Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ ÓLYMPÍULEIKAR LOKSINS GULL HJÁ EBERHARTER Kristinn Magnússon var á samanlagt 10 sekúnda slakari tíma en Austurríkismaður- inn Stefan Eberharter í stórsvigi í gær. Eberharter vann gullverðlaun, Bandaríkja- maðurinn Bode Miller silfur og Norðmað- urinn Lasse Kjus brons. Björgvin Björgvins- son og Jóhann Friðrik Haraldsson luku ekki við keppni. Þegar Ijóst var að Eberharter hafði unnið fagnaði austurríska popp- stjarnan D.J. Oetzi honum. 14 22. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR Hvít-Rússar komast í undanúrslit: Svíar niðurlægðir iSHOKKÍ Þriðja daginn í röð eru fyrirsagnir frétta frá Vetrar- ólympíuleikunum um Hvít- Rússa. í þetta sinn snýst málið hinsvegar ekki um stera eða týnda íþróttamenn. Hvít-rúss- neska íshokkíliðið vann Svía 4-3 í fjórðungsúrslitum á miðvikudag- inn. Svíar voru taldir mun sterkara lið og líklegir til að næla í gull. Þessi sigur er kærkomin álitsauki fyrir Hvít-Rússland. Á sunnudaginn mældist skauta- hlaupari með 380 sinnum of mik- ið magn stera í blóðinu og mætti ekki til að endurtaka lyfjaprófið. Fararstjórinn var rekinn heim í kjölfarið. Um helgina týndist einn skíðastökkvari úr liðinu og talið er líklegt að hann hafi látið sig hverfa í Bandaríkjunum. Hokkílið Hvít-Rússa þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í fjórðungsúrslit en Svíar lítið. Að- eins einn leikmaður þess spilar í bandarísku NHL deildinni á með- an flestir Svíanna spila þar. Sig- urmarkið var skorað af 20 metra færi þegar 2:24 mínútur voru eft- ir af leiknum. Skotið var auðvar- ið en pökkurinn hrökk af hjálmi sænska markvarðarins og í mark. í hinum leikjum undanúrslita unnu Rússar Tékka 1-0. Sömu lið mættust í úrslitaleiknum í Naga- no en þá unnu Tékkar. Bandarík- in unnu Þýskaland 5-0 og gætu fengið sín fyrstu hokkíverðlaun á Ólympíuleikum í 22 ár. Kanada vann Finnland 2-1. ■ HOKKÍLIÐ TIL SÖLU - ÓDÝRT! Lítið annað en niðurlægt landslið Svía prýddi forsíður sænskra dagblaða í gær. Þar mátti m.a. sjá fyrirsagnirnar „Dimmasti dagur í sögu sænskra íþrótta" og „Dagur smánar". FÖSTUDAGURINN 22. JANÚÁR HANDBOLTI___________________________ ESSO-deild karia 20.00 FH tekur á móti Þór frá Akureyri að Kaplakrika. Bæði liðin eru með fjórtán stig. Þór er í sjöunda sæti deildarinnar og FH er í níunda sæti. 20.00 KA fær HK i heimsókn í KA heim- ilið á Akureyri. 20.00 Reykjavíkurliðin Valur og ÍR mæt- ast í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Liðin eru í toppbaráttu og eru bæðí með 22 stig. Valur er í öðru sæti og ÍR í þriðja. ESSO-deild kvenna 20.00 Stelpurnar (ÍBV vonast eftir góðu veðri í dag. Þá getur lið Fram flog- ið til Eyja og spilað við þær. KÖRFUBOLTI__________________________ Epson-deild karla 20.00 Það er sannkallaður Suðurnesja- slagur f Njarðvík í kvöld. Þá taka heimamenn á móti Grindvíking- um. Njarðvík er f þriðja sæti deild- arinnar með 28 stig en Grindavík í því sjötta með 16 stig. ;:-:úvK..r WA m i Ifc, f/ /j ■ . mora i Mtínma Moraœra blöndunartæki Moracera er ódýrari línan af einshandfangs og hitastýröum blöndunartækjum sem fullnægja kröfum tímans um rekstrarhagkvæmni, barnaöryggi og einfalda, fallega hönnun. Þetta eru blöndunartæki fyrir kröfuharða neytendur. Mora - sænsk gæðavara T€HGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax.- 564 1089 • tengi.is Norðmönnum gengur gífurlega vel á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City. Sænskur dálkahöfundur stingur upp á því að þjóðirnar sam- einist aftur. Norskur lesandi vill skipta á gullverðlaunum og þátttökurétt á HM við Svíþjóð. ólympíuleikar Tíu gullverölaun komin og fleiri eflaust á leiðinni. Noregur er sigursælasta þjóð Vetrarólympíuleikanna og á miklu skriði þegar nokkrir dagar eru eftir af leikunum. Á miðvikudaginn tryggði Nor- egur sér stöðuna í fyrsta sæti yfir gullverðlaun þegar Ole Einar Bjoerndalen halaði skíðaskotfim- iliðið til sigurs í 4x7,5 kílómetra göngu. í lok keppni