Fréttablaðið - 04.03.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 04.03.2002, Síða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 4. mars 2002 MÁNUDAGUR veróur haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu fimmtudaginn 14. mars 2002 og hefst kl. 14.00. #1--------- Á dagskrá fundarins verða: ---------- 1. Aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar til breytinga á samþykktum félagsins: Núverandi heimild 4. gr. a) um aukningu hlutafjár, verði hækkuó um 5% af núverandi hlutafé. 3. Tillaga um heimild til félagsstjórnar til kaupa félagsins á eigin hlutum. 4. Önnur máL, Löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi, skuLu vera komnar skrifLega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Morðmál í höfuðborginni: Rannsókn Bakkaselsmáls lokið en stendur enn í Víðimelsmáli sakamál Rannsókn stendur enn yfir í máli Þórs Sigurðssonar sem játað hefur að hafa orðið manni að bana á Víðmel 18. síðasta mánaðar. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að sem komið er hafi fátt nýtt komið fram og engar aðrar handtökur ver- ið gerðar. Þór var úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 4. apríl. Hörður útilokaði ekki að rannsókn málsins kynni að ljúka og Þór færður fyrir dóm áður en sá tími væri úti. Hann áréttaði þó að í morðmálum væru menn alltaf í varðhaldi þar til rétt- að væri í máli þeirra. Þá sagði hann að ýmsir þættir gætu orðið til að tefja rannsókn, s.s. bið eftir niður- stöðum geðrannsóknar, eða öðrum rannsóknum. Lögreglan í Reykjavík hefur lok- ið rannsókn á morðinu á Finnboga Sigurbjörnssyni sem átti sér stað í októbermánuði. Rannsóknargögn málsins bárust embætti Ríkissak- sóknara í gær. Nokkur tími gæti þó liðið enn þar til málið verður dóm- tekið. HÖRÐUR JÓHANNESSON Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á svokölluðu „Bakkaselsmáli." Rannsókn „Víðmels- málsins" stendur hins vegar enn. Ásbjörn Leví Grétarsson, 26 ára, játaði fyrir lögreglu að hafa orðið Finnboga að bana 28. októ- ber s.l. í íbúð við Bakkasel í Reykjavík. ■ msmxmftíssssmsíi Augnaðgerðir geta verið varasamar Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðs- mönnum þeirra á skrifstofu félagsins, Pósthússtræti 2, miðvikudaginn 13. mars og tiL kl. 12.00 á fundardegi. Einnig verða fundargögn afhent á fundarstað frá kl. 13.00. Reykjavík, 24. janúar 2002. Stjórn Hf. Eimskipafélags íslands EIMSKIP www.eimskip.is Aðalfundur Landssíma Islands hf. verður haldinn mánudaginn 11. márs á Grand Hótel Reykjavík, kl. 16.00. AÐALFUNDUR 2002 LANDSSÍMI ÍSLANDS HF. Dagákrá: „ B Aðalfundarstórf samkvæmt samþykktum féfagsins. ••••.'p Tillaga um fareytingar.á samþykktum félagsíns uni fækkun stjórrfáRtiahna úf sjö i fimm óg fækkún v;;. varamaftnáAr sjö:í.,f}|^m^Grejn 19.1. ' ,^3ÍLbnnur-m|lí-fÖgfégá;®þp/faoHn. - - v;, Fundargögn verða afhent á fundarstað. Ársreikningur félagsins liggur frammí á skrifstofu félagsins í Landssímahúsinu við Austurvöll. Hægt verður að fylgjast með beinní útsendingu frá aðalfundinum á heímasíðu félagsins, www.simi.is. Stjórn Landssíma íslands hf. Jákvæð umræða hefur verið um augnaðgerðir til að laga skerta sjón. Sjónfræðingum finnst vanta aukna umfjöllun um áhættuna sem fylgir aðgerðinni. Mörg dæmi þekkjast erlendis frá þar sem sjónin hefur versnað eftir slíka aðgerð. heilbricðismál Sjónfræðingar á Is- landi hafa stigið fram og gagnrýnt umfjöllun um augnaðgerðir sem eiga að laga sjón hjá fólki með leisertækni. Segja þeir lítið fjallað um áhættuna sem fylgir slíkri að- gerð. Rúdiger Þór Seidenfaden, sjón- fræðingur, segir stutt síðan þessar aðgerðir urðu algengar hér á landi. Engin reynsla sé komin á þær og því beri okkur að fara varlega. „Við vitum ekki hver langtímaáhrifin eru.