Fréttablaðið - 05.03.2002, Page 1

Fréttablaðið - 05.03.2002, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR LEIKHUS Slagsmálin skemmtilegust bls 16 45. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 5. mars 2002 Bamsmóðir Vatnsberans: Krefst milljóna úr dánarbúi dánarbú Barnsmóðir Þórhalls Öl- vers Gunnlaugssonar, sem þekktur er sem vatnsberinn, hef- ur lagt fram 3,8 milljóna króna kröfu í dánarbú Agnars W. Agn- arssonar vegna þriggja skulda- bréfa sem Þórhallur Ölver Gunn- laugsson var upphaflegur eig- andi að. Þórhallur myrti Agnar í íbúð hans að Leifsgötu í júlí árið 1999. Bréfin þrjú, sem eru að höfuð- stóli 2,5 milljónir króna, eru gef- in út sama daginn árið 1995. Þau áttu öll að greiðast í einu lagi sex árum síðar, í apríl árið 2001. Þór- hallur framseldi bréfin til barns- móður sinnar í október árið 1998. Þórhallur var dæmdur í sextán ára fangelsi vorið 2000 fyrir að hafa stungið Agnar til bana. Þór- hallur stal við sama tækifæri skartgripum að verðmæti 300 þúsund króna úr íbúð Agnars. Jón Ármann Guðjónsson, skiptastjóri dánarbúsins, segir að hægt væri að ganga frá skipt- únum á næstu vikum ef ekki væri fyrir kröfuna vegna skulda- bréfanna þriggja. Jón Ármann sagði að ganga þurfi úr skugga um að ekki sé um falsanir að ræða. Farið verði fram á það við embætti ríkislögreglustjóra að það kanni hvort svo sé. Nánar bls. 2 | ÞETTA HELST| Sextán Palestínumenn létust í hefndarárásum ísraelsmanna í gær vegna árása Palestínu- manna um helgina sem urðu 22 ísraelmönnum að bana. Meðal Palestínumannanna sem létust í gær voru fimm börn og læknir sem var staddur í sjúkrabifreið. Hann hafði umsjón með björgun- arstörfum. bls. 2 —«— Samtök eigenda sjávarjarða vilja að bætt verði ákvæðum um rétt strandbænda til fiskveiða í ný lög um stjórn fiskveiða sem eru tilumfjöllunar á Alþingi. Samtökin vonast til að sjávarút- vegsnefnd taki tillit til umleitana félagsins. bls. 4. | FÓLK 1 Rokkdívur, loðfeldir og þjóðsögur FÓLK Kominn af galdramönnum bls 22 SKIPULAGSMAL Mokað yfxr náttúruna bls 4 KVÖLDIÐ í KVÖLD Selfoss mætir KA HANPBom Selfyss- ingar og KA mæt- ast í Esso-deildinni í handbolta í kvöld. Það eru Akureyr- ingar sem eru á heimavelli í þetta skiptið en leikurinn fer fram í KA heimilinu á Akur- eyri. Hann hefst kl. 20. Tónlist 18 Bió 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 ÍÞRÓTTIR Kristinn hættir keppni VETRARHÖRKUR f BANDARÍKJUNUM Það er viðar en hér á klakanum sem snjóar þessa dagana. Umferð tafðist töluvert á hraðbraut í Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum. Löng röð bíla varð eftir að vöruflutningabíll valt á brautinni. Mjög vont veður var víða í Banda- ríkjunum um helgina. 23 dauðsföll voru rakin til veðursins og í Colorado er eins manns saknað. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð-_ « « 60.8% borgarsvæð- WMÉT inu í dag? Meðallestur 25 til 49 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 cintök 65% lólks U's hkiöiö MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT iiOiMiBLftr.aiif.unf.ftmiP i ai.iúuui^am—- 59,3% Sverrir og Össur fá falleinkunn hjá svarendum í skoðanakönnun Fréttablaðsins: Davíð og Halldór dúxa með 6,3 könnun Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, skara fram úr öðrum formönnum stjórnmálaflokka í ein- kunnagjöf kjósenda samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Kjósendur voru beðnir um að gefa leiðtogum flokkanna einkunn á bil- inu 0 til 10 eftir því hvernig þeim þótti forystumennirnir hafa staðið sig. Davíð og Halldór voru saman á toppnum. Hvor þeirra um sig fékk 6,3 í meðaleinkunn hjá kjósendum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, varð í þriðja sæti for- HALLDÓR OG DAVÍÐ Oddvitar stjómarflokkanna geta vel unað við niðurstöðu sína. mannanna í einkunnagjöf kjósenda. Steingrímur fékk 5,6 í meðalein- kunn. Það dugði honum til að vera sá formaður stjórnarandstöðu- flokks sem fær hæsta einkunn. Hann fær einum heilum hærra í meðaleinkunn en Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar, sem fær 4,6 í meðaleinkunn hjá kjósendum. Hann hefur þó öruggt forskot á Sverri Hermannsson, for- mann Frjálslynda flokksins. Sverr- ir fær aðeins 3,3 í meðaleinkunn hjá kjósendum allra flokka. Davíð er sá formannanna sem fær hæsta