Fréttablaðið - 15.03.2002, Side 2

Fréttablaðið - 15.03.2002, Side 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN HAFNARFJÖRÐUR Tæplega helmingur lesenda visis.is telur að sveitarfélög eigi að styrkja grínþætti um sjálf sig. Eiga sveítarfélög að styrkja grínþætti um sjálf sig? Niðurstöður gærdagsins á ywvw.vísir.is Spurning dagsins í dag: Heldurðu að verðlag fari yfir rauða strikið fyrir 1. mai? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun _________ Jón Olafsson um Fj ármálaeftirlitið: Akvörðun- in tengist mér ekki yfirlýsing Jón Ólafsson, fyrrver- andi hluthafi í Orca SA, segist ekki hafa hugmynd um hvaða ástæður lágu til grundvallar ákvörðun Fjár- málaeftirlitsins að fella niður at- kvæðisrétt eig- enda FBA-Hold- ing fyrir aðalfund íslandsbanka. í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að ekkert bréf hafi borist honum frá Fjármálaeftir- litinu. „Hefði stað- ið upp á mig að gera einhverjar lagfæringar, má ætla að fjármála- eftirlitið gætti stjórnsýslureglna, gæfi kost á andmælum, færi fram á úrbætur eða gæfi með öðrum hætti kost á að bæta úr því sem að teldist vera,“ segir Jón. Jón vekur athygli á því að ef ákvörðunin hefði tengst honum hefði eignarhlutur, sem hann á í eigin nafni í íslandsbanka, einnig verið gerður óvirkur. ■ JÓN ÓLAFSSON Hefur ekkert heyrt frá Fjár- málaeftirlitinu. Innbrot í Grafarvogi: Stálu 120 hálfs lítra kókflöskum lögregla Þrír ungir menn brutust inn í Brauðhornið í Grafarvogi í gær og stálu um 120 hálfs lítra kókflöskum. Að sögn lögreglu spenntu mennirnir upp hurð á versluninni en öryggisvörður sá til þeirra og tilkynnti innbrotið til lögreglu. Mennirnir, sem eru allir undir 18 ára aldri, voru handteknir skömmu síðar þar sem þeir voru í bíl í nágrenninu. Að sögn lögreglu hafa mennirnir viðurkennt verkn- aðinn og telst málið upplýst. Grunur leikur á að þeir séu viðriðnir önnur innbrot. ■ IlöcreclufréttirI Maður á fertugsaldri var í fyrradag úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að andláti manns í íbúð í Hamraborg í Kópavogi aðfar- anótt sunnudags. í fyrradag var kona á sextugsaldri úrskurðuð í sjö daga gæsluvarðhald. Tveir drengir á tíunda aldursári voru fluttir á slysadeild eftir að bifreið var ekið utan í þá á gatnamótum Hraunbergs og Austurbergs í Breiðholti í gær. Meiðsl drengj- anna reyndust minni háttar, nokkrar skrámur og marblettir. 2 15. mars 2002 FÖSTUDAGMR 'Öryrkjabandalagið hefur betur í Hæstarétti: Fá að sjá minnisblað stjórn valda um öryrkjadóminn dómsiviál Hæstiréttur felldi í gær þann dóm að Öryrkjabandalagið skuli fá aðgang að minnisblaði sem útbúið var fyrir ríkisstjórn- arfund og fylgdi skipunarbréfi nefndar sem átti að greina hvaða leiðir væru færar til að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 19. des- ember um skerðingar á örorku- bótum. Ríkisstjórnin hafði neitað beiðni Öryrkjabandalagsins um aðgang að minnisblaðinu og bar því við að um vinnuskjal ríkis- stjórnar væri að ræða. Slík skjöl þyrfti ekki að birta nema ríkis- stjórnin tæki ákvörðun þessa efn- is. Þá túlkun samþykkti Héraðs- dómur Reykjavíkur þegar málið var tekið þar fyrir. Hæstiréttur sneri þeim dómi. Rökin voi-u þau að minnisblaðið hefði verið gert að hluta erindisbréfs starfshóps- ins sem átti að undirbúa viðbrögð stjórnvalda við dómnum. Þar með væri ekki hægt að líta á það sem skjal sem hefði verið undirbúið fyrir ríkisstjórnarfund og nyti verndar af þeim orsökum. