Fréttablaðið - 22.02.2002, Side 13
FRÉTTABLAÐIÐ
13
FRÉTTABLAÐIÐ
22. febrúar 2002 FÖSTUDACUR
FÖSTUDACUR 22. febrúar 2002
Skipa-
þjónusta
Karlmaður dæmdur í árs fangelsi:
föndtft
MALARINNim
Bæjarlmd 2 » Kópavoqí » Simi: S81 35QO
Mál Árna Johnsen:
Sér fyrir end-
annárann-
sókninni
rannsókn Rannsókn ríkislög-
reglustjóraembættisins á máli
Árna Johnsen er á lokastigum.
Þegar henni lýkur verða gögnin
send til ríkissaksóknara sem mun
taka ákvörðun um það hvort
ákæra verði gefin út.
„Ég treysti mér ekki til að
segja nákvæmlega hvenær rann-
sókninni lýkur en það sér fyrir
endann á þessu máli,“ sagði Jón
H. Snorrason, yfirmaður efna-
hagsbrotadeildar. „Hvort það
verður í næstu viku eða þarnæstu
treysti ég mér ekki til að segja en
það verður innan mánaðar." ■
Misnotaði frænda
dómsmál Hæstiréttur dæmdi í
gær 34 ára karlmann í eins árs
fangelsi fyrir að misnota ellefu
ára systurson sinn kynferðislega.
Af refsingunni eru níu mánuðir
skilorðsbundnir en ákærði var
sýknaður af 2,5 milljóna króna
miskabótakröfu. Héraðsdómur
Norðurlands eystra hafði áður
sýknað manninn.
Maðurinn, sem er öryrki, hafði
játað tvö brot gegn drengnum fyr-
ir lögreglu en dró játninguna til-
baka í héraðsdómi. Vegna þessa
taldi Hæstiréttur ástæðu til að
kveða manninn fyrir réttinn til
skýrslugjafar til að dómendum
réttarins gæfist kostur á að hlýða
á og meta framburð hans. Eftir að
hafa hlýtt á framburð ákærða
taldi Hæstiréttur skýringar hans
á afturhvarfi frá framburði hjá
lögreglu ótrúverðugar og fráleit-
ar. í dómi Hæstaréttar segir að
játning mannsins hafi komið heim
og saman við lýsingar drengsins á
því sem gerst hefði. Maðurinn er
sakaður um að hafa a.m.k. tvisvar
neytt drenginn til að fá að sjúga á
honum liminn. Þá hafi maðurinn
einnig neytt drenginn til að horfa
á sig fróa sér.
I dómi Hæstaréttar segir að
við ákvörðun refsingar hafi orðið
að líta til þess að um gróf brot hafi
verið að ræða, sem beinst hefðu
sinn kynferðislega
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
( dómi Hæstaréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi orðið að líta til þess að um gróf
brot hafi verið að ræða, sem beinst hefðu að liðlega ellefu ára gömlum frænda ákærða.
að liðlega ellefu ára gömlum ákærða sem vin sinn. Þá segir að
frænda ákærða. Drengurinn hafi umræddir atburðir hafi orðið
borið fullt traust til hans og litið á drengnum mjög þungbærir. ■
Fjármál Farum í ólestri:
Mál spillts bæjar-
stjóra til skoðunar
danmörk Fjármál Farum-bæjar
á Norður-Sjálandi hafa verið hel-
sta umfjöllunarefni danskra
fjölmiðla undanfarið. í ljós hef-
ur komið að bæjarstjórinn, Peter
Brixtofte, hefur brallað margt
vafasamt þar. Brixtofte, sem er
meðlimur í hægriflokknum Ven-
stre, ber t.d. ábyrgð á því að
bæjarfélagið hefur tekið ólögleg
lán að upphæð 450 milljónir
d.kr., andvirði hátt í 5 milljarða
ísl.kr.. í vikunni var bæjarfélag-
ið sett undir stjórn innanrikis-
ráðuneytsins og sagðist ráðherr-
ann, sem er flokksbróðir
Brixtofte, að hann væri ekki í
vafa um að Brixtofte hefði brot-
ið lögin.
Brixtofte hefur hingað til afl-
að sér mikilla vinsælda í bæn-
um, t.d. með því að bjóða eldri
borgurum upp á ókeypis sóla-
landaferðir. Nú er hins vegar
komið í Ijós að bæjarfélagið
keypti þær dýru verði af ferða-
skrifstofu. Hún notaði svo auka-
álagninguna til að styrkja fót-
boltafélag bæjarins, en þar er
Brixtofte einmitt í forsvari.
