Fréttablaðið - 07.03.2002, Page 4
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDl BARNA
sem dvaldi utan heimilis vegna ráð-
stafana barnaverndarnefnda
Árið 2000 Fjöidi barna
Lengri dvöl á meðferðarheimili 45
Sveitadvö! 162
Neyðarvistun 49
Heimavistarskóli fyrir tilstilli bvn. 4
Meðferðar-og greiningarvistun 105
Sambýli eða samsvarandi búseta 2
SAMTALS 367
Barnaverndarnefnd sendi á fjórða
hundrað börn til dvalar utan heimilis
síns árið 2000. Flest þeirra voru send í
sveitadvöl, eða 44 prósent barnanna.
Urn 29 prósent barnanna voru send í
meðferðar- og greiningarvistun. 49 börn,
um þréttán prósent, voru þegar fjariægð
af heimilum sínum og send í neyðarvist-
Erlendir fjárfestar:
Sýna Sím-
anum aft-
ur áhuga
ríkisfvrirtæki Formaður einka-
væðingarnefndar, Ólafur Davíðs-
son, sagði á fundi Verslunarráðs í
gær að nokkur af þéím fyrirtækj-
um, sem sýndu áhuga á að kaupa
hlut í Landssímanum í fyrri hluta
útboðsins, hafi látið í ljós vilja
sinn til að skoða hugsanleg kaup
nánar. Það gera þau í framhaldi af
því að ríkisstjórnin hefur stoppað
það ferli að selja til kjölfestufjár-
festis. „Það verður haft samband
við þau til þess að kanna hverjar
hugmyndir þeirra eru um aðkomu
að þessu máli,“ sagði Ólafur.
Hann sagði stefnu ríkisins
óbreytta varðandi sölu á ríkisfyr-
irtækjum. „Ég er alveg sannfærð-
ur um það að á næstu misserum
munu hlutabréf ríkisins í þessum
fyrirtækjum, Landssímanum,
Landsbankanum, Búnaðarbankan-
um og hugsanlega íslenskum að-
alverktökum, verða seld.“ Eftir
eitt ár verði hlutur ríkisins í þess-
um félögum mun minni enda þá
búið að taka veigamikil, skref í
einkavæðingu. ■
Bresk rannsókn:
Morgunverð-
ur kemur í veg
fyrir flensu
heilsa Fólk sem gefur sér tíma til að
snæða morgunverð gæti verið bet-
ur varið en aðrir gegn því að fá hita
eða flensu. Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn sem vísindamenn við Car-
diff-sálfræðiháskólann í Bretlandi
stóðu að. Þeir 188 sjálfboðaliðar
sem tóku þátt í rannsókninn skráðu
matarvenjur sína í dagbók á 10
vikna tímabili. Niðurstöðurnar voru
síðan bornar saman við hversu oft
sjálfboðaliðarnir fengu hita eða
flensu á tímabilinu. Kom í ljós að
þeir sem veiktust einu sinni eða oft-
ar voru mun líklegri til að sleppa
því að snæða morgunverð. Sami
hópur kvartaði einnig meira
undanstreitu í vinnu. Ekki er vitað
hvers vegna morgunmatur getur
haft þessi áhrif. Líklegast er þó talið
að ónæmiskerfi líkamans styrkist
er hann er snæddur, að því er kem-
ur fram á fréttavef BBC.
í annarri hliðstæðri könnun voru
voru 498 heilbrigðir stúdentar beðn-
ir um að láta vísindamenn vita ef
þeir fyndu til hita eða flensu. Þeir
188 sem létu vita voru mun líklegri
til að vera reykingamenn auk þess
sem margir þeirra sögðust lifa
streitusömu lífi. ■
I REYKJAVÍK I
Borgarráð samþykkti á þriðju-
daginn að taka tilboði Háfells
ehf. í endurnýjun á hluta Skóla-
vörðustígs og Bankastrætis.
Kostnaður við verkið er rúmar 97
milljónir króna.
FRÉTTABLAÐIÐ
7. mars 2002 FIMMTUDACUR
Margmiðlunarskólinn:
Sjö manns sagt upp um
síðustu mánaðamót
uppsacnir Sjö starfsmönnum
Margmiðlunarskólans var sagt
upp störfum um síðustu mánaða-
mót. „Við erum að segja upp vegna
endurskipulagningar, eins og fyr-
irtæki gera,“ sagði Ingi Rafn
Ólafsson, starfandi skólastjóri
Margmiðlunarskólans og fram-
kvæmdastjóri Prenttæknistofnun-
ar. Tók hann við störfum af Jóni
Árna Rúnarssyni þann 4. janúar
síðastliðinn. „Það var tekin sú
ákvörðun að endurskipuleggja allt
skólastarf í skólanum til þess að
gera það hagkvæmara og betra.
