Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ
FÓTBOLTI
4. mars 2002 MÁNUDAGUR
Aston Villa-West Ham 2:1
Bolton-Blackburn 1:1
Charlton-Chelsea 2:1
Fulham-Liverpool 0:2
Ipswich-Southampton 1:3
Middlesbro-Leicester 1:0
Tottenham-Sunderland 2:1
Newcastle-Arsenal 0:2
Everton-Leeds 0:0
Derby-Man.Utd. 2:2
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Man.Utd. 29 18 4 7 69:37 58
Arsenal 28 16 9 3 57:31 57
Liverpoot 29 16 8 5 47:25 56
Newcastle 28 17 4 7 52:35 55
Leeds 28 11 12 5 37:29 45
Chelsea 27 11 11 5 47:28 44
Aston Villa 28 10 11 7 34:31 41
Tottenham 27 11 5 11 39:36 38
Charlton 28 9 10 9 32:33 37
Fulham 28 8 11 9 27:31 35
íbróttir
áSýn
4 io niáí í
<"án- Heklusport
lim kl. 22.30
þri Blackbum - Aston Vllla
Enski boltlnn kl. 19.50
mið Liverpool - Newcastle
Enskl boltinn kl. 19.50
lau Newcastle - Arsenal
Enski boltlnn kl. 17.20
P. Ayala - C. Adams
Hnefaleikar kl. 22.55
Rangers - Celtic
Skoski boltinn kl. 11.45
italski boltinn
kl. 13.45
Tottenham - Chelsea
Enski boltlnnkl. 15.55
WBA - Fulham
Enski boltinn kl. 18.25
U Lakers - | NBAkl. 23.00 New York
1 HM 2002
" Ifíl/tJI/lW /’t'/l
MyndnjKk
SífjlU' /
frou memfí út úfí sjónvofípmu ÞÍnu
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
Upplýslngar
lalma 580 2525
Textavarp IÚ 110-113
RÚV281, 283 og 284
Jókertölur
laugardags
1 8 8 2 2
Jókertölur
mlðvlkudags
5 7 8 0 7
Varð fjórði í sjöþraut á eftir Sebrle, Dvorak og Nool:
Jón Arnar á hælum
hinna bestu
siöþraut Jón Arnar Magnússon
hreppti fjórða sæti í sjöþraut á Evr-
ópumeistaramótinu innanhúss, sem
haldið var um Vínarborg um helgina.
í þremur efstu sætunum eru þeir
þrír, sem óumdeilanlega eru bestu
tugþautarmenn í heimi undanfarin
ár: Tékkarnir Roman Seberle heims-
methafi og Tomas Dvorak fyrrum
heimsmethafi hlutu gull og silfur og
Sæti Nafn 60 m lang- stökk kúlu- varp há- stökk 60m grind stang- arstök 1000 m stig
1. Roman Sebrle 6.97 7.82 15.62 2,11 7.93 4.80 2:47.69 6280
2. Tomas Dvorak 6.92 7.55 16.08 1,90 7.84 5.00 2:46.31 6165
3. Erki Nool 6.91 7.56 14.01 1,96 8.17 5.20 2:45.60 6084
4. Jón Arnar 7.00 7.51 15.53 1,96 8.24 5.00 2:50.91 5996
ÞEIR BESTU
Jón Arnar, lengst til hægri, í 60 metra
hlaupi f Vín. Lengst til vinstri á myndinni
eru Sebrle, Nool og Dvorak,
síður mikil lyftistöng, eftir meiðsli
og mótlæti undanfarin misseri. Úr-
slitin eru staðfesting þess að hann er
enn í fremstu röð í heiminum í erfið-
ustu grein frjálsra íþrótta; fjölþraut-
unum.
Vala Flosadóttir komst ekki í úr-
slit í stangarstökki. Hún stökk 4,30
m og varð níunda í undankeppni. ■
Erki Nool, ólympíumiestari frá Eist-
landi hlaut brons.
Jón Arnar var í þriðja sæti þegar
kom að næstsíðustu grein, stangar-
stökki. Það er sérgrein Erki Nool og
fleytti honum í þriðja sætið. Jón átti
enn möguleika að komast á pall en
hefði til þess þurft að vera um það
bil 5 sekúndum á undan Nool í 1000
metra hlaupinu. Það tókst ekki því
Nool varð rúmum fimm sekúndum á
undan Jóni í mark.
4. sætið er Jóni Arnari engu að
Vil ekki enda í hjólastól
Knattspyrnumaðurinn Bjarki Gunnlaugsson er kominn heim. Ætlar að reyna fyrir sér með KR,
launalaust, á þeim forsendum að hann geti eitthvað fært til klúbbsins.
fólk „Draumurinn er búinn,“ seg-
ir knattspyrnumaðurinn Bjarki
Gunnlaugsson en viðvarandi
meiðsl í mjöðm hafa orðið til þess
að hann hefur verið dæmdur úr
leik sem atvinnuknattspyrnu-
maður. Lék Bjarki með knatt-
spyrnuliðinu Preston í Norður-
Englandi en er nú alkominn heim
til Islands. Bjarki segir ekki þýða
að gráta orðinn hlut. „Ég hef
heyrt að það sé líf eftir fótbolt-
ann þrátt fyrir að ég hafi ekki
persónulega reynslu af því sjálf-
ur.“ Bjarki segir ferli sínum end-
anlega lokið sem atvinnumaður í
fótbolta en vonir standi til að
hann geti leikið sem áhugamaður.
