Fréttablaðið - 15.03.2002, Page 22
HRÓSID
Hrósið fær Árni M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra fyrir að auka loðnukvótann
um 100 þúsund tonn til að nýja loðnu-
gangan komist ekki undan nótum Islenska
flotans.
22
FRETTABLAÐIÐ
15. mars 2002 FÖSTUDAGUR
Gagnrýni þarf alltaf að
vera heiðarleg og sanngjörn
Liora Herzl hefur verið sendi-
herra ísraels í Noregi frá því í
ágúst síðastliðnum. Á miðviku-
daginn afhenti hún Halldóri Ás-
grímssyni utanríkisráðherra trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra ísra-
els á íslandi, með aðsetur í Nor-
egi.
Hún lætur vel af dvölinni í
Noregi. Þar sé gott að vera. En
hvernig skyldi vera að sitja undir
stöðugri gagnrýni á þau stjórn-
völd sem hún er fulltrúi fyrir?
„Mér finnst það allt í lagi. Þetta
er mitt starf,“ segir hún. Hún seg-
ir eðlilegt í lýðræðisþjóðfélagi að
gagnrýnisraddir fái að heyrast.
Þannig sé það líka í ísrael.
„Við erum vön því að heyra
mikið af gagnrýni í ísraelskum
fjölmiðlum. Þar birtist hörð gagn-
rýni á bæði stjórnina og stjórnar-
andstöðuna. Og það er í góðu lagi,
ég á ekkert erfitt með að taka
gagnrýni." Hins vegar vildi hún
taka fram að í leiðara Jónasar
Kristjánssonar í Fréttablaðinu á
mánudaginn hafi verið of langt
gengið. „Þegar ísrael er kallað
æxli og sagt að við berum ábyrgð
Persónan
Liora Herzl er nýbakaður sendiherra
ísraels fyrir ísland.
á öllu hatri múslima út í Vestur-
lönd, þá er slíkt að mínu mati ekki
gagnrýni. Þarna er ekki farið að
sanngjörnum leikreglum. Ég held
að átökin í Miðausturlöndum séu
kannski ekki alveg eins og menn
sjá þau frá íslandi eða öðrum
löndum. Palestínumenn eru ekki
saklausir í þeim hildarleik." ■
LIORA HERZL
Málstaður ísraels hefur átt lítinn hljóm-
grunn á Vesturlöndum. Stundum er sárt
að sitja undir því sem sagt er.
SAGA DAGSINS 1 TÍMAMÓT
15. MARS AFMÆLI
'amkvæmt tímatali Rómverja
)var Júlíus Sesar, keisari, myrt-
ur á þessum degi 44
árum fyrir Krist-
sburð. Það gerði mág-
ur hans og trúnaðar-
vinur Markús Brútus
með því að stinga
hann í bakið fyrir framan róm-
verska alþingishúsið. Síðustu orð
hins mikla keisara voru: “Et tu,
Brute“ - og þú Brútus.
Bæjarsíminn í Reykjavík var
formlega stofnaður 15. mars
1905 með því að leikið var á fiðlu í
símann. Þá höfðu fimmtán símar
verið tengdir.
Þjóðverjar réðust inn í
Tékkóslóvakíu 15. mars 1939.
Örlög þjóðarinnar eru talin hafa
ráðist 30. september 1938 þegar
Adolf Hitler, Benito Mussolini,
Edouard Daladier og Neville
Chamberlain undirrituðu Múnchen
sáttmálann. Undirskriftin hafi í
raun verið afsal Tékkóslóvakíu í
hendur Þjóðverja í þeirri tilraun
að halda friðinn í Evrópu.
Bandarísk flugvél hrapaði í
Vatnsmýrinni í Reykjavík og
átta menn fórust 15. mars 1942.
