Fréttablaðið - 04.03.2002, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 04.03.2002, Qupperneq 23
MÁNUDAGUR 4. mars 2002 23 Flottar kennitölur: Tvennir tvíburar fæddir 02.02.02 TVENNIR TVÍBURAR Wlyndin var tekin af tvíburunum á Kvennadeild Landspítalans þegar þeir voru 5 daga gamlir. BÖRN Það þykir jafnan í frásögur færandi þegar barn kemur í heiminn og enn frekar ef um er að ræða tvenna tvo sem fæðast annan dag, annars mánaðar, annars ársins í öðru árþúsundi. Nú hvá sjálfsagt margir en um er að ræða tvenna tvíbura sem fæddust á Kvennadeild Land- spítalans á þeim sérstaka af- mælisdegi 02.02.02. Birna Lár- usdóttir og Hallgrímur Kjart- ansson frá ísafirði eignuðust "*T FÓuTí FRélTUlVI I Knattspyrnutvíburarnir Arnar og B jarki Gunnlaugssynir, hafa fest kaup á veitingahúsinu Hverfisbarnum á Hverfisgötu. Skrifað var undir samníng á fimmtudag. Bræðurnir koma ein- ungis inn sem fjárfestar og hafa hugsað sér að láta aðra um rekst- urinn. Opinberir starfsmenn ná öðr- um fremur árangri í pólitík ef marka má framboðslista sjálf- stæðismanna og Reykjavíkurlist- ans. Hjá R-listan- um er Stefán Jón Hafstein einn á almennum vinnu- markaði, en hann starfar við bóka- útgáfu hjá Eddu- Miðlun. Á lista sjálfstæðismanna er aðeins Kjartan Magnússon á almennum vinnumarkaði. Auk borgarfulltrúastarfa rekur Kjart- an eigið fyrirtæki, Intelscan-Ör- bylgjutækni sem er í nýsköpun og framleiðslu mælitækja fyrir sjávarútveg, fiskvinnslu og ann- an matvælaiðnað. Ekki er enn komið á hreint hver verður í sjöunda sæti R- listans. Mest er þrýst á Dag B. Eggertsson um að taka sætið. Hann hefur ekki svarað. Dagur mun eiga talsvert eftir af sér- námi í Svíþjóð og mun ekki tilbú- inn að hætta því. Annar sem hef- ur verið nefndur til er Skúli Helgason. Ekki er eins mikil hrifning fyrir honum. Hafni Dag- ur sætinu er víst að leit hefst að vænlegum frambjóðenda. að vakti ekki undran þegar Davíð Oddsson sagði að öll stjórn Landssímans þurfi að víkja. Hitt var eftirtektarverð- ara að forsætis- ráðherrann sagði Sturlu Böðvars- son vera sér sam- mála. Þar sem samgönguráð- herrann hefur haft ótvíræð afskipti af stjórn fyrirtækisins væri kannski ekki úr vegi að hann axlaði ábyrgð rétt eins og stjórnarmennirnir. Hluti stjórnarinnar hefur unnið sér það til skammar að gera lítið og vita fátt. Sturla hins vegar virðist hafa verið með í ráðum eða jafnvel ráðið mörgu af því sem miður hefur farið. að getur verið erfitt að gera upp á milli félaga sinna. Það vita þeir sem reynt hafa. Þess vegna voru þingmenn Sjálfstæð- isflokksins ánægðir með að Ðav- íð Oddsson tók að sér að velja eftirmann Björns Bjarnasonar. Eðlilega kom ekki til neinna um- ræðna innan þingflokksins - held- ur var tillagan um Tómas Inga Olrich samþykkt strax. Hlutverk formannsins var sem sagt ekki eftirsóknarvert. Óbreyttir þing- menn fögnuðu. „Allir sem komu til greina eru vinir mínir.“ Þetta eru orð eins þingmannsins í einkasamtali. tvo drengi að morgni þessa merka dags og vógu þeir tæpar 15 merkur hvor. Fyrir eiga þau hjónin dótturina Heklu sem er þriggja ára. Um hádegisbilið eignuðust síðan Bergþóra Eiðs- dóttir og Páll Elísson frá Reykjavík tvær stúlkur. Önnur stúlkan var 10 merkur að þyngd og hin tæpar 11 merkur. Fyrir eiga þau tvo drengi, Hreiðar Má 9 ára og Vigni Frey 6 ára. Bergþóra, móðir stúlknanna, segir að uppi hafi verið fótur og fit á Kvennadeildinni þegar hún kom inn til að fæða börnin. Tví- buradrengirnir voru þá þegar komnir í heiminn. Hún segir foreldrana hafa talað sig saman um að halda sambandi og bera saman bækur sínar. Þau hafi slegið því fram í gríni að gaman væri að leyfa þeim að hittast þegar tvítugsaldrinum væri náð. ■ Bill Gates enn ríkastur: T apaði 600 milljörðum auðmenn Bill Gates tapaði 600 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári en er samt ríkasti maður ársins, áttunda árið í röð. Eignir hans reu nú metnar á um það bil 5.280.000.000.000 ís- lenskar króna (5.280 milljarða). Þetta kom fram í lista yfir ríkasta fólk jarðarinnar sem Forbes tímaritið birti fyrir helgi. Einstaklingum sem eiga yfir milljarð bandaríkjadala fækk- aði um 83 í fyrra vegna krepp- unnar og teljast nú 497 til þeirr- ar elítu. ■ Tölvuskólinn Sóltúni Sóltúni 3 105Reykjavík sími 562-6212 netfang: skoli@tolvuskoli.net heimasíða: www.tolvuskoli.net Stutt námskeið 20 stundir Fyrir byrjendur * Windows 2000 - 5.-14.mars * Word 2000 l.stig - 8.-15 mars Vefsíðugerð 1 (H) eldriborgarar * Excel 2000 l.stig - 18.-22.mars 60 stundir * HTML * Front Page Frábært námskeið fyrir þá sem vilja setja upp og viðhalda vef. Næsta námskeið er: 13.mars-12.apríl Kl. 17:30-21:00 s> V*. - ________—m. 15 stundir Grunnnámskeið í: ^ * Windows * Interneti * Tölvupósti Hæg yfirferð ! Næsta námskeið er: 19. - 27. mars Kl. 13:00-16:00 Skráning 1 síma 562-6212 alla virka daga kl. 10 - 22 Opnunar Nýr aðili hefur tekið við umboði Europcar á íslandi. Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum Europcará íslandi upp á þetta glæsilega opnunartilboð.: Opel Corsa á 2000 kr. á dag! • Innifalið er ótakmarkaður akstur, skattar og tryggingar. » Hverjum bíl fylgir boðsmiði „2 fyrir 1“ í Bláa lónið. • Nöfn þeirra sem leigja bíl fram til 1. febrúar fara í pott þar sem vinningurinn er gisting fyrir tvo á Hótel Sögu yfir eina nótt ásamt kvöld- og morgunverði. * Tilboð þetta gildir til 1. febrúar 2002. Europcar NOTELS & RLSORTS Europcar i islandi: Dugguvogur 10.104 Reykjavik - Sími 591 4050' Fax 591 4060 Aðrir afgreiðslustaðir: Keflavík, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyri, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar, Sauðárkrókur, Höfn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.