„Álag á leikmenn í atvinnu- og
áhugamennsku er afar ólíkt. Ég
held þess vegna í þá von að geta
eitthvað spilað hérna heima og þá
eingöngu með KR.“ Hann segir
ráðamenn KR-liðsins hafa komið
að máli við sig. Til standi að hefja
æfingar með liðinu í marsmán-
uði. „Ég á von á að niðurstaða
liggi fyrir í byrjun apríl hvort ég
geti þetta eða ekki. Ég verð að
hugsa til framtíðarinnar og passa
upp á að ganga ekki alveg fram
af mér, ekki vil ég enda í hjóla-
stól.“ Blaðamaður hafði á orði við
Bjarka að hann ætli sér greini-
lega að reyna til þrautar að leika
fótbolta. „Ég vil ekki enda feril-
inn svona en ég verð að vera
BJARKI GUNNLAUGSSON
„Ég vil ekki enda ferilinn svona en ég verð að vera raunsær. Ef ég get ekki sýnt af mér einhverja leikni og fært eitthvað til klúbbsins
stend ég ekki í þessu. Ég ætla ekki að fara láta vorkenna mér."
raunsær. Ef ég get ekki sýnt af
mér einhverja leikni og fært eitt-
hvað til klúbbsins stend ég ekki í
þessu. Ég ætla ekki að fara láta
vorkenna mér.“
Bjarki á eiginkonu og tvö börn
og segist hann vera að leita sér
að húsnæði, á meðan dvelji hann
í foreldrahúsum á Akranesi. „Ég
kláraði ekki framhaldsskólann
heldur átti fótboltinn hug minn
allan. Ég hef hugsað mér að setj-
ast á skólabekk í haust og þá í
Viðskipta- og tölvuháskólann."
Hann segist vera með mörg járn
í eldinum. Stefnan sé tekin á
sjálfstæðan rekstur og séu samn-
ingar í gangi sem hann vilji ekki
gefa uppi að svo stöddu. „Ég fékk
dágóða upphæð úr tryggingunum
sem gerir mér kleift að starta
upp nýju lífi á íslandi án þess að
setja mig í stórskuldir. Það var
lán í óláni að ég hafði tryggt mig
en það hafði ég ekki gert fyrr en
ég fór að spila á Englandi. Þegar
maður er ungur eru hugsanleg
meiðsl ekki efst í huganum.
Svona hugsunargangur er nátt-
úrulega algjör þvæla, og það kom
á daginn. Eg var búinn að sjá fyr-
ir mér sex ár í atvinnumennsk-
unni í viðbót. Mín skilaboð eru
því skýr, allir sem eru í atvinnu-
mennsku í hvaða íþrótt sem er
eiga undantekningarlaust að
tryggja sig,“ segir Bjarki að lok-
um.
kolbrun@frettabladid.is
SKÚTUSIGLINGAR
Árs sigling
Kjölbátasamband íslands heldur fræðslu-
fund, sem er öllum opinn, að Skúlagötu 30,
(beint á móti Aktu-Taktu) 101 Reykjavík
mánudaginn 4. mars. kl. 20:00
Fundarefni:
Árs sigling frá Englandi til Króatíu.
Hjón fóru til Englands og keyptu seglskútu
og sigldu þaðan til Frakklands, Spánar og
inn í Miðjarðarhaf. Þau heimsóttu hátt í
sextíu staði og lögðu ýmist að í höfn eða við
akkeri. Sagt verður frá þessari löngu ferð í
tali og myndum.
Sama lága verðið; kr. 500 - og
kaffiveitingar að sjálfsögðu innifaldar.
Sjá nánar um fundarstað á http://sigl-
Sögulegri Formúlukeppni lauk með sigri
Schumachers:
Aðeins átta öku-
menn luku keppni
MELBOURNE, AP Þjóðverj-
inn Michael Schumacher
sigraði í Formúlu-
kappakstrinum í Ástralíu
í fyrrinótt, þriðja árið í
röð. Bifreiðin var sú
sama og hann notaði í
fyrra, vegna þess að bif-
reiðasmiðunum hjá Ferr-
ari tókst ekki að klára
2002-módelið í tæka tíð.
f öðru sæti varð Juan
Pablo Montoya á Willi-
ams bifreið. Sá þriðji í mark varð
Kimi Raikkonen fyrir MacLaren-
liðið.
Ellefu bifreiðar lentu saman í
gríðarlegum árekstri þegar Ralf
Schumacher, bróðir Michaels,
reyndi að fara fram úr Rubens
Barichello. Bílarnir lentu saman
og bifreið Schumachers tókst á
flug. Enginn ökumannanna ellefu
varð þó fyrir meiðslum.
Ákvörðun yfirstjórnar For-
múlukeppninnar, FIA, um að stöð-
va ekki keppnina sætti gagnrýni
margra ökumanna. Einungis átta
bifreiðum af tuttugu og tveimur
tókst að ljúka keppninni í fyrr-
inótt.
A FERÐ OG FLUGI f FORMÚLUNNI
Wílliams-bifreið Ralfs Schumachers flýgur
yfir Ferrar-bifreið Rubens Barrichello í For-
múlu-keppninni f fyrrinótt. Alls lentu ellefu
bifreiðar í þessum árekstri. Ökumennirnir
sluppu þó allir án meiðsla.
Michael Schumacher slapp
naumlega við að lenda í árekstrin-
um. Hann sagðist hafa orðið býsna
hræddur þegar áreksturinn varð.
„Ég vissi ekkert hvað var að ger-
ast,“ sagði Schumacher. „Það voru
bara bílar á flugi alls staðar."
„Þetta var skelfilegt, get ég
sagt ykkur,“ sagði Ralf
Schumacher. „Að takast á loft í
flugvél er miklu skárra en að
takast á loft í F1 bifreið, sem er
ekki til þess gerð.“ ■