Rokksöngvarinn
Fats Domino hljóð-
ritaði lagið sitt “Ain’t
That a Shame“ 15.
mars 1955. Rokktónlist var um það
leyti að ryðja sér til rúms. Lagið
komst í toppsæti Billboard-listans í
Bandaríkjunum og sat þar í þrjá
mánuði samfleytt.
Þjóðvarnarflokkur íslands var
stofnaður 15. mars 1953. Hann
starfaði í áratug og barðist einkum
fyrir brottför varnarliðsins.
JARÐAFARIR
10.30 Baldur Krístjónsson, íþróttakenn-
ari, Kópavogsbraut 69, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogs-
kirkju.
11.00 Gunnar Jón Sigtryggsson,
Skarðshlíð 18b, Akureyri, verður
jarðsunginn í dag frá Höfða-
kapellu.
13.30 Hólmfríður Einarsdóttir, Ijós-
móðir frá Varmahlíð, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju I dag.
13.30 Leó Sigurðsson, fyrrverandi út-
gerðarmaður, Oddeyrargötu 5,
Akureyri, verður jarðsunginn í dag
frá Akureyrarkirkju.
13.30 Svanhildur Sigurðardóttir frá
Seyðisfirði, Eyjahrauni 5, Vest-
mannaeyjum, verður jarðsungin í
dag frá Laugarneskirkju.
13.30 Sigríður Magnúsdóttir, Æsufelli
2, Reykjavík, verður jarðsungin í
dag frá Fella- og Hólakirkju.
13.30 Þórir Jón Jensson, Heiðargerði
54, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni.
13.30 Guðfinna Sigurðardóttir, Skip-
holti 49, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Háteigskirkju.
13.30 Birna Guðný Björnsdóttir, Skóla-
braut 5, Seltjarnarnesi, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
14.00 Elínborg Ágústsdóttir frá Máva-
hlíð á Snæfellsnesi verður jarð-
sungin frá Ólafsvíkurkirkju í dag.
14.00 Gunnar Sveinsson, Faxabraut
38a, Keflavík, verður jarðsunginn í
dag frá Keflavíkurkirkju.
15.00 Sigurrós Rósa Einarsdóttir verð-
ur jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag.
15.00 Karl Th. Lilliendahl, hljóðfæra-
leikari, Krummahólum 10, Reykja-
vík, verður jarðsunginn í dag frá
Hallgrímskirkju.
Hver tími velur sér form
Þorsteinn frá Hamri er 64 ára í dag. Hann vinnur nú að 16. ljóðabók sinni.
afmæli Skáldið og rithöfundurinn
Þorsteinn frá Hamri er 64 ára í
dag. „Ég er að búa mig undir
verða tilbúinn með ljóðabók á ár-
inu, þegar dregur nær hausti,"
segir Þorsteinn þegar hann er
spurður um störf sín um þessar
mundir. Fyrsta ljóðabók Þor-
steins kom út árið 1958 þegar
hann var að verða tvítugur.
Ljóðabækur Þorsteins eru nú
orðnar 15 talsins, auk eins ljóða-
úrvals, og skáldsögurnar eru
þrjár. Ritsafn Þorsteins kom út í
tilefni sextugsafmælis hans fyrir
fjórum árum. „Þar er nánast allt
sem ég hef samið."
Skáldsögurnar skrifaði Þor-
steinn á árunum 1967 til 1980.
„Það leitar ekki á mig um þessar
mundir,“ segir Þorsteinn þegar
hann er spurður hvort hann hafi
lagt skáldsagnagerð á hilluna.
„Eg hafði gaman að því í þá daga
að breyta til og prófa þetta form
til hliðar við ljóðið en margt í
þessum sögum var svo sem ná-
skylt Ijóðinu."
Þorsteinn frá Hamri var bók-
hneigður þegar hann var dreng-
ur, segist hafa lesið allt sem fyrir
hendi var. „Ég hreifst ungur af
skáldskap, einfaldlega. Svo leit-
aði ég í þennan farveg sjálfur
með hugsanir mínar og tilfinn-
ingar.“ Þegar Þorsteinn var ung-
ur voru verulegar hræringar í
ljóðagerð, þótt mestu átökin hafi
verið um garð gengin þegar hann
byrjaði sjálfur að skrifa. „Ég var
alinn upp við hefðina eins og hún
var sterkust," segir Þorsteinn.
