Fréttablaðið - 15.03.2002, Qupperneq 6
SPURNING DAGSINS
Heldur þú að verðlag í landinu
fari yfir rauða strikið í vor?
Nei, ég held að rauða strikið sleppi. Eftir 1.
maí þegar rauða strikið er að baki mun
verðlagið hinsvegar hækka.
Lárus Hannesson starfar sem trésmíður.
HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR
Tölvuþrjótar réðust á netkerfi Landssímans
og segir upplýsingafulltrúi fyrirtækisins að
ströng viðurlög séu við að trufla samskipti.
Ráðist á netkerfi
Landssímans:
Arásir
aðutan
TÖLVUPRJÓTAR „ Við fengum nokkr-
ar árásir sem standa í stuttan tíma
þannig að þær valda ekki miklum
truflunum en einhverjum þó,“
sagði Heiðrún Jónsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Landssímans. Ein-
hverjar truflanir urðu á netsam-
bandi fyrirtækisins um helgina
þegar tölvuþrjótar, oft nefndir
hakkarar, réðust á búnað fyrir-
tækisins sem sér um tengingu við
Bandaríkin. Fyrir vikið verða af-
köst búnaðarins miklu lélegri.
„Við vitum að árásirnar koma
erlendis frá og munum reyna að
komast að því hverjir standa á
bakvið þær. Ef við sjáum að það
er verið að trufla kerfið vísvitandi
sendum við málið áfram og látum
reyna á það. Það eru ströng viður-
lög í fjarskiptalögum við að trufla
samskipti og það verður fróðlegt
að sjá hvað kemur út úr því.“ ■
IlögreglufréttirI
Þrír menn voru handteknir eftir
að hafa brotist inn í söluturn-
inn Brauðhomið í Grafarholti rétt
fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt. ör-
yggisvörður sá mennina aka burt
frá söluturninum og lét lögregl-
una í Reykjavík vita. Náði hún
sökudólgunum skömmu síðar. Að
sögn lögreglunnar voru þjófarnir
með þýfi í bílnum.
FRETTABLAÐIÐ
15. mars 2002 FÖSTUDAGUR
Ólga hjá starfsfólki Landssíma:
Vill uppsögn á kjarasamningum
kjaramál Guðmundur Gunnars-
son, formaður Rafiðnaðarsam-
bands íslands, segir að starfsfólk
Landssímans hafi verið að koma
með kröfur til stéttarfélaga sinna
um að þau segi upp kjarasamn-
ingum í framhaldi af ákvörðun
samgönguráðherra að stórhækka
launagreiðslur til stjórnarmanna
fyrirtækisins. Hann segir að
þessar launahækkanir séu í
mörgum tilfellum hærri en mán-
aðarlaun margra starfsmanna
eins og t.d. þeirra sem vinna við
símsvaranir hjá 118. Stéttarfé-
lögin eiga hins vegar erfitt um
vik þar sem þau eru bundin laga-
bundinni friðarskyldu um samn-
inga sína á meðan þeir eru í gildi.
Aftur á móti sé einsýnt að þessar
launahækkanir verða hafðar til
hliðsjónar þegar gengið verði
næst til samninga fyrir starfs-
fólk Landssímans.
Mörg stéttarfélög hafa lýst
yfir mikilli vanþóknun á þessari
hækkun til stjórnarmanna Lands-
símans. Sem kunnugt er þá
hækkuðu þau úr 65 þúsund í 150
þúsund á mánuði og úr 150 í 300
þúsund fyrir stjórnarformann-
inn. Trúnaðarráð Eflingar í
Reykjavík fordæmir þessi vinnu-
brögð og telur þau vera ögrun við
verkafólk. Stjórn Alþýðusam-
bands Vestfjarða fagnar hins
vegar í ályktun sinni því svig-
rúmi sem ríkisstjórnin telur vera
til almennra kauphækkana í þjóð-
félaginu með þessari hækkun
sinni til stjórnarmanna Lands-
símans. í ljósi þessa bíður verka-
fólk sem er með 90 þúsund krón-
ur í mánaðarlaun eftir því að for-
sætisráðherra tilkynni að þessi
laun verði hækkuð um helming. ■
GUÐMUNDUR CUNNARSSON
Segir að launafólki sé sagt að axla byrðar
stöðugleika á meðan yfirstéttin tvöfaldar
þóknun til sjálfrar sín fyrir fundarsetu.