Mál bæjarstjórans og rekstur
bæjarfélagsins sæta nú ítarlegri
rannsókn. Brixtofte hefur ekki
sagt af sér embætti, þó ýmsir
vildu sjá hann gera það. Hann
hefur þó tilkynnt að hann ætli
ekki að bjóða sig aftur fram til
þingmennsku. ■
Ingvar Helgason
notaðir bílar
Sævarhöfða 2 • Sími 525 8020
Ágreiningur for-
stjóra og aðaléiganda
DANSLEIKUR
FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD
NN
leika fyrir dansi
Erlend lán hafa verið Norðurljósum erfið. Með samningi í desember átti að
ganga frá endurfjármögnun. Hreggviður Jónsson segir aðaleiganda fyrirtæk-
isins, Jón Olafsson, hafa vanefnt þann samning. Jón og Sigurður G. Guðjóns-
son eru á öðru máli.
Hafðu samband við næsta sölumann
og kynntu þér málið.
OPIÐ virka daga 9ti\\ 8
Laugardaga
12 til 17.
STÓRHÖFÐA 17 • www.champions.is
Á 3 breiðtjöldum um helgina:
Laugardag:
Ki. 12.00 Man.Utd - Aston Villa
Kl. 15.00 Liverpool - Everton
Kl. 15.00 Arsenal - Fulham
Kl. 19.30 Roma - Perugia
Kl. 20.30 Valencia - Barcelona
Sunnudag:
Kl. 13.00 Sunderland - Newcastle
Kl. 15.00 Tottenham - Blackburn
Kl. 16.30 Bayer Leverkusen - Borussia Dortmund
Kl. 19.00 Real Betis - Gelta Vigo
Kl. 19.30 Inter - Udinese
NYR OG FLOTTUR
SPORTPÖBB/
VEITINGASTAÐUR
STÖRHÖFÐA 17
SfMI 567 3100
fyr/r neðan Plzza Hut
"Ef knattspyrnan vœri ekki til, þá vœrum viO
mjög frústreraöir knattpymumenn."
- Mick Lyons
skattrannsókn Norðurljós skulda
allt að 10 milljarða króna í erlendum
lánum sem hafa reynst fyrirtækinu
þungur baggi í kjölfar mikils geng-
isfalls íslensku krónunnar á undan-
förnum misserum. Til þess að end-
urskipuleggja fjárhag fyrirtækisins
var undirritaður samningur þann
21. desember síðast-
* liðinn milli þess og
„Við erum sall- lánardrottna þess
arólegír yfir sem hefur það að
þessu og tök- markmiði að ljúka
um þeirri nið- fjárhagslegri endur-
urstöðu sem skipulagningu þess
verður þegar fyrir 1. apríl næst-
af verður." komandi. Þennan
segir Sigurður samning undirrituðu
G. Guðjóns- Hreggviður Jónsson,
son, nýráðinn forstjóri, og Jón
forstjóri Norð- Ólafsson, stjórnar-
urljósa. formaður og aðaleig-
andi fyrir hönd
Norðurljósa.
Samkvæmt samningnum skuld-
bundu eigendur félagsins til að
auka hlutafé sitt um 300 milljónir
króna á samningstímanum. Sigurð-
ur G. Guðjónsson, sem tók við for-
stjórastarfi eftir afsgögn Hregg-
viðs Jónssonar í gær, sagði að helm-
ingur þess fjár hefði þegar verið
greiddur. Afgangurinn yrði reiddur
fram fyrir 1. apríl.
í yfirlýsingu í gær nefndi
Hreggviður sem ástæðu fyrir af-
sögn sinni að Jón Ólafsson hefði
ekki staðið við sinn hlut þessa sam-
komulags við lánardrottna. „Það
gerir mér og öðrum stjórnendum
félagsins ókleift að standa við
SKATTRANNSÓKNARMENN STORMA INN f HÖFUÐSTÖÐVAR NORÐURLJÓSA.
Hreggviður Jónsson forstjóri hafði þá nýlega yfirgefið skrifstofuna eftir að hafa sagt upp störfum
vegna ágreinings um efndir Jóns Ólafssonar við samkomulag við lánadrottna.
greiðsluloforð til þriðja aðila. Við
þessar aðstæður er mér ógjörning-
ur að gegna áfram starfi forstjóra.
Ég hef því nýtt mér ákvæði í ráðn-
ingarsamningi mínum sem heimil-
ar mér að láta af störfum sam-
stundis án nokkurra krafna á hend-
ur félaginu," segir í yfirlýsingunni.
Sigurður G. Guðjónsson sagðist
ekki telja að samningurinn hefði
verið vanefndur en farið yrði yfir
það í dag. Komi í ljós að samningur-
inn hafi verið vanefndur verði því
kippt í lag. að farið verði yfir það .
Jón Ólafsson, aðaleigandi Norð-
urljósa, kannaðist ekki við það í
samtali við Fréttablaðið í gær að
uppsögn Hreggviðs mætti rekja til
þessara þátta. „Það varð að sam-
komulagi milli okkar í október á síð-
asta ári að hann myndi láta af störf-
um sem forstjóri við fyrsta tæki-
færi,“ sagði Jón um afsögn Hregg-
viðs í gær.