Við erum bara í þeirri vinnu núna,“
sagði Ingi. Alls starfa 13 manns í
Margmiðlunarskólanum, sem rek-
inn er af Prenttæknistofnun og
Rafiðnaðarskólanum. Aðspurður
hvort rekstur skólans hefði verið
erfiður undanfarið sagði Ingi að
það væri rétt. „Það er náttúrulega
samdráttur í þessu eins og öllu
öðru. Við erum að reyna að skoða
okkar sóknarfæri og annað í þeim
dúr.“
Ingi sagði að ekkert væri komið
út um það hvort einhverra frekari
aðgera væri að vænta á næstunni.
„Við erum bara að vinna í þessum
málum eins hratt og við getum.“ ■
MARGMIÐLUNARSKÓLINN
Endurskipulagning stendur nú yfir ( Marg-
miðlunarskólanum.
Bandaríkin og ESB
eiga í stríði um stál
Gagnkvæmir verndartollar á innflutt stál valda vandræðum
í samskiptum stórveldanna.
BRUSSEL. WASHINGTON. AP EvrÓpu-
sambandið ætlar að bregðast
við bandarísku verndartollun-
um á stál með því að setja ein-
nig verndartolla. Þannig á að
koma í veg fyrir að ódýrt stál,
sem ekki verður lengur hægt að
flytja til Bandaríkjanna, strey-
mi á markað í Evrópusam-
bandsríkjunum. Auk þess hyg-
gst Evrópusambandið skoða,
hvort refsitollar verði lagðir á
bandarískar vörur. Þetta sagði
Pascal Lamy, sem fer með
stjórn viðskiptamála í fram-
kvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins. Hann sagði einnig
hugsanlegt að Bandaríkin verði
kærð til Heimsviðskiptastofn-
unarinnar.
Stálframleiðsluríki í Evrópu
og víðar hafa tekið afar illa í
ákvörðun George W. Bush
Bandaríkjaforseta, sem hann
kynnti á þriðjudagskvöld, um að
leggja allt að 30 prósent vernd-
artolla á innflutt stál næstu þrjú
árin.
Patricia Hewitt, viðskipta- og
iðnaðarráðherra Breta, sagði
bæði sig og Tony Blair forsætis-
ráðherra vera afskaplega von-
svikin. Werner Múller, efna-
hagsráðherra Þýskalands, sagði
þessa ákvörðun valda „verulegu
álagi“ á samskiptin milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna.
Bush segir markmið nýju
tollanna vera að vernda banda-
rískan stáliðnað, sem hefur átt í
vök að verjast á alþjóðlegum
VEIFAR VIÐSKIPTASAMNINGUM
Pascal Lamy, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Evrópusambandinu, segir að sambandið hafi
ekki tíma til að bíða eftir úrskurði Heimsviðskiptastofnunarinnar. Evrópusambandið hafi
því ákveðíð að fara að dæmi Bandaríkjaforseta og leggja verndartolla á stál. Hugsanlega
verði Bandaríkin einnig kærð til Heimsviðskiptastofnunarinnar.
markaði. í ræðu sinni sagði aðinum hafi valdið bandaríska
Bush að hálfrar aldar pfskipti iðnaðinum ómældu tjóni, allt frá
erlendra stjórnvalda af stáliðn- gjaldþrotum til atvinnuleysis. ■
Rrafa um endurskoðun á endurgreiðslubyrði námslána:
Kostar um milljón að ná
vopnum gegn ríkinu
námsmenn Um 15 samtök launa-
fólks sem eru með innan sinna vé-
banda félagsmenn sem skipta við
Lánasjóð íslenskra námsmanna,
LÍN, hafa sett á fót samráðshóp.
Verkefni hans er að leita leiða til að
létta endurgreiðslubyrði náms-
lána. Meðal verkefna hópsins er að
meta hvað það myndi kosta ríkið
að ívilna endurgreiðendum náms-
lána. Um leið á að meta hvaða áhrif
ívilnun hefði fyrir endurgreiðend-
ur sem eru um 26 þúsund og áhrif
þess á fjárhag LÍN. Skjólstæðingar
LÍN, lántakendur og endurgreið-
endur eru hins vegar um 34 þús-
und. Gert er ráð fyrir að kostnaður
vegna gagnaöflunar bæði heima og
erlendis og önnur vinna í tengslum
við það geti numið allt að einni
milljón króna.
