Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 22. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ KENNARAR OG KENNSLURÉTTINDI Þeim mun yngri sem kennarar eru, þeim mun meiri likur eru á að þeir séu án kennsluréttinda. Alls eru um 20 prósent kennara án kennsluréttinda. Hlutfallslega eru flestir þeirra kennara sem eru 29 ára og yngri án kennsIuréttinda.Þriðjungur allra kennara eru 40 til 49 ára. Meira en helmingur þeirra, um sextíu prósent, er á aldrinum 30 til 49 ára. Við kennslu Kennsluréttindi alls Með Án 29 ára og yngri 14,2% 10,9% 27,2% 30-39 ára 28,0% 26,3% 34,7% 40-49 ára 30,3% 31,5% 25,4% 50-59 ára 21,7% 24,5% 10,6% 60 ára og eldri 5,8% 6,8% 2,1% Lögbrot: Átján í haldi fangelsi Átján manns eru nú í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni. Ásgeir Karlsson yfirlögreglu- þjónn sagði að þetta þýddi að ekki væri pláss fyrir fleiri. Litla-Hraun væri fullsetið sem og tveir klefar í fangelsinu á Skólavörðustíg, sem aðeins væru notaðir í neyð. „Ef eitthvað stórt kemur upp núna verður að finna einhverjar aðrar leiðir til að hýsa gæsluvarð- haldsfangana,“ sagði Ásgeir. „Ég veit ekki hvernig brugðist yrði við en það er hægt að nota klefa lög- reglunnar í Reykjavík, en bara tímabundið. Það verður bara tekið á því þegar þar að kemur.“ Ásgeir sagði að flestir þeirra sem væru í gæsluvarðhaldi væru grunaðir um fíkniefnabrot. Einnig sætu menn í varðhaldi vegna gruns um auðgunarbrot og tveir vegna morðmálanna við Bakkasel og Víðimel. Hann sagði að þó það hefði áður komið fyrir að svo margir sætu í gæsluvarðhaldi væri það mjög óalgengt. ■ —.... Meðferð opinberra mála: Áfrýjunar- réttur til Hæstaréttar verði óheftur ÖGMUNDUR JÓNASSON Segír að duttl- ungaákvarðanir eigi ekki heima i réttarkerfi nútím- alþingi Lagt hefur verið fram á al- þingi frumvarp til laga sem kveð- ur á um það að afnumdar verði lögbundnar takmarkanir á áfrýj- unarrétti sakfelldra manna í opin- berum málum til Hæstaréttar. Flutningsmaður frumvarpsins er Ögmundur Jónasson þingflokks- formaður Vinstri grænna. Frum- varpinu hefur verið vísað til alls- herjarnefndar en fyrri umræða um það fór fram í vik- unni. Helstu breyt- ingarnar frá gild- andi lögum eru þær að lagt til að £ stað þess að dóm- stjóri í héraðs- dómi geti ákveðið ans- að skipa þrjá dóm- ara þá skal hann gera það. Þetta er í þeim tilvikum þegar ákærði neitar sök og dómari telur einsýnt að niðurstaða kunni verulegu leyti að ráðast af mati á sönnunargildi framburðar vitna fyrir dómi. Þá er lagt til að felld verði brott málsgrein sem kveður á um það að áfellisdómi verði aðeins áfrýj- að með leyfi Hæstaréttar ef ákærða er þar hvorki ákveðin frelsissvipting né sekt eða eigna- taka sem er hærri en áfrýjunar- upphæð í einkamálum. í ár nemur þessi upphæð 337.616 krónum. í greinargerð með frumvarp- inu kemur m.a. fram að rökin fyr- ir óheftum áfrýjunarrétti sak- felldra manna í opinberum málum sé svo sterk að önnur rök verða að víkja. Meðal annars er bent á að sparnaðarrökum má aldrei tefla fram á kostnað réttlætis og mann- réttinda. ■ Ný genatækni gæti valdið usla í íþróttaheiminum: Eykur þrótt og ómögulegt að rekja vísindi Vísindamenn telja að að- eins séu fimm til fimmtán ár þar til lyfjahneyksli, tengd íþrótta- mönnum, heyri sögunni til. Þess í stað muni íþróttamenn nýta sér genatækni til að ná betri árangri í sinni grein. Við háskólann í Pittsburg sé verið að gera tilraunir, sem miða að því að styrkja vöðva, með því að sprauta stofnfrumum í frumur vöðva, samkvæmt fréttavef CNN. Vonir standi til, að þessi tækni geti