að málið sé fullrannsakað og ekki þörf á frekari rannsókn," sagði Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um málið í gær. Sigurður Þórðarson, ríkisendur- skoðandi, segir ekki sitt hlutverk að segja til um hvort málinu sé lok- ið. „Það er ráðherrann, eða ráðu- neytið sem tekur ákvörðun um það,“ sagði hann. Forsætisráðherra hefur beint því til Ríkisendurskoð- unar að sjá til þess að ný og betri vinnubrögð verði viðhöfð í Þjóð- menningarhúsinu. „Þetta þýðir ef- laust að við munum sjá til þess að verklag hluta sem athugasemdir ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Ríkissaksóknari hefur óskað eftir gögnum varðandi rekstur Þjóðmenningarhússins. Málinu mun hafa verið lokið að hálfu forsætisráðu- neytisins með bréfi ráðherra til forstöðumanns Þjóðmenningarhússins. voru gerðar við verði komið í lag og ákvörðunarferlar þarna innan- dyra teknir til endurskoðunar," sagði Sigurður og bætti við að séð yrði til að ekki yrði brugðið út af nýja verklaginu. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, vildi ekkert tjá sig um málefni Þjóðmenningarhússins þegar eftir því var leitað. Aðspurð- ur sagði hann þó að ekki þyrfti að vísa málum sérstaklega til deildar- innar til að þau væru tekin upp heldur hefði embættið það í hendi sér. Skúli Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknarstjóri, sagði embættið ekki hafa einstaklinga utan at- vinnurekstrar til rannsóknar nema það tengdist atvinnurekstri af ein- hverju tagi. „Ég vil samt ekki tjá mig sérstaklega um þetta mál og finnst ólíklegt af þeim upplýsing- um sem fram hafa komið í fjölmiðl- um að það komi á borð hér,“ sagði hann. Heimildir blaðsins herma að ríkisvaldið vilji fara sér hægt í að segja mönnum upp störfum vegna mála sem upp kunna að koma. Þá kveði stjórnsýslulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á um að áður en hægt sé að reka opinbera starfsmenn þurfi þeir að hafa hlotið áminningu. Ágústi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga var sagt upp störfum árið 2000 vegna gruns og ásakana um misferli, en var svo sýknaður af tveimur ákæruatriðum af þrem- ur. Hann var þó sakfelldur fyrir að taka við greiðslum án samþykkis kjaranefndar. í máli Ágústar var gerð athugasemd við eina greiðslu upp á 450 þúsund krónur. Ríkisend- urskoðun gerði athugasemd við greiðslur fram hjá kjaranefnd upp á tæpar 3,3 milljónir króna til Guð- mundar Magnússonar. oli@frettabladid.is í Austurveri 8:00 á morgnana til miðnættis Guðmundur Magnússon: Ber af sér sakir en játar þó yfirsjónir LV Lyf&heilsa B £ T R I L i 0 stjórnsýsla Guðmundur Magnús- son, forstöðumaður Þjóðmenningar- hússins, segir í yfirlýsingu að hann taki fullt mark á aðfinnslum Ríkis- endurskoðunar. Hann ber af sér sumar sakir en játar þó jafnframt yfirsjónir. Guðmundur segir að sér hafi ekki verið ljóst að sérfræðistörf hans fyrir Þjóðskjalasafn íslands heyrðu undir ákvæði starfsmanna- laga um að umsagnar kjaranefndar væri þörf. Þá viðurkennir Guð- mundur að störf eiginkonu hans fyrir Þjóðmenningarhúsið gætu hafa skapað óþægileg úrlausnar- efni. Hann áréttar þó að ýmis dæmi séu fyrir að maki forstöðumanns starfi á sama vinnustað. Misræmi í akstursdagbók rekur hann til mis- minnis þar sem bókin hafi stundum verið færð eftir á. Óbein lán með ávísunum í sjóði segir Guðmundur yfirsjón. Hann átelur jafnframt skrif um ferð hans til Skotlands sem skemmtiferð en óvæntar persónulegar ástæður vegna neyðarástands í fjölskyldu hans hafi orðið til að hann þurfti að breyta ferðafyrirkomulagi. ■ Dalvíkurletti framseldur: Sendur úr landi dómsmál Hæstiréttur hefur úr- skurðað að lettneskur karlmaður sem grunaður er um þrjú morð í heimalandi sínu verði framseldur þangað. Þar sneri Hæstiréttur dómi héraðsdóms. Héraðsdómur taldi að hætta kynni að vera á að Lettinn yrði látinn sæta dauðarefsingu fyr- ir elsta brotið. Það var framið meðan dauðarefsins var enn í lögum þarlendis. Óheimilt er að framselja menn héðan nema tryggt sé að þeir verði ekki látnir sæta dauðarefsingu. Dauðarefsing hefur verið afnumin í Lettlancii og heimi- laði Hæstiréttur því framsalið. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.