Gísli Tryggvason framkvæmda-
LÁNASJÓÐURINN
BHM vill viðræður við ríkið þegar búið
verður að vinna heimavinnuna.
stjóri Bandalags háskólamanna,
BHM segist vona að starfshópur-
inn muni skila niðurstöðum sínum í
sumar. í framhaldi af því verður
síðan tekin ákvörðun um hvaða
leiðir verði farnir í viðræðum við
stjórnvöld. I þessari vinnu verða
einkum skoðaðar fimm leiðir til að
létta endurgreiðslubyrði náms-
lána. Það er að greiðslur af náms-
lánum verði frádráttarbærar frá
skatti, tekjutengt hlutfall endur-
greiðslu verði lækkað, sveigjan-
leiki í endurgreiðslum verði aukin,
t.d. með því að hefja endurgreiðsl-
ur síðar, hlutfall endurgreiðslna
verði miðað við nettótekjur í stað
brúttótekna og að verðtrygging
námslána verði afnumin. Verk-
efnastjóri í þessari vinnu verður
Þórólfur Matthíasson dósent við
Háskóla íslands. ■
Eldsprengja við sendiráð:
Ennhjá
saksóknara
lögreglumál Mál mannanna sem
talið er að hafi kastað eld-
sprengju að sendiráði Banda-
ríkjanna í Reykavík í apríl í
fyrra er enn til skoðunar hjá
embætti Ríkissaksóknara.
Að sögn Braga Steinarssonar
vararíkissaksóknara má búast
við ákvörðun innan viku um það
hvert framhald málsins verður.
Bragi segir embættið hafa haft
málið til umfjöllunar í u.þ.b.
mánuð.
„Á meðan er ekkert um málið
að segja,“ segir Bragi. ■
Hveragerði:
inn lenti í
sjötta sæti
framboðsmál í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Hveragerði um sl. helgi
náði Hálfdán Kristjánsson bæjar-
stjóri aðeins sjötta sætinu. Hann
segir að ástæðan fyrir þessu hafi
aðallega verið sú að flokksmenn
hefðu hafnað því að bæjarstjóri sé á
pólitískum lista. Hann telur að bæj-
arbúar vilji að bæjarstjóri á hverj-
um tíma sé fyrir þá alla en sé ekki
merktur einhverjum flokkspólitísk-
um öflum. Hálfdán neitar því hins
vegar ekki að þessi niðurstaða sé
viss vonbrigði fyrir sig. Hann gerir
ekki ráð fyrir því að þessi niður-
staða muni hafa einhver áhrif á
stöðu sína sem bæjarstjóra. Þátttak-
endur í prófkjörinu voru 289. Sjálf-
stæðismenn eru með fimm bæjar-
fulltrúa í sjö manna bæjarstjórn.
Niðurstöður prófkjörsins voru
þær að Alda Hafsteinsdóttir var
kosin í fyrsta sætið. Næstu menn
voru þau Pálína Sigurjónsdóttir,
Hjalti Helgason, Jóhann ísleifsson,
Theodór Birgisson og Hálfdán
Kristjánsson sem lenti í sjötta sæt-
inu. Fyrirfram er búist við að þessi
niðurröðun verði óbreytt þegar
gengið verður formlega frá fram-
boðslistanum af hálfu fulltrúaráðs
flokksins í Hveragerðí. Það verður
gert innan tíðar. ■
Fulltrúi sýslumanns:
Yfirvinna
greidd í
barnsburðarleyfi
dómsmál Konu sem var fulltrúi hjá
sýslumanninum á Akureyri hafa
verið dæmdar 109 þúsund krónur
vegna vangreiddra launa í barns-
burðarleyfi.
Þegar konan hafði starfað í rúm
þrjú ár hjá sýslumanninum, í ágúst
1997, fór hún í barnsburðarleyfi
sem stóð í eitt ár. Hún fékk ekki gre-
itt í leyfinu samkvæmt föstum laun-
um sem hún hafði haft hjá embætt-
inu. Ekki var tekið tillit til fastra yf-
irvinnugreiðslna. Dómurinn segir
þær í raun hafa verið yfirborgun
sem ekki var ætlast til að unnið
væri aukalega fyrir utan dagvinnu-
tíma. ■
I REYKJAVÍK I
Framkvæmdir við byggingu 50
m yfirbyggðrar sundlaugar í
Laugardal hefjast innan tíðar.
Kostnaðaráætlun byggingardeild-
ar Borgarverkfræðings hljóðar
upp á rúman einn milljarð króna.
Áætlað er að bjóða út jarðvinnu í
mars og taka bygginguna í notk-
un árið 2004. Ari Már Lúðvíksson
arkitekt teiknaði húsið.
Borgaryfirvöld hafa samþykkt
að veita 125 milljónum króna
í fóðrun holræsakerfisins í borg-
inni. Fóðrun ehf. átti lægsta til-
boðið og mun annast verkið.
1