hjálpað börnum með vöðva- rýrnunarsjúkdóma. Sama tækni gæti styrkt vöðva íþróttamanna og aukið þrótt þeirra. Eina leiðin til að greina genabreytingar, sé að taka sýni úr vef. Það sé ekki raun- hæfur kostur, ef íþróttamaðurinn sé á leið í keppni. Margir íþróttamenn og þjálfar- ar bíða eftir að hægt verði að beita þessari nýju tækni á fólk. Samhliða því að þróa tæknina í lækningaskyni, leita vísindamenn leiða til að greina, með blóðpruf- um, hvort stofnfrumum hafi verið sprautað í vöðva. ■ ÍÞRÓTTAMENN Brátt gætu lyfjahneyksli heyrt sögunni til. Verið er að þróa genatækni sem eykur þrótt íþróttamanna. Enn er óraunhæft að rekja genabreytingarnar. Patreksfjörður: Fangelsi fyrir árás dómsmál Patreksfirðingur á þrí- tugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás £ Héraðsdómi Vestfjarða i gær. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu, manni á fimmtugsaldri, 351 þúsund krón- ur í bætur. Dómurinn er skilorðs- bundinn til tveggja ára. Árásin átti sér stað £ október árið 2000. Árásarmaðurinn sló manninn hnefahöggi á háls svo hann féll i götuna. Hann hélt bar- smiðunum áfram eftir það og sparkaði m.a. í bakið á fórnar- lambinu þannig að vinstra herðar- blaðið brotnaði. Fá lögreglunemar 120 milljónir í bætur? Dómur Hæstaréttar Islands vegna vangoldinna launa lögreglunema hefur fordæmisgildi. I síðustu viku fékk lögreglumaður dæmdar rúmar 710 þúsund krónur í bætur vegna vangreidds vaktaálags, dagpeninga og ferðakostnaðar. Búast má við því að um 100 lögreglumenn fylgi í kjölfarið. VANGOLDIN LAUN Samkvæmt nýjum lögreglulögum, sem tóku gildi I. júlí 1997, eiga lögreglunemar að fá greitt samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna á síðari önn sinni í Lögregluskólanum. Brestur hefur verið á því. kjaramál í kjölfar dóms Hæsta- réttar íslands í síðustu viku er talið líklegt að íslenska ríkið muni þurfa að greiða um 100 lög- reglumönnum um 120 milljónir króna í bætur vegna vangoldinna launa. Hæstiréttur dæmdi á fimmtudaginn rikið til að greiða lögreglumanni rúmar 710 þúsund krónur til viðbótar þeim launum sem hann vann sér inn þegar hann stundaði nám á seinni önn í Lögregluskóla ríkisins. Samkvæmt nýjum lögreglu- lögum, sem tóku gildi 1. júlí 1997, eiga nemar að fá greitt sam- kvæmt kjarasamningi lögreglu- manna á síðari önn sinni i Lög- regluskólanum. Maðurinn fékk hins vegar ekki greitt vaktaálag, dagpeninga og ferðakostnað og höfðaði því mál sem hann vann fyrst fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur og síðan fyrir Hæstarétti. Gylfi Thorlacius, lögmaður mannsins, sagði alveg víst að málið hefði fordæmisgildi gagn- vart öllum þeim 19 sem hefðu hafið nám í skólanum haustið 1997. Ríkið myndi því þurfa að greiða þeim hópi samtals um 25 til 30 milljónir króna. Líklegt væri að málið hefði einnig for- dæmisgildi gagnvart þeim nem- um sem hefðu hafið nám síðar. Landssamband lögreglumanna væri að fara yfir það. Ef svo væri mætti gera ráð fyrir að ríkið myndi þurfa að greiða um 100 lögreglumönnum um 120 milljón- ir, miðað við að launadreifingin væri svipuð hjá þeim og nemun- um sem hófu nám 1997. Gylfi sagði að nokkur munur gæti verið á því hvað menn myndu fá í bætur. Þeir sem starf- að hefðu utan höfuðborgarsvæð- isins fengju dagpeninga en hinir ekki. Maðurinn sem vann málið fyrir Hæstarétti var á samningi hjá sýslumannsembættinu á Ak- ureyri frá desember árið 1997 fram í mai 1999. Bæturnar sem hann fékk tóku til tímabilsins frá janúar til maí árið 1999. Af þeim 710 þúsund krónum, sem hann fékk í bætur, námu greiðslur vegna dagpeninga 535 þúsund krónum og ferðakostnaðar 30 þúsund krónum. Dagpeningar vega því mjög þungt enda fá nem- ar sem eru á samningi úti á landi um 5.000 krónur á dag í tæpa fjóra mánuði. trausti@frettabladid.is Hassmálið á Keflavíkur- flugvelli: Hlaðmaður í varðhaldi smygl Fjórir menn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að- ild að smygli á fimm kílóum af hassi til landsins í janúar. Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn sagði að alls hefðu sex ver- ið í gæsluvarðhaldi, allt íslend- ingar, en tveimur hefði verið sleppt í fyrradag. Tveir af þeim sem grunaðir eru um aðild að smyglinu eru hlaðmenn á Keflavíkurflugvelli. Hlaðmennirnir taka farangur úr flugvélum og setja hann á vagna sem ekið er inn í flugstöðina. Ás- geir sagði að annar hlaðmaðurinn væri enn í varðhaldi en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leiti. Hann sagði að rannsókn þess væri í fullum gangi og langt kom- in. ■ —♦— Hlunnindi stjórnaxfor- manns Símans: Símreikning- ur greiddur síminn Auk launa og verktaka- greiðslna fær Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, far- símareikning sinn greiddan af fyrirtækinu. Friðrik fékk ásamt öðrum stjórnarmönnum gefins síma á síðasta ári. Sá munur er þar á að almenna stjórnarfólkið hefur sjálft greitt símreikninga sína. Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, sagðist ekki reikna með að þess yrði krafist að Flosi Eiríksson og Sigrún Bene- diktsdóttir, sem sagt hafa af sér stjórnarmennsku, skiluðu símum sínum, litið hafi verið á þá sem gjöf á sínum tíma. Hún sagði að um engin önnur hlunnindi væri að ræða. ■ Deila heimilislækna og Tryggingastofnunar: Héraðsdómur vísaði málinu frá dómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur úrskurðaði í gær i máli Fé- lags íslenskra heimilislækna gegn T>yggingastofnun ríkisins. Heim- ilislæknar fóru fram á að ákvörð- un Tryggingastofnunar frá ágúst árið 1999 um að hafna samnings- gerð við sérfræðinga í heimilis- lækningum yrði ógild. Héraðs- dómur vísaði málinu frá dómi. í mars árið 1999 rituðu fjórir sérfræðingar í heimilislækning- um formanni tryggingaráðs Tryggingastofnunar bréf. Oskuðu þeir eftir því að gerður yrði við þá samningur á forsendum samn- inga Læknafélags íslands við aðra sérgreinalækna, s.s. barna- lækna, lyflækna og geðlækna. Sögðu þeir að sérgrein þeirra í heimilislækningum stæði jafn- fætis öðrum sérgreinum í læknis- fræði. Þar með væri eðlilegt að tryggingaþegar Tryggingastofn- unar nytu sambærilegs trygg- ingaréttar þegar þeir leituðu til þeirra og þeir hefðu þegar þeir leituðu eftir þjónustu annarra sérgreinalækna. Erindi læknanna var vísað til samninganefndar Trygginga- stofnunar. Hún svaraði því til að þar sem skipulag læknisþjónustu sérfræðinga í heimilislækningum og annarra sérfræðinga væri með ólíkum hætti samkvæmt lögum teldi hún ekki unnt að verða við erindinu. Félag íslenskra heimil- islækna fór því með málið fyrir Héraðsdóm og krafðist ógildingar á ákvörðun Tryggingastofnunar. í úrskurði Héraðsdóms segir að eins og kröfugerð stefnanda sé úr garði gerð verði ekki séð að málsókn hans geti þjónað því markmiði að leysa úr raunveru- legum ágreiningi Félags ís- lenskra heimilislækna og Trygg- ingastofnunar. Málinu var því vísað frá. ■ TRYGGINGASTOFNUN I úrskurði Héraðsdóms segir að eins og körfugerð stefnanda sé úr garði gerð verði ekki séð að málsókn hans geti þjónað því markmiði að leysa úr raunverulegum ágreiningi Fé- lags íslenskra heimilislækna og Tryggingastofnunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.