Jón sagði rangt að hann hefði
vanrækt loforð um að greiða aukið
hlutafé inn í Norðurljós.
bjorgvin@frettabiadid.is
Innflutningur nýs kúakyns frá Noregi:
Niðurstöðu ráðu-
neytisins beðið
Útsala
LANDBÚNAÐUR Landbúnaðarráðu-
neytið getur ekki sagt til um
hvenær tekin verði afstaða til um-
sóknar Nautgriparæktarfélags ís-
lands (NRFÍ) um innflutning fóst-
urvísa NRF-kúakynsins frá Noregi.
í svari landbúnaðarráðuneytis-
ins við fyrirspurn blaðsins kom
fram að umsóknin var send til um-
sagnar hjá Erfðanefnd búfjár, Yfir-
dýralækni, Náttúruvernd ríkisins,
Fagráði í nautgriparækt, Dýra-
læknaráði, Hagþjónustu landbún-
aðarins, Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri og Rannsóknastofnun
landbúnaðarins. Hagþjónustan hef-
ur þegar skilað sinni umsögn. Þá
kemur fram að umsagnaraðilum
hafi ekki verið sett tímamörk, en
hafa beri í huga að NRFÍ hafi sótt
KYR
Fjölmargir hafa fengið umsókn NRFl’ til
umfjöllunar og ekki hægt að fullyrða um
hvað það ferli kann að taka langan tima.
um innflutning á öðrum forsendum
en fyrri umsækjendur. „Því þurfa
umsagnaraðilarnir væntanlega að
skoða málið út frá breyttam for-
sendum," segir í svarinu. ■
VINTERSPORT
100% SPORT
Ertu að leita að notuðum bíl?
Komdu þá stax í dag og gerðu góð kaup!
„Perlubílar“ bjóðast nú á frábæru tilboðsverði.
Auk þess fylgir öllum „Perlubílum44 gjafabréf
með glæsikvöldverði fýrir tvo í Perlunni.
Minnihlutinn í Reykjavík vill breyta lögum:
Fólk verði losað úr átthagafjötrum
borcarstjórn Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks lögðu í gær
fram tillögu í borg-
arstjórn þar sem Al-
þingi er hvatt til að
breyta kaupskylduá-
kvæðum í lögunum
um húsnæðismál.
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgar-
fulltrúi, talaði fyrir
tillögunni þar sem
lagt er til að eigend-
um félagslegra
eignaríbúða með
kaupskylduákvæð-
um verði heimilað að
selja þær á frjálsum
markaði.
,Nú er staðan sú að sveitarfé-
lögum er skylt að innleysa íbúðir
sem kaupskylda hvíl-
ir á og geta eigendur
þeirra íbúða ekki selt
þær á frjálsum
markaði [...] Á und-
anförnum tveimur
árum hefur íbúða-
verð á frjálsum
VILHJÁLMUR P. VIL-
HJÁLMSSON
Borgarstjórnarflokkur sjálf-
stæðismanna kallaði eftir
breytingum á lögum um
húsnæðismál á fundi
borgarstjórnar í gærkvöldi.
markaði hækkað gríðarlega á höf-
uðborgarsvæðinu. Þessi stað-
reynd gerir eigendum félagslegra
íbúða með kaupskylduákvæði,
ekki síst á höfuðborgarsvæðinu,
nánast ókleift að láta sveitarfélag-
ið innleysa íbúð sína, en innlausn-
arverð getur verið allt að 4 millj-
ónum króna lægra en verð á sam-
bærilegri íbúð á frjálsum mark-
aði,“ segir í greinargerð borgar-
stjórnarflokksins.
Með því að breyta þessum
lagaákvæðum segja fulltrúar
Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn
að verið sé að losa margar fjöl-
skyldur sem sitji fastar í núver-
andi kerfi úr nokkurs konar átt-
hagafjötrum.B
|lögreglufréttir|
• •
Okumann sakaði ekki er hann
missti bíl sinn út af veginum
sunnan við Borgarfjarðarbrúna í
gærmorgun. Lán í óláni var að
sléttlendi var þar sem útafakst-
urinn varð. Bílinn skemmdist lít-
ið og lögregla dró hann aftur inn
á veginn.
Bíll ók inn í snjóflóð sem féll í
Óshlíð í fyrrinótt. Einn maður
var í bílnum og slasaðist hann
ekki.
Brotist var inn í úraverslun á
Skólavörðustíg um eittleytið í
fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík var stolið þaðan um 20
úrum. Tókst lögreglunni ekki að
hafa hendur í hárri þjófsins eða
þjófanna.
VELALAIXID
VÉLASALA * TÚRBÍNUR
VARAHLUTIR • vlÐGERÐlR
Vagnhöföi 21 • 110 Reykjavík
Sími: 5774500
velaland@velaland. is