Fréttablaðið - 15.03.2002, Side 12

Fréttablaðið - 15.03.2002, Side 12
FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI 15. mars 2002 FÖSTUDACUR TYRKIR ÆFIR Öll helstu blöð Tyrklands voru ævareið yfir ólátunum, sem urðu milli leikmanna AS Roma og Galatasaray eftir Meistaradeildar- leikinn í Róm á miðvikudag. í fyrirsögnum stóð m.a. „(talskt hneyksli", „Ljótir italir" og „Villimennska". Leikurinn endaði 1-1. Fallvaltur fótbolti í Everton: Moyes í stað Smith fótbolti David Moyes var ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Everton í gærkvöldi. Moyes, sem hefur stjórnað Preston við góðan orðstír, samdi við Everton til fjögurra ára. Moyes tekur við liðinu af Walter Smith. Smith var látinn taka poka sinn skömmu eftir að Everton tapaði 3-0 fyrir Middlesbrough í fjórðungsúrslitum ensku bikar- keppninnar. Moyes bíður erfitt verkefni að rífa Everton upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Liðið er nú í sjötta neðsta sæti deildarinnar með 30 stig. Næstu WALTER SMITH Fékk að fjúka vegna slæms gengis. tvö lið fyrir neðan Everton eru jöfn því að stigum. Fyrsti leikur Everton undir stjórn Moyes verður gegn Fulham á laugardaginn. Smith tók við stöðunni í júlí 1998 en hann hafði þá gert garðinn frægan með Glasgow Rangers. Hann fékk eina milljón punda við uppsögn sem skaðabætur fyrir þá 15 mánuði sem eftir eru af samn- ingi hans við Everton. ■ Enska knattspyrnu- sambandið: Viduka og Smith sýknaðir fótbolti Framherjarnir Mark Viduka og Alan Smith hjá Leeds hafa verið sýknaðir eftir yfir- heyrslur hjá enska knattspyrnu- sambandinu. Viduka var kallaður til eftir að gefa Martin Keown hjá Arsenal olnbogaskot fyrr í vetur. Smith lenti í rifrildi við Graeme Le Saux þegar Leeds vann Chelsea í deildarbikarnum. Ákvörðunin var tekin þegar búið var að grandskoða myndbandsupp- ALAN SMITH Getur nú vonast eftír sæti I landsliðínu á móti Ítalíu. tökur af atvikunum. Smith getur nú vonast til þess að fá sæti í enska landsliðinu í vináttulandsleiknum á móti Ítalíu, sem fer fram á Elland Road seinna í mánuðinum. Ef hann hefði verið fundinn sekur hefði hann fengið þriggja leikja bann á Englandi og ekki getað spilað í landsleiknum. Stjórnarformaður Leeds var hæstánægður með niður- stöðuna og sagði félagið alltaf hafa haldið sakleysi félaganna fram. ■ Sigið á seinni hlutann Ensku liðin eru farin að horfa til loka leiktíðarinnar. Þó veturinn hafi gengið vel þýðir ekki að missa dampinn á lokasprettinum. Fjöldi leikja er á Englandi um helgina. STREMBINN MÁNUÐUR Nourredina Naybet hjá Deportivo skorar á móti Arsenal á þriðjudaginn. Arsenal mætir Aston Villa á sunnudaginn. Ef liðinu á að takast að vinna ensku deildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu bíða þess 18 leikir á átta vikum. lÍÞRÓTTIR í DAG 014.15 Eurosport WTA tennismótið i Bandaríkjunum. 15.00 Eurosport Hjólreiðar. 15.05 Stöð 2 NBA-tiiþrif. 16.00 Eurosport Heimsbikarinn i skíðastökki. 120 metra hár pallur í Þrándheimi. 17.45 Eurosport Heimsbikarinn í norrænni tvíþraut. Skíðastökk og -ganga á Holmenkollen í Osló. 18.00 Sýn Heklusport gærkvöldsins endursýnt 18.30 Sýn íþróttir um allan heim 19.00 Körfubolti Fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka i úrslitakeppni Epson- deildarinnar i Keflavík. 19.30 Sýn Alltaf i boltanum. 20,00 Eurosport Evrópumeistaramótið i eróbikk 2001 í Búdapest. 20.00 Svn Gillette-sportpakkinn, 20.00 Handbolti FH ferðast til Vestmannaeyja þar sem ÍBV tekur á móti því í ESSO-deild karla. Liðin standa jafnt í deildinni. Bæði eru með 21 stig. FH er i áttunda sæti og ÍBV í niunda. 