Fréttablaðið - 04.03.2002, Side 13

Fréttablaðið - 04.03.2002, Side 13
MÁNUDAGUR 4.mars FRETTABLAÐIÐ 13 íanns lífið: ugi manna lífið Palestínumenn segja árásirn- ar hafa beinst eingöngu gegn óbreyttum borgurum. ísraels- menn segjast vera að ráðast á bækistöðvar hryðjuverkamanna í flóttamannabúðunum. Meðal annars fundust þar flugskeyti af sömu gerð og notuð hafa verið gegn ísrael nýverið. Þrátt fyrir átökin binda marg- ir vonir við að friðartillögur frá Sádi-Arabíu geti rofið vítahring ofbeldisins. Þar er ísraelsmönn- um boðin viðurkenningu Arabaríkja og frið gegn því að þeir láti af hendi þau svæði, sem þeir hernámu í stríðinu árið 1967. ■ ÖRYGGISGÆSLA VIÐ MARKAÐINN Strangtrúaður gyðingur horfir á ísraelska landamæraverði sem hafa sett upp gæslu við hefðbundinn matvælamarkað í Jerúsalem. Israelsmenn hafa eflt öryggisráðstafanir eftir átökin undanfarna daga. Kópavogur: Tvö um- ferðarslys lögregla Tvö umferðarslys urðu í Kópavogi aðfaranótt sunnudags og í gærmorgun. Engin teljandi slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokkuð. Fyrra óhappið átti sér stað rétt fyrir kl. 3 um nóttina. Þá missti ökumaður stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi, á móts við Kópavogsbraut. Farþegi í bílnum hlaut minniháttar meiðsl. Bíllinn skemmdist nokkuð. Klukkan hálf sjö í gær var bíl ekið út af Suðurlandsvegi, á móts við Lögbergsbrekku. Lögreglan að- stoðaði manninn við að koma bíln- um aftur upp á veginn. Bíllinn var ökufær. ■ MALARINNim Bæjarlind 2 • Kópavogi • Simi: 581 3500 Hópslagsmál á Höfn: Sökudólgar földu sig LÖGREGLA Fjórir menn réðust inn í hús á Höfn í gærmorgun til að hefna harma frá því á dansleik fyrr um nóttina. Þrír voru í húsinu. Brutust út slagsmál. Þegar lögregl- an kom á staðinn höfðu söku- dólgarnir horfið á braut. Þeir földu sig fyrir lögreglunni um stund en hún hafði hendur í hári þeirra nokkru síðar, enda var vitað um hverja var að ræða. Enginn slasað- ist að ráði í slagsmálunum. Tveir dansleikir voru á Höfn í fyrrinótt. Mikið fyllerí var á fólki. Lögregla hafði því í 'nógu að snúast og þurfti oft að skakka leikinn. ■ ERLENT Lögreglan í Skopje í Makedóníu skaut til bana sjö uppreisnar- menn. Mennirnir hugðust gera skotárás á erlend sendiráð á laug- ardag. Uppreisnarmennirnir voru drepnir eftir að þeir hófu skothríð með vélbyssum á lögreglustöðina. Innanríkisráðherra Makedóníu vildi ekki láta uppi hverra þjóða mennirnir væru. Tyrkneskir ráðamenn munu funda með evrópskum og bandarískum ráðamönnum á næstu dögum. Á fundunum verður rætt undir hvaða skilmálum Tyrk- land taki við stjórnartaumunum í friðargæsluliðinu í Afganistan. Þetta er haft eftir Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands. Breskir og bandarískir erindrekar gátu ekki staðfest efni fundarins. Ecevit sagði blaðamönnum að Týrkir væru tilbúnir til að taka að sér verkefnið, sem hann lýsti sem heiðvirðu en erfiðu. Ræða þyrfti ýmis málefni áður en Týrkland samþykkti að taka við stjórninni úr höndum Breta. |lögreglufréttir| Aannað hundrað nemar úr Verzl- unarskóla íslands voru staddir á Ólafsfirði um helgina. Verzlingar höfðu lagt land undir fót til að fara á skíði og skemmta sér. Að sögn lögreglu var framkoma nemend- anna til fyrirmyndar. Þeir voru hins vegar heldur óheppnir með veðrið sem var ekki mjög gott til skíðaiðkunar, rigning um tíma og hvasst. Hörð aftanákeyrsla varð á mót- um Hafnargötu og Tjarnar- götu í Keflavík eftir hádegi í gær. Engin slys urðu á fólki. Bílarnir skemmdust mikið og þurfti að draga þá af vettvangi. Lögreglan á Blönduósi sagði um- ferð helgarinnar hafa verið miklu minni en vanalega. Veður var frekar leiðinlegt sem er líkleg skýring þess að fólk sat heima. Ralla þurfti út björgunarsveit á Fjarðarheiði aðfaranótt sunnu- dags. Skafrenningur var á þessum slóðum og sátu þrír til fjórir bílar fastir í sköflum. Liðsmenn björg- unarsveitarinnar ísólfs á Seyðis- firði komu ökumönnum af stað. SKIÐAPAKKAR A AKUREYRI Verðdæmi: DAGSFERÐ Flug fram og til baka til Akureyrar. Dagpassi I Hlíðarfjalli. Bílaleigubíli frá Hertz. Verð frá 12.625 kr. á mann m.v. tvo í bíl Flugvallarskattur og tryggingargjald, 830 kr., eru ekki innifalin I verði. EINN SOLARBRINGUR Flug fram og til baka til Akureyrar. Skíðapassi í Hlíðarfjalli. Bílaleigubíll frá Hertz og gisting Verð frá 16.438 kr. á mann m.v. tvo í herb. Flugvallarskattur og tryggingargjald, 830 kr., eru ekki innifalin í veröi. Skíðaslaufur Snjórinn freistar fyrir norðan. Spennandi skíðaferðir til Akureyrar fyrir alla sem vilja njóta sín og sinna í góðu skíðafæri. Dagsferð eða flug og gisting í eina eða fleiri nætur á frábæru verði, bílaleigubíll frá Hertz og lyftupassi í Hlíðarfjalii. Tryggið ykkur sæti í tíma! Munið eftir skíðaslaufunum þegar þið fáið fiðring í bindingarnar. Tilboðin gilda til 30. apríl Hafið samband í síma 570 30 30 fax: 570 3001 websales@flugfelag.is www.flugfelag.is ICELANDAIR £ Bílaleiga FLUGFÉLAG ÍSLANDS - fyrir fólk eins og þig!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.