Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 10
FRt 1 FABt ADtÐ 10 FRETTABLAÐIÐ 22. febrúar 2002 FÖSTUDACUR Þjóðmenning í Þjóðmenningarhúsi Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendíngarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS~1 Hingað til hef ég talið Þjóð- menningarhúsið grafhýsi fyr- ir úrelta sjálfsmynd þjóðarinnar. Starfsemin í húsinu hefur miðast við að vera sviðsmynd fyrir ávörp Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og Ólafs Ragnars Grímsson- ar forseta um ágæti íslenska kyn- stofnsins. Okkur, sem fáum ekki boðsmiða á uppistand þeirra fé- laga, hefur verið boðið að skoða sviðsmyndina yfirgefna. Þar hefur mátt sjá dúkkur í gervi gjörvileg- ustu fslendinga sögunnar og þeirra sem hafa þjáðst mest svo þessi ein- staka þjóð mætti blómstra á vor- um dögum. Inntakið er velþekkt. Landafundaþjóðin, sagnaþjóðin sem þjáðist af harðindum um tíma en reis síðan tvíelfd undan útlendu oki og hefur á vorum dögum sigr- að allt nema Eurovision. Ég var sem sagt búinn að gefa upp vonina um að gæslumönnum Þjóðmenningarhúss myndi auðn- ast að draga fram einhvern þátt ís- lenskrar menningar sem enn væri á lífi og enn ætti erindi til okkur. Mér var því skiljanlega létt þegar upp komst um Guðmund Magnús- son, forstöðumann hússins. Hon- um hefur af natni tekist að við- halda einu veigamesta einkenni ís- lenskrar menningar; opinberri embættisfærslu í anda lénsveldis. Guðmundur leit ekki svo á að hann væri í ákveðnu starfi. Honum hafði hlotnast ákveðin aðstaða. Og hann nýtti hana sjálfum sér til hagsbóta. “ JÓNAS SKRIFAR: Vangavelta Gunnar Smári Egilsson skrifar um þjóðlega embættisfærslu Guðmundar Magnússonar, forstöðumanns Þjóðmenningarhúss. Það er leiðinlegt hvað þessi starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur farið leynt. Hún er miklu mikilvægari en þær tuggur sem Björn Björnsson, Savana-tríó-mað- ur, hefur sett fram með tækni leik- munadeildar Ríkissjónvarpsins. Nú er lag að fá Björn til að draga fram raunveruleg verk Guðmund- ar og setja þau fram í sýningarsöl- um hússins. Þar mætti sjá brúðu af Guðmundi og eiginkonu hans, sem hann réð til allra verka, og vini þeirra, þjóðskjalaverðinum. I gler- kössum mætti sýna akstursdagbók Guðmundar og verktakareikninga. Síðan geta menn velt fyrir sér að hleypa Símamálinu í einn sal og breyta Hannesar stofu Hafstein í Árna stofu Johnsen. Þetta er okkar þjóðmenning. Við eigum ekki að fela hana heldur draga hana fram og læra að elska hana. ■ INNHERJAR Er spillingin alls staðar? Helga hringdi: Hún segist uggandi yfir ástand- inu í þjóðfélaginu og finnst allt of lítið heyrast í fólki vegna þess. Hún segist velta því fyrir sér hvort spillingin sé alls staðar. „Er það þannig að ef einhvers staðar er velt við steini þá kemur spillingin í ljós. Eru allir að stinga undan sem geta?“ Helga segist velta því fyrir sér hvort þeir sem komist til valda fari strax að hugsa um það hvernig þeir geti svindlað, þingmenn, borg- arfulltrúar og svo opinberir stjórn- endur. „Þetta er ekkert annað en þjófnaður sem þessir menn eru að framkvæma," segir Helga og for- sætisráðherrann ætti að kallast spillingarráðherra að hennar mati. Henni finnst að fjölmiðlarnir ættu að taka á svona málum og að hennar mati hafa þeir ekki staðið sig sem skyldi hingað til. „Það er eins og allir séu hræddir við stjórnvöld og enginn þori að segja neitt.