“ Rúdiger Þór segist vera að vekja athygli á áhættunni en ekki —4— gagnrýna að þessar Það er aldrei aðgerðir séu stund- hægt að taka aðar. „Augun verða þaðtilbaka. aldrei jafn sterk og aður. Það er skorið með leysergeisla í heilbrigðan vef. Það er aldrei hægt að taka það til þaka.“ Hann segir ekki að fullu ljóst hvernig líkaminn bregðist við. Það geti verið mis- munandi eftir einstaklingum. Oftast heppnast þessar aðgerðir sem betur fer vel segir Rúdiger. Hins vegar verða sumir að fá sér gleraugu aftur eftir nokkurn tíma. Sumir fara aftur í aðgerð sem get- ur verið varasamt þegar fólk er ungt og á eftir að nota sjónina í tugi ára áfram. Eins eru þekktar auka- verkanir eins og þurr augu, tvísýni og minni sjónskerpa. Alvarlegri dæmi í kjölfar svona aðgerða, eins og blinda, þekkist utan úr heimi en hefur ekki komið upp hér á landi. f skýrslu samtaka bandarískra augnlækna frá því í janúar segir RUDIGER ÞÓR SEIDENFADEN, SJÓNFRÆÐINGUR Við verðum að fara varlega því við vitum ekki langtímaáhrif svona aðgerða. Hluti af heil- brigðum vef er fjarlægður og verður aldrei bættur aftur. að betri tækni gerir þessar að- gerðir öruggari. Sérstaklega sé hún örugg þegar um lítinn sjón- galla sé að ræða en hætta á auka- verkunum aukist eftir því sem sjónin er verri. í því sambandi er bent á aukaverkanirnar sem Rúdiger nefnir. Sérstaklega þurfi að fara varlega þegar um fjær- sýna einstaklinga er að ræða. Áður en einstaklingar fara í leyser aðgerð þurfa þeir að skrifa undir upplýst samþykki að þeir hafi kynnt sér áhættu sem aðgerð- inni fylgir. Það kemur fram að sjónin geti orðið lakari en hún var fyrir aðgerð. bjorgvin@frettablatlid.is Shevardnadze segir að Bandaríkin muni aðstoða Georgíu í baráttunni gegn hryðjuverkum: Uppræta glæpamenn í felum SHEVARDNADZE Segir Bandaríkin eina landíð sem geti aðstoðað Georgíu við að uppræta glapamenn í landinu. erlent Bandaríkin hyggjast þjál- fa sérsveitir gegn hryðjuverk- um í Georgíu. Einnig hyggjast þeir sjá þeim fyrir viðeigandi búnaði. Þetta er haft eftir Edu- ard Shevardnadze forseta Ge- orgíu. Hann sagði að Bandaríkin væru eina landið sem gæti að- stoðað Georgíu við að uppraéta glæpamenn sem eru í felúm í landinu. Shevardnadze sagði ennfremur að Georgía myndi vinna með Rússlandi. Margir rússneskir embættismenn hræðast veru bandarísks herliðs á svæðinu sem er við landamæri Checheníu. Bandaríkjamenn hugleiða að senda allt að 200 manna herlið til Georgíu. Það hefur vakið upp spurningar um það hvort landið verði hin nýja framlína í stríðinu gegn hryðju- verkum. Schvarndnadze sagði á fundi ellefu leiðtoga fyrrum ríkja Sovíetríkjanna í Kazakst- an, að Georgía hefði um langt skeið reitt sig á hernaðaraðstoð Bandaríkjanna. Hann hefur ein- nig viðurkennt í yfirlýsingu að landið sé að hruni komið. Tvö svæði við landamæri Rússlands, Abkhazia og Ossetia, hafa þegar lýst yfir sjálfstæði. Engin er- lend ríki hafa viðurkennt þær yfirlýsingar þeirra. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.