Fréttablaðið - 15.03.2002, Side 11
FÖSTUDAGUR 15. mars 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Gheney kom til Jemen í gær:
Lofar aðstoð Bandaríkjanna
sana. ap Dick Cheney, varaforseti
Bandaríkjanna, kom í gær til
Jemen á ferð sinni um arabaríki.
Hann lofaði stjórnvöldum þar
meiri hernaðaraðstoð og bauð vin-
áttu Bandaríkjanna. Osama bin
Laden, helsti andstæðingur Banda-
ríkjanna, er ættaður frá Jemen.
Cheney dvaldi af öryggisástæð-
um aðeins tvo tíma í Jemen. Að
sögn ráðgjafa stjórnarinnar í
Jemen vildi Cheney fá að senda
bandaríska hernaðarráðgjafa til
Jemens. Hins vegar sé mjög al-
menn andstaða í Jemen við að
bandarískir hermenn komi þang-
að. Þeir þurfi ekki utanaðkomandi
aðstoð til að hamla starfsemi
hryðjuverkamanna.
Ráðgjafinn sagði þó að stjórn-
völd í Jemen taki með þökkum
efnahagsaðstoð frá Bandaríkjun-
um.
Cheney hóf ferð sína um ellefu
arabaríki á því að heimsækja þau
tvö arabaríki sem hvað vinveittust
eru Bandaríkjunum, það er að
segja Jórdaníu og Egiptaland.
Bæði Jórdanir og Egiptar lýstu
andstöðu sinni við áform Banda-
ríkjanna um hernað gegn írak.
Einn helsti tilgangur ferðalags
Cheneys er að afla stuðnings
arabaríkja við næstu skref í stríði
Bandaríkjanna gegn hryðjuverk-
um. ■
FRÁ JEMEN
Herinn í Jemen hefur hert eftirlit sitt með
umferð á helstu þjóðvegum landsins í
þeirri von að geta haft hendur í hári liðs-
manna al Kaída, hryðjuverkasamtaka
Osama bin Ladens.
Serbía og Svartfjallaland semja um breytt samband og nýtt nafn:
Júgóslavía heyrir brátt sögunni til
MEÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ A MILLI SÍN
Þarna sitja, frá vinstri talið, Milo Djukanovic forseti Svartfjallalands, Javier Solana, utanrikis-
fulltrúi Evrópusambandsins, og Vojislav Kostunica Júgóslavíuforseti.
belgrað. ap Leiðtogar Serbíu og
Svartfjallalands undirrituðu í gær
samkomulag um miklar breytingar
á sambandi sínu. Nafnið Júgóslavía
heyrir þá sögunni til. Nýja ríkið á
að heita Serbía og Svartfjallaland. u
Samkvæmt samkomulaginu fá lýð-
veldin tvö mun meiri sjálfstjórn en
verið hefur í ríkjabandalaginu, sem
gengið hefur undir nafninu
Júgóslavía.
Evrópusambandið hafði milli-
göngu um gerð samningsins. Javier
Solana, utanríkismálafulltrúi Evr-
ópusambandsins, undiri'itaði samn-
inginn ásamt þeim Vojislav Kostun-
ica, forseta Júgóslavíu, og Milo
Djukanovic, forseta Svartfjalla-
lands, auk annarra hátt setti’a emb-
ættismanna fi'á bæði Serbíu og
Svartfjallalandi.
Utanríkismál og varnarmál
verða undir sameiginlegri stjórn
Serbíu og Svartfjallalands. Hins
vegar fara lýðveldin hvort um sig
með stjórn efnahags-, gjaldeyris-
og tollamála.
Þing beggja ríkjanna hafa nú
fengið það verkefni að setja sér
nýja stjórnarskrá. Svo verða haldn-
ar sameiginlegar þingkosningar í
haust. Svartfellingar hafa jafn-
fi-amt samþykkt að hætta við kosn-
ingar um aðskilnað frá Serbíu, sem
fram áttu að fara í maí. Eftir þrjú
ár hafa hins vegar íbúar beggja lýð-
veldanna rétt til að kjósa um sjálf-
stæði. ■
Án hans væri lífið
miklu bragðlausara
Nýr og fastur fyrir
eða þroskaður og mjúkur,
með brauði, kexi og vínberjum,
bræddur eða djúpsteiktur.
Camembert - alltaf góður.
Gjafabréf
Stofnun eða
innlegg á Framtíðar-
reikning er tilvalin
fermingargjöf
Framtíðarreikningur Islandsbanka
Fermingargjöf
er framtíðarsjóður
Framtíðarreikningur er frábær fermingargjöf
og ólík öörum gjöfum að því leyti að hún vex
með fermingarbarninu og tryggir því öruggan
sjóð við 18 ára aldur.
Hæstu vextir á innlánsreikningi
Hámarksöryggi
Verðtrygging
Sveigjanleiki
Laus til útborgunar við 18 ára aldur
Engin lágmarksinnborgun
Þú getur lagt inn reglulega eða
þegar þér hentar
Fallegar gjafaumbúðir
íslandsbanki
- þar sem gjafirnar vaxa!
www.ostur.is
fslenskir ostar - hreinasta afbragð
wwW
S 7S /5 /!>