Fréttablaðið - 04.03.2002, Síða 15

Fréttablaðið - 04.03.2002, Síða 15
MÁNUDAGUR 4. mars 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 1S Tyson endaleysan: Sótt um í Michigan hnefaleikar Mike Tyson og samn- ingsaðilar hans eru ekki enn búnir að gefast upp. Fyrir helgi sóttu þeir um hnefaleikaleyfi í Memphis fylki og vonast til að Tyson geti mætt Lennox Lewis í Detroit. Þeir segja borgina eiga langa hnefaleikasögu. Tyson hefur samt áður lent í vandræðum í fylkinu. í janúar í fyrra var hnefaleikaleyfi hans fryst í 90 daga og hann sektaður um 5000 dollara fyrir það að neita að fara í lyfjapróf áður en hann vann Andrew Golota í október árið 2000. Yfirvöld segja að leyfar af mariju- ana hafi fundist í þvagprufu eftir bardagann. ■ Forseti FIFA: Sakaður um mútur fótbolti Stjórn UEFA fyrirskipaði rannsókn síðastliðinn fimmtudag til að athuga hvort grundvöllur sé fyr- ir ásökunum á hend- ur forseta FIFA, Sepp Blatter. Hann er sakaður um að hafa notað mútur til að komast til valda í FIFA í kosningum fyrir fjórum árum. Farah Addo, varaforseti knatt- spyrnusambands Afríku, sagði að hon- um hefði verið boðn- ir peningar fyrir að styðja Blatter frekar en Lennart Johanson, for- seta UEFA, í kosningum til forseta FIFA. „Mér voru boðnir hundrað þúsund dalir í maí 1998 til að kjósa Blatter af stuðningsmönnum hans í Persaflóa. Meðal þeirra var fyrrum sómalskur sendiherra," sagði Addo. Ilann neitaði að nefna mennina eða hvers lenskir þeir eru. Mútunum var neitað þar sem Addo og aðrir í afríska knattspyrnusambandinu voru búnir að samþykkja að þeirra 51 atkvæði færi til Johanson. Addo var áður forseti knattspyrnusam- bands Sómalíu. Hann segir að emb- ættismenn frá 25 þjóðum hafi þeg- ið mútur fyrir atkvæði sitt. „Ég sá það með eigin augum,“ segir hann. Blatter ætlar að sækjast eftir endurkjöri nú í ár. „Það kemur mér ekki á óvart að sjá slíkar ásakanir núna. Þetta er hluti af herferð til að rægja mig og mitt nafn. Hún hefur gengið í nokkurn tíma og FIFA vissi af henni,“ sagði Blatter í yfirlýsingu. Á sínum tíma sigraði hann Johanson með 111 atkvæðum á móti 80. ■ SEPP BLATTER Sagður hafa mútað til að komast til valda GERA EKKIB0Ð A UNDAN SER! ÞÁTTTAKA ÞÍN STUDLAR AD: • pínu eigin öryggi á sjó og landð • rekstri 102 biörgunarsveita um land allt • auknu öryggibarna • björgun mannslífa • aukinni fræðslu og forvörnum slysa • rekstri 9 björgunarskipa kring um landið • rekstri 35 unglingadeilda • rekstri Svsavarnaskóla sjómanna • rekstri Björgunarskólans TIL MIKILS AD VINNA: 270 utanlandsferðir að verðmæti 35 milliðnir. -150 helgarferðir fyrír 2 til Dublinar eða Edinborgar -100 yikuferðir fyrír 2 til Mallorka, Portúgal, Krítar eða Benídorm - 20 sðlarlandaferðir í 2 vikur fyrir fjögurra manna fjölskyldu til Mallorka, Portúgal, Krítar eða Benidorm Ferðahappdrætti 2002 Miöar eru seldír á skrifstofu félagsins að Stangarhvl 1. Sími: 570 5900 * SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA SLYSfiVfiRNfiFELflGIÐ LfiNÐSBJÖRG —berstfyrir lífi þínu m -tiannaóur utan um þig „í styðstu máli kom bíllinn verulega á óvart....“ J.R. DV Gott verð og 0% vextir, það gerist ekki betra Dæmi um kjör: Daewoo Lanos 1600 SX rikulega búinn aukahlutum.............kr. 1.490.000,- Uppítaka á eldri bíl.......................................kr. 790.000,- Milligjöf.......tekin að láni Vextir á mánuði fyrstu 12 mán..............................kr. 0,- Greiðslubyrði á mánuöi fyrstu 12 mán. m.v. 60 mán. lán....kr. 12.926,- Lán allt að kr. 1.000.000.- vaxtalaust í 12 mánuði meö mánaðarlegum greiðslum. Lánum einnig til allt aö 60 mánaða og þá vaxtalaust fyrstu 12 mánuðina. Nánari upplýsingar um lánsskilyrði fást hjá sölumönnum Bílabúðar Benna. ATH. aðeins takmarkað magn bíla. Vagnhöfða 23 • Sími 590 2000 • www.benni.is Opið virka daga 09-18 • Laugardaga 10-16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.