Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 18
Tímar siðferðis- spurninga Við iifum á tímum þar sem við þar sem við veltum fyrir okkur siðferði. í stjórnmálum, peningamálum og hvort rétt sé að klóna menn. Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur DAVÍÐ STEFÁNSSON Fram að þessu hefur ekki verið mikið framboð af efni um Davíð á netinu. Vefur um Davíð frá Fagraskógi: Fjallað um líf og störf skáldsins vefssíða Opnaður hefur verið sér- stakur áhugamannavefur um Davíð Stefánsson, þjóðskáldið frá Fagraskógi. Á vefnum er meðal annars að finna allítar- lega umfjöllun um líf og störf skáldsins, ljóð dagsins, myndir og tengingar á skyldar vefsíður. Fram að þessu hefur ekki verið mikið framboð af efni um Davíð á Netinu, en vef þessum er ætlað að þæta að einhverju leyti úr því. Höfundur vefsins er Anton Karl Ingason, háskólanemi og kennari við Verzlunarskóla ís- lands. Slóðin er: http://fagriskog- ur.cjb.net. ■ 18 FRETTABLAÐIÐ 22. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR Tattórveraði Álendingurinn: Elsta húðflúrið 4000 ára gamalt sýning Tattóveraði Alendingur- inn er yfirskrift sýningar sem er opnuð í dag í anddyri Nor- ræna hússins. Sýningin kemur frá Álandseyjum og stendur Þjóðminjasafn Álandseyja að henni. Hún var fyrst sett upp í safninu sumarið 1994 og var Göran Jansson verkefnisstjóri sýningarinnar. Aðalmarkmiðið var annars vegar að skrásetja húðflúr á Álandseyjum og hins vegar að setja saman spennandi og um- hugsunarverða sýningu sem lýs- ir vel húðflúrslistinni sem bæði aflar sér margra vina (og fjand- manna) um þessar mundir. Efn- inu um húðflúr hefur verið safn- að með viðtölum og myndatök- um. Allt það efni sem safnaðist, bæði ljósmyndir, viðtöl og ann- að, verður geymt í fórum Þjóð- minjasafnsins. Sýningin fjallar þannig um húðflúr á álenskum samtímamönum en henni er ein- nig ætlað að vekja fólk til um- hugsunar um val á myndefni og þær sálfræðilegu ástæður sem liggja að baki þörf fólks fyrir að skreyta sig. Húðflúr er að öllum líkindum ein allra elsta listgrein mann- kyns. Fundist hafa leifar litar- efna og verkfæri sem benda til að það hafi tíðkast þegar áður en gerð hellamálverka hófst, það er fyrir um 40.000 árum. Elsta varðveitta húðflúrið er um 4.000 ára gamalt og er að finna á eg- ypskum smurlingum. Sýningin stendur til 17. mars n.k. og verður opin kl. 9-17 mánudaga til laugardaga, sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. ■ TATTÓ Menn hafa ætíð haft þörf fyrir að skreyta sig og hægt er að halda þvi fram með nokkurri vissu að húðflúrslistin sé þekkt í nær ölium menningarhópum. FÖSTUDAGURINN 22. JANÚAR FYRIRLESTUR 20.00 Dr. Martin Hielscher heldur í dag fyrirlestur í Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, um þýskar samtíð- arbókmenntir - Breytingar, áhrifa- valdar, höfundar. TÓNLEIKAR 20.00 Kristinn Sigmundsson, Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingi- mundarson halda tónleika í Salnum i Kópavogi í kvöld og hefjast þeir kl. 20. 22.00 Dixielandhljómsveitin Sýslu- mennirnir heldur tónleika í Kaffi- teikhúsinu i kvöld. Fiuttir verða gamlir og góðir New Orleans standardar. Miðaverð er 1.200 krónur. LEIKLIST______________________________ 20.00 6. sýning af leikritinu Anna Karenina er sýnt í kvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Hver er hræddur við Virginíu Woolf er sýnt á Litla sviði Þjóð- leikhússins. 20.00 Á Smíðaverkstæðinu er sýning á Með fulla vasa af grjóti. 20.00 Gamanleikurinn Með vífið í lúk- unum er sýnt í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Uppistand með Jóni Gnarr er í kvöld og verður það á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Á 3. hæð Borgarleikhússins verða fluttar Píkusögur. 