meðaleinkunn hjá stuðn- ingsmönnum flokks síns eða 8,5. Næstur honum er Steingrímur J með 8,2 í meðaleinkunn. Meira um könnunina á blaðsíðu 6 Danskir nemendur heimsækja Alþingi alþinci Hópur dan- skra nemenda skoð- ar sig um á Alþingi í dag. Nokkrir nefnd- arfundir eru á dags- skránni fyrir hádegi en þingfundur hefst klukkan hálftvö. Keppt til úrslita keppni Úrslit í spurningakeppni grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk, „Nema hvað“, fara fram í kvöld. Alls tóku 24 skólar þátt í keppninni og það eru Seljaskóli og Hagaskóli sem sigrað hafa and- stæðinga sína hingað tii og keppa til úrslita. Keppnin hefst klukkan 20 og verður henni útvarpað beint á Rás 2. ÍVEÐRIÐ f DAGl REYKJAVÍK Norðaustan 5-13 m/s. Léttskýjað. Frost 3 til 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður Q 10-15 Éljagangur O 10 Akureyri 9 10-15 Él Qll Egilsstaðir 9 10-15 Éljagangur Qll Vestmannaeyjar 9 10-15 Éljagangur Q1 Viðhorf til vinstri stefnu fyrirlestur Ragnheiður Kristjáns- dóttir sagnfræðingur heldur erindi í hádegisfundaröð Sagnfræðingafé- lagsins í dag. „(Ó)þjóðlegt fólk? Um viðhorf til vinstri stefnu" er heiti fyrirlestursins sem hefst kl. 12.05. Fundurinn fer fram í Nor- ræna húsinu. Segir Bjama hafa hlunnfarið hluthafa Jón Asgeir Jóhannesson, stærsti eigandi Islandsbanka, segist munu krefj- ast skýringa á störfum Bjarna Armannssonar í stjórn eða á aðalfundi. valdabarátta „Það er ljóst að það hefur átt sér stað trúnaðarbrestur milli eigenda og stjórnar," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, um þá ákvörðun stjórnar Fjárfestingarfélagsins Straums að + selja 11% hlut sinn í Eftir viðskiptin Tryggingamiðstöð- er talið víst að innl Lamisbank- t-,___________ ans. Auk þess að b ® . f sækjast sjálfur eftir Þorstemn Mar hlutJnum Jse ir Jón Baldvinsson Ásgeir að tv|ir aðrir tapi yfirraðum ha|j komið fram Qg yfir Tryggmga- jýs(. aflUga sínum. miðstoðinni. Hluturinn var seld- * ur á genginu 67 á um 1.680 milljónir króna, en Jón Ásgeir fullyrðir að hægt hefði verið að fá mun hagstæðara verð. Markaðs- gengi bréfa TM er nú undir 60. Bjarni Ármannsson situr í stjóm Straums fyrir hönd íslandsbanka, stærsta hluthafa fjárfestingarfé- lagsins. Jón Ásgeir og tengdir aðil- ar eru hins vegar stærstu eigendur bankans. „Ég fullyrði ekkert um slíkt, það verður að koma í ljós. Trúnaðar- bresturinn er orðinn og það verður að taka á því,“ sagði Jón Ásgeir að- JÓN ÁSGEIR BJARNI „Það er Ijóst að það Býst ekki við breyt- verða eftirmál." ingu á samskiptum. spurður um hvort hann muni beita sér fyrir því að Bjarni verði látinn hætta sem bankastjóri á aðalfundi félagsins í næstu viku. Hann kvaðst ætla að krefjast skýringa á fram- ferði bankastjórans, annað hvort í stjórn bankans eða á aðalfundi í næstu viku. „í það minnsta tel ég að hluthafar beggja félaga hafi verið hlunnfarnir í þessum viðskiptum." Samkvæmt heimildum blaðsins er Landsbankinn í kaupunum milli- liður fyrir meðal annars fjölskyldu Sigurðar heitins Einarssonar, út- gerðarmanns í Eyjum. Áður hefur verið rakið í blaðinu hvernig Jón Ásgeir ásamt tengdum aðilum náði yfirráðum í TM af fjölskyldunni eftir umfangsmikil hlutabréfakaup á síðasta ári. Eftir viðskiptin er hins vegar talið víst að Jón Ásgeir og Þorsteinn Már Baldvinsson tapi þeim yfirráðum og þar með ráðstöf- unarrétti á 4,3% hlut félagsins í ís- landsbanka. Það mun hamla áform- um þeirra um að treysta völd sín í bankanum. Bjarni Ármannsson sagði í sam- tali við blaðið í gær að ekki hefði komið til tals að gefa Jóni Ásgeiri tækifæri til að hækka sig áður en tilboði Landsbankans var tekið. „Það hefur komið fram að hann gerði tilboð á mun lægra gengi en tekið var. Ég tel að söluferillinn hafi verið mjög eðlilegur og til þess fall- inn að hámarka verðmæti Straums hluthöfum þar til hagsbóta." „Hann verður sjálfur að meta hvað hann vill gera,“ sagði Bjarni um þau ummæli Jóns Ásgeirs að eftirmálar yrðu vegna viðskiptanna. Að öðru leyti vísaði Bjarni á Þórð Má Jóhannesson, framkvæmda- stjóra Straums. Þórður tók undir með Bjarna að hagstæðasta tilboði í hlutinn hafi verið tekið og tók fram að aðeins tvö tilboð hafi borist. mbh@frettabladid.is FRFTTAFU AF) JBl JHL AhíÍ jL Æl. JL am, ÆrnmmJ ArbmbRÍ Æ Hl Bi«i. i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.