22.15 Eurosport Yoz Mag. 22.45 Eurosport Vetrarólympiuleikar fatlaðra. fótbolti Draumur Arsenal um þrefaldan sigur, í ensku deild- inni, enska bikarnum og í Meist- aradeild Evrópu, stendur á brauðfótum. Ef þetta á að takast blasa við 18 leikir á aðeins átta vikum. Einnig eru átta leikmenn meiddir. Leikjamaraþon Arsenal hefst hjá Aston Villa á sunnudaginn. Varnarmennirnir Tony Adams, Martin Keown, Matthew Upson og Ashley Cole, miðvallarleik- mennirnir Ray Parlour og Giovanni van Bronckhorst, fram- herjinn Francis Jeffers og vara- markvörðurinn Stuart Taylor gátu ekki verið með í 2-0 tapi á móti Deportivo de La Coruna á þriðjudag. Þrátt fyrir tapið getur Arsenal komist í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar með góðu gengi á móti Juventus í Tórínó á miðvikudaginn. Þremur dögum seinna mætir liðið Newcastle aft- ur í fjórðungsúrslitum enska bik- arsins. Þann dag átti það að mæta West Ham en frestaði leiknum. Ef það kemst áfram í Meistara- deildinni þarf einnig að fresta leik á móti Charlton 1. apríl. Dag- setningarnar eru að klárast. Dennis Bergkamp er flug- hræddur og spilar því sjaldan í útileikjum á meginlandinu. Hann segir vatnaskil komin í tímabil Arsenal. „Það er ómögulegt að hafa unnið fullt af leikjum og kasta því á glæ síðasta mánuð- inn,“ segir Bergkamp. „Við þurf- um hjálp slasaðra leikmanna og heppni. Því fyrr sem þeir snúa aftur því betra. Það væri hræði- legt ef allt myndi klúðrast þegar titlarnir eru innan seilingar." Manchester United og Liver- pool eru helstu keppinautar Arsenal um enska meistaratitil- inn. Bæði liðin eru dottin út úr bikarkeppninni og inni £ Meist- aradeild. United er komið áfram en Liverpool þarf að vinna AS Roma í næstu viku. United, sem gæti orðið fyrsta liðið til að vinna ensku deildina fjögur ár í röð, er með eins stigs forskot á Arsenal. Það mætir West Ham á morgun. Liverpool, sem hefur ekki unnið deildina síðan 1990 og er tveimur stigum á eftir United, fer til Middlesbrough. Newcastle er sex stigum á eft- ir. Það mætir Ipswich, sem er í fallhættu. Chelsea er í góðu formi eftir tvo stórsigra á Totten- ham. Það er í fimmta sæti og fær Sunderland í heimsókn. Á botni deildarinnar er útlitið svart hjá Leicester. Það mætir Sout- hampton, sem tókst að klifra upp undir miðja deild. Derby er í næst neðsta sæti. Það fer í heim- sókn til Bolton, sem er litlu fyrir ofan. Ipswich fer til Newcastle og Everton fær Fulham, sem er í undanúrslitum bikarsins, í heim- sókn. Á sunnudaginn tekur Leeds á móti Blackburn. Á mánudaginn reynir Tottenham að bæta fyrir töpin á móti Chelsea með því að vinna Charlton á heimavelli. ■ KAUPENDAÞJÓNUSTAN - SÍMI 533 3444 Opið um helgina á milli 11:00 -14:00 Nýjung hjá skíðasvæðunum: Skíðafærið í símann Við á Þingholti höfum fjölda fólks á skrá sem bíður eftir réttu eigninni. 2ja Höfum kaupanda að 2ja herb. íbúð í skiptum fyrir 72 m2 3ja herb. íbúð í Austurbænum. Sölum. örn Starfsmaður á leikskóla leitar að notalegri 2ja herbergja íbúð í Austurborginni má vera risíbúð eða lítið niðurgrafin kjallaraíbúð. Gott greiðslumat. Sölum. Steinbergur. Höfum kaupendur að litlum 2ja herbergja íbúðum og einstaklingsíbúðum, bæði sam- þykktum og ósamþykktum. Tölvufræðingur leitar að ca. 55-70 fm 2ja til 3ja herb. íbúð á jarðhæð í Grandahverfi, helst með sér garði. Sölum. Þórður. 3ja Þroskaþjálfi og háskólanemi leita að 3ja her- bergja íbúð á svæöum 104 og 105 fyrir allt að 13 M. Ekki kjallara. Sölum. Steinbergur. Háskólakennari óskar eftir notalegri 3ja herb. íb. á svæðum 101 og 107. Gott greiðslumat. Sölum. Steinbergur. Starfsmaður Orkuveitu Vestfjarða óskar eftir íbúð í Reykjavík, Seltjarnarnesi eða Kópa- vogi, með 2-3 svefnherbergjum. Sölum. Pórður Þjónustufulltrúi óskar eftir notalegri 3ja herb. ibúð í Þingholtunum eða í gamla Vesturbæ, Hringbraut kemur til greina. Risíbúð kemur til greina en ekki kjallari. Sölum. Þórður. Einstæð móðir með gott greiðslumat óskar eftir a.m.k. 65 fm 3ja herb. íb. vestan við Elliðaár. Sölumaður Steinbergur. Opinber starfsmaður leitar að 3ja til 4ra her- bergja íbúð í lyftuhúsi, helst með bilskýli. Þórður. Roskin hjón sem eru búin að selja stærri eign óska eftir góðri íbúð í lyftuhúsi, þó ekki á 1 .h. Sölum. Steinbergur. 