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Garðar Gíslason skilaði séráliti. Sagði hann að HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur sneri úrskurði héraðsdóms og fyrirskipaði stjórnvöldum að veita Öryrkja- bandalaginu aðgang að minnisblaði vegna öryrkjadómsins. þrátt fyrir að skjalið hefði fylgt skipunai’bréfi væri það tekið sam- an fyrir ríkisstjórnarfund og nyti verndar sem slíkt. Q Hnífsstunga á Grettisgötu: Enn í önd- unarvél lögregla Líðan mannsins, sem var stunginn í brjóst og kvið á Grettisgötu á miðvikudaginn í síðustu viku, er óbreytt. Maður- inn er í öndunai’vél á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Tæplega fertug kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvai’ðhald vegna málsins, grunuð um að hafa stungið manninn. Að sögn lögreglu er ekkert nýtt að frétta af rannsókn málsins en í yfir- heyrslum hefur konan borið við minnisleysi. ■ Innkoman byggð á sviknum loforðum Eimskip keypti hlut Akureyrarbæjar í ÚA árið 1996 á grundvelli lof- orða um flutning fjölda starfa til bæjarins frá þeim og SH. „Þeir hafa svikið allt,“ segir Jakob Björnsson þáverandi bæjarstjóri. „Réttast væri að flagga í hálfa stöng,“ segir fyrrum stjórnarformaður ÚA. viðskipti Skiptar skoðanir eru meðal Akureyringa um ágæti kaupa Eimskips nú í vikunni á 19% hlut í ÚA. Með kaupunum færist eignarhluturinn upp í 55% sem þýðir að ákvarðanir um fram- tíð félagsins eru að öllu leyti í höndum nýs meiri- hlutaeiganda. Sverrir Leósson, útgerðarmaður og fyrrum stjórnar- formaður ÚA, kall- ar aðdraganda kaupanna undan- farin fimm ár sorgarsögu. Hann óttast að nýjum eigendum fylgi nýjar áherslur sem þýði fækkun starfa á Akureyri með flutningi aflaheimilda og vinnslu þaðan. Sú þróun gangi þvert á þau sjónar- mið sem réðu ferðinni þegar bær- inn seldi Eimskip hlut sinn árið 1996. —♦— Nú er það í eigu manna sem gera það sem skilar mestum arði hvort sem fyr- irtækið er staðsett á Ak- ureyri eða annars staðar. ........ Þáverandi bæjarstjórn fram- sóknarmanna og krata vildi beita áhrifum sínum í stjórn fyrirtæk- isins til að ná störfum til bæjai’- ins. í kjölfar þess urðu mikil átök milli SH og íslenskra sjávaraf- urða um sölusamning við félagið. Bærinn tók tilboði SH en það bauð í samvinnu við Eimskip rúmlega 100 störf og ýmsa starf- semi að auki. ÍS hafði boðist til að flytja höfuðstöðvar sínar til Ak- ureyrar. Jakob Björnsson, þáverandi bæjarstjóri, segir að Joforðin hafi öll verið svikin. „í kjölfar sölunnar komu hingað fjölmörg ný störf en þau eru nú öll farin til baka.“ Aðspurður sagðist hann ekki trúa því að óreyndu að nýir eigendur ÚA sjái hag sínum best AKUREYRI Nú starfa um 360 manns hjá ÚA á Akur- eyri. Fram kom á aðalfundi Éimskipa í gær að fækkun starfa sé ekki í bígerð. fyrir þrifum. Nú er það í eigu manna sem munu gera það sem skilar mestum hagnaði hvort sem fyrirtækið er staðsett á Akureyri eða annars staðar." Hann segir að Akureyringar hafi fært miklar persónulegar fórnir á árunum upp úr 1960 til að gera ÚA að stöndugu sjávarút- vegsfyrirtæki. „Nú þegar það er farið að skila arði þá gefum við frá okkur gulleggið." Fram kom á aðalfundi Eim- skips í eær að fyrirhuguð sam- eining ÚA og Skagstrendings myndi styrkja starfsemi beggja félaga og bæta almennt atvinnuá- stand á núverandi starfsstöðvum félaganna. mbh@frettabladid.is borgið með því að fækka störfum á Akureyri með tilfærslu veiði- heimilda. „Það væri það lúaleg- asta af öllu.