20.00 Gesturinn er sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Ef Grandarar vinna frýs í helvíti Skákfélagð Hrókurinn stendur fyrir tónlistarveislu á Grandrokk. skemmtun Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir tónlistarveislu í kvöld á Grandrokk við Smiðjustíg með yfirskriftinni Kóngar og drottningar. Rennur allur ágóði til styrktar alþjóðlegs skákmóts sem haldið verður í Ráðhúsi Reykjavík- ur í byrjun mars. Þeir sem ætla að gefa vinnu sína í kvöld koma úr ýmsum áttum. Þeirra á meðal eru: Andrea Gylfadóttir, Jakob Frí- mann Magnússon, Bjartmar Guð- laugsson, Björn Jörundur, Heiða, o.fl. Jakob Bjarni Grétarsson, einn skipuleggjara veislunnar, segir tónlistarfólkið velunnara skáklist- arinnar og ekki síst skákfélagsins. Rúmlega tuttugu stórmeistarar eru skráðir til leiks á skákmótið í mars. Blaðamaður hafði orð á hversu stórhuga félagið væri og innti Jakob eftir því hvort mikill metnaður ríkti innan þess. „Það hefur alltaf verið skefjalaus metn- aður í félaginu, þrátt fyrir að stofn- að hafi verið til þess á léttu nótun: um. En öllu gamni fylgir alvara. f dag eru við búnir að geysast upp úr fjórðu deildinni upp í þá fyrstu. Er ætlunin að berjast til þrautar um íslandsmeistaratitilinn - þakka FORSVARSMENN HRÓKSINS Tónlistarveislan hefst klukkan tíu í kvöld og stendur til klukkan tvö eftir miðnætti. Að- gangseyrir er 1.500 krónur og innifalið í því verði er ein bjórkrús. þér.“ Blaðamaður þakkaði á móti og spurði Jakob um tilurð félags- ins. Hann segir Hrókinn fyrst stofnaðan sem áhugamannafélag fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulsson- ar, blaðamanns. Félagsmenn hefðu margir hverjir verið með frá byrj- un og væri óhætt að segja að þeir næðu yfir allt litróf mannlífsins. „Framganga okkar í skákheim- inum hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Hafa skáktitlarnir hing- að til verið nokkurs konar helg vé fárra skákfélaga. Var t.a.m. haft eftir einum virðulegum skákmanni að daginn sem Grandararnir ynnu íslandsmeistaratitilinn myndi frjósa í helvíti," sagði Jakob og hló og bætti því við að þessu væri nú slegið fram í hálfkæringi og í fullri vinsemd. kolbrun@frettabladid.is Hljómsveitin TIES SKEMMTUN Kópavogi í kvöld. Föstudagsrx Laudörc 22.00 Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir tónlistarveislu á Grandrokk, Smiðjustíg 6, í kvöld. Fram koma: Andrea Gylfadóttir, Jakob Frí- mann Magnússon, Mæjónes, Ceres 4, Heiða, Kántrý piltar, Radíusbræður og fleiri. 22.00 Plötusnúðurinn viðkunnanlegi, Doddi litli, verður við stjórnvölinn í diskóbúri Club 22 og mun hann láta gamminn geysa til morguns. Frítt er inn til kl. 2.30. Frítt er inn alla nóttina fyrír hand- hafa stúdentaskírteina. Afmælistil- boð verða á barnum alla helgina. 22.00 Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi á Kaffi Reykjavik í kvöld. 22.00 Á skemmtistaðnum Vídalín v/lngólfstorg leikur hljómsveitin Buff tyrir dansi. 22.00 Hljómsveitin Spútnik heldur uppi fjörinu og leikur á Players í DANS 18.00 Frístælkeppni 13-17 ára verður haldin í dag í íþróttahúsi Fram við hliðina á Tónabæ. SYNINGAR í anddyri Norræna húsinu stendur yfir sýningin Tattóveraði Álendingur- inn. Sýningin kemur frá Álandseyjum og stendur Þjóð- minjasafn Álandseyja að henni. Sýningin fjallar um húðflúr á álenskum samtímamönnum en henni er einnig ætlað að vekja fólk til umhugsunar um val á myndefni og þær sálfræðilegu ástæður sem liggja að baki þörf fólks fyrir að skreyta sig. Sýningin stendur til 17. mars. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is iQucprdQgskvöld AFFI REYMAVIK RESTAURANT / BAR ARSHATIÐIR & E!NKA- SAMKVÆM! tOkum ao okkuk MATAIWEISUIR og SKEMMTANAHÖID. UPP. ISÍMA 9G7 & mt Ti ;n Skemmtistaöur Akureyri Föstudags og laugardagskvöld: Hljómsveitin Bingó Odd-Vitinn • pub-skemmlislaSur • Slrandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069 V..................... ...................—- ......................- ........'J

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.