á miðvikudag var Noregur með tíu gullverð- laun, sex silfur og tvö brons. Þýskaland var með níu gullverð- laun, 15 silfur og sjö brons, Bandaríkin með átta gull, níu silfur og átta brons. Útsendingar frá Salt Lake City njóta gríðarlegra vinsælda hjá Norðmönnum. Rúmlega 1,6 millj- ón manna fylgdust með boðgöng- unni á sunnudaginn. Það var einn af hápunktum leikanna fyrir Norðmenn, sem eru 4,5 milljónir. Þessi fjöldi áhorfenda er meiri en horfði á leik landsliðs Noregs spila við Brasilíu á Heimsmeist- arakeppninni í fótbolta 1998. Allir Norðmenn virðast fylgj- ast með leikunum, sama þótt þeir séu staddir á skútu úti á hafi. Knut Frostad, skipstjóri norsku skútunnar Djuice, sem tekur þátt í Volvo hnattsiglingunni, fylgist reglulega með gangi mála. Þó hefur hann meira en nóg að gera og tókst að stýra skútunni í annað sæti í fjórða hluta kappsiglingar- innar. Sigurganga Noregs varð til þess að Lars Lindstrom, dálka- höfundur í sænska blaðinu Ex- pressen, stakk upp á því að lönd- in tvö myndu sameinast á ný árið 2005. Þá eru hundrað ár liðin frá því þegar norska þingið kaus að kljúfa landið frá Svíþjóð. „Það gæti auðveldlega orðið af þessari sameiningu fyrir leikana í Turin 2006. Eina krafa mín er að Sví- þjóð sjái um íshokkíið,“ skrifaði Lindstrom í opnu bréfi til Har- aldar V Noregskonungs, sem er að sjálfsögðu staddur á leikun- um. Eftir ótrúlegt tap Svíþjóðar á móti Hvíta-Rússlandi í íshokkí á miðvikudaginn gæti Lindstrom FERFALT GULL Ole Einar Bjoerndalen er þriðji íþróttamað- ur sögunnar til að vinna fjögur gullverð- laun á einum Ólympíuleikum. Hann vann í 10 km skíðaskotfimi, 20 km skíðagöngu, 4x7,5 km boðgöngu karla og 12,5 km skotfimieltigöngu. orðið af þeirri kröfu. Svíþjóð er ekki enn búin að vinna gullverð- laun á leikunum. Bréf Lindstrom vakti athygli í Noregi. „Skiptum á gullverðlaun- unum fyrir þátttökurétt í Heims- meistarakeppninni í fótbolta," skrifaði lesandi á heimasíðu Dag- bladet. Noregi tókst ekki að kom- ast í úrslitakeppni HM en Svíþjóð komst í tíunda skipti. Karl Gústaf Svíakonungur og Sylvía drottn- ing eru einnig stödd á leikunum. Þeim þykir mikið til koma til Norðmanna. „Ef ég væri með hatt myndi ég taka ofan,“ sagði Karl Gústaf. „Árangur þeirra á leikunum er ótrúlegur." Þó aðaláhugamál Norðmanna hafi lengi verið að bregða sér á skíði gekk þjóðinni ekki alltaf vel á Vetrarólympíuleikum. í Cal- gary í Kanada 1988 unnu þeir að- eins fimm verðlaun. Það var síð- an í Albertville í Frakklandi 1992 sem þeir fengu 20. Besti árangur Norðmanna var síðan á heima- velli í Lillehammer 1994. Þá fengu þeir tíu gullverðlaun, 11 silfur og fimm brons. í Nagano munaði litlu að þessi árangur væri jafnaður, tíu gull, tíu silfur og fimm brons. Fyrir leikana í Salt Lake City spáðu fáir svo góðu gengi. „Ég spáði 12 gullverðlaunum og allir hlógu að mér,“ segir Tormod Haugstad, blaðamaður Dagbla- det. „Nú eigum við möguleika á því að verða aftur besta þjóð Vetrarólympíuleikanna, sem er ótrúlegt." halldor@frettabladid.is jSJÓNVARPl 9.45 Eurosport Ólympíuleikar: stórsvig karla 10.50 Eurosport Úrslitaviðureign Noregs og Kanada í krulli karia 12.00 Eurosport Skautadans kvenna 15.45 Eurosport Norræn tvíkeppni (stökk af 120 metra palli) 14.50 Eurosport 4x5 km boðganga kvenna 15.50 Stoð 2 NBA-tilþrif (NBA Action) 15.45 Eurosport Keppni dagsins kynnt 16.00 Eurosport Samantekt af þvi besta úr hokkí, krulli, skautadansi og sleðakeppni fimmtudags 18.00 Sýn Heklusport 18.50 Sýn íþróttir um allan heim 19.00 Eurosport Fyrsta umferð stórsvigs kvenna. Dagný Linda Kristjánsdóttir tekur þátt en Eurosport sýnir ekki alla keppendur. 19.50 Svn Alltaf í boltanum 20.00 Eurosport Svíþjóð og Sviss keppa um bronsið i kruili karia 20.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 21.50 Eurosport Norræn tvikeppni (7,5 km 5kiðaganga) 22.15 Eurosport Önnur umferð stórsvigs kvenna 25.15 Eurosport Undanúrslit í ishokki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.