“ Helgu finnst sem þeir sem spyrja spurninganna í sjónvarpi þori ekki að spyrja almennilegra spurninga. „Maður er alltaf að bíða eftir þessum spurningum en þær koma aldrei." ■ Síminn og Enron Sumt er líkt með Símanum og bandaríska stórfyr- irtækinu Enron, sem hafa verið í misjöfnum frétt- um að undanförnu. Hvort tveggja starfar á jaðri tveggja heima, Enron keypti og seldi einkavæð- ingu orkugeirans og Síminn hefur um nokkurt skeið rambað á barmi einkavæðingar. Hvorki-né staðan er önnur rót vandamála fyrir- tækjanna tveggja og eigenda þeirra. í tilviki Símans er farið að losna um tiltölulega fast mótað- ar siðareglur og gildismat ríkisrekstrar, án þess að í staðinn hafi fest rætur tiltölulega fast mótaðar siðareglur og gildismat einkarekstrar. Önnur rótin er lífsspeki græðginnar, sem hefur að bandarískri fyrirmynd rutt sér til rúms meðal forréttindastétta beggja vegna hafs. Menn hafa tekið trú á klisjuna um, að gróði eins sáldrist til allra hinna. Taumlaus sjálfsbjargarviðleitni eins efli efnahagslífið og magni hag fjöldans. Þegar lífspeki græðginnar fer saman við losara- legt umhverfi fyrirtækja á breytingaskeiði, verður til eins konar Villta vestrið, þar sem valdamenn fyrirtækjanna sýna ótrúlegt hugmyndaflug við að misnota aðstöðu sína til að skara eld að eigin köku og við að réttlæta framferðið opinberlega. Þriðja rótin felst í tengslunum við pólitíkina. Hér heima eru raunar allir málsaðilar komnir til skjalanna á pólitískum forsendum frekar en mál- efnalegum. í flestum tilvikum eru þeir innstu koppar í búri stjórnmálaflokksins, sem mesta áherzlu leggur á sjálfsbjargarviðleitni. Vandinn byrjar í sjálfri einkavæðingarnefnd- inni, sem hefur látið undir höfuð leggjast að setja skorður við lausunginni, sem hefst þegar í aðdrag- anda einkavæðingar og magnast gegnum allt ferli hennar. Undir verndarvæng einkavæðinganefndar leikur óheft sjálfsbjargarviðleitni lausum hala. Sjálfur formaður einkavæðingarnefndar gaf tóninn með því að láta greiða sér laun fyrir meinta ráðgjöf, er voru margfalt hærri en þau, sem hann fékk fyrir formennskuna sjálfa. Önnur gæludýr „ Ekki er von á góðu, þegar pólitísk gæludýr með hugmyndafrœði síngirninnar ífarteskinu koma að eftirlitslausum ríkisfyrirtækjum, sem eru að breytast í einkafyrirtœki. “ einkavæðingarinnar hafa tekið sér þá aðferð til fyrirmyndar. Eftir höfðinu dansa limirnir. Stjórnarmenn ríkisfyrirtækja eru valdir pólit- ískt og telja stjórnarlaun sín vera greiðslu fyrir að vera til, en ekki fyrir að gera neitt. Þeir sinna því engu því eftirliti og aðhaldi, sem talið er vera hlut- verk stjórnarmanna í einkafyrirtækjum. Því gátu ráðamenn Símans leikið lausum hala. Ekki er von á góðu, þegar pólitísk gæludýr með hugmyndafræði síngirninnar í farteskinu koma að eftirlitslausum ríkisfyrirtækjum, sem eru að breytast í einkafyrirtæki. Niðurstöðuna höfum við séð í nokkrum tilvikum, en hvergi greinilegar en í Símanum, furðulega reknu fyrirtæki. Af framangreindum ástæðum hefur íslenzk einkavæðing réttilega verið nefnd einkavinavæð- ing. Ráðamenn þjóðarinnar hafa gripið sérhvert tækifæri einkavæðingar til að koma pólitískum gæludýrum sínum fyrir við kjötkatlana. Gælu- dýrin fara síðan hamförum í græðginni. Einkavæðingarnefnd er hluti vandans, en ætti að vera hluti lausnarinnar. Hún ætti að tryggja málefnalegra mannval til forustu ríkisfyrirtækja á breytingaskeiði