Fréttablaðið - 07.03.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 07.03.2002, Síða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 7. mars 2002 FIMMTUDAGUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Cunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðínu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Ekki heils- ársdekk Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, bílablaðamaður skrifar: Grafalvarlegur misskilningur kemur fram í „bréfi til blaðs- ins“ 6. mars sl. Það er rétt að nú til dags er hægt að fá mjög góð ónegld vetrardekk, en aldrei jafn góð í raunverulegu vetrarfæri og negld dekk. Þetta kemur fram í vönduðum prófunum (sbr. t.d. Vinterdektest 2001 í www.motor.no) Öll dekk menga og öll dekk slíta götum, líka ónegld, en þau eru vissulega hljóðlátari. Alvarlegasta ranghugmyndin er þó sú að þau séu heilsársdekk - það eru þau almennt ekki. Eigin- leikar þeirra til vetrarnotkunar felast í efninu sem í þau er notað og vetrarmunstrinu, en hvort tveggja gerir þau stórum lakari til sumarnotkunar en sumardekk. í annan stað er óskynsamlegt að slíta þeim að nauðsynjalausu yfir sumarið og fá þau þannig lúin og óeðlilega gagnslítil undir næsta vetur. Það er í hæsta lagi hægt að bjóða svokölluðum „heilsárs- dekkjum" sem eru eins konar málamiðlun milli vetrar- og sum- ardekkja og eru öðruvísi gerð en ónegld vetrardekk. Það er full ástæða til að huga vel að dekkjum, notkun þeirra og meðferð. Ódýru lausnirnar í þeim efnum hafa oft haft dýrar og alvarlegar afleið- ingar í för með sér. ■ Vont að hlusta Höldum frekar áfram með málið. Þegar ríkislögreglustjórinn lauk loks við rannsókn á mál- um Árna Johnsen kom fram að þau eru meiri að umfangi en flest- ir bjuggust við. Reyndar hefur __4___ ekki verið upplýst hvaða rúmlega þrjátíu mál teljast saknæm og ekki heldur hyerjir aðr- ir en þingmaðurinn fyrrverandi eru grunaðir um glæpi. Daginn sem lögreglan sendi málið til saksóknara keppt- ust fjölmiðlar við að gera því skil. Reyndar gætti lögreglan þess að upplýsingar væru í lágmarki - sem er leiðinlegur og margreynd- ur siður lögreglu. Lögregla virðist oftast líta á fjölmiðla sem sinn helsta óvin. Það er vond þróun og óæskileg. Ríkisútvarpið ákvað að rekja atburðarrásina. Spiluð voru göm- ul viðtöl við Árna. Þau voru frá þeim tíma sem hann reyndi að ljúga sig frá vandanum. Allir vita að hann sagði ósatt og því var virkilega erfitt og reyndar sorg- legt að hlusta á upptökurnar. Eg gafst upp og slökkti á útvarpinu. Svo sorglegt var að hlusta á hinn seka mann. Árni braut af sér. Það dylst engum. Ég efast því um hvort rétt sé að spila fyrir þjóðina viðtöl svo löngu síðar. Það er sama hvaða sakamaður á í hlut. Óþarft er að opna aftur gömul sár og vond. Þingmaður, sem brýtur af sér, á ekki að fá sér- MáLmanna Sigurjón M. Egilsson skrifar um mál Áma Johnsen meðferð fyrir dómstólum. í fjöl- miðlum á ekki að hlífa þannig manni. Alls ekki. Samt verður að gæta hófs. Ég er ekki viss um að það þjóni neinni löngun, ekki nein- um hvötum eða þörfum að spila gömul lygaviðtöl við þingmann með allt á hælunum. Á næstu dögum munu fjölmiðl- ar skýra frá málsatvikum og hverjir aðrir en Árni sæta því að vera grunaðir um glæpi. Það er skylda fjölmiðla að greina frá því. Mig langar ekki að hlusta á gaml- ar upptökur þar sem ég veit að varnarlaus maður grípur til fá- ránlegra lyga til að freista þess að verjast. Höldum frekar áfram með málið. ■ Eilífðardeilumál um stjórn fiskveiða Fá deilumál hafa verið eins langvarandi og hatrömm og deilan um stjórn fiskveiða. Deilumálið er margþætt og flókið. Sjónarmiðin snúa að fiskveiðistjórnun, byggðaþróun, hagkvæmni rekstrar sjávarútvegsins og réttlætissjónarmið er varða auðlindir þjóðarinnar. í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða birtast ágreiningsefnin. Sáttin virðist langt undan. Vernd íiskistofn- anna Áhrifin á byggðir landsins Kvótakerfið felur í sér bæði