4ra til 5 Hjón sem búin eru að selja vantar 3ja til 4ra herb íbúö í Sala- eða Lindahverfi Kópavogs. Sölum. Örn 11320 Yfirmatreiðslumaður á rótgrónum veitinga- stað í miðborg Reykjavíkur óskar eftir góðri ibúð i gömlu Reykjavík. Sölum. Steinbergur. Ung hjón, lögmaður og sagnfræðingur sem eru nýbúin að selja eign sína á Seltjarnarnesi óska eftir góðri íbúð, helst nýlegri eða nýlega standsettri, með sérinngangi og a.m.k. 3 svefnherbergjum. Sölum. Þórður. Hjón sem vinna hjá traustu fyrirtæki f Höfða- hverfi vantar 4-5 herbergja ibúð í nágrenninu, td. í Grafarvogi, Árbæ, Kvislum, Voga- eða Bústaðahverfi. Sölum. Örn. Vélstjóri leitar að góðri 4-5 herb. íbúð í hverf- um 104 og 105, má gjarnan vera falleg risí- búð, ekki blokk eða kjallari. Sölum. Örn. Hæöir Verkfræðingur leitar að góðri sérhæð, má vera með sameiginlegum inngangi, bílskúr æskilegur en ekki skilyrði. Sölum. Geir. Góðan kaupanda vantar hæð meö góðum bílskúr vestan Elliðaáa. Sölum. örn. Höfum fjársterkan kaupanda að sérhæð í Vesturbæ, aðeins mjög góð eign kemur til greina. Sölum. Steinbergur. Hjón með dýr sem eru að minnka við sig vantar hús eða sérhæð í 104 með svölum, sérinngangi og bílskúr. Sölum. Örn. Rad/par Hjón, leikskólakennari og viðskiptafræðingur, sem búin eru að selja vantar sérbýli með 3 til 4 svefnherbergjum í Grafarvogi eða Grafar- holti sölumaður örn. Hjón sem eru búin að selja verðmæta fast- eign leita að minna sérbýli, rað-, par-, eða einbýlishúsi í Garðabæ eða Kópavogi. Sér- hæð á 1 .h með sér garði kemur einnig til greina. Sölum. Geir. Kaupandi með góða greiðslugetu óskar eftir einnar hæðar raðhúsi í Mosfellsbæ, engin húsbréfaafföll. Sölum. Þórður. Einbýlishús Lögmaður leitar að mjög vönduðu einbýli í vesturbæ eða Fossvogi fyrir fjársterkan um- bjóðanda. Verð allt að 50 M. Sölum. Þórður. Eigandi 140 fm. einbýlishúss í Mosfellsbæ óskar eftir svipaðri eign í Árbæ, Grafarvogi, Voga eða Bústaðahverfi. Skipti eða bein kaup koma til greina. Sölum. Þórður. Hjón sem eru búin að selja og eru með góða greiðslugetu vantar einbýlishús i Breiðholti eða Árbæ. Húsið þarf helst að vera á einni hæð. Sölum. Örn. Hveragerði. Viðskiptafræðing vantar einbýl- ishús með bílskúr í Hveragerði. Sölum. Örn. Nýbyggingar Rafvirkja vantar 3ja til 4ra herbergja íbúð helst fokhelda á höfuðborgarsvæðinu. sölum. Örn. Hjón sem eru að flytja í bæinn vantar rað / parhús fokhelt eða lengra komið i Garðabæ eða Kópavogi. Sölum. Örn Salahverfi Kópavogi, höfum góðan kaup- anda að c.a. 150 fm raö-par- eða hæð sem lengst komna. Sölum. Örn. # A jfVj 1 á| |31t4BFmíLT Tg ^ ■TTGrícuirrS^aBSSHrcicu skíði Nú er hægt að fá send smá- skilaboð með upplýsingum um færð og veður á skíðasvæðunum. Ef sent er skeyti með stafnum S í númerið 691-6010 koma til baka upplýsingar um stöðuna í Bláfjöllum, Skálafelli, Hengilssvæðinu og Hlíðarfjalli. Ef sent er til baka skeyti með stafnum V verða sendar nýjar upplýsingar um leið og staðan breytist. Þetta er tilraunaverkefni nú í mars. Notand- inn greiðir fyrir að senda skilaboð úr eigin síma. Skíðasvæðin greiða skilaboðin á móti. Á eflaust eftir að falla í kramið hjá gemsakynslóð- inni. Góð aðsókn hefur verið að skíðasvæðum höfuðborgarsvæðis- ins að undanförnu. ■ Grensásvegi 12 -s: 533 2200 « V___ -■ .. -_ - - - _____V

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.