og einstaklega strangt eftirlit með þeim, í ljósi augljósrar hættu af hinni auknu út- breiðslu á hugsunarhætti græðginnar. Síminn hefur eins og Enron opinberað fyrir öll- um, hvernig Villta vestrið verður til. Þau sýna okk- ur, að við þurfum skriflegar leikreglur, sem eru miklu nákvæmari en við höfum haft hingað til. Jónas Kristjánsson Reiði yfir spillingu Málefni forstöðumanns Þjóð- menningarhúss og þjóð- skjalavarðar eru ofarlega í huga Innherja á stjórnmálaþræði vis- is.is. „Var að lesa frétt á visir.is um embættisfærslu Guðm. Magn- ússonar. Ferlegt!" segir einn og vill að þeir verði reknir. Annar spjallari er hneykslaður á Guð- mundi „ísland er verra en versta Mið-Ameríkuríki. Og ekki er þjóð- skjalavörðurinn betri - skátahöfð- inginn sjálfur!“ Innherjar snúa sér því næst að viðbrögðum forsætisráðherra. „Davíð Oddsson forsætisráð- herra, er búinn að senda Guð- mundi Magnússyni bréf, þar sem hann snuprar hann fyrir þetta at- hæfi. Ég tel að Guðmundur og Ólafur séu í mjög vondum mál- um,“ segir einn harður stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins. „“snuprar"? finnst þér það eðlileg viðbrögð og nægileg?" svarar skátinn. Hann bendir á að ekki hafi verið farið svo mildum hönd- um um skúringakonuna sem hringdi úr síma Davíðs. Hann rifj- ar líka upp brottrekstur forstjóra Landmælinga. „Hann var rekinn, rétt og slétt. Kerlingin líka.“ Sjálf- stæðismaðurinn svarar fyrir sig. „Ég sagði ekki að það væri nóg. Ég er á þeirri skoðun að þeir verði að fara.“ Innherjar eru umræðuvettvangur á vefnum visir.is. KAUPENDAÞJÓNUSTA - SÍMI 533 3444 Opið um helgina á milli 11:00 -14:00 Við á Þingholti höfum fjölda fólks á skrá sem bíður eftir réttu eigninni. 2ja i Rad/par I Nýbyggingar Leikskólakennari leitar áð notalegri 2ja her- bergja íbúð í austurborginni má vera risíbúð eða lítið niðurgrafin kjallaraíbúð. Sölum. Geir. Höfum kaupendur að litlum 2ja herbergja íbúðum og einstaklingsíbúöum, bæði sam- þykktum og ósamþykktum. Tölvufræðingur leitar að ca. 55-70 fm 2ja til 3ja herb. íbúð á jarðhæð í Grandahverfi, helst með sér garði. Sölum. Þórður 3ja Erlendur ríkisborgari leitar að 3ja herbergja íbúð í Reykjavík vestan við Elliðaár. Þarf að vera á 1. h. eða í lyftuhúsi. Sölum. Geir. Bóndi leitar að íbúð með a.m.k. 2 svefnher- bergjum vegna skólagöngu barna sinna, stað- greiðsla í boði, engin húsbréfaafföll. Sölum. Þórður Þjónustufulltrúi óskar eftir 3ja herb. íbúð í Þingholtunum eða í gamla vesturbæ, Hrjng- braut kemur til greina. Ekki kjallari. Sölum. Þórður Hjón leita að 3ja til 4ra herbergja íbúð í lyftu- húsi í Reykjavík. Gott hjólastólaaögengi nauð- synlegt, lyftudyr þurfa að vera a.m.k. 80 cm breiðar. Best væri ef eigninni fylgdi stæði í bílageymslu og innangengt væri í það. Sölum.' Þórður. Hjón sem búin eru að selja vantar sérbýli með 3 til 4 svefnherbergi í Grafarvogi eða Grafar- holti sölumaður örn Hjón sem eru búin að selja verðmæta fast- eign leita að minna sérbýli, rað, par, eða ein- býlishúsi í Garðabæ eða Kópavogi. Sérhæð á 1 .h með sér garði kemur einnig til greina. Söl- um. Geir. Hestamaður óskar eftir minna sérbýli í Mos- fellsbæ td. við Grundartanga. Sölum. Þórður Finbýlishús Hjón sem eru búin að selja og eru með góða greiðslugetu vantar einbýlishúsi í Breiðholti eða Árbæ. Húsið þarf helst að vera á eipni hæð. Sölum. örn Fjölskylda utan af landi leitar að einbýlishúsi