veiðistjórnunarkerfi og útdeil- ingu auðlinda. Deilan um afla- markskerfið snýst um fiskifræði fyrst og fremst. Deilan snýst því um hvort kerfið reynist vel við uppbyggingu fiskistofna hér við land. Um þetta eru deildar mein- ingar. Hafrannsóknarstofnun hef- ur haldið fram ágæti kerfisins til að hafa stjórn á hversu mikið er veitt. Andstæðingar kerfisins draga í efa ágæti þess til að byggja upp fiskistofna. Þeir segja kerfið hvetja til brottkasts og sóðalegrar umgengni um auð- lindina. Máli sínu til stuðnings benda þeir á að okkur hafi ekki orðið verulega ágengt við upp- byggingu fiskistofna. Andstæð- ingar sóknarmarks tefla fram rökum um að fáir sóknardagar þýði að fjárfesting í sjávarútvegi nýtist illa, þar sem flotinn verði bundinn við bryggju stóran hluta ársins. Á móti brottkasti í afla- markskerfi komi of mikil sókn í verðmætustu tegundir í sóknar- markskerfi. Heldur sé ekki hægt að útiloka að sóknarkerfi leiði til minna brottkasts en afla- markskerfi. Ein afleiðing kvótakerfisins er að veiðiheimildirnar safnast á færri hendur. Kaup og sala kvóta lýtur markaðslögmálum og þeir sem hafa fé milli handa geta keypt. Hinir ekki. Stærri útgerðir hafa keypt mikinn kvóta. Smábátaút- | gerð er hins vegar undirstöðuat- I vinnugrein í mörgum byggðum ! landsins. Eftir því sem kvóti hef- : ur farið burt frá byggðarlögum I hafa þau veikst að sama skapi. Hugmyndin um byggðakvóta er hugsuð til að mæta röskun í byggð landsins af þessum sökum. Vestfirðingar hafa litið á sóknar- mark sem leið til að styrkja byggðir. Vestfirðirnir liggja ná- lægt gjöfulum fiskimiðum og því myndi slíkt kerfi henta atvinnu- lífi þeirra vel. Andstæðingar byggðakvóta benda á að þar ráði miðstýrð úthlutun veiðiheimilda sem vinni á móti hagræðingu í greininni. Úthlutun byggðakvót- ans hefur víða valdið deilum í byggðunum sjálfum. Á þingi virðist hins vegar vera pólitísk sátt um að byggðasjónarmið sé eitthvað sem taka verði tillit til. Um aðferðirnar við það eru menn I hins vegar ekki á eitt sáttir. Hagkvæmni greinarinnar 1 tillögum sjávarútvegsráðherra er lagt til að hámark veiðiheim- ilda til einstakra útgerða verði aukið. Þetta er gamalt baráttumál LÍÚ forystunnar. Á það hefur verið bent að íslensk útgerðar- fyrirtæki séu óhagkvæmar rekstrareiningar. Kvótakerfið hefur fækkað útgerðum og þær hafa orðið stærri. Útgerðarmönn- um og fjárfestum þykir ekki nóg að gert. Krafa þeirra er að nýta enn betur fjárfestingar í grein- inni. Á móti þessu er teflt sjónar- miðum um hættuna á að fáar og stórar útgerðir muni að lokum einar hafa aðgang að auðlindinni. í slíku umhverfi þar sem auðlind- in er takmörkuð sé nýliðun í greininni útilokuð. Þar fyrir utan muni aukning hámarksins þýða að kvótinn muni leita frá þeim byggðum sem standa höllum fæti. Þetta vinni á móti byggða- kvótanum. Fylgjendur aukningar- innar benda á að allt tal um hugs- anlegt auðlindagjald sé út í hött ef arðsemi greinarinnar sé ekki viðunandi. Bent er á þessu til stuðnings að arðsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja standist ekki samanburð við erlend stór- fyrirtæki í greininni. Gjald fyrir að- gang að auðlind | Fiskurinn í sjónum er eign þjóð- I arinnar. í frumvarpinu um stjórn 1 fiskveiða er gert ráð fyrir auð- lindagjaldi sem er tengt afkomu I fyrirtækjanna. Úthlutun kvóta ; verði ekki breytt. Andstaðan við gjaldið er afar sterk innan grein- I arinnar. í þeirri andstöðu eru sjó- menn og útvegsmenn samstíga. Útvegsmenn hafa kallað auð- i lindagjald landsbyggðarskatt. I Þau sjónarmið hafa einnig verið | uppi að skatturinn muni að lokum j leggjast á sjómenn og fiskverka- j fólk. Fylgjendur auðlindagjalds | eru þeirrar skoðunar að útvegur- ! inn sé rekinn á óbeinum ríkis- j styrkjum. Markaðslögmál eigi að | gilda í sjávarútvegi eins og öðr- | um atvinnugreinum. Styrkir sem 1 þessir séu best til þess fallnir að 1 tefja nauðsynlega hagræðingu í j greininni og draga úr arðsemi : hennar. Sú