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI
Þorsteinn og fjölskylda hans ætla að fara út að borða í tilefni dagsins og býst hann
sjálfur við að fá sér saltfisk.
Hann var því ekki sérlega hrifinn
af formbreytingunum í æsku.
„En fljótlega eftir að ég fór að
mannast og kynna mér nýjungar
hætti þetta að vefjast fyrir mér
og ég hef ort bæði laust og bund-
ið.“
Þorsteinn telur að ljóðahefðin
búi í okkur þótt hún hafi hugsan-
lega verið í lægð um skeið. „Ann-
ars er stundum sagt að hver tími
velji sér form við hæfi, tjáning-
armáta og stíltegund. En tíma-
skeið er ekki bara tímaskeið. Það
eru vitanlega líka margvíslegir
og ólíkir einstaklingar þar sem
hver syngur með sínu nefi, ef allt
er með felldu."
„Við höfum talað um að borða
einhvers staðar og þá fæ ég mér
líklega saltfisk," segir Þorsteinn
um afmælisdaginn. „Reyndar hef
ég oftast gert mér dagamun þeg-
ar staðið hefur á tug, en lítið þess
á milli, og þegar ég varð sextug-
ur hugsuðu margir til mín og
komu á Hótel Borg þar sem bóka-
útgáfan Iðunn hélt mér afmælis-
hóf.“
steinunn@frettabladid.
www.hollver.is
STEftKT
Einw
OTUR
aÐHMT
é é 6
IKJÖ6
Taktu eftir
merkjunum
- þau tala sínu máli
Vörur sem innihalda hættuleg efni eiga aö vera
merktar á íslensku með varnaðarmerkjum ásamt
hættu- og varnaðarsetningum.
Mikilvægt er að neytendur kynni sér merkingar vörutegunda
og fari eftir þeim viðvörunum sem þar koma fram.
Framleiðendur, innflytjendur og seljendur
bera ábyrgð á því að merkingar séu í samræmi við reglur.
Spjald með varnaðarmerkjum fæst endurgjaldslaust hjá Hollustuvernd
Hollustuvernd ríkisins
Ármúla 1a, 108 Reykjavík. Sími 585-1000. Heimasíða: www.hollver.is
TÍMAMÓT
15.00 Elisabeth Lísa G. Berndsen,
Bergi, Hafnarfirði, verður jarð-
sungin í dag frá Hafnarfjarðar-
kirkju.
AFMÆLI
Jóhannes Arason, fyrrum útvarpsþulur
Ríkisútvarpsins, er 82 ára í dag.
Þorsteinn frá Hamri, skáld, er 64 ára í
dag.
Guttormur Pétur Einarsson, forstjóri, er
64 ára í dag.
Baldur Trausti Hreinsson, leikari, er 35
ára í dag.
STÖÐUVEITINGAR______________________
Hrafnkell V. Gíslason hefur verið skip-
aður forstjóri Póst- og fjarskiptastofnun-
ar frá og með 1. apríl 2002.
Eirikur Þ. Einarsson hefur verið kjörinn
formaður Félags leiðsögumanna.
ANPLÁT_______________________________
Sigrún Einarsdóttir lést 3. mars. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Jónina Elíasdóttir frá Hesteyri, Kópa-
vogsbraut 18, lést 12. mars.
Ágúst Sörlason lést 12. mars.
Maríanna Haraldsdóttir, Nesbala 33,
Seltjarnarnesi, lést 12. mars.
Nikulás Guðmundsson, Sólheimum 25,
Reykjavík, lést 3. mars. Útförin hefur far-
ið fram I kyrrþey að ósk hins látna.