eða stóru raðhúsi með aukaibúð eða mögu- leika á aukaíbúð. Sölum. Þórður Lóðir Traust byggingarfyrirtæki óskar eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Góðar greiðslur í boði. sölum. örn Rafvirkja vantar 3ja til 4ra herbergja íbúð helst fokhelda á höfuðborgarsvæðinu. sölum. örn 4-5ja Hjón sem vinna hjá traustu fyrirtæki uppi á Höfða vantar 4-5 herbergja íbúð í nágrenninu. Sölum. Örn Fjölskylda leitar að íbúð með 3-4 svefnher- bergjum í Foldahverfi, til greina kemur að taka eignina upp í raðhús í sama hvörfi. Sölum. Geir og Þórður Vélstjóri leitar að góðri 4-5 herb. íbúö í hverf- um 104 og 105, má gjarnan vera falleg risí- búð, ekki blokk eða kjajlari. Sölum. örn. Hseðir Yfirmaður í banka leitar að góðri sérhæð 120 - 160 fm á svæðum 170-108. Bílskúr skilyrði. TH greina kemur að kaupa eign sem þarfnast einhverrar endurnýjunar. Sölumaður Þórður Góðan kaupanda vantar hæð með góðum bíl- skúr vestan Elliðaáa. Sölum. örn Höfum fjársterkan kaupanda að sérhæð í Vesturbæ, aðeins mjög góð eign kemur til greina. Sölum. Geir VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ I ÞINGHOLTUNUM VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR Lögmaður leitar áð góðri íbúð 120 - 160 fm á svæðum 170-108 og 200. Sérinngangur skilyrði. Sölumaður Steinbergur. Höfum fjársterkan kaupanda að sérhæð í Vesturbæ, aðeins mjög góð eign kemur til greina. Sölum. Steinbergur. ORÐRÉTT SAMVISKA OC HEIMILI ÞJÓÐARSÁLARINNAR „En spyrja má sjálfan sig hvort hús sem hafa sál svo ekki sé talað um mikla sál, geti ekki líka haft sam- visku, en samvisk- an er elsta systir sálarinnar. [...] [H]eilu þjóðirnar eru stundum taldar búa við eina sameiginlega sál. Hin íslenska þjóðarsál má gjarnan eiga lögheimili sitt í þessu húsi unt langa framtíð og verður ekki séö að henni verði vís- að á annan og betri sess.““ Davíð Oddsson, í ávarpi við opnun Þjóð- menningarhúss, 20. apríl 2000. FÍKNIEFNIN RÉÐU „Þetta er góður drengur og við biðjum fyrir hon- um og þeim manni sem lést. Það skelfilega er að þarna voru allt önnur öfl á ferð en þau sem venjulegt fólk þekkir. Þau ósköp sem hafa dunið á í vikunni eru harmleikur þar sem fíkniefni réðu ferðinni." Arnar Jónsson, eigandi Hjólbarnaviðgerð- ar Vesturbæjar og fyrrverandi samstarfs- maður unga mannsins sem framdi morðið á Víðimel. DV, 21. febrúar. ÁKVEÐUR FÍKILLINN SIC? „Sá sem orðinn er fíkill og illa staddur hefur á einhvern hátt orð- FOR ið það og það gerist ekki með því að einn daginn gangi sjálfráða fullorð- inn maður út í búð og kaupi sér kóka- ín eða hass. [...] Þeir sem segja kotrosknir að þeir sjái nú ekkert athugavert við að lögleiða sölu fíkniefna eru ekki endilega til í að taka afleiðingun- um af því sjálfir." Vigdís Stefánsdóttir, blaðamaður. Mbl. 21. febrúar. HRÆÐILEGT LEIKRIT „Þetta er hræðilegt leikrit þar sem höf- undui inn Hefur verið ófær um að ákveða hvort hann væri að semja kjánalega spennu- sögu eða tilgerðar- legt fjölskyldu- drama. Eini raunverulegi leynd- ardómurinn er hvað Sniglaveislan er að gera á West End.“ Charles Spencer gangrýnandi Daily Tel- egraph um Sniglaveislu Ólafs Jóhanns Ólfassonar, sem nú er sýnd í London. Mbl. 21. febrúar. EKKI BENDA Á MIC „Sá sem aldrei ger- ir mistök gerir aldrei neitt.“ Guðmundur Magnússon, forstöðumaður Þjóð- menningarhússins, vitn- ar í Napóleon. DV, 21. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.