Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Gontinental Gup 2002: Evrópukeppni í Lágmúla snóker í dag hefst Evrójpukeppni landsliða í snóker hér á Islandi og stendur yfir um helgina. Mótið er haldið á vegum Billiardsambands íslands. Þáttakendur eru frá að- ildarþjóðum CB&SA (Continental Billiards and Snooker Associ- ation). Samhliða keppni landsliða verður einnig haldin einstak- lingskeppni kvenna í snóker. Þar tekur Emilía Eiríksdóttir þátt. „Þetta er stærsta mót sem við höfum haldið síðan 1993,“ segir Jóhannes B. Jóhannesson. „Þá héldum við heimsmeistaramót unglinga. Við ætlum okkur að vinna mótið. Fyrsta sætið gefur væntanlega sæti á World Cup mótinu, sem verður haldið á Bret- landi í sumar. Það er mjög sterkt mót.“ Mótið um helgina verður hald- ið í Snóker og Poolstofunni Lág- múla 5. Úrslit fara þar fram en einnig verður spilað í Billiard- stofu Hafnarfjarðar. „Okkur langaði að leigja Perluna fyrir úr- slitin en það reyndist of mikið vesen. Borðin eru tæp tvö tonn og þurfa að standa í viku áður en spilað er á þeim,“ segir Jóhannes. A-lið íslands er geysisterkt en það skipa Kristján Helgason, Jó- hannes B. Jóhannesson og Brynj- ar Valdimarsson, og eru þeir tald- ir eiga góða sigurmöguleika á mótinu. Þátttökuþjóðir eru tólf en sem gestgjafar tefla íslendingar fram þremur liðum og keppnislið á mótinu eru því fjórtán talsins. CB&SA var stofnað af billi- ardsamböndum á meginlandi Evrópu til þess að reyna að styrk- ja snóker gegn Bretum, sem hafa verið nánast einráðir í íþróttinni. fslendingum var boðin aðild árið 1998 þar sem íslenskir snókerspilarar höfðu vakið at- hygli á alþjóðlegum mótum. Ár- angur íslends hefur verið góður, fjórða sæti árið 1999, þriðja sæti 2000 og 2001 tapaðist úrslitaleik- ur naumlega fyrir Hollendingum. Þáttökuþjóðir eru einnig Austur- ríki, Kýpur, Þýskaland, Ungverja- land, Finnland, Frakkland, Gí- braltar, Malta, Pólland og Sviss. Continental Cup vekur athygli al- þjóðlega snókerheiminum. Mótið er orðið sterkt þar sem sumar þjóðir tefla fram atvinnumönn- SNOKER.IS Þar verður hægt að fylgíast með gangi mótsins um helgina. um. Tveir vel þekktir spilarar frá Möltu taka þátt um helgina. Hægt verður að fylgjast með gangi mótsins á snoker.is. Þar eru upp- lýsingar um leikmenn, dómara og beinar útsendingar frá völdum leikjum. ■ Heitir Governador José Fragelli. Rúmar 47 þúsund manns. Byggður 1976. Óvænt boð frá Suður-Ameríku: Islenska landsliðið til Brasilíu fótbolti íslenska landsliðið í fót- bolta mun að öllum líkindum mæta landsliði Brasilíu 7. mars nk. Brasil- ía sendi boð um leikinn, sem myndi fara fram í borginni Cuiabá. Fót- boltavöllurinn þar tekur 47 þúsund manns. „Þetta er ekki staðfest en mjög líklegt," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í gær. „Und- irbúningur er hafinn. Við erum að reyna að komast að því hvort ekki sé hægt að koma landsliðinu á staðinn.“ Þar sem fimmtudagurinn 7. mars er ekki viðurkenndur landsleikjadagur fá margir af bestu íslensku atvinnu- mönnunum ekki frí hjá sínum liðum. Því er stílað inn á þá leikmenn, sem eru í atvinnumennsku á Norðurlönd- unum. Áður en Brasilía leitaði til íslands voru Kólumbía, Chile og Noregur búin að hafna því að mæta liðinu þennan dag. Það ætti samt ekki að koma sér illa fyrir Brasilíu að sigra fsland. Liðin mættust síðast í Flori- anopolis vorið 1994. Brasilía vann 3- 0 og varð síðan heimsmeistari í Bandaríkjunum um sumarið. Nú er liðið að undirbúa sig undir loka- keppni HM í Suður-Kóreu og Japan í sumar. Þar er það í riðli með Týrk- landi, Kosta Ríka og Kína. Þannig gæti þetta verió hjátrú hjá Brasilíu að vilja mæta íslandi aftur. „Það er mögulégt,“'. ségir Geir: „Eigum við ekki bara að segja það í bili.“ ■ |iy Kyiij«ikall«i ts, Kíi|i?iv0jjí f! ?A. foliriinf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.