Kennir nýjum
búnaði um tafir
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness segir stafrænan upptökubúnað frá
Nýherja ekki hafa virkað sem skyldi. Afspilun á upptökum hafi verið
hræðilega tafsöm. Nýherji segir dóminn hafa fengið þann búnað sem
óskað var eftir. Sökin sé ekki fyrirtækisins sem þó vilji gjarnan aðstoða
eftir mætti.
pjónusta Ólöf Pétursdóttir, dóm-
stjóri hjá Héraðsdómi Reykja-
ness, segir stafrænan upptöku-
búnað frá Nýherja hf., sem settur
var upp í fyrra, ekki hafa virkað
sem skyldi. Því hafi dregist að vél-
rita upp vitnaleiðslur úr réttar-
höldum.
í Fréttablaðinu í gær var haft
eftir Inga Tryggvasyni, formanni
Rannsóknarnefndar sjóslysa, að
4 störf nefndarinnar
hefðu tafist vegna
þess að það hafi
tekið Héraðsdóm
Reykjaness fjóra til
fimm mánuði að af-
henda endurrit úr
sjóprófum sem
haldin voru eftir að
togbáturinn Una í
Garði fórst í júlí í
fyrra: „Því miður
verð ég að staðfesta
að þetta er ekki
Bergþór Ingi-
leifsson. sölu-
maður og
hönnuður hjá
Nýherja, segir
búnaðinn vera
nákvæmlega
eins og kveðið
var á um í út-
boðslýsingu.
—4—
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS
„Þetta átti ekki að vera svona. Ég hefði aldrei farið út f að velja búnað með þessum hætti
- það gefur auga leið," segir Ólöf Pétursdóttir dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness um
upptökubúnað frá Nýherja.
röng fullyrðing," segir Ólöf Pét
ursdóttir.
Héraðsdómurinn flutti í nýtt
húsnæði í júní í fyrra. Ólöf segir
að eftir flutninginn hafi komið upp
vandamál með nýja stafræna upp-
tökubúnaðinn. Afspilun á upptök-
unum, sem voru á geisladiskum,
hafi ekki verið hægt að
stoppa í miðjum klíðum eða
spóla til baka eins og tíðkast þegar
tekið var upp á segulbönd. „ Þetta
var alveg hræðilega tafsamt. Við
hefðum verið miklu fljótari að
gera þetta með gamla laginu. Þeir
voru búnir að lofa okkur að þetta
myndi verða miklu betra en svo
reyndist það ekki vera. Nýjar
tæknilausnir hafa tekið eilífðar-
tíma, en ég held þeir séu komnir
með lausnina núna,“ segir Ólöf.
Ólöf segir upptökuna af sjó-
prófunum hafa goldið þess að um
var að ræða fyrsta málið þar sem
reyndi á nýju tæknina. Ekki hafi
bætt úr skák að upptakan tókst
illa. „Það var mjög erfitt að heyra
hvað menn voru að segja,“ segir
hún.
Bergþór Ingileifsson, sölumað-
ur og hönnuður hjá Nýherja, segir
búnaðinn vera nákvæmlega eins
og kveðið var á um í útboðslýs-
ingu. Þar hafi ekki verið getið um
afspilunarbúnað. Hins vegar hafi
Nýherji einnig boðið fram aðra og
betri lausn með bæði upptöku- og
afspilunartækjum. „Henni var
hafnað og þeir tóku ódýrari lausn-
ina,“ segir hann.
Bergþór segir Nýherja hafa
reynt að finna lausn til bráða-
birgða. „Hún virkar en er ekki
þægileg. Þetta er í þróun ennþá,“
segir hann.
Að sögn Bergþórs hefur enn
ekki verið rukkað fyrir þá vinnu
sem Nýherji hefur lagt út auka-
lega. Um það þurfi að ná sam-
komulagi: „Sökin er ekki okkar en
við erum tilbúin að teygja okkur
langt til aðstoða," segir hann.
„Þetta átti ekki að vera svona.
Ég hefði aldrei farið út í að velja
búnað með þessum hætti - það gef-
ur augaleið," segir Ólöf Péturs-
dóttir hins vegar.
gar@frettabladid.ís
LOÐNA
Loðnukvótinn var í gær aukinn um 100
þúsund tonn.
