Fréttablaðið - 22.02.2002, Side 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
22. febrúar 2002 FÖSTUDAGUR
SÍMINN
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra og varaformaður
Framsóknarflokksins, efast um að
einkavæðing Landssima íslands
gangi eftir á kjörtímabilinu. Hann
lét þessi orð falla á opnum fundi
framsóknarmanna á Hótel Borg i
gær. Komi ekki til sölu á kjölfestu-
hlut Símans fljótlega sagði Ólafur
Örn Haraldsson alþingismaður
vænlegast að fresta henni um 2 til
3 ár meðan fyrirtækið væri endur-
skipulagt. Þeir sem þegar hafi
keypt hlutabréf ættu að fá þau inn-
leyst á kaupverði. ■
Ariel Sharon ávarpar þjóð sína:
Isrelsher ræðst
inn í Gazaborg
JStálhillur
i fyrlrtœkl
og heimili
Stærð: 6 hillur
D: 40 cm B:100cm H:200
kr. 10.259,-
Næsti lengdarmeter
kr. 7.296,-
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Sr___________________
AUÐBREKKA 1 200 KÓPAVOGUR
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
I www.straumur.is I
GflZABORG. ap Síðustu daga hefur
ísraelski herinn hert til muna árás-
ir sínar á Palestínumenn. Árásun-
um er einkum beint gegn heima-
stjórn Palestínumanna og Jasser
Arafat. ísraelski herinn hélt í gær
inn í Gazaborg í fyrsta sinn á þeim
sautján mánuðum sem átökin hafa
staðið yfir. Að minnsta kosti níu
Palestínumenn létu lífið í gær.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, hefur jafnframt ítrekað og
hert kröfur sínar um að heima-
stjórnin handtaki hryðjuverka-
menn og komi í veg fyrir árásir á
ísraelsmenn. Hann líkir stríði ísra-
els við Palestínumenn við stríð
Bandaríkjanna gegn hryðjuverka-
mönnum.
Heimastjórnin handtók í gær
þrjá herskáa Palestínumenn, sem
grunaðir eru um morð á ísraelsk-
um ráðherra. Jasser Arafat, leið-
togi Palestínumanna, sagði að ísra-
elskir „skriðdrekar og flugvélar
geti ekki hrætt Palestínumenn eða
VILJA BERJAST
Þessir ungu Palestínumenn réttu i gær upp höndina til merkis um stuðning við baráttu
gegn ísrael. Myndin er tekin við jarðarför Palestínumanns sem lést í skotbardaga við ísra-
elska hermenn. Hinn látni var meðlimur í samtökunum Hamas, sem skipulagt hafa marg-
ar árásir á ísraelsmenn.
leiðtoga þeirra.“
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, hugðist gera grein fyrir
breyttum áherslum í hernaði gegn
Palestínumönnum í ávarpi sínu til
þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann hef-
ur sagt í fjölmiðlum undanfarna
daga að hann hafi engan áhuga á að
fara í allsherjar stríð gegn Palest-
ínumönnum. ■
Endurbætur á forstjóra-
kontór Símans feimnismál
Síminn vill ekki skýra frá kostnaði við gagngerar breytingar á forstjóraskrifstofu Þórarins V.
Heimildir segja breytingarnir hafa kostað allt að tíu milljónum króna. „Fráleitt," segir Þórarinn.
lanpssíiviinn Landssími íslands
neitar að upplýsa kostnað við
breytingar sem gerðar voru á for-
stjóraskrifstofu fyrirtækisins eft-
ir að Þórarinn V. Þórarinsson tók
við forstjórastarfinu um mitt ár
1999.
Óstaðfestar heimildir Frétta-
blaðsins segja að breytingarnar
hafi kostað milljónir króna, jafn-
vel allt að tíu milljónum.
Haft var samband við Þói’arinn
sjálfan sem sagðist ekki hafa á
takteinum hversu mikinn kostnað
Landssíminn hafi borið af breyt-
ingunum. Það hafi þó alls ekki ver-
ið tíu milljónir króna. „Fráleitt,"
sagði landssímaforstjórinn fyri’-
verandi um þá upphæð og vildi
ekkert fi’ekar láta hafa eftir sér
um málið.
Heiðrún Jónsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Landssímans, sagði
fyrirtækið hvorki ætla að upplýsa
um í hverju breytingarnar á for-
stjórarskrifstofunni voru fólgnar
né hversu mikið þær kostuðu. Hún
sagði fyrirtækinu ekki, fremur en
öðrum almenningshlutafélögum,
bera skylda til þess að skýra frá
Hönnun, myndlist, arkitektúr?