“ Sverrir Leósson var í minni- hluta bæjarstjórnar þegar hlutur bæjarins var seldur. Hann segir spá sína nú hafa ræst. „Það voru mikil mistök hjá bænum að láta þetta frá sér. ÚA var þegar orðið sterkt hlutafélag og eignarhlutur bæjarins stóð fyrirtækinu ekki SVERRIR LEÓSSON Akureyringar færðu miklar fórnír til að koma ÚA á legg. JAKOB BJÖRNSSON Kolkrabbinn sveik loforð um flutning starfa til bæjarins. FRIÐARVIÐRÆÐUR Ariel Sharon, forsætisráðherra israel hitti bandaríska erindrekann Anthony Zinni í gær. Mið-Austurlönd: Níu létust daginn sem Zinni kom ísrael Níu manns létu lífið í átök- um Israelsmanna og Palestínu- manna í gær, sama dag og bandaríska sendinefndin, með Anthony Zinni í broddi fylking- ar, kom til ísrael. Zinni á að reyna að koma af stað friðarvið- ræðum milli ísraela og Palest- ínumanna. Er þetta þriðja skipt- ið á fjórum mánuðum sem það verður reynt. Zinni átti fund með Ariel Sharon, forsætisráðherra ísrael, í gær og í dag mun hann hitta palestínska ráðamenn. Síðustu vikur hafa verið þær blóðugustu á svæðinu í 18 mánuði. 1 gær lét- ust sex Palestínumenn og þrír ísraelskir hermenn í átökum stríðandi fylkinga. Þrátt fyrir þetta er það von sendinefndar- innar að hægt verði að koma á vopnahléi. Bandarísk stjói’nvöld fóru í gær fram á að Sharon drægi ísraelska herinn burt frá Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Ramalla, en þar eru höfuð- stöðvar Jasser Arafat. Telja bandarísk stjórnvöld að brott- hvarf hersins frá þessum stöð- um komi til með að auðvelta Zinni verk sitt. ■ Aðgerðir gegn launaskriði: Aukið erlent vinnuafl Telur þörf á erlendu vinnuafli til að koma I veg fyru launaskrið. efnahagsmál Meðal mótvægisað- gerða sem stjórnvöld íhuga til að vega upp á móti efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda á Austurlandi er innflutn- ingur erlends vinnuafls. í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins seg- ir: „Mikil eftirspurn eftir vinnuafli gæti leitt til launaskriðs og þar með valdið verðbólguþrýstingi." Björn Rúnar Guðmundsson, hjá efnahagsskrifstofu ráðuneytisins, sagði slíkt þó ekki hugsað til að halda niðri launum. „Það er engum í hag að framkvæmdir af þessu tagi spenni allt upp í stuttan tíma. Slík kaupmáttaraukning myndi bara leiða til meiri verðbólgu og óstöðugleika," sagði hann. Björn Rúnar sagði erfitt að spá fyrir um hvort grípa þyrfti til sér- tækra ráðstafana, það myndi ráð- ast af efnahagsástandinu. Sam- kvæmt fyrirliggjandi gögnum væri það fyrst frá og með árinu 2004 sem huga þyrfti að mótvægis- aðgerðum. „Enginn veit hvernig efnahagsástandið verður þá. Auð- vitað skiptir verðbólgan máli, hvort hún fer úr 8 prósentum í 10 vegna framkvæmdanna, eða úr 1 prósenti í 3,“ sagði hann. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, sagði að ekki væri hægt að stóla á að verkalýðshreyfingin yrði jafn hófleg í launakröfum og í síð- ustu samningum allt þegar þeir verða lausir árið 2003, burtséð frá mögulegum áhrifum erlends vinnuafls. „Þjóðhollustan við að tryggja stöðugleikann verður e.t.v. ekki jafn áberandi, því miðað við reynsluna virðumst við ein um að tryggja stöðugleikann meðan aðrir hafa minni áhyggjur," sagði hann en taldi ekki óeðlilegt að mann- frekar framkvæmdir kölluðu á mannskap erlendis frá. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.