Loðnukvótinn:
100 þúsund
tonna
aukning
SJávarútvegur Sjávarútvegsráðu-
neytið hefur aukið loðnukvótann
sem nemur 100 þús. tonnum eða úr
996.202 lestum í 1.096.202 lestir.
Ákvörðun þessi var tekin að tillögu
Hafrannsóknastofnunarinnar.
í janúar sl. lauk Hafrannsókna-
stofnunin við mælingar á kyn-
þroska hluta loðnustofnsins og
gerði að þeim loknum tillögu um
1200 þúsund tonna heildarafla-
mark fyrir yfirstandandi loðnuver-
tíð. Undanfarið hafa verið spurnir
af líklegri vestangöngu loðnu og
hafa nú mælst liðlega 100 þús tonn
sem talið er að ekki hafi tilheyrt
þeim hluta stofnsins sem mældur
var í janúar.
Gera má ráð fyrir að hækkun á
leyfilegum heildarafla í loðnu
auki útflutningsverðmæti sjávar-
afurða á árinu 2002 um 1,2 millj-
arða frá fyrri áætlunum Þjóð-
hagsstofnunar. ■
|lögreglufréttir|
Að minnsta kosti 10 manns
þurftu að fara upp á slysa-
deild Landspítala-háskólasjúkra-
húss í gær eftir að hafa runnið til
í hálku. 4 umferðaróhöpp urðu
einnig vegna hálku. Voru þau
óhöpp minniháttar að sögn Um-
ferðarráðs, sem vildi taka fram
að það varaði fólk eindregið við
hálku á götum höfuðborgarsvæð-
isins. Snjór lá yfir hálkunni og
þvf átti fólk erfitt með að átta sig
á aðstæðum. Meira mun hafa ver-
ið um það að eldra fólk dytti og
meiddi sig í hálkunni.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verzlunarnnannafélags Reykjavíkur veröur
haldinn mánudaginn 25. mars kl. 19:30 á Grand Hótel
Reykjavík.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Lagabreytingar
Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast 4 dögum
fyrir aðalfund.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Auglýsing Sýnar kærð til siðanefndar SÍA:
„Ekki athygli sem
við höfum áhuga á“
auglýsing „Viðbrögð manna gera
ráð fyrir því að vinnusiðferði fólks
sé svo brenglað að það skrópi bara
í vinnunni. Það var svo fjarri okk-
ur að halda að fólk tæki þessu
svona alvarlega,“ sagði Hörður
Harðarson, markaðsstjóri Sýnar,
um þau viðbrögð og eftirmála sem
hafa orðið vegna auglýsingar þar
sem fólk er hvatt til að vanda valið
á veikindadögum sínum. Jafn-
framt eru íþróttaviðburðir sem
sjónvarpsstöðin sýnir á næstunni
kynntir. Aðspurður hvort auglýs-
ingin sé ekki vel heppnuð sé miðað
við þá athygli sem hún fær sagði
Hörður. „Hún vekur jú athygli en
ekki þá athygli sem við höfum
áhuga á að vekja. Okkur datt ekki
einu sinni í hug að þetta myndi
gerast. Vinnuveitendur verða að
bera það traust til starfsfólks að
það sé ekki öllum stundum að
svíkjast undan vinnu.“
„Þarna er verið að hvetja til lög-
brota og brota á kjarasamningum.
Það er kristaltært að löggjöfin,
sem um þetta fjallar, veitir fólki
m.a. rétt til launa vegna slysa- og
sjúkdómaforfalla. Rétturinn skap-
ast eingöngu vegna veikinda,
punktur og basta,“ segir Andrés
Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunarinnar. Samtökin
hafa kært auglýsingu frá sjón-
varpsstöðinni Sýn til siðanefndar
Samtaka íslenski-a auglýsinga-
stofa. Andrés segir að samtökin
leggi þann skilning í auglýsinguna
að verið sé að hvetja fólk til að
taka veikindafrí þegar það er ekki
veikt. „Að okkar mati er verið að
hvetja fólk til lögbrota og misnota
þann ríka rétt sem það hefur sam-
kvæmt lögum og kjarasamning-
um. Við sem hagsmunasamtök at-
vinnurekenda í verslun getum
ekki horft á það þegjandi.“ ■