Fornám
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á árs nám skólaárið 2002-2003
til undirbúnings háskólanámi í sjónmenntum. Námið er 40 einingar
og skipuiagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og hafa lokið framhaldsskólanámi
eða 104 einingum í almennum greinum. Inntökupróf fara fram 1. og 2. júní
2002. Æskilegur undirbúningur eru námskeið myndlistaskóla eða valáfangar
úr framhaldsskóla, s.s. SJL 103 og SJL 203, módelteikning, hlutateikning
eða lita/formfræði. Umsóknarfrestur er til 22. mars.
MYNDLISTASKOLINN
THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART
I REYKJAVIK
HRIHGBRAUT12) « 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu eða heimasíðu skólans. Skólinn
er á 2. hæð í J L-húsinu, Hringbraut 121. Skrifstofan er opin virka
daga kl. 10-12 og 13-17, sími 551 1990 og 551 1936, fax 551 1926.
mynd@myndlistaskolinn.is • www.myndlistaskolinn.is
HINGAÐ OG EKKI LENGRA.
Nær forstjóraskrifstofu Landssímans var Ijósmyndara Fréttablaðsins ekki hleypt.
slíkum atriðum.
Landssíminn synjaði beiðni um
myndatöku af forstjóraskrifstof-
unni en hún mun vera um 30 fer-
metrar. Óhætt er að segja að
breytingarnar á skrifstofunni hafi
verið gagngerar. Einn heimildar-
maður blaðsins sagði þær jafn-
fram hafa verið tímabærar.
Lagt var fljótandi parket á gólf,
sett upp gluggatjöld og veggir
málaðir. Keypt voru ný húsgögn.
Lýsingu var breytt, eins og mun
hafa verið gert víðar á efstu hæð-
inni. Sjálfur mun Þórarinn hafa
lagt til málverk úr eigin eigu til að
prýða veggi skrifstofu sinnar.
Fleiri breytingar voru gerðar á
hæðinni. Stórt herbergi framan
við forstjóraskrifstofuna var
minnkað og gerð viðbótarskrif-
stofa fyrir einn starfsmann. Sett-
ur var upp myndvarpi í stjórnar-
fundarherbergi. Einnig var þar
smíðað nýtt fundarborð.
Þórarinn V. Þórarinsson yfirgaf
forstjóraskrifstofuna 10. október
sl. Þar situr nú Óskar Jósefsson
rektrarverkfræðingur sem „mun
gegna stöðu forstjóra tímabundið
eða þar til kynnt hefur verið við
hvern einkavæðingarnefnd hefur
ákveðið að semja á grundvelli
bindandi kauptilboðs," eins og enn
segir á heimasíðu Landssímans.
gar@frettabladid.is
Sala Landssíma íslands:
Orkuveitan sem
kjölfestuij árfestir
bopveitur Orkuveita Reykjavíkur
er að láta kanna hvort fyrirtækið
geti orðið kjölfestufjárfestir í
Símanum. Alfreð Þorsteinsson,
stjórnarformaður Orkuveitunnar,
sagði á opnum fundi framsóknar-
manna í Reykjavík í gær, að í ljósi
þess hve illa gengi í viðræðum við
erlenda aðila gæti Orkuveitan vel
komið að málum. Hann sagði al-
þekkt í Evrópu og víðar um heim
að orkufyrirtæki hösluðu sér völl
á sviði fjarskipta. Alfreð nefndi
lífeyrissjóði landsins auk fleiri að-
ila sem mögulega fjárfesta auk
Orkuveitunnar. Aréttaði hann þó
að hugmyndirnar væru enn á
frumstigi.
Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur,
staðfesti að áhugi væri á kaupun-
um og viðræður við aðra fjárfesta
hafi átt sér stað. Hann vildi þó
ekki upplýsa hverjir þeir væru.
„Þegar maður skoðar Símann og
Orkuveituna saman sést hvað
þetta eru lík fyrirtæki. Bæði eru
að grafa gegnum garða og götur,
innheimta gjöld fyrir þjónustu,
erum með bakvaktir og þjónustu-
ver, og megum helst ekki bila,“
nefndi hann sem dæmi um keim-
líka uppbyggingu þjónustu fyrir-
tækjanna. „Uti í heimi er þetta ein
af þeim leiðum sem hefur verið
farin. Fyrstu skref okkar inn á
þennan markað voi’u náttúrulega
með Línu.neti og svo eigum við,
með Landsvirkjun, fjarskiptakerfi
lögreglu og sjúkraliðs. Þetta er
meðvituð stefna að færa sig að-
eins inn á þessa braut," sagði
hann.
Næsta skref sagði Guðmundur
vera að hafa samband við ríkis-
valdið og einkavæðingarnefnd.
Hann taldi ekki ólíklegt að betur
gæti gengið að selja aðra pró-
sentuhluta Símans eftir aðkomu
Orkuveitunnar að málum. ■