leið sem helst hefur í verið nefnd til að koma slíku I kerfi á, er svonefnd fyrningar- 1 leið. Kvóti verði afskrifaður á 1 einhverju árabili og boðinn upp. Sú leið tryggi aðlögunartíma út- I gerða. Lokatakmarkið sé að sjáv- I arútvegur verði rekinn eftir : sömu lögmálum og önnur at- vinnustarfsemi í landinu. byrjendur Windows Word Excel Internetið Önnur námskeið Vefsíðugerö Outlook 3D Studio CorelDraw Erfitt getur verið fyrir fólk í dag að afla sér þekkingar í hefðbundum tölvuskólum m.a. vegna óreglulegs vinnutíma o.s.frv. Fjarkennsla.is býður þess vegna upp á klæðskerasaumuð tölvunámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Þú og kennarinn semjið stundarskrána sem hentar fyrir þig. Hringdu núna og við veitum þér ókeypis ráðgjöf um hvernig þínu námi er best háttað! Júlíana R Einarsdóttir nemandi "Fyrir mig var það eina lausnin að fá einkakennslu til að styrkja mig í því krefjandi starfi sem ég er í. Ég náði ótrúlega góðum árangri og hef stórbætt mig á öllum sviðum. Ég mæli því eindregið með fjarkennslu.is" Upplýsingar í síma 511-4510 og 698-6787 ORÐRÉTT HVA! VAR EITTHVAÐ AÐ GER- AST HÉR HEIMA? Helst eru það Pentagonskjölin og Watergatemálið sem tínd eru til en eins og öllum er kunnugt þá gegndu blaðamenn Morgunblaðs- ins þýðingarmiklu hlutverki við að upplýsa þessi mál. - Og vegna þess hve vel þeir eru að sér í málum sem skipta máli þá leggja þeir sig eftir því að þagga niður mál hér heima, mál sem eru svo ómerkileg að þau komast ekki einu sinni á forsíðuna. Pistíll um rannsóknarblaðamennsku Morgunblaðsins. Viðskiptablaðið. 6-12 mars. LÍKA KONU FRIÐ- RIKS PÁLSSONAR Björn er náskyldur fólki eins og Hall- dóri Blöndal, for- seta Alþingis, Har- aldi, bróður hans, Benedikt Sveinssyni, stjórnarfor- manni Eimskipafélags Islands, Einari Sveinssyni, forstjóra Sjó- vár-Almennra, Ingimundi Sveins- syni, arkitekt, og Guðrúnu Pét- ursdóttur, fyrrverandi forseta- frambjóðanda. Hann er einnig skyldur Ragnhildi Helgadóttur, fyrrverandi menntamálaráð- herra. Sigríður, móðir Björns, var föðursystir Markúsar Arnar Ánt- onssonar, útvarpsstjóra. Einar Jónsson um ættir Björns Bjarna- sonar. Silfur Egils á Strik.is SVO ÁJÖRÐU SEM Á HIMNI ...en þetta er út af fyrir sig ekkert risastórt mál þegar litið er til þess að hann játar að þetta hafi verið axarskaft. Þeim sem játa að hafa haft rangt fyrir sér er gjarnan fyrirgefið hér. Gunnar Helgi Kristinsson um Össur Skarphéðinsson. DV. 6. mars TALI NÚ HVER FYRIR SIG í ljósi ummæla Stefáns Jóns vek- ur það nokkra furðu að hvorugt þessara mála er á stefnuskrá R- listans fyrir næsta kjörtímabil og flokkur Stefáns Jóns, Samfylk- ingin, lagði enga áherslu á að koma þessum málum inn í þá stefnuskrá. Stefán Jón er alls ekki að tala fyrir stefnu R-listans með þessum ummælum. Hann er ekki einu sinni að tala fyrir stefnu Samfylkingarinnar í þess- um málaflokki. Sverrir Jakobsson. Múrinn.is 5. mars INNHERJAR | Árnamálin brædd og rædd Mál Árna Johnsen taka mikið rými á stiórnmálaþræði Inn- erja á visi.is. Upp komu vanga- veltur um hverjir fleiri bæru ábyrgð.“Einhvcrjum hefur brugð- ist bogalisíin í eftirlitinu, þám. Björn jjarnason. Og hann er ekk- ert minna sekur eða tækur til ábyrgðar þótt hann hafi flúið úr MMR. Eg held að Reykvíkingar geri rétt meö því að setja fáa sjálfstæðismenn á í kosningunum í vor.“ Þessu er mótmælt kröftug- lega. „Það eina sem hann gerði af sér var að treysta Árna Johnsen. Hans ábyrgð var ekki meiri en svo. Hann vissi ekki af þessum málum fyrr en eftir að BYKÓ- málið komst upp. Það er því frá- leitt að ætla það að hann beri ein- hverja ábyrgð á glæpum Árna Johnsen, algerlega fráleitt!!“ Þeg- ar menn eru komnir í pólitískan slag er stutt í skensið. „Var það ekki Svavar Gestsson sem réð Árna til þessara óhæfu- verka?“ Því er vísað á bug, eins og svo mörgu í fjörugri umræðu. Innherjar eru umræðuvettvangur á vefnum visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.